Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1998, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1998, Blaðsíða 17
I i 16 MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998 MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998 17 -> íþróttir DV DV íþróttir Blcand í poka Tore Andre Flo hjá Chelsea gæti verið á leiðinni til Newcastle sem er tilbúiö að borga um einn milljarö fyrir leikmanninn. Ruud Gullit, sfjóri Newcastle, keypti hann í fyrra til Chelsea fyrir 35 miHjónir. Gianluca Vialli segist ekki ætla að selja neinn af framherjum sínum. „Framherjarnir hjá Chelsea eru allir frábærir og ég veit að allir knatt- spyrnustjórar á Englandi myndu vilja hafa þá,“ segir Vialli. Julian Dicks sem hefur veriö frá allri keppni i 18 mánuði vegna meiðsla lék sinn fyrsta leik með West Ham gegn Northampton í deildabikamum í gærkvöld. H'esí Ham og Juventus stefna að samstarfi í framtíðinni. Samstarfið felst m.a. i að liðin skiptast á mönnum og ungir og efnilegir strákar dvelja á víxl hjá félögunum. ítalska liöiö haði áður gert samkomulag við Crystal Palace um sama efni en fyrst liðið féll úr úrvalsdeildinni féll samstarfið niöur. Teddy Sheringham, leikmaöur Manchester United, gæti verið á leiðinni til Crystal Palace en Terry Venables, stjóri Palace, hefur í hyggju að bjóða United 380 milljónir fyrir leikmanninn sem ekki hefur átt fast sæti í liöinu. Allir leikmenn KR og ÍBV sem leika til úrslita um íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu á laugardaginn eru heilir og enginn leikmaður úr þessum félögum er í leikbanni. Eyjamenn koma til lands á fimmtudag og á föstudaginn halda þeir til Hveragerðis og ætla að dvelja á Hótel örk fram að leik. Forsala á úrslitaleikinn er hafin og fer hún fram á eftirtöldum stöðum: KR-heimilinu við Frostaskjól, Spörtu Laugavegi og í Select-búöunum viö Birkimel, Suðurströnd, Bústaðaveg, Vesturlandsveg og við SuðurfeU. 4000 mióar eru i boði á leikinn og ætla KR-ingar að koma upp bráðabirgðapöUum fyrir áhorfendur. Leikur Þróttar og Keflavikur i lokaumferð úrvalsdeUdarinnar í knattspymu verður á ValbjarnarveUi klukkan 13.30 á laugardaginn en ekki á LaugardalsveUi. Þróttarar hafa ekki riðið feitum hesti frá leikjum sínum á LaugardalsveUi og hafa ekki unnið þar leik i deildinni í sumar. -GH/JKS Enski deildabikarinn: Óvænt skipbrot Mjög óvænt úrslit urðu í gær- kvöld í síðari leikjunum í 2. um- ferö enska deildabikarsins í knattspyrnu. Tvö stórlið úr ensku a-deild- inni fengu það óþvegið hjá and- stæðingum sínum og duttu úr keppninni. West Ham lék gegn Nort- hampton og marði sigur með marki á síðustu mínútu leiksins sem ekki dugði til þátttöku í 3. umferð. Sömu sögu er að segja af Sheffield Wednesday sem réði ekki víð Cambridge. Arnar Gunnlaugsson lék allan leikinn fyrir Bolton gegn Hull en skoraði ekki. Eiður Smári var varamaður en Guðni Bergsson í leikbanni. Hermann Hreiöarsson lék ekki með Bradford, ekki löglegur. Birm.ham-Macclesfield . .. 6—0 (9-0) Bradford-Halifax .......3-1 (5-2) Cambridge-Sheff.Wed .... 