Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1998, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1998, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998 Fréttir Hvalveiðar á dagskrá Alþingis enn eitt haustið: Engar flokkslínur - tveir þingmenn sagðir ráða ferðinni Ljóst er að skiptar skoðanir eru meðal alþingismanna um hvort leyfa eigi hvalveiðar að nýju eða ekki. Einnig er ljóst að þær skoðanir fara ekki eftir ílokkslínum. Nú er að nýju kominn fram mikill þrýstingur af hálfu hvalveiðimanna á stjórnvöld um að þingsályktunartillaga um hvalveið- ar verði tekin upp í þinginu í haust, eins og DV greindi frá í gær. Leggja hvalveiðimennimir áherslu á að ekki sé nóg aö taka málið upp, nú þurfi að afgreiða það í eitt skipti fyrir öll. Benda þeir á breyttar forsendur, svo sem samþykkt vísindanefndar og stjómunarráðs Namcos á að íslend- ingar geti veitt 200 hrefnur. Einnig líta þeir til Færeyja og Noregs þar sem hvalveiðar eru stundaðar. Loks minna þeir á þær niðurstöður Haf- rannsóknastofnunar að skerða þurfi þorskveiðar um 10-20 prósent vegna hvalsins. „Þetta mál hefur dregið lappimar í stjórnkerfinu," sagði Árni Johnsen, þing- maður Sjálfstæðis- flokks. „En ég held að þorri þingmanna sé þeirrar skoðrmar að það eigi að freista þess að hefja hval- veiðar að nýju. Mín spuming er ekki hvort heldur hvenær þetta mál fer í gegnum þingið. Hræðslan við hagsmuna- og markaðs- baráttu fléttast inn í þetta og ég tel að við þurfum að skipuleggja og mark- aðssetja okkar sjónarmið, þ.e. hvers vegna við viljum heija hvalveiðar, miklu betur.“ Skýr afstaða „Afstaða okkar kvennalista- kvenna er skýr í þessu máli,“ sagði Guðný Guðbjörnsdóttir, þingkona Kvennalista. „Við teljum mjög óraunhæft að hefia hvalveið- ar þar sem við get- um ekki losað okk- ur við kjötið. Eina leiðin er að fara fyrst út í Alþjóða- hvalveiðiráðið og vinna málið á al- þjóðavettvangi þannig að við miss- Guðný Guð- um ekki meiri gæði björnsdóttir. fyrir minni, þ.e. að við fómum ekki fiskmörkuðum fyrir hvalveiðar. Hvað varðar álitsgerð Namcos þá er þar ekki um að ræða alþjóðlega viður- kennda stofnun þannig að ég tel fyrrnefndu leiðina skynsamlegri. Ég tel að koma Keikós hingað muni styrkja ímynd okkar sem verndara á þessu sviði og, ef eitt- hvað, þá minnki hún líkur á að hvalveiðar hefiist. Ég held að það séu skiptar skoðanir í öllum flokk- um á þessu máli.“ „Ég er sannfærð- ur um að þingvilji stendur til þess að samþykkt verði að hefia hvalveiðar aftur,“ sagöi Einar K. Guðflnnsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokks. „í kjölfar samþykktar Einar K. Guð- Namcos um að við finnsson. getum veitt að lág- marki um 200 hrefnur á ári er pressan öll á ís- lendingum. Okkur er ekkert að vanbúnaði. Það kom fram í máli þriggja fulltrúa stjórnmálaflokka, sem sátu fund þann sem hrefnu- hvalveiðimenn boðuðu til í gær, eindreginn stuöningur við að hval- veiðar hefiist. Mér er ekki kunn- ugt um andstöðu nokkurs stjórn- málaflokks á íslandi við þetta, nema Kvennalistans, og mér finnst það helvíti hart að þing- flokkur með tveimur þingmönnum skuli ráða ferðinni í þessu mikla lifshagsmunamáli þjóðarinnar.“ Hvalveiðar í hófi „Ég tel vel koma til greina að við hefium hvalveiðar að nýju í hófi,“ sagði Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Alþýðu- Bryndjs Hlöð- bandalags. „Hins versdottir. vegar hefur þetta mál ekki fengist afgreitt og ég sé ekki að það séu neitt breyttar for- sendur nú frá því sem verið hefur. Mér finnst ekkert líklegra að það verði afgreitt nú en áður.“ „Það er búið að flytja svo margar tillögur og á svo mörgum þingum að það er orðin hneisa að Alþingi skuli ekki hafa tekið ákvörðim. Mér finnst einboðið að takast á við af- Sighvatur greiðslu málsins á Björgvinsson. þessu þingi,“ sagði Sighvatur Björgvinsson, þingmað- ur Alþýðuflokks. „Það eru skiptar skoðanir meðal þingmanna og þær fara ekki eftir flokkslínum. Það er ómögulegt að segja um hvernig niðurstaðan verður. Ég var þeirr- ar skoðunar að það hefði átt að mótmæla hvalveiðibanninu á sín- um tíma. