Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1998, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1998, Qupperneq 12
12 Spurningin MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 Hvernig gerir þú þér dagamun? Ásta Bima Bjömsdóttir nemi: Ég fer út að skemmta mér. Hjördís Sigurðardóttir, er úti- vinnandi: Ég fer út aö skemmta mér. Bjarki Steinarsson nemi: Ég ligg og horfi á vídeóspólur. Sandra Jónsdóttir: Ligg i leti. Magnea Gunnarsdóttir nemi: Ligg í leti og horfi á vídeóspólur. Guðbrandur Jóhannsson mat- reiðslumaður: Ég fer til útlanda. Lesendur „Já, Guðrún, það tekur því“ Arndís Bjarnadóttir, Bryn- dís F. Guðmundsdóttir, Ósk Axelsdóttir, Svanhildur El- entínusdóttir og Þórhildur Ólafsdóttir, sjúkraþjálfarar á Hrafnistuheimilunum í Reykjavík og Hafnarfirði, skrifa: Tilefiii þessara skrifa er kjallaragrein Guðrúnar Helga- dóttur þann 15. september sl. í DV. Guðrún fjallar um útveg- un hjálpartækja til vistmanna á öldrunarstofnunum. í grein- inni kemur fram fullyrðing sem er ekki rétt og ber að leið- rétta. Guðrún skrifar: „Það er sorglegt að þurfa að segja það en það er staðreynd aö mikið vantar á að vistmenn elliheim- ila fái þau hjálpartæki sem þeir þmfa til að geta lifað sæmilega þægilegu lífi.“ - Þessi fullyrðing á ekki við um Hrafnistuheimilin í Hafnar- firði og Reykjavík en á þeim búa 545 einstaklingar. Sjúkra- þjálfarar heimilanna meta þarfir heimilismanna fyrir hjálpartæki, oft í samráði við aðra fagaðila, s.s. lækna, hjúkrunarfræð- inga, iðjuþjálfa og stoðtækjasmiði. Af hjálpartækjum sem sjúkraþjálfar- ar meta þarfir fyrir má nefna göngu- hjálpartæki, hjólastóla, spelkur, skófatnað o.m.fl. Þegar mat eða end- urmat er gert á þörf fyrir hjálpar- að hjálpartækið bæti líkam- lega færni, dragi úr verkjum eða efli almenna velliðan er það fengið viðkomandi ein- staklingi til notkunar. í reglugerð um greiðslur öldrunarstofnana fyrir heil- brigðisþjónustu fi-á 25. nóv- ember 1992 kveður á um að öldrunarstofnunum beri að greiða fyrir hjálpartæki vist- manna, þó ekki gleraugu, heyrnartæki eða hjólastóla. Sjúkraþjálfarar á Hrafnistu- heimilunum hafa metið þarfir heimilisfólks fyrir hjálpar- tæki með sama hugarfari og fagmennsku bæði fyrir og eft- ir að reglugerð þessi gekk í gildi. Stjómendur Hrafnistu- heimilanna hafa aldrei gert athugasemdir við útgjöld vegna hjálpartækjakaupa eða hafnað beiðnum um kaup á hjálpartækjum. Við getum fullyrt að við höfum ekki til- einkað okkur viðhorf skag- firska bóndans sem Guðrún talar um í kjallaragrein sinni, í störfum okkar á Hrafnistu- heimilunum. Þvl getum við svarað Guðrúnu já, það tekur því að útvega heimilismanni hjálpartæki þegar þess er þörf. - Að lokum; sparnaður er ekki löstur ef hann kemur ekki niður á þeim sem síst skyldi og á það við jafnt í opinberum rekstri sem á heimilum. Fullyrðing Guðrúnar um skort á hjálpartækjum á ekki við um Hrafnistuheimilin, segja bréfritarar. - Kona á Hrafnistu með göngugrind. tæki verður það að byggjast á fagleg- um forsendum og raunsæi. Stundum getur mat fagfólks verið á þann veg að hjálpartæki