1-1 (2-1 Charlton-QPR............1-0 (3-0) Chester-Sunderland......0-1 (0-4) Crewe-Bristol City .....2-0 (3-1) Grimsby-Sheff. Utd......2-0 (3-2) Hull-Bolton.............2-3 (3-0) Luton-Ipswich...........4-2 (5-4) Nott. Forest-Leyton ....0-0 (5-1) Southend-Coventry.......0-4 (0-5) Tranmere-Blackpool......3-1 (4-3) West Ham-Northampton . 1-0 (1-2) Wigan-Norwich ..........2-3 (2-4) Wimbledon-Portsmouth . . 4-1 (5-3) Wolves-Bournemouth ... 1-2 (2-3) Wycombe-Middlesbrough . 1-1 (1-3) -SK Kvennahandboltinn hófst í gærkvöld: Magnaður bardagi - þegar Haukar unnu Stjörnuna, 22-20 „Við ætluðum alltaf að vinna. Þær hafa verið skref- inu á undan okkur tvo síðustu vetur en nú er komið að okk- ur að vera á undan. Eftir að Herdís meiddist þá tvíefldust þær en við unnum ekki vegna þess,“ sagði Harpa Melsted, fyrirliði Hauka, eftir að dýr- mætur og sætur sigur á liði Stjömunnar var í höfn í Hafn- arfirði í gærkvöld, 22-20. Stað- an i leikhléi var 13-10. Leikur liðanna var mjög góður og skemmtilegur og lof- ar svo sannarlega góðu fyrir komandi leiktíð. Greinilegt er að bæði þessi lið koma vel undirbúin til leiks. Lið Stjöm- unnar varð fyrir áfalli um miðjan fyrri hálfleik er Herdís Sigurbergsdóttir meiddist á ökkla og gat ekki leikið meira. Vaiva Drillinngaite varði mark Hauka af snilld og lagði gmnninn að sigrinum. Hún varði 19 skot í leiknum og eitt vítakast i lokin á mjög mikil- vægu augnabliki. Mörk Hauka: Thelma Björk Ámadóttir 5, Auður Hermanns- dóttlr 4, Hanna G. Stefánsdóttir 4, Juditd Esztergal 4/1, Harpa Mel- sted 3, Hekla Daðadóttir 2. Mörk Stjömunnar: Ragnheið- ur Stephensen 8, Nína K. Bjöms- dóttir 3, Inga Fríða Tryggvadóttir 3, Anna Blöndal 2, Inga Björgvins- dóttir 2, Hrund Grétarsdóttir 1, Herdís Sigurbergsdóttir 1. Rússnesku stúlkurnar ólöglegar? Fram sigraði FH örugglega, 30-23, eftir 14-10 í leikhléi. Rússnesku stúlkurnar Mar- ina Zcveva og Olga Prolorova voru bestu menn Fram í leiknum ásamt Jónu Björk Pálmadóttur. Svo kann að fara að FH kæri leikinn vegna þess að leikheimild hefur ekki enn borist fyrir þær rúss- nesku. Úr því fæst væntan- lega skorið í dag. Mörk Fram: Marina Zoveva 10, Jóna Björk Pálmadóttir 6, Olga Prolorova 5, Svanhildur Þengils- dóttir 3, Steinunn Tómasdóttir 2, Díana Guðjónsdóttir 2, Bjamey Ólafsdóttir 2. Mörk FH: Drifa Skúladóttir 6, Þórdís Brynjólfsdóttir 3, Dagný Skúladóttir 3, Björk Ægisdóttir 3, Hildur Erlingsdóttir 2, Guðrún Hólmgeirsdóttir 2, Hafdís Hinriks- dóttir 2, Gunnur Sveinsdóttir 2. Öruggt hjá Víkingi Vfkingur vann nokkuð ör- uggan sigur gegn Gróttu/KR, 20-17, í mjög slökum leik. Staðan í leikhléi var 14-9. Mörk Víkings: Halla María Helgadóttir 9/6, Svava Sigurðar- dóttir 5, Guðmunda Kristjánsdótt- ir 1, Anna Kr. Árnadóttir 1, Krist- ín Guömundsdóttir 1, Margrét Eg- ilsdóttir 1, Eva Halldórsdóttir 1, Dóra Sighvatsdóttir 1. Mörk Gróttu/KR: Helga S. Ormsdóttir 4, Kristin Þórðardóttir 4, Edda Hrönn Kristinsdóttir 3, Brynja Jónsdóttir 2, Eva Björg Hlööversdóttir 2, Harpa M. Ingólfs- dóttir 1, Sara Smart 1. Tap hjá nýliðunum í ÍR og KA Nýju liðin í efstu deild kvenna töpuðu bæði leikjum sínum á heimavelli í gær- kvöld. ÍR tapaði í Austur- bergi gegn ÍBV, 18-26 og KA tapaði á Akureyri fyrir Val, 16-23. -ih/-RS/BB/-SK Harpa Melsted, fyrirliði Hauka, sést hér í átökum í varnarleiknum gegn Stjörnustúlkum í gærkvöld. Leikurinn var mjög skemmtilegur og vel leikinn af beggja liða hálfu. DV-mynd E.