Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1998, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1998, Síða 14
14 MIÐVKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998 óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Mismunun á grundvelli erfða Hraðfluga þróun upplýsingatækni og bylting á sviði erfðagreininga skapa saman nýjar hættur gagnvart réttindum einstaklinga. Fram hjá þessum hættum er ekki hægt að horfa þegar menn meta, og fagna, þeim möguleikum sem eru að opnast á sviði erfðafræðanna. Ný erfðatækni mun innan tíðar gera kleift að lesa úr einföldu lífsýni einstaklings ótrúlegt magn upplýsinga um líkumar á að hann fái tiltekna, arfbundna sjúkdóma. Nú þegar eru framleidd í heiminum um fjögur hundruð próf fyrir erfðatengda sjúkdóma. Fyrirtæki á sviði erfðagreininga eygja gríðarlega hagnaðarvon í því að finna fleiri stökkbreytt gen sem valda sjúkdómum. Þau eiga því í harðri og vaxandi samkeppni sem í krafti nýrrar greiningartækni mun leiða til að slíkum prófum mun stórfjölga á næstu árum. Samhliða munu prófin verða einfaldari í framkvæmd og ódýrari í framleiðslu. Líkurnar á að notkun þeirra breiðist út eru því miklar. Það mun að sönnu hafa mjög jákvæðar afLeiðingar fyrir þá sem bera meingen. Þeir geta breytt lífsstíl og fylgst betur með eigin heilsu. Skuggahliðar þróunarinnar felast hins vegar í þeim möguleikum sem eru til að misbeita upplýsingum um erfðir einstaklinganna. Það gæti gerst bæði af hálfu atvinnurekenda og eins á sviði líf- og heilsutrygginga sem utan íslands eru víða mjög mikilvægar. Fyrir atvinnurekendur væri það himnasending að hafa í höndum allar upplýsingar um gen og erfðir starfs- manna og umsækjenda um störf. Það gefur þeim færi á að ráða þá sem hafa „heppilegar“ erfðir, verða síður sjúkir og valda því minni aukakostnaði vegna veikinda. Fyrirtækin gætu þá losað sig í tíma við starfsmenn sem eru líklegir til að fá arfbundna sjúkdóma og komist hjá að ráða aðra „óæskilega“ í vinnu. Líftryggingafélög gætu einnig synjað um tryggingar ef umsækjendur hefðu „óheppilegar“ erfðir eða hagrætt iðgjöldum út frá því. Þessi orwellska framtíðarsýn kann að hljóma eins og rakið rugl. í siðuðu samfélagi er ekki hægt að fallast á að til verði annars flokks borgarar sem vegna erfða verði útilokaðir af vinnumarkaði, fái ekki nauðsynlegar tryggingar og séu á skrá sem annars flokks fólk. En veruleikinn er oft lygilegri en lygasagan. í Bandaríkjunum eru mörg dæmi um að heilbrigðu fólki sé þegar hafnað af tryggingafélögum vegna meingena. Meðal atvinnurekenda í sömu ríkjum er einnig vaxandi viðleitni til að nota erfðapróf til að meta hæfni umsækjenda um störf. íslendingar verða fyrsta þjóðin þar sem upplýsingar um innstu erfðir þegnanna verða til á einum stað. Því er beinlínis lýst í sölubæklingi íslenskrar erfðagreiningar. í dag ætlar enginn að misnota það. En við sjáum ekki framtíðina fyrir. Tímar, stjómvöld og viðhorf breytast. Sú þjóð sem er fyrst til að gera misnotkun af þessu tagi tæknilega kleifa verður líka að verða fyrst til að útiloka hana með lögum. Þó enginn dragi í efa að ekki sé á dagskrá neins að að misnota upplýsingar af þessu tagi gerir upplýsingatækni nútímans það ótrúlega auðvelt. Möguleikinn mun ekki hverfa. Hann felur í sér frækorn efans sem gerir það ómögulegt að fallast á miðlægan gagnagrunn með öllum erfðaupplýsingum heillar þjóðar, nema allt sé gert til að útiloka misnotkun. Það verður ekki gert nema lögin slái í gadda að íslendingum verði aldrei mismunað á grundvelli erfða. Það er úrslitaatriði. Vísindin eiga að bæta hag fólks en ekki skapa ójafnrétti. Össur Skarphéðinsson Bill Clinton. - Frjálslyndur maður, geðþekkur og vinsæll, ekki síst af konum, en hefur misnotað kvenhylli sína, segir Steinunn m.a. í grein sinni. Aumingja Ameríka Kjallarinn Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur forsetahjónin þeirra stundi konan: „It¥s so sad. Poor country." Ég kinkaði kolli til samþykkis. Aumingja Ameríka. Hórkarlinn Clinton er i klípu, það er aug- ljóst. En bandarísk stjómmál og banda- rískt réttarfar eru einnig í klípu, því í krossferð sinni gegn forsetanum hefur Starr brotið blað í beitingu vitna og sönnunargagna. Hill- ary og kvenfrelsis- konurnar eru í klípu. Og 68-kynslóðin er í klípu. Það er hún „Alls staðar í öllum löndum og öllum valdamiklum stofnunum, að kirkjunni meðtalinni, hafa djarfir einstaklingar notað völd sín og aðstöðu til þess að krydda með kynlífið Eg var tvítug þegar ég varð fyrir því að ókunnugur maður lagðist á gluggann hjá mér og horfði á mig hátta. Ég var háólétt og gleymi ekki hræðslunni sem greip mig, né óhugnaðinum við að horfast í augu við gluggagæginn. Hann kemur upp í huga mér þegar ég hugsa