Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1998, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1998, Qupperneq 10
ennmg MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 33 "V" 10 [________________ Steinn Steinarr heillar Steinn níræður „Tíminn og vatniö hefur einkenni- lega sterk áhrif á fólk hvar sem er í heiminum, hvort sem er í Bandaríkj- unum eða Kína. Hver hefði trúað því fyrir fjörutíu árum að þessi maður, allslaus utangarðsmaður á hjara ver- aldar, yrði heimsnafn í bókmenntum? Það er skrítið lánið,“ segir Sigurður A. Magnússon og leggur á borð með sér bók fulla af torræðum táknum en með mynd framan á kápu af manni sem hver les- andi íslend- ingur þekk- ir: Steini Steinarr. Kín- verski ljóðaþýð- andinn Dong Jiping hefur snúið á kínversku 227 ljóðum eftir 37 íslensk skáld sem hann valdi úr tveimur ljóða- söfnum á ensku, The Postwar Poetry of Iceland frá 1982 í þýðingu Sigurðar A. Magnússonar og Brushstrokes of Blue frá 1994 í þýðingu Sigurðar og tveggja annarra þýðenda, Bernards Scudder og Davids McDuff. Þetta er fyrsta sýnisbók íslenskra ljóða sem kemur út í Asíu - og reyndar fyrsta norræna ljóðasýnisbókin; rétt eins og The Postwar Poetry of Iceland var fyrsta norræna sýnisbók ljóða sem kom út í Bandaríkjunum. Meiningin er að þessi sýnisbók verði sú fyrsta í röð ljóðabóka hvaðanæva úr heiminum á þessu stærsta tungumáli heims og fjöl- mennt var á blaðamannafundi sem haldinn var í Peking í tilefni af út- gáfu hennar. Þangað komu fulltrú- ar frá dagblöðum, ljósvakamiðlum og bók- menntatímaritum. Þar var lika Sigurður A. Magnússon. Menn sýndu mikinn áhuga á ís- landi og menningu þess og ekki síður full- trúa þess á staðnum. „Ein blaðakonan spurði hvort hún ætti að trúa því að ég væri skáld,“ segir Sigurður hlæjandi. „Henni Sigurður Ijóða um A. Magnússon: Ljóðaþýðingar hans á ensku greiða leið íslenskra veröldina. DV-mynd BG fannst ég alltof glaðlegur til þess að vera skáld!“ - Er svona lítil sýnisbók ekki bara dropi í ómælishaf milljarðaþjóðarinnar? „Jú, auðvitað er hún ósköp lítið skref en ég er viss um að hún dregur þjóðirnar aðeins nær hvor annarri. Bandarískur gagnrýnandi sagði á sinum tíma í grein um Postwar Poetry að ef menn vildu kynnast íslandi ættu þeir ekki að lesa blaðagreinar eða sagnfræðirit heldur þetta ljóðasafn - þar kynntust þeir sál landsins. Ég held að áhugi á íslandi muni fara vaxandi í Kína og gott að hafa bók- menntirnar með í landkynn- ingu þar frá byrjun.“ - Nú eru 37 skáld i bókinni, mörg helstu skáld aldarinnar, af hverju er Steinn framan á henni? „Kínverski þýðandinn varð gersamlega heillaður af Steini og segir að hann sé eitt af stórskáldum aldarinnar í heiminum - og hann hefur lesið mikið og þýtt ljóð víða að. Sömu orð hafa bandarísk- ir bókmenntafræðingar haft um Stein.