ÓI Fram, fótboltafélag Reykjavíkur ehf., stofnað: „Opnar nýja möguleika" Stofnað hefur verið Fram, fótboltafélag Reykjavíkur ehf. Það var fyrir nokkru sem aðalstjóm Fram og knattspymudeildin samþykktu stofnun fé- lagsins. Þetta félag mun þegar tímabilinu lýkur um næstu helgi yfirtaka rekstur meist- araflokks knatt- spymudeildar og verð- ur eigandi félagsins aðalstjórn hins ný- stofnaða félags. Samhliða þessu mun félagið yfirtaka allar skuldir knatt- spymudeildarinnar þannig að eftir stend- ur hlutafélagið sem byrjar á núllpunkti, skuldlaust, en hefur þá alla tekjuliði sem knattspyrnudeildin hafði af meistara- flokknum. Knattspymudeildin verður áfram við lýði en hún verður með alla yngri flokka á sinni könnu. Sveinn Andri Sveinsson, formaður Fram, sagði í samtali við DV í gær þetta stóran og merkan áfanga í sögu félags- ins. Heyrst hefur að hið nýja félag hafa átt í viðræðum við stóran knattspyrnuklúbb í Evrópu. Sveinn Andri var inntur eftir þessu. „Já, ég get staðfest að það hafa verið þreifingar milli okkar og knattspymufélags í Evrópu um kaup á helmingnum í félag- inu. Það er það eina sem ég get sagt á þessu stigi málsins," sagði Sveinn Andri. Sveinn Andri sagði vinnuna viö þetta ákveöna félag á byrj- unarreit og ómögulegt væri að segja til um hvenær línur myndu skýrast. „Breyting með þess- um hætti er að eiga sér stað miklu seinna hér á landi en annars staðar. Menn eru að hætta í þessu sjálf- boðaliðastarfi sem hef- ur auðvitað ákveðinn ljóma yfir sér. Það em komnir miklir pening- ar í þetta og því er þetta orðinn hreinn fyrirtækjarekstur. Við erum aö breyta form- inu til þess að geta svarað þessum breyttu tímum. Hlutafélaga- formið hentar best þessu breytta um- hverfi,“ sagði Sveinn Andri. „Ég er mjög ánægð- ur með þennan áfanga í málinu sem hefur reyndar verið í undir- búningi lengi. Það var hins vegar ákveðið að kýla á stofnunina núna. í stjóm þessa nýja félags hafa komið öflugir Framarar, sem ekki hafa komið að starfi félagsins áður en em sterkir í viðskipta- lífinu. Það er síðan ætlunin að ráða fram- kvæmdastjóra á fag- legum viðskiptanót- um. Það er ekki annað hægt að segja en að það séu mjög spenn- andi tímar fram und- an. Þetta nýja rekstr- arform opnar nýja fj ármögnunarmögu- leika en fylgismenn fé- lagsins geta auðvitað keypt sér hlutabréf í félaginu,“ sagði Sveinn Andri. -JKS Tómas Ingi stóð belgfska félaginu Aalst til boða. Bland í poka Aalst hafði ekki áhuga á Tómasi Tómas Ingi Tómasson, knattspyrnumaður úr Þrótti, sem er næst markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar, er einn af þeim leikmönnum sem belgíska félaginu Aalst hefur verið boðið til kaups. Danskur umboðsmaður