Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1998, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1998, Qupperneq 18
18 MIÐVTKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998 Sviðsljós Silíkongellan Pamela Anderson snýr við blaðinu: Vill láta taka sig graf- alvarlega sem leikkonu Eitt sinn silikonbomba, ávallt siliíkonbomba. Þannig er nú lífið, hvort sem Pamelu Anderson líkar það betur eða verr. Strandvarðagellan fyrrverandi rembist þó eins og rjúpan við staur- inn að kasta af sér þessum gamla ham og taka upp nýjan og betri, ham hinnar alvarlegu leikkonu. „Ég veit að fullt af fólki heldur að ég sé alveg hæfileikalaus en mér hefur alltaf tekist að sýna fólki að það eigi ekki að vanmeta mig. Ég veit að ég lít út fyrir að vera heila- laus sæt stelpa en ég er miklu metn- aðarfyllri en nokkum grunar," seg- ir Pamela í nýlegu blaðaviðtali og harmar mjög hvaða augum heimur- inn lltur hana. „Ég er enn að þreifa fyrir mér sem leikkona en ég hef sosum ekki afrekað neitt til þessa. En ég vinn að því hörðum höndum að veröa betri leikkona," segir Pamela. Og í því skyni hefur hún látið pínukjól- ana úr strandlífmu sigla sinn sjó en klæðist þess í stað flottum tískukjól- um af alvarlegri sortinni. Pamela hef- ur átt heldur erfitt undan- farið ár. Hjónaband hennar og villimannsins Tommys Lees fór endanlega út um þúfur eftir að hann lagði á hana hendur og fór í steininn fyr- ir vikið. Held- ur er sólin í lífi stúlkunn- ar þó farin að þokast upp á himinhvolfið. Það getur hún þakkað nýjum sjónvarps- myndaflokki, VIP, þar sem hún leikur Pamela Anderson er með einhvern þrýstn- framkvæmda- asta barminn í bransanum en hann skiptir stýru öryggis- minna máli nú en áður. gæslufyrir- tækis. En aftur að Tommy Lee. Margir hafa orðið til að fúrða sig á að- dráttarafli hans á Pamelu. Hún trúði honum statt og stöðugt þegar hann lofaði bót og betnm. Efndimar voru þó engar. Pamela segir að skýringar- innar sé ekki langt að leita. Faðir hennar var nákvæm- lega eins, kol- vitlaus drykkjurútur sem lagði hend- ur á eiginkon- una og lokaði Pamelu inni þegar hún breyttist í gullfallega unglings- stúlku. „Hann var alltaf ofboðslega strangur við mig og þess vegna gerði ég uppreisn," segir leikkonan og bætir við að kvöld eitt, þegar hann hafði skipað henni að hypja sig, hafi hún tekið hann á orðinu. Kynlíf varð eins konar flóttaleið Pamelu frá ömurlegum aðstæðun- um heima fyrir, það eina sem gerði hana hamingjusama og fijálsa. „Og kynlíf er ekkert til að skammast sín fyrir. Það er undur- fallegt og getur stundum verið töfr- um líkast. Ég er ekkert frábrugðin milljónum annarra sem hafa unun af kynlifi." Nú er Pamela laus við Tommy og það sem mestu máli skiptir í lífinu, meira en starfsframinn, er að sjálf- sögðu bömin tvö, Brandon og Dyl- an, sem hún átti með Tommy. Ekki greinir Pamela frá ástarmál- um sínum um þessar mundir en sést hefur þó til hennar með göml- um brimbrettakærasta. Breskur klúbbur hafnar Cruise Það virðist ekki ætla ganga vel hjá kvikmyndaleikaranum Tom Cruise aö gera breskur sjentil- maöur. Cruise, sem nú býr í Kensingtonhverfinu ásamt eigin- konu sinni, Nicole Kidman, og tveimur bömum, sótti um aðild að Hurlingham-klúbbnum í London. Kvikmyndaleikaranum var tjáö að biðin eftir inngöngu í klúbbinn yrði að minnsta kosti 10 ár. Tekið var fram að ekki þýddi að reyna að semja um að komast fram fyrir aðra á biðlistanum. Cmise haföi vonast til að geta leikiö tennis og krokket meö heldri mönnum í London. Það verður víst bið á því. Furðupoppararnir í hljómsveitinni Kiss hafa ekkert breyst þótt þeir séu ekki neinir ungiingar lengur, reka út úr sér tunguna og haga sér eins og guð veit hvað. Strákarnir voru vestur í Hollywood í vikunni þar sem þeir kynntu nýjan hljómdisk sem á íslensku gæti heitið geðsjúklingasirkusinn. Kossaflennurnar fóru í sparifötin í tilefni dagsins. Urðu óléttar í Kaupmannahöfn Þeir sem fylgst hafa með tón- leikahaldi Kiyddpíanna segja að þær hafi haft lítinn tíma til að vera með kæmstum sínum liðið sumar. Þó hafi bæði David Beck- ham, kærasti Victoriu, og Jimmy Gulzar, eiginmaöur Mel B, verið með sínum heittelskuðu í Kaup- mannahöfn næstsíðustu helgina í maí. Jimmy heimsótti Mel B að loknum tónleikunum sem haldnir voru fostudagskvöldið 22. maí. David flaug til Kaupmannahafnar að loknum tónleikunum laugar- daginn 23. maí. Þar höfðu kæmstupörin góðan tíma til að vera saman og þess vegna megi draga þá ályktun að börnin, sem Victoria og Mel B ganga með, hafi komið undir í hjarta Kaupmanna- hafnar. Kynþokka- fyllsta stjaman Hm íturvaxna Kate Winslet hefur verið kjörin kynþokka- fyllsta kvikmyndastjarnan þessa árs af lesendum breska tímarits- ins Empire. Sigurvegarinn í fyrra, Sandra Bullock, er nú í ell- efta sæti á listanum. Jennifer Aniston er í tíunda sæti, Gwyneth Paltrow í níunda sæti og Camer- on Diaz í áttunda. Vinsældir Demi Moore hafa greinilega dvín- að. Hún var í fjóröa sæti í fyrra en komst ekki á blað nú. Lcmgur laugardagur í midborg Reykjavíkur Kaupmenn, veitingamenn og adrir þjónustuadilar í miðborginni, athugið: Auglýsing< fyrir kl 29. september 19^8. Næsti langi laugardagur er 3. október. Þeim sem vilja tryggja sér plóss fyrir auglýsingu í DV föstudaginn 2. október er bent ó áb hafa samband viö Siguró Hannesson sem fyrst í síma 550 5728.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.