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að nýta allar auðlind- ir hafsins með sjálfbærum hætti, þar á meðal hvalinn." „Ef menn ætla á annað borð með þetta mál inn í þing- ið er skynsamlegt að gera það sem fyrst, þannig að þingið fái þann tíma sem það þarf til að afgreiða málið," sagöi Finnur Ingólfsson, ráðherra Framsóknar- flokks.“Hingað til hefur þetta mál ver- ið flutt á síðustu metrum þingsins. Ég get ekki fullyrt hvernig andinn liggur í þinginu en ég hef verið tals- maður þess að við hæfum hvalveið- ar að nýju. Ég geri mér hins vegar grein fyrir þeim vandamálum sem eru því samfara. Við þurfum að vanda okkur.“ -JSS Islenska landnámiö á Grænlandi: Fornleifar á hafsbotni Miklar breytingar hafa orðið á strandlínu fiaröanna á því svæði Grænlands þar sem Eiríkur rauði, faðir Leifs heppna, nam land með íslendingum fyrir rösk- um þúsund árum. Stór hluti strandarinnar hefur sigið og er nú neðansjávar. Þetta kom fram við rannsóknir leiðangursmanna á þýska skipinu Póseidon, sem á föstudag kom úr þriggja vikna leiðangri viö strendur Græn- lands. Landsigið á þessum slóðum er allmikið, eða nokkrir metrar á sumum stöðum. Nú þegar er vit- að um gamla bæi landnáms- manna sem standa við sjávarborð og þetta þykir því benda til að merkar fornleifar kunni að hafa sigið í sæ. Leiðangurinn var far- inn til að reyna meðal annars að varpa ljósi á hví byggð norrænna manna eyddist á sínum tíma. Rannsóknarleiðangurinn er hinn fyrsti sem einskorðast hefur við að rannsaka breytingar á straumum, gróðurfari og dýralífi frá tímum landnámsins. í því skyni var aflað setkjama sem verða nú rannsakaðir við háskóla vítt um lönd. í fréttatilkynningu frá Póseidon kemur fram að endur- varpsmælingum og neðansjávar- myndavélum var beitt til aö freista þess að finna fornar mannvistarleifar á svæðinu. Eng- ar upplýsingar liggja þó enn fyrir um slíkar leifar. -rt Árni Johnsen. Finnur Ing- ólfsson. Ein blá með Clinton Bandaríska þjóðin og sjálfsagt helmingurinn af heimsbyggðinni lá yfir fiög- urra tíma myndbandi i gærdag. Ekki vegna þess að Bandaríkjamenn hafi endi- lega viljað sjá þetta mynd- band, enda vom rúmlega sextíu prósent aðspurðra á móti sýningu myndbands- ins. En úr því að það var sýnt var auðvitað nauðsyn- legt að skoða það, enda ekki á hverjum degi sem Banda- rikjaforseti er dreginn fyrir rétt til að lýsa kynlífi sínu. Það má svosum líka fyrir- gefa Kananum þessa uppá- komu þar sem ekkert ann- að mál hefúr komist í hálf- kvisti við þá umræðu sem fram hefur farið um kyn- lífshegðan forsetans. Heimsbyggðin hefur ekki öðrum hnöppum að hneppa en buxnaklaufinni á Clinton. Að visu er forsetinn búinn að biðjast afsökun- ar á því að hafa verið tekinn í bólinu með Lewin- sky, eftir að hann neyddist til að viðurkenna glæpinn, eftir að stelpan hafði kjaftað frá öllu saman. Það var aldrei meiningin og nú er Clint- on greyið ekki aðeins búinn að biðjast afsökunar eins og iðrandi syndaselur heldur hefur hann þurft að fallast á að sækja vikulega skriftartíma hjá sálfræðingum til að finna það út hvers vegna hann hafi kynhvöt. Og til að halda henni niöri. Það þykir varasamt í Bandaríkjunum að forset- inn hafi kynhvöt. Samlandar hans vilja að hann frói sér öðruvísi. Nú geta Bandaríkjamenn og fiölmiðlar vestra velt sér upp úr þessu myndbandi, eftir að vera búnir að velta sér upp úr skýrslunni frá Starr, ög næst hlýtur að koma að þvi að gefiö verði út myndband af athöfnum þeirra Clintons og Lewinski svo almenningur geti gert sér almenni- lega grein fyrir því hvemig þau höguðu sér. Reyndar hefur Clinton sagt að þau hafi ekki haft kynmök í hefðbundnum