setti sig í samband við Aalst í vikunni og bauð félaginu Tómas Inga fyrir 2,5 milljónir belgiska franka sem er um 50 milljónir islenskra króna. „Jú, það er rétt. íslendingurinn er einn af mörgum leikmönnum sem okkur stendur til boða. En hann er ekki sá leikmaður sem ég er að leita að,“ sagði Krist Van Puyvelde, framkvæmdastjóri Aalst, við DV. „„ , . ._ -KB/Belgíu/GH Eyjólfur Sverrisson og félagar í Hertha Berlín unnu Bayer Leverkusen á útivelli í þýsku bik- arkeppninni í knattspymu í gær- kvöld, 3-4, eftir vítakeppni. Kaiserslautern var slegið út af Bochum eftir vítakeppni, 5-3. Stuttgart vann Frankfurt, 3-2, og Dusseldorf vann 1860 Munchen, 2-1. ÍR og Leiknir eru að sameinast í eitt stórt íþróttafélag i Breiðholt- inu. Samningaviðræður félaganna hafa staðið yfir undanfarið ár. Samstarf Juventus og West Ham kann að vera í burðarliðn- um. Ef af verður getur West Ham fengið leikmenn frá Juventus að láni og unglingar frá West Ham æft með ítalska stórliöinu. Obrick til UMFN Rodney Obrick, bandarísk- ur blökkumaður, er kominn til íslandsmeistara Njarðvík- ur til reynslu. Obrick er 1,80 metrar á hæð og leikur í stöðu bak- varðar. Hann hefur undanfar- in ár leikið í smærri atvinnu- mannadeildunum í heima- landinu. -SK Hermann Hreiöarsson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Crystal Palace. í samtali við DV segist hann mjög sáttur við sitt nýja lið, Brentford, sem leikur í c-deildinni ensku. Allir ósáttir - en samkomulag er þó í augsýn milli dómara og félaga í körfunni Nú sér loks fyrir endann á langri deilu körfuknattleiksdóm- ara og félaganna í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Deilu sem í raun hefur staðið í eitt ár og lengi vel leit út fyrir að keppnin í úrvals- deildinni í vetur færi fram án okk- ar bestu dómara. Deilan hefur verið á mjög við- kvæmu stigi undanfarnar vikur og hvorugur aðili hennar fengist til að tjá sig um málið í fjölmiðlum. í september í fyrra hækkuðu laun körfuknattleiksdómara úr 3.600 krónum í 3.900 krónur. Um 9% hækkun. Þegar hér var komið sögu töldu félögin að búið væri að semja um launakjör dómara fyrir síðustu leiktíð. Siðan kom skattur- inn til sögunnar og krafðist þess að dómarar greiddu skatt af sínum launum. Dómarar vildu þá að fé- lögin hækkuðu greiðslurnar sem næmi skattgreiðslunum. Félögin neituðu því. í janúar kom til átaka og litlu munaði að keppnin í úr- valsdeildinni stöðvaðist. Allt end- aði þetta með því að greiðsla fyrir leik til dómara hækkaði úr 3.900 krónum í 4.900 krónur. 26% hækk- un. Þegar hér var komið sögu, í janúar sl., höfðu greiðslur til dóm- ara hækkað um 36% á nokkrum mánuðum. 