Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1998, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1998, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998 3 Fréttir ) ) ) ) > ) ) Símtöl til útlanda: Internets- kemur a Gegnum Intemetið Notendur þurfa síma og aögang aö Internetinu í gegnum þjónustuaöila. Verö: Kostnaöur viö innanbæjarsímtal auk greiöslu til Netþjónustu- aöilans. ODYR SIMTOL UM ALLAN HEIM - gegnum Internetiö Talini^^ þjappaö saman og fer gegnum Internetiö sem tölvugögn o Talinu er afþjappaö af þjónustuaöila viökomandi lands áöur en þaö fer yfir á símkerfiö Kostnaður gegnum Intemetið 3,32 krónur í grunngjald plús 1,56 krónur mínútan. Þar vlö bætist gjald netþjónustuaöila vegna símgjalda erlendis © Gegnum sínikerfid Venjulegt slmtal til útlanda er mun dýrara en innanbæjar Sfmtaliö fer gegnum sfmkerfiö t.d. gerfi- ' hnetti á leiö sinni Símtal til Japanskostar 84 kr./mín.yfir dagin sími Gústaf Arnar, forstjóri Póst- og fjar- skiptastofnunar, segir í samtali viö DV aö eftir að einkaleyfi á símaþjónustu var afnumiö sé öllum í raun frjálst aö reka símaþjónustu og aö reka símnet, en á þessari stundu er það aðeins einn aðili í landinu sem rekur símnet, Landssíminn. í samræmi við tilskipan- ir hins Evrópska efnahagssvæðis, sem hafa lagagildi, þá gildi um símnet Landssímans svonefnd ONP-ákvæði (Open Network Provision) um opinn að- gang að símnetinu. Netrekandinn, í þessu tilfelli Landssíminn, verður semsé að hleypa þeim sem þess óskar inn á símnetið hjá sér ef hann ætlar ekki að leggja út í það að byggja upp sitt eigið símnet. Ekki er heimilt að tak- marka aðgang að símnetinu, en fyrir af- notin skal koma greiðsla í samræmi við tilkostnaö netrekandans. Umsókn hins nýja fyrirtækis, Íslandssíma hf., snýst um það að fá starfsleyfi til símaþjón- ustu og aðgang að símnetinu, en einnig að búa til einhver takmörkuð eigin net og tengja einhverja af viðskiptavinum sínum beint við stöðvar sem miðla millilandasímtölum. Það þýðir að síma- þjónustan milli landa verður innt af hendi með sömu tækni og Internetþjón- ustan fer fram. „Þá kemur upp sú spuming hvort þeir þurfi aö setja upp stöðvar sjálfir eða hvort þeir fá aðgang að stöðvum Landssímans sem síðan annist þennan þátt,“ sagði Gústaf Am- ar. Hann sagði að þetta atriði krefðist nánari skoðunar, með tilliti til gildandi laga og reglna því að enn sem komið væri, væru ekki mörg fordæmi slíks fyrirkomulags þekkt. Sú tækni sem þarf til að flytja símtöl eftir Intemetinu er þegar komin fram og er vel fram- kvæmanleg," segir Guðmann Bragi Birgis- son, alþjóða- markaðsfræð- ingur hjá al- þjóðadeild Landssímans, í samtali við DV. DV leit- aði upplýsinga hjá honum um símtöl á Intemetinu í tilefni af því að hið nýja símafélag, fslandssími hf„ boðar að möguleikar í notkun Internetsins fyrir millilandasímtöl og farsíma muni í áfóngum lækka verð til neytenda niður í brot af því sem þekkist i dag. Guömann Bragi sagði að í stómm dráttum taki símtal í venjulegu sím- kerfi mun meira rými á símalínunni heldur en Intemetssímtal. I minni fyrir- ferð Intemetsímtala á símalínunum er fólginn möguleikinn á því að lækka verðið á hveiju einstöku simtali. Inter- netssímtalið fer þánnig fram að símnot- andi hringir upp tölvu sem er tengd við símalínu úti í heim. Hugbúnaður í tölv- unni greinir samstundis úr hvaða sima er hringt og hvort eigandinn sé áskrif- andi eða ekki. Sé hann það hringir tölv- an upp aðra tölvu við hinn enda línunn- ar sem síðan hringir upp það númer sem símnotandinn valdi og gefur sam- band við það þegar svarað er. Tölvan sem tekur á móti símtalinu við gáttina út í heiminn, breytir hinu talaða máli í tölvugögn, þjappar þeim saman en mót- tökutölvan greiðir síðan úr þeim aftur. Með þessu móti er hægt að koma miklu fleiri símtölum og öðrum gögnum fyrir á sömu línunni en með hefðbundinni talsimatækni. Vandamálið hefur þó hingað til verið það að hljóðgæði hafa verið slök. Guðmann Bragi segir að þró- un í bæði vél- og hugbúnaði hafi verið hröð undanfarið og orðin sambærileg við hljóögæöi í GSM-símum. -SÁ ) ) ) ) ) I ► ) ) I ) ) I ► ► I BALENO BALEf SWIFT BALENO VITARA GRAND VITARA TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ: GLS 3d 980.000 KR. I.3GL 3d 1.140.000 KR. JLX SE 3d 1.580.000 KR. GR, VITARA 2,0 L 2.179.000 KR. GLX 5d 1.020.000 KR. 1,3GL 4d 1.265.000 KR. 1,6GLX 4d 1.340.000 KR. 1,6 GLX 4x4 4d 1.495.000 KR. 1.6GLXWAGON 1.445.000 KR. WAGON 4x4 1.595.000 KR. JLXSESd 1.830.000 KR. DIESEL 5d 2.180.000 KR. Sjálfskipting kostar 150.000 aukalega GR. VITARA 2,5 L V6 2.589.000 KR. Sjálfskipting kostar 150.000 aukalega Sjálfskipting kostar 100.000 aukalega ALLIR SUZUKI BÍLAR ERU MEÐ • vökvastýri • 2 loftpúða • ■ aflmiklar vélar • samlæsingar • rafmagn í rúðum og speglum • styrktarbita í hurðum • • samlitaða stuöara • SUZUKI SÖLUUMB0Ð: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, simi 431 28 00. Akureyri: BSA hf„ Laufásgötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir: Bila- og búvélasalan hf„ Miðási 19, simi 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. Isafjörður: Bitagarður eht.Grænagarði, simi 456 30 95. Keflavik: BG bilakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrismýri 5, sími 482 37 00. Hvammstanga: Bila- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 26 17, $ SUZUKI SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.