Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1998, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1998, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998 11 pv___________________________________________________________Fréttir Sölumiðstöð hrossa opnuð á Melgerðismelum: Mikill áhugi og fjöldi hrossa á söluskrá DV, Akureyri: „Þessi starfsemi er tvímælalaust til mikilla hagsbóta, bæði fyrir þá sem vilja selja hross og eins fyrir þá sem eru að huga að hrossakaupum. Hér er fjöldi hrossa til sýnis og sölu á einum og sama staðnum og af því er umtalsvert hagræði fyrir alla að- ila,“ segir Birgir Ámason, en hann ásamt Birgi Stefánssyni veitir for- stöðu nýrri sölumiðstöð fyrir hross sem opnuð hefur verið á Melgerðis- melum í Eyjafirði. Það er Hrossaræktarsamband Ey- flrðinga og Þingeyinga sem stendur að sölumiðstöðinni, en hún hefur aðsetur í stóðhestahúsinu á Mel- gerðismelum sem byggt var fyrir landsmót hestamanna í sumar. Birgir Stefánsson segir að starfsem- in hafi verið hugsuð sem tilrauna- verkefhi í 2-3 mánuði, og hafi farið mjög vel af stað. „Þetta er farið að spyrjast út, við- tökur hafa verið mjög góðar og við erum nú þegar komnir með um 40 hross hingað i hús sem koma víðs- vegar að, bæði úr Þingeyjarsýslum og úr Eyjafirði. Hér eru hross í ýms- um verðflokkum, allt frá 150 þúsund og upp í um 450 þúsund krónur. Birgir Árnason og Birgir Stefánsson, sem veita sölumiðstöðinni forstöðu, með tvö hross i hesthúsinu á Melgerðismelum. DV-mynd gk Okkar starf hér er að sjá um um- hirðu hestanna og halda þeim í þjálfun. Þeir sem hafa áhuga á að selja hross setja sig í samband við okkur og panta pláss og koma svo með hrossin hingað og væntanlegir kaupendur geta svo komið hingað og skoðað mörg hross á sama stað. Við áformum svo að halda hér sér- stakar sölusýninga á um tveggja vikna fresti," segir Birgir Árnason. Aðstaðan á Melgerðismelum er mjög góð, nýtt glæsilegt hesthús og góð aðstaða til að halda hrossunum í þjálfun á svæðinu. Þá er að ljúka byggingu stórrar hrossaréttar við húsið þar sem einnig skapast góð aðstaða er til að sýna hrossin. -gk Mynd um íslenskar erfðarannsóknir „Ásthildur Kjartansdóttir kvik- myndagerðarmaður hefm að undan- fórnu verið að vinna heimildarmynd um íslenskar erfðarannsóknir og erfðamengi íslendinga," segir Helgi Sverrisson kvikmyndagerðarmaður. Störf Kára Stefánssonar verða þar í brennidepli og hefm hann gefið sam- þykki sitt fyrir gerð myndarinnar. Framsóknarmenn: Fjör og fjöldi í Miðgarði Fyrir áratug eða tveimm voru hér- aðsmót stjórnmálaflokkanna algeng í flestum héruðum landsins. Þangað mættu þingmenn eða ráðherrar, fluttu boðskap líðandi stundar, ýmis skemmtiatriði voru höfð i frammi en að lokum stiginn dans. Nú heyra flest þessara móta sögunni til, enda aðsókn að þeim víðast orðin mjög dræm. En í Skagafirði láta framsóknar- menn ekki merkið falla og er héraðs- mótið, sem jafnan er haldið í Miðgarði síðustu helgi ágústmánaðar, með fjöl- mennustu og bestu skemmtunum hvers sumars. Að þessu sinni flutti Guðni Ágústsson hinn pólitíska boð- skap í bland við gamansögur sagðar á kjarnyrtu máli sem Guðna einum er lagið. Á mótinu var fjölbreytt dagskrá í töluðum orðum og söng. Að lokum var stiginn dans við undirleikGeir- mundar Valtýssonar. -MÓ „í fyrravetur kynnti Ásthildur verkefnið fyrir forsvarsmönnum breska framleiðslufyrirtækisins Café Productions. Hún hafði eiginlega ver- ið hætt við verkefnið vegna lítilla við- bragða sjónvarpsstöðva hér á landi en forsvarsmenn breska fyrirtækisins ýttu þessu aftur af stað þar sem þeir eru spenntir fyrir að gera myndina." Helgi segir að forsvarsmenn breska fyrirtækisins geri miklar kröfur um að ekki sé verið að hampa íslenskri erfðagreiningu heldur að' verið sé að þjóna áhorfendum. Tökur hefjast í næsta mánuði og er búist við að myndin, sem verður um 25 mínútur að lengd, verði tObúin til sýninga næsta vor. Café Productions framleiðir myndir fyrir stærstu sjón- varpsstöðvar í heimi s.s. BBC, ITV, Chanel 4 og Discovery. Það má því bú- ast við að myndin um íslenskar erfða- rannsóknir eigi eftir að verða sýnd víða um heim. -SJ Gestir á héraðsmóti framsóknarmanna í Skagafirði skemmtu sér hið besta. DV-mynd Magnús 9Ö**° Á öllum okkar námskeiöum leiðbeina kennarar með réttindi frá DUNCAN. Nýjir litir, nýjar a ð f e r ð i r. S k r á n i n g hafin. Við erum flutt! Ný og stærri verslun í Skeifunni 3a. Landsins mesta úrval af keramiki og öllu því sem þarf til að fullgera keramik. Öll vara á verksmlðjuverði. Listasmiðjunnar Hjá Listasmiðjunni starfa tveir sérmenntaðir leiðbeinendur frá DUNCAN í Banda- ríkjunum allt árið um kring. w Fagntennska i Jyrirrúmi éwListasmiðjan , Keramikliús l 'erksrnitijii - I ’crslmi Skeifau 5a l()«S Kcvkjavík Sími: 588 2108 l ax: 588 2109 Kynnstu leyndardómum Tae Kwon Do bardagalistarinnar! . * ,Vvit * Binbeiting . ,V() Einstök íþrótt fyrir fólk sem vill eitthvað meira! • Byrjendanámskeið eru að hefjast! • Fyrsta vikan ókeypis! • Aðgangur að tækjasal! • Fyrir bæði kynin! Frekari upplýsingar í síma: 557-5586 Yfirþjálfari: Sverrir Tryggvason 1. Dan Tae Kwon Do- deild HK Digranesi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.