“ Sigurður hefur stór orð um skefjalausan kapítalismann sem nú hefur tekið við af höft- um Maós og eftirmanna hans í Kína. „Þarna er ótrúlegur upp- gangur,“ segir hann, „brjáluð diskótek og næturklúbbar. Enginn skortur á afþreyingu af öllu tagi. Allur ungdómur virð- ist ameríkaníseraður, unglings- stúlkur allar með James Dean á brjóstinu. En frelsið hefur líka menningarlegri hlið; bóka- útgáfan hefur verið gefln frjáls og Kínverjar eru spenntir fyrir erlendum bók- menntum sem þeir hafa ekki haft aðgang að áratugum sam- an. Þarna getur allt gerst,“ segir Sigurður að lokum. „Ég er sam- mála þeim sem segja að Bretar hafi átt 19. öldina, Bandaríkja- menn eigi þessa öld en Kínverjar verði þjóð næstu aldar. Þá er gott að þeir hafi íslensk ljóð í veganesti." Barbara og Úlfar ráða ferð List trúðleikarans hefur ekki verið mikið sinnt hér á landi. Okk- ur er tamara að hlæja hrossahlátri að grodda- legri fyndni en að með- taka það broslega í harmleiknum og treg- ann í skopinu sem eru einkenni hins hefð- bundna trúðleiks. Oftar en ekki framkallar trúðurinn hláturinn óvart að því er viröist og ýmist fer hjá sér eða verður steinhissa við undirtektimar. Það er alls ekki ásetningur hans að koma okkur til að hlæja. Hláturinn verður til þegar hlut- irnir ganga ekki upp eins og hann hafði hugsað sér. Þetta sagði Mario Gonzalez, þegar hann leikstýrði út- skriftarhóp Leiklistar- skólans fyrir fjórum árum, en þá spreyttu þau sig einmitt á trúð- leik. Það er deginum ljósara að þau Bergur Þór Ingólfsson og Halldóra Geirharðsdóttir hafa engu gleymt síðan þau nutu handleiðslu Gonzalez en bæði voru þau í fyrrgreindum hópi. Þar urðu trúðarnir Barbara og Úlfar fyrst til og síðan hafa þau spunnið út frá þess- um karakterum og unnið áfram í því að ljá þeim sitt sérstaka yfirbragð og einkenni. í Kaffileikhúsinu eiga þau prýðilega heima, andrúmsloftið er afslappað og áhorfendur, sér- staklega þeir í yngri kantinum, taka líflega undir. Þetta er spunaverk og gott svigrúm til að sinna innskotum og óvæntum útúrdúrum, Það er alls ekki ásetningur þeirra að koma okkur til að hlæja - en þau gera Ingólfsson og Halidóra Geirharðsdóttir sem Úlfar og Barbara. Leiklist Auður Eydal sem Halldóra er sérlega flink í að bregðast við. Hún leiðir sýninguna, enda Barbara mun rögg- samari trúður en Úlfar, sem er eins og pínulít- ið inn í sig. Fyrir utan rauð kúlunefin, hólkvíðan kjól Barböru og svört föt Úlfars með of stuttum buxum eru ekki neinar tilfæringar í kringum sýninguna, utan tjald- ið á bak við þau, sem er vist upphaflega gamlar gardínur (rykugar) fundnar uppi á háalofti hjá Fríðu frænku. Og Eg- ill Ingibergsson, þriðja augað, er betri hjálp- arkokkur en enginn þar sem hann stýrir ljósum og tónlist og þarf auðvitað að bregðast við óvæntum atvikum rétt eins og leikararnir. Halldóra og Bergur hafa æft einræður, samtöl, söngva, dansa, ljóð og bænir eins og segir í leikskrá og reiða þetta fram fyrir áhorfendur í laustengdum atriðum. Bergur er hæglátur og lunkinn trúður en bregður stundum á leik og fær þá hressi- legar undirtektir, eins og þegar hann þykist vera Ofur-Úlfur. Halldóra leikur á marga strengi í túlkun sinni og hefur örugg tök á margvíslegum litbrigðum trúðleiksins. Atriðin eru skemmtileg blanda af gömlu og nýju með vísanir í ýmsar áttir. Sýningin er jafnt fyrir unga sem fullorðna og eins og fyrr segir var stemningin fín í troðfullu KafFileikhúsi á frum- sýningu. Kaffileikhúsið og Leikhús-heimsendingarþjón- usta sýna í Hlaðvarpa: Barbara og Úlfar Spunasýning unnin af Bergi Má Ingólfssyni og Halidóru Geirharðsdóttur Ljós og hljóð: Egill Ingibergsson það samt. Bergur Þór DV-mynd Hilmar Þór Ljóð Steins Steinars hafa veriö þýdd á fjölda tungumála, og eins og kemur fram í viðtalinu