Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1998, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1998, Side 10
enning MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998 DV »Í' Ævintýri með undirtónum Bræðurnir Ljónshjarta á hættuslóðum í Þyrnirósardal hjá Matthíasi afa. DV-mynd Teitur Sjaldgæf reynsla er að sjá sama leikritið tvisvar sinnum á tveimur dögum með ólíkum aðalleikurum en það gerðist um síðustu helgi í Þjóð- leikhúsinu. Hilmir Snær Guðnason og Grimur Helgi Gíslason léku bræð- uma Ljónshjarta á framsýningu sem Auður Eydal fjallaði um í DV á mánudag, en Atli Rafn Sigurðarson og Sveinn Orri Bragason léku þá á annarri sýningu. Ungu leikaramir voru mjög sam- bærilegir í hlutverki Karls Lejon sem kallaður er Snúður. Báðir eru eðlileg- ir á sviðinu og skemmtilegir í fram- komu, leika af innlifun og sýna vel muninn á Karli sem hóstandi dreng í rúminu í mannheimum og sprækum strák í ævintýralandinu. Munurinn var meiri á fullorðnu strákunum sem leika Jónatan og ólik túlkun þeirra gefur tækifæri til að fialla um ólíkar hliðar verksins. Bróðir minn Ljónshjarta er djúpt og flókið skáldverk og raunar merki- legt hve mörgum þáttum er haldið til skila í leikgerðinni og sýningunni. Þetta ævintýri um baráttu ills og góðs gerist í ævintýralandinu, hand- an stjarnanna, og segir frá tveim bræðrum, öðrum stórum og hugrökk- um, hinum litlum og smeykum, sem saman vinna sigur á hinu illa. En ekki þarf lengi að lesa eða horfa áður en ljóst verður að þetta er afar pólitískt ævintýri sem hefur gerst mitt á meðal okkar á þessari öld. í Nangijala era tveir dalir, Kirsuberjadalur þar sem hamingjan býr og Þymirósardalur sem skuggi kúgunar grúfir yfir. Kringum Þymirósardal hefur harðstjórinn reist múr og undir múrinn hafa verið grafin göng ... ekki þarf meira til að við sem eldri erum Leiklisl Silja Aðalsteinsdóttir hugsum til Austur-Evrópu, einkum Þýska- lands. Það virtust ekki miklar líkur til þess að harðstjórum í þeim heimshluta yrði steypt árið 1973 þegar bókin kom fyrst út, en í sögunni brýnir Astrid Lindgren ungt fólk til dáða og varar það við að sofna á verðin- um í allsnægtunum heima fyrir. í þessu pólitíska verki lék Atli Rafn á annarri sýningu. Jónatan hans var hugrakki æskumaðurinn lifandi kominn, djarfmann- legur, snöggur í hreyfingum og ákveðinn. Tilfinningasemi var honum fjarri; hann er hetjan og baráttumaðurinn. En undir yfirborðinu er þetta saga um mikla þjáningu og mikla ást. í sögubyrjun bjargar Jónatan Lejon litla bróður sínum úr eldsvoða og ferst sjálfur. Lifið verður Karli litla óbærilegt eftir það, hann getur ekki um annað hugsað en bróður sinn og smám sam- an stækkar Jónatan og verður goðum líkur í huga hans. Jónatan Lejon verður Jónatan Ljónshjarta og Karl býr til aðstæður í huga sér, býr til ævintýralandið Nangijala, þar sem fórnardauði Jónatans verður ekki til einskis - það er að segja eingöngu til að bjarga einskisverðum strák með snúna fæt- ur sem er dauðvona hvort sem er. Karl ger- ir Jónatan að frelsishetju sem fórnar lífi sínu fyrir heila þjóð - sem þó er ekki hans þjóð. Fóm hans er algerlega laus við sjálfselsku og Jónatan verður ekki aðeins hetja heldur heilagur maður. Þessa dýpt í verkinu opnaði Hilmir Snær á framsýningu. Hann túlkaði af einstakri snilld þann Jónatan Ljónshjarta sem er hvergi til nema í hugarheimi Karls, upphaf- inn tákngerving hins góða og göfuga, hold- gerða ást, heita og allt um vefjandi. Bróðir minn Ljónshjarta er afskaplega fal- leg sýning og skemmtileg, en þau orð ná skammt til að lýsa henni í raun og vera. S tozznm í vatnsglasi Borís Guslitser