Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1998, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1998, Qupperneq 12
12 MIÐVKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998 Spurningin Hvaða merkingu hefur haustið í þínum huga? Þröstur Valdlmarsson vélamað- ur: Haustið boðar gott en mér finnst allar árstíðir jafngóðar. Guðrún Nóadóttir húsmóðir: Fal- leg litbrigði. Haustið er yndislegt. Magnús Þór Jónsson, grafiskur hönnuður: Það hefur enga sérstaka merkingu. Brynjar Eðvaldsson sjómaður: Kulda. Finnbogi Finnbogason sjómaður: Endurminningar af sumrinu. Lesendur Keikó og íslendingar Mín skoðun er sú að við mannskepnurnar getum bundist tengslum við hvaða skepnu sem er - já, líka hval. KJ skrifar: Nú er um hálfur mánuður síðan Keikó kom til lands- ins. Mín skoðun er sú að 75% lands- manna hafi fylgst með því á einhvern hátt. Umfjöllunin hefur verið mikil hér á landi í fjöl- miðlum sem von er. í mínum huga er þetta merkilegur at- burður. Þama sann- ast líka fyrst og fremst hinar sterku taugar milli manns og dýrs. Fyrir mér er mannskepnan ekkert annað en dýr. í umfjöllun um Keikómálið frá því fyrsta hafa verið uppi þrenns konar raddir; þeirra sem voru með, hinna sem voru á móti, dg svo þeirra sem voru að reyna að vekja á sér athygli á- ein- hvem máta. Flesta landa okkar tel ég hafa verið venjulegt fólk með skynsemi og tilfinningar. Síöan koma þeir sem halda að þeir séu að missa af einhverjum auð sem felst í hvalveiðum eða stjómleysi á höfúm úti, og að lokum það fólk sem aldrei hefur umgengist neitt annað en sjálft sig og náttúruleysi. Á ég þar við tengsl við annað en mannskepn- una. - Ég er fædd og uppalin á höf- uðborgarsvæðinu, þekkti þar lífið út og inn en flutti síðan út á land, nánar tiltekið í sveit, og hef átt þar heima síðan. Við íslendingar höfum alltcif vilj- að vekja á okkur athygli. En stað- reyndin er sú að þeir sem fylgjast með okkur nú em þeir sem hafa áhuga á málefninu, hinir gera það einfaldlega ekki. Þeim er nákvæm- lega sama um Keikó og allt sem að honum snýr, þar með íslendinga yf- irhöfuð. - Þar með tel ég að ég hafi afgreitt tvennar fyrstu raddimar. Síðasta skilgreiningin er til þeirra sem aldrei hafa um- gengist dýr, nema þá kannski við fisk- veiðar, og þá fyrst og fremst i sporti. Það hefur mátt lesa og heyra í fjölmiðl- um að Keikó karl- inn færi ekki dult með sína kynþörf. Hann er „pervert" og öfuguggi og þar fram eftir götunum. Við hverju bjóst fólk? Hvað gera ekki ungir og gamlir, konur og menn? Ég spyr? En mann- skepnan hefur ein- hverja blygðunar- kennd sem dýrin hafa ekki. Hefur hundarækt- andinn, hrossa-, sauðfjár-, nautgripa-, svína- eða fuglabóndinn séð sína gripi fara í felur með sínar athafnir? Örugglega ekki. Það er bara mannskepnan sem telur sig þurfa að dyljast. Og hér er komið að lokaorðum mínrnn. - Þú, kona og maður, sem skrifiö fávís- lega um kynhegðun dýra, reynið að verða ykkur úti um betri vitneskju áður en þiö reynið að uppfræða al- menning. - Mín skoðun er sú að við mannskepnurnar getum bundist tengslum við hvaöa skepnu sem