20% hækkun í viðbót Kröfur dómaranna í núverandi deilu eru að greiðslurnar hækki um 20% til viðbótar, fari úr 4.900 krónum í 5.900 krónur. Ef þetta verður samþykkt, sem engar líkur eru á samkvæmt heimildum DV, hcifa laun dómara hækkað um 64% á einu ári. Deilan undanfarnar vikur hefur sem sagt staðið um 1.000 króna hækkun, úr 4.900 í 5.900 krónur. Samkvæmt heimildum DV eru yfirgnæfandi líkur á því að samið verði um 10% hækkun og greiðsl- an fyrir leik verði 5.400 krónur. Forráðamenn félaganna eru fox- illir vegna krafna dómaranna og telja illa með sig farið. „Það eru allar líkur á því að sættir náist um 10% hækkun á næstu dögum en það er ljóst að það verða allir ósátt- ir við niðurstööuna," sagði for- ráðamaður eins úrvalsdeildarfélag- anna við DV í gærkvöld. Til samanburðar má nefna að dómarar í handknattleik fá í dag 5.100 krónur fyrir hvern leik. -SK Ekkert má fara úrskeiðis - er Island mætir Finnlandi í undankeppni HM í kvöld „Fyrir okkur er þetta mjög mikilvægur leikur. Við verðum hreinlega að sigra og það er ljóst að það má ekk- ert út af bera,“ sagði Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, í samtali við DV í gærkvöld. íslendingar hefja i kvöld í Smáranum í Kópavogi langa og stranga göngu að úrslitakeppni HM í hand- knattleik sem fram fer í Egyptalandi í júní á næsta ári. Fyrstu þröskuldarnir verða tveir leikir gegn Finnum, í Smáranum í kvöld og á fmnskri grund á laugardag. Það er ljóst að íslenska liðið hefur ekki efni á því að van- meta lið Finna. Er skemmst að minnast ósigursins gegn Finnum í síð- ustu Evrópukeppni landsliða þar sem Finnar hirtu af okkur dýrmæt stig. „Ég held að mínir menn geri sér vel grein fyrir mik- ilvægi þessara leikja og vonandi komum við vel inn- stilltir til leikjanna gegn Finnum. Riðillinn okkar er mjög sterkur og nægir þar að nefna að lið sem urðu í 4. og 5. sæti að lokinni síðustu heimsmeistarakeppni eru í riðlinum. Þetta verður erfltt en með góðum stuðningi áhorfenda ættum við aö eiga nokkuð góða möguleika. Við verðum hins vegar að byrja vel gegn Finnum og við verðum að vinna. Mér er alveg sama hvemig við fórum að því, bara að við vinnum," sagði Þorbjöm Jensson. íslenska liðið sem leikur í kvöld verður tilkynnt í dag. Leikur íslands og Finnlands fer fram í Smáranum og hefst kl. 20.30 í kvöld. -SK Strákarnir tóku vel á á æfingu í Smáranum í gær. Patrekur, Konráð og Geir. DV-mynd E.ÓI. Boris Akbashev og Þorbjörn Jensson fá um nóg að hugsa í kvöld í leiknum gegn Finnum.DV-mynd E. Ól. Viðureignir gegn Finnum Leikur íslendinga og Finna i undankeppni heimsmeistara- mótsins í handknattleik er sú ní- unda i röðinni. ísland liefur unn- ið sex leiki og tvisvar sinnum hefur orðið jaftitefli. Bilbao, Spánn , 1972 ........ 10-10 Hamar, Noregur, 1980 .........29-12 Espoo, Finnlandi, 1983 ...... 31-19 Sjundea, Finnlandi ...........30-28 Tapiola, Finnlandi ...........32-13 Reykjavik.....................31-25 Karjaa, Finnlandi.............23-33 Reykjavík.....................28-23 Westerholm hættulegastur „Hættulegasti leikmaður Finnanna er Patrik Westerholm sem leikur með Kolding í Danmörku. Þetta er öflug rétthent skytta sem verður aö taka fast á,“ segir Þorbjörn. Þá segir Þorbjörn að í finnska liðinu sé mjög góður örvhentur hornamaður, Mikko Koskue að nafni, en hann leikur með Gústafi Bjarnasyni og Magnúsi Sigurðssyni hjá Willstadt í þýsku 2. deildinni. Finnar töpuðu meö litlum mun fyrir Litháum og Lettum en sigruöu Pólverja á