nýtist ekki viðkom- andi af ýmsum heilsufarslegum ástæðum og þá er ekki rétt að kaupa hjálpartæki sem liggur ónotað. Á hinn bóginn ef matið er á þann veg Prófkjör úti á landi sem og í Reykjavík Birgir Jónsson skrifar: Senn líður að því að prófkjör fyr- ir alþingiskosningar fara af stað. Ég vona að á sem flestum stöðum verið prófkjör viðhöfð, það er hið lýðræð- islega fyrirkomulag. Þegar Fram- sóknarflokkur er farinn að stefna á prófkjör eins og t.d. í Reykjanes- kjördæmi, þá veröa nú varla aðrir flokkar eftirbátar þess flokks. Ég las um að ekki yrði prófkjör hjá sjálf- stæðismönnum í Norðurlandskjör- dæmi eystra. Ég tel það út í bláinn að forsmá prófkjör og kjósendur eiga ekki að sinna listum sem bjóða upp á „handröðuð" þingsmannsefni. í Reykjaneskjördæmi verður við- haft prófkjör hjá bæði Sjálfstæðis- flokki og Framsóknarflokki og varla verður Reykjavík undanskilin. Kjósendur treysta því að prófkjör verði viðhöfð úti á landsbyggðinni sem og í Reykjavík. Þaö væri ömur- legt ef sjálfstæðismenn byðu ekki upp á prófkjör í höfuðborginni. Enda ekkert komið fram sem gefur slíkt til kynna. Sósíaltvíburarnir Hitler og Stalín Ásmundur Ólafsson skrifar: Árni Bergmann rithöf. skrifar grein, að mörgu leyti fróðlega, um þá Hitler og Stalín í DV 7. þ.m. er gefur tilefni til upprifiunar á skyld- leika kommúnisma og nasisma. Flokkur Hitlers hét „Nationalsozi- alistische Deutsche Arbeiterpartei“ - NSDAP (þ.e. Þýski þjóðemissósíal- íski verkamannaflokkurinn) og var stofnaður 1919 en helsti hugmynda- fræðingur var Alfred Rosenberg. Eins og nafnið bendir til var höfuð- áhersla lögð á þjóðemishyggju (þ.e. yfirburði Þjóðverja) og sósíalisma (þ.e. hinar vinnandi stéttir). - Þessu var líkt farið með kommúnistaflokk- inn. Þjóðemishyggja Stalíns varðaði þó trúboð og byltingu innan Sovét- ríkjanna á meðan Trotsky og hans fylgismenn hvöttu til alheimsbylt- ingar. Bæði nasistar og kommúnist- ar skírskotuöu þó fyrst og fremst til Stefna beggja grundvallaðist á alræði Stalín fyrrv. einræðisherrar. hinna svokölluðu vinnandi stétta. Báðar stefnumar vom svarnir and- stæðingar frjálshyggju (liberalisma), kapítalisma og lýðræðis (demokrat- isma), einnig einstaklingsfrelsis í hvaða mynd sem það birtist. Stefha beggja grundvallaðist m.a. á alræði foringjanna, ríkisrekstri í iðnaði og skipulagðri trú á yfir- burði sína umfram allar aörar stjórnmálastefhur. Þrátt fyrir skyld- leikann börðust nasistar hatramm- lega gegn marxískum sósíalisma, auk þess sem þeir börðust gegn kap- foringjanna. - Adolf Hitler og Jósef ítalisma Vestm-landa - og þess utan ólu nasistar meira á gyðingahatri en kommúnistar. Ámi segir að alræðisherrcimir tveir hafi sprottið af ólíkum rótum. Það er ekki rétt því báöir áttu rót sína undir sama trénu, sem upphaf- lega var gróðursett í Þýskalandi. Þetta urðu þó síðar tvær greinar af sama meiðinum. Þetta tré hefur nú verið fellt eins og kunnugt er en e.t.v. felst ennþá eitthvert líf í rót- inni sem liggur í dvala undir yfir- borðinu. Útvarpsréttar- nefnd - óhugnanleg auglýsing Bjöm Jónsson skrifar: Það fór ekki mikið