píanóleikari hélt tónleika í Gerðarsafni síðastliðið fimmtudagskvöld. Á efnisskránni voru þekktar perlur tónbók- menntanna. Guslitser hefur hlotið ýmsar al- þjóðlegar viðurkenningar fyrir leik sinn. Þar á meðal sigraði hann í Liszt Bartok-pí- anókeppninni árið 1976 og hefur spilað með þekktum hljómsveitarstjóram, eins og Zu- bin Mehta. Sigurvegari í alþjóðlegri keppni þarf auð- vitað að búa yfir yfirburðaleikni og strax í upphafi sónötu Beethovens, sem er opus 57 og titluð Appasionata (sem þýðir „ástríðu- þrangin"), heyrði maður að Guslitser hefur ekki mikið fyrir spilamennskunni. Appasionata er ein erfiðasta sónata Beet- hovens og Guslitser hristi hana að mestu fram úr erminni. Ekki er þó nóg að geta hreyft fingur og handleggi með ofúrhraða, þama er allt litróf tilfinninganna, enda átti Tónlist Jónas Sen Beethoven i miklu sálarstríði er hann orti þetta magnaða skáldverk. Því miður komst tónlist hans ekki á flug í þetta sinn, Appasionata var of fyrirsjáanleg og úthugs- uð og átökin sem þar eiga sér stað voru ýkt og ósannfærandi. Guslitser lék temað í öðr- um kaflanum og B-stef fyrsta kaflans hlut- laust og allt að því flatneskjulega en barði slaghörpuna þéttingsfast þess á milli og voru það engin vettlingatök. Þessar gífur- legu en litlausu andstæður ollu því að manni datt eiginlega í hug hetjur gömlu spagettívestranna sem höfðu bara tvö svip- brigði - þeir voru ýmist reiðir eða ekki reið- ir. Einhvem veginn þannig var Beethoven Guslitsers og má nærri geta að svona ein- hæf túlkun varð þreytandi til lengdar. Næst á dagskrá var Andante Spianato og Grande Polonaise Brillante eftir Chopin, eitt verk í tveimur ólíkum þáttum. Hinn fyrri er ósköp hugljúft næturljóð en hinn síðari kraftmikil pólónesa. Chopin samdi þetta verk snemma á ferli sínum og það er ekki merkileg tónsmíð. Hún hljómar því að- eins vel að hún sé afburðavel leikin en sú Borís Guslitser - mikil tækni, engin tilfinn- ing. DV-mynd Teitur var ekki raunin á þessum tónleikum. Guslitser spilaði fyrri hlutann óskaplega dauflega en pólónesan var á hinn bóginn svo óróleg að maður velti því fyrir sér hvort Guslitser hefði nokkurn tímann átt takt- mæli. í þokkabót vora öll hlaupin og hröðu skalamir, sem eiga að virka sem nokkurs konar skraut, illa spilaðir og drukknuðu hvort eð er í ærandi gný. En kannski var Guslitser einmitt að reyna að koma list- rænu sjónarmiði til skila, þ.e.a.s. að þetta verk Chopins sé svo lélegt að best sé að gefa því bara langt nef og spila það illa. Síðastar á efnisskránni vora tvær ung- verskar rapsódíur, nr. 11 og 12, og Mefistó- valsinn eftir Liszt. Mefistóvalsinn dregur nafn sitt af Mefistófelesi, Kölska gamla í sögunni um Faust, og er tónlistin hinn magnaðasti djöfulgangur. Guslitser var hér við sama heygarðshomið, þó stundum sýndi hann glæsileg tilþrif. Best var trúlega tólfta rapsódían en þar var túlkunin sæmi- lega blátt áfram. Mefistóvalsinn var einnig tæknilega góður en lætin einum of yfir- þyrmandi. Það vantaði alla stígandi, alla spennu - hápunkturinn var strax í upphafi og hvert var þá hægt að fara? Hvergi var sú dulúð og draugagangur sem Liszt orti um og eiginlega fannst manni maður vera kominn á dauðarokkstónleika, slíkur var gaura- gangurinn. Þetta voru vondir tónleikar - það er alltaf leiðinlegt að verða vitni að því þegar lista- maður getur ekki gleymt sjálfum sér yfir fegurð tónlistarinnar eina einustu mínútu og reynir þess i stað að skapa stemningu með ómerkilegum fingrafimleikum. Svoleið- is spilamennska er ekkert annað en storm- ur í vatnsglasi sem maður reynir að gleyma sem fyrst. ÍLykillinn að