Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1998, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1998, Qupperneq 5
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 5 Fréttir Islenskir togarar draga járnadrasl yfir kóralrif og eyðileggja þau: Algjört sinnuleysi stjórnvalda - segir Arthur Bogason, formaöur Landssambands smábátaeigenda „Landssamband smábát- eigenda hefur á annan ára- tug barist fyrir því og farið fram á það við Hafrann- sóknastofnun, sjávarút- vegsráðuneyti og Alþingi gerð verði raunveruleg rannsókn á áhrifum veið- arfæra á lífríki sjávar. Við- brögðin sem við höfum fengið, og þá aðallega frá félögum okkar í stórútgerð- inni, er einhvers konar út- hrópun á því að við værum einhverjir náttúrufasistar að reyna að klekkja á stóra bróður með óskammfeiln- um hætti,“ segir Arthur Bogason, formaður Lands- sambands smábátaeigenda, um þær fréttir sem berast frá Noregi að togarar hafl markvisst skemmt við- kvæman sjávarbotn með veiðarfærum sínum. Norðmennimir hafa nú miklar áhyggjur af því að búið sé að eyðileggja kóral- mið sem nauðsynleg eru sem uppeldisstöðvar fyrir smáfisk. Sjónvarpið birti á dögunum sláandi myndir frá Noregi sem sýndu svæði þar sem botnvörpur möluðu niður kór- alrif mélinu smærra. Arthur segir að það nákvæmlega sama eigi við á miðum hérlendis og það hafi smá- bátamenn bent á án þess að fá hljómgrunn. „Stjórnvöld og stofnanir hafa sýnt þessu algert sinnuleysi. Hérlendis hefur sami hátt- ur verið hafður á þar sem togar- ar hafa brotið niður stór flæmi af kóral til að geta togað þar án þess að skemma botn- vörpur. Helstu svæðin þar sem slíkt hefur átt sér stað er á Reykjanes- hrygg, út af Snæfellsnesi og í Rósagarðinum út af Austfjörð- um. Þekkt dæmi eru um að skip- stjórar hafi sleg- ið undan botn- vörpum og sett í staðinn keðju- bunka aftan við hlerana til að brjóta niður kóralrifin. Útivistar- fatnaður stni tiOtt Cortina Sport Skólavörðustíg 20 - Sími 552 1555 Arthur Bogason. Járnadrasl dregið „Ég veit til þess að skipstjórar hafa slegið undan trollinu og sett jámadrasl aftan við hlerana til þess að jafna út verstu hindranir og komast þannig með togveiðarfæri yflr torfarna slóð. Ef þetta eru sið- legar veiðar sem við erum að guma af á alþjóðavettvangi þá er Bleik bmgðið,“ segir Arthur. Hann segir að ábyrgar rann- sóknarstofnanir geti ekki vikið sér undan þvi að taka á þessum málum. „Hafrannsóknanastofnanir heimsins munu ekki geta vikið sér undan því að veiðarfæraráðgjöf verður í framtíðinni jafhmikilvæg- ur hluti af ráðgjöf þeirra og veiði- ráðgjöf. Ég sem veiðimaður hlýt að álíta að það skipti ekki síður máli Togarar á íslandsmiðum hafa notað járnadrasl til að draga yfir kóralrif og jafna út. Óvíst er hvaða áhrif það hefur á Iffrfkið en Norðmenn segja að verið sé að eyöileggja viðkvæmar uppeldisstöðvar. Hér eru menn að gera við botnvörpu. Tekið skal fram að myndin tengist ekki eyðileggingarstarfsemi af neinu tagi. DV-mynd S hvernig ég veiði heldur en hversu mikið ég veiði. Þetta sjónarmið hef- tu ekki átt upp á pallborð þeirra sem hér hafa stjómað leynt og ljóst,“ segir Arthur. „Persónulega er ég sannfærður um að strandveiðiflotar heimsins, sem nota kyrrstæð og veigalítil veiðarfæri, sjái að miklu leyti um nýtingu heims- hafanna. Við munum að sjálf- sögðu áfram nota stórvirk veiðar- færi en þau verða notuð á viðeig- andi hátt en ekki eins og gert er í dag og þessar myndir frá Nor- egi hafa sýnt,“ segir Arthur. Að sögn Sig- mars Steingrims- sonar, sjávarlíf- fræðings Haf- rannsóknastofn- unar, hafa um- hverfisáhrif tog- veiðarfæra á sjáv- arbotninn ekki verið rannsökuð að neinu marki. Hann segir að ef kanna eigi hvaða tilgangi kóralrifin þjóna, þegar litið er til ungfisks, yrði um gífurlega dýrt verkefni að ræða sem æskilegt væri að nokkrar þjóðir sameinuðust um. Hann segir að nú standi yfir á vegum Hafrann- sóknanastofnunar rannsókn á botn- dýram við íslandsstrendur. „Það er fyrsta tilraun okkar til að nálgast þetta vandamál. Þama er eingöngu um að ræða mjúkan botn en við erum að reyna að átta okkur á því hver áhrif togveiðarfæra eru dýra- lífið. Ef rannsaka á áhrif togveiðar- færa f heild sinni þá er um að ræða heilt rannsóknasviö. Við erum í raun að horfa á einn hluta af rann- sókninni," segir Sigmar. DV reyndi að ná tali af Kristjáni Þórarinssyni, stofnvistfræðingi Landssambands íslenskra útvegs- manna en hann lét ekki ná i sig og svaraði ekki skilaboðum. -rt Ath. tald «11111 innifalin í verði Ath. taldelcki iiuiífalin í verði TilboSs- og teiknivinna án skuldbindinga OERIÐ SJÁLF VERID HAOSYN Kr. I 9J0O,- Sfgr, Ifc 66M0/> Sfgr, Ath. tæki ekki innifalin í verði VERSLUN FYRIR ALLA! HEILDSÖLU iRSLUNI Við sníðum innréttinauna að þínum þörrum. • tryggu Við Fellsmúla Sími 588 7332 þínar verða að veruleika ftw RAÐGREIÐSLUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.