móti í Lettlandi fyrir skömmu. -GH „Veit að þetta lítur illa út“ - Hermann Hreiðarsson skrifaði undir 3ja ára samning við Lundúnalið Brentford Hermann Hreiðarsson, landsliðsmaður í knatt- spymu, var í gær seldur frá Crystal Palace til c- deildar- liðsins Brentford. Ron Noa- des, knattspyrnustjóri hjá Brentford, reiddi fram 750.000 pund, 88 milljónir króna, fyrir Hermann og er þetta langhæsta upphæð sem félagið hefur greitt fyr- ir leikmann en fyrra metið var 275.000 pund eða 32 milljónir króhá. Noades var stjómarfor- maður hjá Crystal Palace þegar félagið keypti Her- mann frá ÍBV í fyrra og greiddi fyrir hann 400.000 pund eða um 47 milljónir króna. Ert þú sáttur við að fara niður um tvær deildir? „Ég er mjög sáttur við þennan samning og annars hefði ég ekki gert hann. Mér var boðinn mjög góður samn- ingur og er að fá meira út úr honum peningalega en hjá Palace. Ef félagið er að reyna að selja menn þá eru skýr skilaboð hvað bíður þeirra ef þeir verða ekki seldir. Það er bekkurinn og varaliðið. Eftir langa umhugsun fannst mér besti kosturinn að fara tU Brentford á meðan ekki var færi á öðru. Það eru kannski meiri líkur á að einhver stærri klúbbur muni kaupa mann meðan maður er að spUa í aðalliðinu heldur en að vera að leika með varalið- inu i b-deUd,“ sagði Hermann í samtali við DV rétt eftir að hann hafði skrifað undir 3ja ára samning við félagið. Hermann segir að Terry Venables, knattspymustjóri hjá Crystal Palace, hafi verið búinn að ákveöa fyrir nokkru síðan að selja sig enda búinn að kaupa mikið af útlendingum, síðast varn- armenn frá Ástralíu og Kina sem þurfa að spUa 75% af leikjum liðsins tU að halda atvinnuleyfmu. Veit að þetta lítur ter- lega illa út „Ég veit að þetta lítur ferlega Ula út. Ég er að hrapa niður um tvær deUd- ir og ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta er veikari deUd. Maður vonast hins vegar tU að vera meira áberandi í þessari deild þannig að stærri liðin taki eftir manni. Þó svo að ég hafi gert þriggja ára samn- ing er klausa í honum um að ég megi fara ef stór klúbbur sýnir mér áhuga.“ Hermann og kona hans, Ragna Lóa Stefánsdóttir, festu kaup á einbýlishúsi í London í vor og segir Her- mann að það sé stór kostur að þurfa ekki að flytja þar sem Brentford er í London eins og Palace. Mætir toppliðinu á laugardaginn Hermann klæðist bún- ingi Brentford í fyrsta sinn á laugardaginn en þá mæt- ir liðið efsta liðinu, Darl- ington, á heimaveUi. Brent- ford á bikarleik gegn Tottenham i kvöld en Her- mann er ekki löglegur þar sem hann hefur leikið með Palace í keppninni. Brent- ford er í 7. sæti í ensku 3. deUdinni með 15 stig eftir 9 leiki en Darlington er á toppnum með 20 stig. Tveir fyrrum þjálfarar hjá Crystal Palace eru komnir til starfa hjá Brent- ford og á skömmum tíma hefur Ron Nodes keypt fjóra leikmenn frá Palace. Þá æflr liðið á gamla æf- ingavelli Crystal Palace þannig að viðbrigðin verða kannski ekki eins mikil fyrir Hermann að skipta yflr til Brentford. -GH F- t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.