fyrir auglýs- ingu í dagblaði (eða dagblöðum) um sl. helgi frá stofnun sem heitir „Út- varpsréttarnefnd". Ekki heyrði ég auglýsingu þessa lesna í ljósvaka- miðlunum, en vera má að mér skjátlist í því efhi. - Útvarpsréttar- nefnd þessi er að vekja athygli al- mennings á því að „öðmm aðilum en þeim sem veitt hefur verið leyfi Útvarpsréttarnefndar til útvarps- reksturs er óheimilt að dreifa út- varpsefni hvort heldur er um þráð eða þráðlaust". - í þeim tilfellum sem erlend dagskrá er send út við- stöðulaust óstytt og óbreytt þurfa að liggja fyrir samningar við erlendar upphafsstöðvar varðandi dreifingu efnis hér á landi áður en útvarps- leyfi er gefið út, segir og í auglýsing- unni. - Ja, hérna og sveitattan, segi ég nú. Ég er þeirrar gæfu aðnjótandi að nota móttökudisk fyrir sjónvarp erlendra stöðva og horfi ekki á ann- að sjónvarp. Bíð bara eftir því að losað veröi um einokunarkrumlu ríkisins í fiölmiðlarekstri. Þá fyrst verðum við fullvalda og sjálfstæð þjóð. Hófsamur vinnudagur og ekkert Viagra Vilhjálmur Alfreðsson skrifar: Mér blöskraði að sjá fréttina í DV 7. þ.m. „VIAGRA kemur“. - Furðu- legt að íslenskir karlmenn skuli hafa áhuga á þessu lyfi, sem auk þess er ekki hættulaust. Borði menn nægan fisk er það lausnin fyrir karl- menn. Af honum er blessunarlega nóg í hafinu, og þeim besta í heimi. Þá ætti hvaða karlmaður sem er að þola svo sem tveggja tíma glímu í bólinu með góðum árangri. En því miður vinna margir karlar þetta 14 og 16 tíma á dag og þetta vinnuálag drepur niður alla kynhvöt. Hóflegur vinnudagur og nægur fiskur - og kvenfólkið okkar mun hætta að kvarta. Misheppnuð Ameríkutilboö Flugleiða Guðbjörg hringdi: Flugleiðir hafa verið meö tilboð á ferðum til nokkurra borga í Banda- ríkjunum á allgóðu verði. Fyrir nokkrum árum fórum við hjónin til Baltimore/Washington og það var hin besta ferð, ekki síst fyrir það að höfuðborg Bandarikjanna er í grenndinni og góðar og skjótar lest- arsamgöngur á milli. í Washington er margt að skoða og næg og góð veitingahús svo og verslanir. Þetta gildir hins vegar ekki um borgina Minneapolis, þar var nánast allt dautt um kl. 22 á kvöldin, lítið um veitingahús og þetta eina „maO“ sem auglýst er svo stíft er ekki þriggja daga virði að heimsækja. Reikna ekki meö að Halifax sé mik- ið burðugri sem ferðamannastaður. Myndum fara aftur í Washington- ferð ef hún stendur til boða. Álver á Reyðar- firöi og hálendis- vegur um leiö Austfirðingur skrifar: Vonandi styttist nú i ákvarðana- töku um að álver verði reist í Reyð- arfiröi. Austurland hefur sannar- lega orðið út undan í uppbyggingu og þróun þeirri sem staðið hefur yfir í landinu. Þingmenn kjördæm- isins hafa heldur ekki verið til stór- ræðanna og engan veginn staðist þær væntingar sem menn gerðu til þeirra. Um leið og álvershugmyndir eru ræddar verður að huga að góð- um vegi frá Austurlandskjördæmi um hálendið tO höfuöborgarsvæöis- ins. Vegasamgöngur hafa lika staðið kjördæminu fyrir þrifum. Það er mál tO komiö að snúa dæminu við og það svo um munar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.