Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1998, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1998, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998 13 Fréttir ^ Takið þátt í \ krakkapakkaleik Kjörís og DV! Klippið út Tlgra og Ifmið á þátttökuseðil sem fæst á næsta sölustað Kjöris krakkapakka. Sendið svo inn ásamt strikamerkjum af ^ krakkapökkum. ^ Nöfn vinningshafa birtast f DV á miðvikudögum. KUPPTUÚT' Útivisf fjölskyldunnar Vaxandi aðsókn að Steinsstöðum Hálendisferð og námskeið Félagsheimilið Árgarður. DV-myndir Örn SkagaQörður: Bílabúð Benna stóð fyrir eins dags hálendisferð um helgina fyrir viðskiptavini sína sem keypt hafa Musso- og Korando-jeppa. Áður en lagt var í ferðina var þátttakendum gefinn kostur á að sækja kvöldnám- skeið þar sem Benedikt Eyjólfsson gaf mönnum góð ráð í akstri, útbún- aði og öðru sem viðkemur fjalla- og óbyggðaferðum. Námskeiðin sem voru tvö sóttu 150 manns. í ferðina fóru 350 manns á um 100 jeppum. Eftir að þátttakendur höfðu þegið morgunkaffi og meðlæti var liðinu skipt I tvo hópa og síðan hald- ið inn á hálendið. Annar hópurinn fór Dómadalsleið og hinn Fjallabaks- leið syðri. Nokkru eftir hádegi mætt- ust hópamir í Þverárbotnum undir Lifrarfjöllum þar sem boðið var til grillveislu. Veður var gott, sól og dá- lítill vindur en heiðskírt, og óbyggð- irnar skörtuðu sínu fegursta. Eftir að allir höfðu gætt sér á hamborgur- um og pylsum hélt bílalestin til byggða og var komið niður í Fljóts- hlíðina eftir einstaklega vel heppn- aða og vel skipulagða ferð. -J.I. yfir sumarmánuðina í allmörg ár og hefur Lýtingsstaðahreppur verið rekstraraðili í samvinnu við heima- fólk í sveitinni. Guðmunda hefur veitt ferðaþjón- ustunni forstöðu undanfarin ár og því fylgst vel meö þróuninni. Hún segir að staðurinn sé sérlega eftir- sóttur fyrir ættarmót en einnig kjósi margs konar hópar og félaga- samtök að halda þar samkomur. Auk skólahússins, sem tekur tæp- lega 50 manns i gistingu, er þama stórt tjaldsvæði, þá er ágæt aðstaða fyrir stærri matarveislur, dans og söngskemmtanir. Guðmunda segir að auk stærri samkoma séu ferðaskrifstofur fastir viðskiptavinir og komi þær með nokkra hópa til gistingar á hverju sumri. Hún segir ennfremur að svokölluð lausatraffík hafi verið með minnsta móti í sumar eins og reyndar víða annars staðar hér norðanlands. -Ö.Þ. Benedikt Eyjólfsson í Bílabúð Benna og starfsfólk hans grilluðu 350 ham- borgara og 100 pylsur og voru eldfljót að afgreiða allan hópinn, 350 manns. DV-mynd Júlía Djúpivogur: Nýtl skip til Búlandstinds Raufarhöfn: Nemendum fjölgar í grunnskólanum DV, Raufarhöfn: Grunnskólinn á Raufarhöfn var sett- ur í byijun september, að viðstöddum nemendum og foreldrum þeirra. í máli skólastjórans, Líneyjar Helgadóttur, kom fram að í vetur munu 79 nemend- ur stunda nám við skólann en það er veruleg fjölgun frá því á síðasta ári en þá voru 65 nemendur í skólanum. Þetta er framhald þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað undanfarin ár en bömum í skólanum hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin 4 ár. Það er í sam- hengi við aðra íbúaþróun á staðnum. Verulegar viðhaldsframkvæmdir hafa átt sér stað við skólann á undan- fomum árum og er þeim að mestu leyti lokið. Tölvukostur skólans hefur verið endumýjaður og fengu allir nemendur skólans tölvufræðslu á síð- astliðnum vetri. Skólaþjónusta Ey- þings hefur unnið að sérstöku verk- efni með grunnskólanum undanfarin tvö ár og hófst það á viðamikilli úttekt á skólastarfmu og rekstrarumhverfi hans. Á gundvelli þessarar úttektar var síðan unnið að ýmsum þróunar- og framfaramálum í skólastarfmu sl. vet- ur og mun svo verða áfram í vetur. -GAJ DV, Djúpavogi: Útgerðarfyrir- tækið Búlands- tindur hér á Djúpavogi eignað- ist nýtt skip sem kom til heima-' hafnar laugar- dagskvöldið 12. september og var vel fagnað. Skip- ið, sem áður hét Víkumes ST-10, er 142 brúttólestir og hefur hlotið nafn- ið Mánatindur SU-359. Skipinu fylg- ir 350 þorskígildistonna kvóti og verður það gert út á fiskitroll. Mánatindur mun landa aflanum hjá frystihúsum Búlandstinds á Djúpa- DV-mynd Sigrún Þ. vogi og á Breiðdalsvík. Það heldur til veiða á næstu dögum. Skipstjóri á Mánatindi er Atli Sveinsson, stýrimaður Stefán Þór Kjartansson og yfirvélstjóri Hreinn Guðmundsson. -SÞ Mánatindur við bryggju á Djúpavogi. Hofsós: Tap á rekstri Höföa DV, Sauðárkróki: Um 4 milljóna króna tap var á rekstri Höfða efh. á Hofsósi á síð- asta ári. Það félag var stofnað á vordögum 1997 um saltfiskvinnslu á Hofsósi í kjölfar þess að Fiskiðj- an hætti frystingu á staðnum. Höfði var í rekstri í átta mánuði á síðasta ári og framleiðsluverð- mæti var tæpar 80 milljónir. Gert er ráð fyrir að reksturinn verði í jámum á þessu ári. Nú era um 20 stöðugildi hjá fyrirtækinu. í sljóm Höfða vora kjörnir: Snorri Bjöm Sigurðsson sveitar- stjóri, fulltrúi sveitarfélagsins, Magnús Andrésson frá íssalt á Vatnsleysuströnd og Bjami Ragn- ar Brynjólfsson frá Fiskiöjunni Skagfirðingi. Allir eiga þessir aðil- ar hlut í Höfða, auk þess sem íssalt og Fiskiðjan em samstarfs- aðilar fyrirtækisins. -ÞÁ LAUGARDALSHÖLL 25. - 27. SEPT. •Feraa- og fjallajeppar •Nýir bílar og jeppar Á •Útivistarvörur •Aukahlutir ¥990 15 ára afmælissýning The tceianetic Superjeep and ootdoor show 1998 DV, Skagafirði: „Aðsókn hefur vaxið ár frá ári og í sumar voru samkomur um allar helgar frá 6. júní og þar til við lok- uðum upp úr 20. ágúst,“ sagði Guð- munda Sigfúsdóttir, umsjónarmað- ur ferðaþjónustunnar í Steinsstaða- skóla í Skagafirði. Skólinn hefur verið nýttur til móttöku ferðafólks Steinsstaðaskóli í Skagafirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.