Njálu Njála hefur verið bók bóka í endumýjuðum skilningi hin síðari ár eins og áhugamönnum um y bókmenntir er fullkunnugt um. Jón Böðvarsson hefur smalað þúsundum á Njáluslóðir og Njálu- f námskeið og í vor sem leið hitti hann á fjölsótt- um fundum í Listaklúbbi ' Leikhúskjallarans annan ■ Njálusérfræðing, Kristján ; Jóhann Jónsson, og glimdu r þeir af miklum þokka um S skilning sinn á persónum og i í atburðum sögunnar. Nú hefur Vaka-Helgafell ; gefið út bókina Lykillinn að Njálu eftir Kristján Jóhann þar sem hann gerir ítarlega ; grein fyrir sögunni og hug- myndum sínum um hana. p Þó að bókin sé fyrst og | fremst skrifuð með nýja lesendur I huga geta i: þjálfaðir lesendur Njálu fundið margt þar til að É hugsa um og jafnvel rífast um, meðal annars nið- urstöðu Kristjáns í bókarlok sem er til dæmis I andstæð niðurstöðu Vésteins Ólasonar prófess- Íors í bók hans Samræður við söguöld sem kom út síðastliðið vor. j Kristján fléttar saman greiningu sinni og túlk- unum annarra á sögunni, jafnt lærðra sem leik- ra. Hann skiptir sögunni upp í ákveðna lestrará- fanga til að auðvelda umfiöllun, enda er Kristján t þaulvanur kennari. Bókin er gefin út bæði innbundin og í kilju. Söng-leikir í Kaffileikhúsinu Á fimmtudagskvöldið kl. 21 efna Ingveldur Ýr Jónsdóttir söngkona og Gerrit Schuil píanóleik- ari til dagskrár í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpan- um undir yfirskriftinni Söng-leikir. Þar bregða þau á leik og flytja sívin- sæl lög úr söngleikjum, kvikmyndum og íslensk- um leikritum, meðal ann- ars úr Ofvitanum, Silfur- tunglinu og Húsi skálds- ins. Þau flytja einnig syrpu af lögum eftir af- mælisbarnið George Gers- hwin, Kurt Weil og fleiri söngleikjahöfunda. Ingveldur Ýr og Gerrit eru bæði kunn af verk- um sínum og vakti þessi dagskrá mikla athygli og ánægju þegar hún var frumflutt í sumar sem leið. Berrössuð á tánum Undanfarna daga hafa menn tekið eftir nýstár- legum barnasöngvum á útvarpsstöðvunum - um Krúsilíus, Snigilinn, Argintætu og Strákinn sem fauk út í veður og vind. Þeir eru af nýrri plötu sem heitir Berrössuð á tánum þar sem Anna Pálina Ámadóttir og Aðalsteinn Ásberg Sigurðs- son flytja eigið efni. Böm hafa beðiö þessarar plötu með eftirvæntingu því þar era lög, ljóð og sögur sem höfundar hafa flutt á leik- skólum víða um land síðastliðin þrjú ár við miklar vinsældir. Efnið er einkum ætlað bömum frá tveggja ára til átta ára og fiallar um eitt og annað sem þau brjóta heilann um - dýrin, veðrið og hvað rétt er og hvað rangt. Meö Önnu Pálínu og Aðalsteini leika hljóð- færaleikararnir Gunnar Gunnarsson, Gunnar Hrafnsson og Pétur Grétarsson en textahefti er myndskreytt af Sigrúnu Eldjám. Dimma gefur geislaplötuna út. Ljóð Lorca Gitarinn og fleiri ljóð heitir lítið kver með : ljóðum spænska skáldsins Federico Garcia Lorca ; í þýðingu Hallbergs Hallmundssonar. Lorca hefur verið ágætlega sinnt af íslenskum þýðendum á undanfómum árum. Eitt leikrit hans var á sviði bæði á Akureyri og í Reykjavík É sama árið og margir hafa spreytt sig á ljóðum : hans. í þessari nýju bók era 26 ljóð sem Hallberg hefur valið úr hálfri tylft bóka og spanna mest- allan útgáfuferil skáldsins allt frá 1921 og þar til : böðlar myrtu hann árið 1936. Kverið er til að byija með einungis selt í bóka- búðum Máls og menningar og þar er einnig hægt að kaupa fyrri bók í þessum flokki ljóðaþýðinga, Blávind og fleiri ljóð eftir pakistanska skáldið j Daud Kamal sem kom út í fyrra. Útgefandi er Brú. , ----------------------------------- Umsjon Silja Aðalsteinsdóttír

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.