um Monicu Lewinsky og Kenneth Starr, manninn sem sl. 7 mánuði hefur legið á skráargati Bandaríkjaforseta og skoðað kynlífsæfing- ar hans og þessarar rúmlega tvítugu konu og sent sæðisblett úr litla bláa kjólnum hennar til efnagrein- ingar á rannsóknar- stofum FBI. Og hann hefur sigrihrósandi veifað DNA- korti forsetans, og hvað sagði ég ekki: Maðurinn er hórkarl og lygari. Að lokum tók hann saman nákvæma skýrslu upp á 445 síður um allt sem hann sá til stúlkunnar og mannsins í gegnum gatið og sendi heiminum til afiestrar. „Poor country" Ég var að kynna mér smáatriði skýrslunnar í Liberation á kaffi- húsi hér í París. Elvis Presley söng „Love me tender“ í hátölur- unum og bandarísku túristamir á borðinu við hliðina tóku angur- værir undir. Þegar þeir sáu breið- síðuna sem ég var að skoða um sem er fyrir rétti, það er hún og hennar lífshættir sem Kenneth Starr er í heilögu stríði við, fólkið á næsta borði, ekki bara Bill Clint- on, samkvæmt hinu íhaldssama blaði Wall Street Journal. Allir heimsins hórkarlar Hér í Frakklandi þekkja menn varla annað en að valdamiklir stjórnmálamenn hafi hjákonur. Og þeir eru fáir pólitíkusarnir í heim- inum sem stæðu keikir eftir aðra eins grannskoðun á kynlífi sínu og Bandaríkjaforseti hefur mátt þola. Alls staðar í öllum löndum og öll- um valdamiklum stofnunum, að kirkjunni meðtalinni, hafa djarfir einstaklingar notað völd sín og að- stöðu til þess að krydda með kyn- lífið. Freisting holdsins og valdið ferðast saman á fyrsta farrými. Clinton er frjálslyndur maður, geðþekkur og vinsæll, ekki síst af konum, bæði sakir persónutöfra og pólitiskra verka sinna. En hann hefur allan sinn pólitíska feril misnotað kvenhylli sína og svikið þá konu í tryggðum sem hefur skipt hann mestu, eiginkonu sína Hillary. Það er ekki lögbrot, en ber vott um siðferðisbrest að flestra dómi. En á æskudögum þeirra for- setahjóna og blómaharna heims- ins, sem núna losa fimmtugt, voru frjálsar ástir dyggð og stefnuskrá- in „Make love, not war“. Fyrir því voru sögulegar forsendur, annars vegar kynþáttaátökin í landinu og hins vegar stríðið í Víetnam sem Clinton kom sér undan. Hvað jafnaldri hans Kenneth Starr afrekaði í þeim ljóta leik er óljóst. Kenneth Starr er prestssonur frá Texas og hlaut að sögn strangt trúarlegt og siðferðilegt uppeldi. Sannleiksástríða hans á að vera runnin af þeim rótum. Ýmsir hafa orðið til þess að líkja aðferðum hans við aðferðir spænska rannsóknarréttarins. Rannsóknardómarar miðalda höfðu að vísu ekki efnagreiningar FBI til þess að pína fram játningar sakborninganna, þeir höfðu ann- ars konar klíputangir. En þeirra stóra ástríða var að skrásetja og velta sér upp úr syndum annarra. Þeir lágu á gægjum eins og Kenn- eth Starr. McCarthy muna menn líka. - Aumingja Ameríka. Steinunn Jóhannesdóttir Skoðanir annarra Karfinn skiptir um nafn „Stundum eru niðurstöður samhljóða afladagbók- um, en stundum aðrar. Það er því ekkert undarlegt við það að karfinn skipti um nafn eftir að hann er kominn á land. Enn síður hefur það á nokkurn hátt verið leyndarmál Hafrannsóknastofnunarinnar, stjórnvalda, sjómanna og útgerða. Því fer fjarri að is- lensk stjórnvöld, útvegsmenn, sjómenn og Hafrann- sóknastofnunnin láti reka á reiðanum um ástand karfastofna á íslandsmiðum og í hafinu hér suður af. Þvert á móti vinna þessir aðilar hörðum höndum við öflun þeirra gagna sem nauðsynleg eru til þess að leysa þær gátur sem þarf og gera okkur kleift að stjórna veiðum með markvissum hætti.“ Þorsteinn Sigurðsson í Mbl. 22. sept. Angi af mútupólitík „Þegar rennt er yfir nýja málefnaskrá A-flokkanna og deyjandi Kvennalista finnst manni óneitanlega að Framsóknarflokkurinn sé þar lifandi kominn, eins og hann var fyrir síðustu alþingiskosningar, með lof- orð á hverjum fingri og öllum tám. Svo dóu loforðin ... Þetta er einn angi af mútupólitík. Einhvern veginn finnst manni að þessi stefnuskrá hafi verið samin 1 örvæntingu þeirra sem tilbúnir eru að lofa hverju sem er til að komast í ráðherrastóla. Svo er orðinu „kvenfrelsi" slengt inn í málefnaskrána, jafn oft og orðinu „sex“ í skýrslu Starrs, til þess eins að koma Guðnýju Guðbjörnsdóttur á þing.“ Kolbrún Bergþórsdóttir í Degi 22. sept. Hækkun háskólagjalda? „Það þarf að opna augu ráðamanna fyrir mikil- vægi þess að halda úti góðum háskóla en skilningur á því virðist hafa farið þverrandi á síðustu árum. Ef rikið breytir ekki afstöðu sinni hlýtur fyrr eða síðar að koma að því að Háskólinn verði að hækka skola- gjöld sín verulega en þar með væri líka stoðunum kippt undan þeirri grundvallarhugmynd okkar að allir eigi að hafa jafhan rétt til þess að mennta sig.“ Þröstur Helgason í Mbl. 22. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.