við Sigurð A. Magnús- son hér á síðunni telja erlendir bók- menntamenn Stein í hópi merkustu skálda heimsins á þessari öld. í gær hefði Steinn orðið níræðm- ef hann hefði lifað, hann var fæddur 13. október 1908 og lést 1958, og í tilefni af afmælinu kom út geisladiskur með lög-' um viö ljóð hans hjá Spori. Einnig' geymir platan upptökur á lestri Steins sjálfs á eigin ljóðum, meðal annarra Tímanum og vatninu. Platan heitir Heimurinn og ég og á henni eru tólf ný og gömul lög í nýjum upptökum við síung ljóð. Meðal þeirra eru hin þekktu „Barn“, „Miðvikudag- ur“ og „Hudson Bay“ og ný lög til dæm- is við „Passíusálm nr. 51“, „Heimurinn og ég“ og „í kirkjugarði“. Meðal laga- smiða má nefna Ragnar Bjarnason, Bergþóru Ámadóttur, Magnús Eiriks- son, Jón Ólafsson og Bjöm Jr. Frið- bjömsson og meðal söngvara eru KK, Helgi Björnsson, Ellen Kristjánsdóttir, Valgerður Guðnadóttir, Pálmi Gunnars- son og Edda Heiðrún Backman. Upp- töku stjórnaði Jón Ólafsson. Glæsileg geómetría Sýningin Draumurinn um hreint form stendur enn i Listasafni íslands, yfirlitssýningin yfir geómetríska mynd- list á íslandi á 6. áratug aldarinnar. Umsjónarmaður menningarsíðu vissi varla á hverju hann átti von, altént ekki þeirri glöðu og tjáningarfullu sýn- ingu sem blasir við á veggjum safnsins. Það slær fordómana kalda að sjá hvað listamennirnir eru ólíkir innbyrðis og hvað maður er fljótur að taka einn fram yflr annan af því hvað myndirnar höfða misjafnlega sterkt til manns. Hörður Ágústsson er kannski sá sem kemur mest á óvart með sínar djúpu myndir sem áhorf- andiim má passa sig að vill- ast ekki inn í og týnast þar. Guðmunda Andrésdóttir á líka óvæntar og spennandi myndir á sýningunni. Og alltaf er gaman að sjá þau stóru, Nínu, Þorvald, Sverri og Karl Kvaran. Að ógleymdri Gerði Helgadóttur sem á nokkra dýrindis járnskúlptúra á neðstu hæðinni, furðu loftkennda miðað við efhið sem i þeim er. Skemmtilegt er líka að skoða húsa- gerðarlist sjötta áratugarins í salnum á jarðhæðinni og merkilegt að sjá aö ekki er gert ráð fyrir neinum bilum tilheyr- andi þessum nútímalegu húsum. Hins vegar olli vonbrigðum hvað úrklippurn- ar i kjallaranum voru einsleitar. Ef þær gefa raunverulega mynd af umræðu um list tímabilsins þá var hún ekki eins spennandi og af er látið. Þar skrifar mestmegnis einn geómetrískur lista- maður um annan og mesta lof. En myndirnar standa fyrir sínu. Ljáðu þeim eyra Annað kvöld kl. 20.30 koma fjórir rit- gerðasmiðir fram á bókmenntakvöldi á Súfistanum, Laugavegi 18, og lesa úr ritgerðasöfnum sem ýmist eru væntan- leg eða þegar komin út. Nöfn höfunda eru þjóðþekkt en líklega hefur aldrei gefist kostur á að sjá þetta fólk allt á einni og sömu kvöldvökunni. Svava Jakobsdóttir les úr greinasafninu Skyggnst á bak við ský sem fjallar um tengsl ljóða Jónasar Hallgrímssonar við foman íslenskan kveðskap, Helgi Hálf- danarson les úr ritgerðasafhinu Mold- uxi, rabb um kveðskap og fleira, Guð- bergur Bergsson les úr túlkunum sín- um á myndaflokknum Kenjunum eftir Goya og Guðmundur Andri Thorsson les úr greinasafninu Ég vildi að ég kynni að dansa. Öllum er heimill ókeypis aðgangur meðan þröng húsakynnin leyfa. Ekki er úr vegi fyrir áhugasama að koma í fyrra lagi. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.