Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1998, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1998, Qupperneq 5
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998 Fréttir 5 Ólgan innan Sambands ungra framsóknarmanna: Afsögn aldrei komið til greina - segir Árni Gunnarsson, formaður SUF „Það hefur aldrei komið til greina af minni hálfu að ég segði af mér. Þessu hlýtur að hafa ver- ið hvíslað að ykkur til þess eins að klekkja á mér og gera mig tor- tryggilegan," sagði Ámi Gunnars- son, formaður Sambands ungra framsóknarmanna. Hann sagði hugmyndina eins fráleita og hugs- ast gæti. Finnur Þór Birgisson, formaður Félags ungra framsóknarmanna í Árni Gunnarsson. Reykjavík, sem borið hef- ur brigður á að rétt hafl verið staðið að kosn- ingu Árna sem formanns, sagðist í gær hafa átt við- ræður við Áma um mál- ið. í þeim hefði aldrei komið til tals af hálfu Árna sjálfs að hann segði af sér formennskunni til að lægja öld- umar innan sambandsins. Andstæðingar Áma hafa sakað hann um að hafa haft rangt við í stjómarkjöri á þingi SUF á Laugarvatni í haust og á hans vegum hafi fólk, sem ekki sat þingið, komið sérstaklega austur til að kjósa hann. -SÁ íslendingar hafa vart sést DV, Skagafirði: „Það var opið til 15. september, sem er tveimur vikum lengur en í fyrra, en aðsóknin var minni í ár,“ sagði Halldóra Bjömsdóttir, starfsmaður í upplýsingamiðstöð- inni í Varmahlíð, við DV. Varð- andi minni aðsókn sagði Halldóra að þar gerðu íslendingar útslagið. Þeir hefðu vart sést í júlímánuði, verið færri í júní en í sama mán- uði árið á undan en virðast loks koma norður um verslimar- mannahelgina því þá leitaði vem- legur fjöldi eftir upplýsingum hjá starfsfólki miðstöðvarinnar. Halldóra sagði að fleiri útlend- ingar hefðu komið til þeirra en sumarið ‘97 og þeir staðir sem byggðu aðsókn aðallega á erlend- um ferðamönnum, t.d. Byggða- safnið í Glaumbæ, bæru sig alveg þokkalega yflr sumarið. Þvi væri hins vegar ekki að leyna að hinir erlendu gestir hefðu furðað sig á kuldanumog spurt hvort það væri eðlilegt að gránaði í fjöll um há- sumar. Það væri í rauninni ekk- ert gaman eða uppörvandi að þurfa að segja fólki sem kæmi á hjólum eða gangandi og jafnvel blautt og hrakið að það væri spáð rigningu og kulda næstu daga um Norðurland. Það væri ekkert að Halldóra Björnsdóttir í upplýsingamiðstöðinni í Varmahlíð. DV-mynd Örn undra að fólk forðaði sér þangað ar horfumar væm slíkar eins og sem von væri um betra veður þeg- fyrir kom nú í sumar. Ö.Þ. Borgarbraut á Akureyri: Framkvæmdir hefjast við brú og undirgöng DV, Akureyri: „Það er stefnt að því að fram- kvæmdir við undirgöng undir Borgarbrautina skammt frá Há- skólanum hefjist á næstu dögum og einnig við brúna yfír Glerá skammt þar fyrir ofan,“ segir Sig- urður Oddsson, deildarstjóri fram- kvæmda hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri, um framkvæmdirnar við Borgarbraut á Akureyri en þær hafa staðið yflr undanfama mán- uði. Uppbygging vegarins frá Dals- braut upp að Háskóla Akureyrar er nú lokið og næstu skref em brúar- gerð yfir Glerána skammt þar fyrir ofan og gerð undirganga undir veg- inn sem koma rétt hjá göngu- brúnni sem sett hefur verið á gömlu stíflunni í ánni. Unnið verð- ur við þessar framkvæmdir í vetur og á þeim að ljúka næsta sumar, sem og vegagerðinni upp að Hlíðar- braut, og verður Borgarbrautin þá öll lögð bundnu slitlagi fyrir 1. ágúst. Borgarbrautin er talin mjög mik- ilvæg samgöngubót í bænum en hún mun auðvelda mjög samgöng- ur milli hverfanna utan Glerár við miðbæjarsvæðið. Akureyrarbær bauðst á sínum tíma til að lána fjármagn til framkvæmdanna til þess að hægt hefði verið að flýta þeim, en því boði var hafnað og er nú unnið eftir áætlun Vegagerðar- innar sem gera ráð fyrir verklok- um í ágúst á næsta ári. -gk Framkvæmdir eru nú að hefjast við brúna yfir Glerá á Akureyri skammt ofan við Háskólann. DV-mynd, gk. Þú átt eftir aö aá langt Auktu notkunarmöguleika OG LANGDRÆGNI FARSÍMANS. Úrval loftneta og aukabúnaðarfyrir GSM og NMT í bústaðinn, bílinn og bátinn. SÍMINN Ármúla 27, sími 550 7800 Landssímahúsinu v/ Austurvöll, sími 800 7000 Afgreiðslustadir íslandspósts um land allt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.