Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1998, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998
9
i>v Stuttar fréttir
\
í
i
i
Tveir ákærðir
Tveir ungir menn, sem flosn-
uðu upp úr framhaldsskólanámi,
hafa verið ákærðir fyrir að
myrða samkynhneigðan háskóla-
nema, Matthew Shepard, í há-
skólabænum Laramie í Wyom-
ing. Shepard var bókstaflega bar-
inn í klessu.
Karl hjá Skotum
Karl Bretaprins ræddi í gær við
Alex Aslmond, leiðtoga flokks
skoskra þjóðemissinna, sem sækj-
ast eftir sjálf-
stæði Skotlands.
Mennimir rædd-
ust við í hálfan
annan klukku-
tíma og fræddist
Karl um störf og
markmið flokks-
ins. Þetta voru
einkaviðræður og því verður ekki
nánar greint frá efni þeirra.
Smáfall á Wall Street
Dow Jones verðbréfavísitalan
á Wall Street féll lítUlega í gær.
Næstu tvo viðskiptadaga á und-
an hafði hún hins vegar hækkað
umtalsvert.
Ólga breiöist út
Ólga meðal franskra mennta-
skólanema hefur breiðst út til
um þrjátíu borga og bæja þrátt
fyrir loforð stjómvalda um að
bæta aðstöðuna í kennslustofum.
Anwar í betrunarhús
Dagblað í Malasiu sagði í morg-
un að Anwar Ibrahim, fyrrum
fjármálaráðherra landsins, yrði
senn fluttur úr
gæsluvarð-
haldsvist í
venjulegt fang-
elsi. Saksóknar-
ar búa sig undir
að sakfella ráð-
herrann fyrr-
verandi fyrir
samkynhneigð og spillingu.
Svíar í haldi
Tveir Svíar eru í haldi lög-
reglu í heimalandinu grunaðir
um morð á breskum bófafor-
ingja.
Breskur læknir stórtækur:
Grunaður um
morð á sjúklingum
Læknir í Hyde, nálægt
Manchester i Bretlandi, situr nú í
gæsluvarðhaldi þar sem hann hef-
ur verið kærður fyrir morð á fjór-
um sjúklinga sinna. Óttast er að
læknirinn, Harold Shipman, hafi
myrt 28 sjúklinga í hagnaðar-
skyni. Þegar hafa verið grafln upp
sex lík vegna rannsóknar málsins.
Shipman neitar öllum sakargiftum
og grét er hann kom fyrir rétt ná-
lægt Manchester í síðustu viku.
Hafi lögreglan rétt fyrir sér er
læknirinn í Manchester versti
raðmorðingi Bretlands.
Lögreglan rannsakar nú 3 þús-
und lyfseðla sem Shipman hefur
Læknirinn Harold Shipman.
gefið út á undanfornum árum.
Læknirinn er sakaður um að hafa
falsað tvö bréf og erfðaskrá fyrr-
verandi borgarstýru í Hyde, 81
árs ekkju sem lést í júni á þessu
ári. Arfleiddi borgarstýran fyrr-
verandi lækninn að sem svarar
rúmlega 30 milljónum íslenskra
króna. Lík hinnar öldnu konu var
grafið upp eftir að dóttir hennar
varð tortryggin og hafði samband
við lögregluna. Shipman hefur
rekið læknastofu í Hyde í yfir 20
ár.
Lögregluna grunar að Shipman
hafi tryggt sér fé fleiri sjúklinga
og síðan myrt þá.
______________Útlönd
Hyde þrengir
kannski rann-
sókn á Clinton
Henry Hyde, formaður dóms-
málanefndar Bandaríkjaþings,
sagði í gær að hann kynni að
þrengja svið rannsóknarinnar á
hendur Bill Clinton forseta þar
sem kanna á hvort ástæða sé til
að höfða mál til embættismissis á
hendur honum. Einhverjum
hinna hugsanlegu 15 ákæruatriða
sem aðalrannsóknarmaður nefnd-
arinnar taldi upp í síðustu viku
verður ef til vill slegið saman eða
sleppt alveg. Þetta kemur fram í
blaðinu Washington Post.
Jeltsín í fríi
Borís Jeltsín Rússlandsforseti
verður í veikindafríi það sem eft-
ir lifir vikunnar til að reyna að
ná sér af lungkakvefi sem þjakar
hann. Hann mun dvelja á sveita-
setri sínu utan við Moskvu.
Jeltsin þurfti að stytta heimsókn
til útlanda vegna veikindanna.
Steve Evans frá Wales lætur Svíann Jojo skreyta sig á alþjóðlegri
tattóveringarhátíö í Varsjá. Evans hefur meira aö segja látið tattóvera eyrun
aö innan. Símamynd Reuter
Citroén XM turbo C.T. árg 1994.
ek 76.000 km, 5 gíra, grár metalic,
141 hestafl, vökva/veltistýri útv- segulband,
m/stillingu í stýri, aksturstölva, ECC-miðstöð,
rafdr. rúður, speglar og læsingar, rafdr. stólar
að framan, leðuráklæði.
Toppviðhald alla tíð,
nýyfirfarinn af Brimborg.
Faxafeni 8 • Sími 516 7000
opið laugardag kl. 12-16
sunnudag kl. 13-16
Hsma 1.6 lítra, 100 hestöfl og 1.8 lítra CDI, 125 hestöfl
tyggispúðar fyrir ökumann og farþega »abs hemlakerfi
)rstýrðar samlæsingar •Rafdrifnar rúðuvindur með slysavörn
týrðir upphitaðir útispeglar •Rafhitun í framsætum o.m.fi.
MITSUBISHICARISMA kostarfrakr.
1.565.000
Calant 2.0 lítra, 136 hestöfl og 2.5 litra, I63hestöfl •Öryggispúðar
fyrir ökumann og farpega *ABS hemlakerfí •Fjarstýrðar samlæsingar
•Rafdrifnar rúðuvindur með slysavörn •Rafstýrðir upphitaðir
útispeglar •Rafhituð sæti •15" álfelgur •Skriðstilli o.m.fl.
MÍTSUBJSHIGALANT kostarfra kr.
2.055.000
MITSUBISHI
-ímiklum metum !