er, kött, hund, hest, kind, hamstur, páfagauk - já, líka hval. Samfylking vinstri flokkanna: Jóhönnu Sigurðardóttur í efsta sætið Sigurður Jónsson skrifar: Maður fylgist með undirbúningi hins sameiginlega framboðs félags- hyggjuflokkanna héðan úr fjarlægö. Kveikjan aö þessum hugleiöingum er viðtal við Jóhönnu Sigurðardótt- ur alþm. í morgunútvarpi RÚV sl. mánudag. Það er brýnt að hinir gömlu for- svarsmenn bijóti odd af oflæti sínu, ef ég má orða það svo, og fái ný and- lit til að vera í efstu sætum listans i stærsta kjördæminu, Reykjavík, þeg- ar að uppstillingu hans kemur (ef þá ekki verður efnt til prófkjörs, sem kannski er það eina rétta). Ég tel, að öllum ólöstuðum, að Jóhanna Sig- m-ðardóttir ætti þó að skipa efsta sætið á þeim lista. Hún er sá brim- brjótur félagshyggjuaflanna sem sannanlega hefur verið i nálægð al- mennings gegnum árin. Ráðherra- efni er hún einnig að sjálfsögðu. Aðr- ir forystumenn, karlar og konur, t.d. Margrét Frímannsdóttir, Sighvatm' Björgvinsson Svavar Gestsson (ef hann heldur sig við sinn steðja), Öss- ur Skarphéðinsson og fleiri með mikla reynslu yrðu einnig ráðherra- efni. En þau þurfa ekki endilega að vera í efstu sætum listans. Það yrði þá líka brotið blað í stjómmálum hér ef þau yrðu ráðherrar án þingsæta. - Hér er margs að gæta, en þetta tel ég vera innlegg í stóra málið, samfylk- ingu vinstri flokkanna. „Heyra má ég erkibiskups boðskap..." Vel fór því að þjóðhöfðingjar vorir létu aðvörunarraust sína hljóma frá Hól um, segir bréfritari. H.G. skrifar. Á þessu góða sumri höfum við is- lenskir einatt sofnað út frá fjöl- miðlahjali um miðlægan gagna- grunn (hvemig miðlægur?) og vakn- að að morgni við hið sama. Tal þetta er kryddað dulkóðun, án skýr- inga. Minnir jafnvel á söguna um hinn óttalega leyndardóm. Svo hafa ýmsir áhyggjur af gróðanum af fyr- irtækinu, sbr. „allir eru að gera það gott nema ég“. - En svo er annað, fjöldi fólks fær vinnu við gagna- grunninn. Gæti kannski sparað Finni og austflrskum verkalýðsrek- endum svo sem eitt álver. En loks kom stóra stundin. - Prelátar hins geistlega og verald- lega valds stigu i stólinn í sjálfri Hóladómkirkju: herra Ólafur Ragn- ar forseti og hema Karl Sigurbjöms- son, biskup hinnar evangelisklút- ersku kirkju. Messur þeirra vöktu gifurlega athygli. Forseti lagði út af „þeim miðlæga" og fór með himin- skautum um erfðavísindin. Sögðu sumir að forseti hefði talað nokkuð á huldu, slegið úr og í. í helgri bók stendur: „Ræöa yðar sé: Já, já, nei, nei; en allt það sem fram yfir þetta er frá hinum vonda.“ Þótt ræða forseta vekti hina mestu athygli gerði ræða kirkju- höfðingjans það ekki síður. Boð- skapur hans: „Þjóðin verður að velja milli kristni og heiðni." Þá var mörgum brugðið. Um 90% þjóðar- innar skráðir í þjóðkirkjuna að sögn. Og prestar vorir komið hver af öömm og sagt kristnihaldið á uppleið eftir stormasama tíð. En vel fór því að þjóöhöfðingjar vorir létu aðvörunarraust sina hljóma frá Hólum, kannski minnug- ir hins merka klerks og skálds Ein- ars í Heydölum: Þá tólf vetra/ var Einar orðinn/ urðu nyrðra/ ný um- skipti/ herra Christian/ herskip sendi/ tvö á Eyjafjörð/ með trú hreina. DV Fréttamenn Sjónvarps - á faraldsfæti Friðbjörn hringdi: Ég undrast mjög hvernig Ríkis- útvarpið, Sjónvarpiö, sem er nú ekki burðugt til fjárins, þrátt fyr- ir nauðungaráskrift okkar skatt- borgaranna, hefur efni á því að senda fréttamenn héðan til hinna ýmsu heimshorna og segja þaðan fréttir símleiðis. Þetta getur Sjón- varpið allt fengiö „beint í æð“ með upptöku frá erlendum frétta- stofum. Einn fréttamaðurinn er búinn að vera í Bandaríkjunum dögum saman og hefúr ekki enn sent neitt bitastætt þaðan. Annar er kominn td Noregs og sendir fréttir af þarlendum öræfum til að bera saman við þau sem hér eru o.s.frv. o.s.frv. - Maöur gæti hald- ið að fréttamenn Sjónvarps væru i dagpeningasöfnun, ef maður hefði ekki lesið um að starfsmenn Sjónvarps eru vel haldnir í laun- um og aðbúnaði (þ.m.t. forláta mötuneyti sem við svo greiðum niður). En er þetta nú ekki vit- leysa, þetta með boðsendingu fréttamanna út um heiminn, nema þá stórviðburðir eru á döf- inni? Reykjanesvegur til Suðurlands Gústi skrifar: Allir hljóta að vera sammála um að leggja veg með bundnu slit- lagi um Reykjanesskagann sunn- anverðan, frá Grindavík og aust- ur, allt til Þorlákshafnar. Þetta er ekki bara af hinu góða, eins og stundum er sagt, þetta er verk sem ekki má við þvi að bíða. Svo mikil umferð myndi verða á þess- ari leið, vegna fiskflutninga og mannflutninga, að framkvæmd- ina mætti greiða niður á örfáum árum. Og hví ekki að innheimta veggjald í hóflegri kantinum, í svo sem tvö ár? Ég skora á alla þingmenn Suðurnesja og Suður- lands að sameinast um þessa bráðnauðsynlegu vegafram- kvæmd. Villimanna- þjóðfélag Gunnar S. skrifar: Erum við íslendingar ekki ein- faldlega villimenn í villimanna- þjóðfélagi - a.m.k. hvað snertir umgengni, sóðaskap, skemmdar- fýsn og ofbeldi? Ég hef hvergi séð eða heyrt um annað eins eðli og okkur hrjáir. Tökum t.d. nýju SVR-skýlin. Þau voru nú ekki orðin faUeg þau rauðu sem nú er búið að leggja af. En þau nýju hafa þegar orðið fyrir barðinu á skemmdarskríl sem gengur laus í borginn. Ásamt honum, sóðunum og ofbeldismönnunum er Reykja- vík stórhættuleg, ljót og framúr- skarandi sóðalegt bæli, sem ekki stenst samanburð við neinn ann- an bæ eða borg sem ég man eftir. Lúxemborg er stórt svæði H.P. hringdi frá Lúxemborg: Mér finnst að mörgu þurfi að mótmæla af því sem forráðamenn Flugleiða hf. hafa látið frá sér fara varðandi væntanlegan flutn- ing félagsins frá Lúxemborg til Frankfurt í Þýskalandi og París- ar. Þeir segja að Lúxemborg sé með um 400 þúsund manna svæði. Ég fullyrði að sölusvæði Lúxem- borgar nær langt út fyrir landa- mæri Lúxemborgar, með margra milljóna manna búsetu. Ég full- yrði enn fremur að flugvöllurinn í Lúxemborg hefur mun meira að- dráttarafl fyrir útlendinga, ekki síst Bandaríkjamenn, heldur en flugvellimir við Frankurt og Par- ís. 1 það heila tekið tel ég ráða- menn Flugleiöa vera orðna leiða og þreytta og það sé orsökin fyrir því að vilja ekki halda við mark- aðnum fyrir Lúxemborgarflugið. 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.