skilningi þess orðs, mið- að við það hvemig hann hefur lesiö Biblíuna og túlkað hana, en þess heldur er áríðandi að heims- byggðin fái að hafa skoðun á því hvort forsetinn hafi rétt fyrir sér. Ef ekki em til myndbönd af þeim prívat, Clint- on og Lewinsky, má bæta úr því annðahvort með því að fá úrvalsleikara úr bláu myndunum til að leika atriðin eða þá að krefla þau skötuhjúin um að endurtaka aðfarimar fyrir framan kviðdóm til að menn fái glögga mynd af því sem gerðist. Eft- ir allt sem á undan er gengið og miðað við það að Bandaríkjamenn virðast staðráðnir í að gera eins lítið úr forseta sínum og hægt er þá sýnist það eðlilegt að næsta skref sé að hafa upptöku af kyn- mökunum eins þau áttu sér stað og endurtekin af þeim Clinton og Lewinsky sjálfum. Svo geta þeir fyrir vestan selt myndböndin til sýningar í sjón- vörpum og bíóum um allan heim og grætt á öllu saman. Þeir em hvort sem er búnir að eyðileggja forsetann. Hvers vegna ekki að græða á því? Ein- hvem veginn verða forsetar að nýtast þjóð sinni. Dagfari Stuttar fréttir i>v Þreifað á sameiningu Bylgjan segir að nokkrir hlut- hafar í Flugleið- um séu að þreifa á því að sam- eina Flugleiðir og Atlanta, flug- félag Arngríms Jóhannssonar. Hugmyndin sé sú að Atlanta myndi þriðjung hluta í nýju sam- einuðu félagi. Bloomberg út Sjónvarpsstöðin Bloomberg hef- ur verið tekin út af Fjölvarpi ís- lenska útvarpsfélagsins vegna takmarkaðs rýmis á örbylgju. í hennar stað kemur ný rás, Bíórásin, sem byrjað verður að senda út á fóstudag. Flutt úr Seðlabanka Verðbréfaþing íslands hefur flutt úr Seðlabankahúsinu við Arnarhól og er nú til húsa að Engjateigi 3. Veröbréf fyrir 5,5 miiijarða Á uppboði á endurhverfum verðbréfum hjá Seðlabankanum í síðustu viku seldust bréf fyrir 5,5 milljarða króna. Lánstími bréf- anna var 14 dagar. Stærri virkjun Starfshópur hefur komist að þeirri niðurstöðu að stækka skuli gufuaflsvirkjunina sem nú er í smíðum á Nesjavöllum úr 60 í 90 megavött. Stjórn veitustofnana fiallar um málið á fundi í dag. Engin síldarsöltun Mikil síldveiði hefur verið und- anfama sólarhringa. Sighvatur Bjarnason, for- stjóri Vinnslu- stöðvarinnar í Vestmannaeyj- um, segir að ekki borgi sig að salta og frysta sild fyrir Rúss- landsmarkað lengur. Norðmenn hafa hætt að selja Rússum síld því hún fæst ekki greidd. Þeir leita því á aðra markaði með síldarafurðir sem veldur verðlækkun sem mun fyr- irsjáanlega hafa áhrif á síldarsölu héðan. Bylgjan sagði frá. Ekki hnýsnir 78% þeirra sem svöruðu í könn- un netmiðilsins Vísis spurning- unni um hvort almenningur eigi rétt á því að fylgjast með lífemi og högum stjómmálamanna og annarra sem starfa í umboði al- mennings svöruðu neitandi. 1500 manns tóku þátt í könnuninni. Þúsund á Heklutind Um þúsund manns hafa skráð sig í gestabók á Heklutindi í sumar. Fyrirtækið Hekluferðir kom bók- inni fyrir til að kanna mannaferðir á fjallið. Álíka margir íslendingar og útlendingar skráðu sig í bókina. Trúnaðarmaður rekinn Trúnaðarmaöur rafiðnaðar- manna hjá J.Á. verktökum, undir- verktaka rússneska fyrirtækisins Technoprom Export, hefur verið rekinn fyrir að valda óróa á vinnu- stað. Rafiðnaðarsambandið telur að brottreksturinn sé ólöglegur og einnig það að fyrirtækið hafi sjálft skipað nýjan trúnaðarmann. Málið verði rekið fyrir dómstólum. Ekkert skipabrennivín ÁTVR ætlar að hætta að selja áfengi um borð í skip á sérstöku skipaverði sem er það verð sem skip, flugvélar og fríhafnir fá áfengið á og er aðeins brot af því verði sem neyt- endur þurfa að greiða. Kaupend- ur verða fram- vegis að leita til umboðsmanna. ÁTVR telur þessi viðskipti ekki svara kostnaði. Jónas Hallgrímsson, umboðsmaður Smyril Line á Seyðisfirði, vítir þessa ákvörðun og segir hana lið í því að leggja smærri staði á lands- byggðinni af. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.