Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1998, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998
15
Hæfir menn og
heimskar konur?
„Af 23 þingmönnum stjórnarandstöðunnar eru 11 konur sem margar hafa
leitt iista í sínum kjördæmum," segir m.a. í greininni. - Frá setningu Al-
þingis 1. þ.m.
Engin kona með snef-
il af sjálfsvirðingu ætti
að óska eftir eða stuðla
að velgengni stjóm-
málaflokks sem gengur
fram hjá konum,“ sagði
virt bandarisk stjórn-
málakona í upphafi ald-
arinnar sem yfirgaf
stjórnmálaílokk vegna
þess að flokksbræður
hennar sinntu ekki
konum og málefnum
þeirra.
Þótt öldin sé aö
renna sitt skeið á enda
bíða kynsystur hennar
á íslandi margar hverj-
ar enn þolinmóðar eftir
því að flokkshræður
þeirra uppgötvi að kon-
ur séu líka menn. Konur eru hér
enn aðeins tæp 30% af alþingis-
mönnum og þar standa núverandi
stjórnarflokkar sig áberandi verst.
Goðsögnin um hæfnina
í þingflokki Sjálfstæðisflokksins
eru aðeins fjórar konur af alls 25
þingmönnum, eða 16%. Örlítið
meira jafhrétti ríkir í Framsókn-
arflokknum en þcir era þrjár kon-
ur í 15 manna þingflokki. Fram-
sóknarflokkurinn á líka eina
kvenráðherrann í þessari ríkis-
stjórn en eins og allir vita er það
nánast orðið lögmál að konur í ís-
lenskri ríkisstjóra séu aldrei fleiri
en ein í einu.
Hveraig verja menn svo þessa
stöðu? Jú, hægri menn halda því
almennt fram að
einstaklingar séu
valdir á framboðs-
lista á grundvelli
hæfileika en ekki
vegna kyns. Sam-
kvæmt þessu er það
helber tilviljun að
þeir útvöldu eru
oftast nær karl-
kyns. Þeir hæfústu
komast áfram og
hinir (hinar?) verða
eftir á varamanna-
bekknum.
Þetta hljómar vel,
ekki satt? Þegar
málið er skoðað
nánar er þó eitt-
hvað sem ekki kem-
ur heim og saman.
Konur eru rúmur helmingur þjóð-
arinnar og tæpur helmingur
flokksbundinna sjálfstæðismanna.
Ef við göngum út frá því að konur
hafl að meðaltali jafnmikla hæfi-
leika, gáfur og dugnað og karl-
menn þá ættu að vera jafnmargar
hæfar konur eins og karlar innan
flokksins.
Hvað þýðir þá
goðsögnin um
hæfnina í raun?
Að konur séu
einfaldlega ekki
eins hæfar og
karlmenn? Eða
að hæflr karlar
og heimskar kon-
irn hópist í Sjálf-
stæðisflokk og Framsóknarflokk
en gáfaðri kynsystur þeirra leiti
annað? Það er varla hægt að lesa
margt annað út úr þessari merki-
legu söguskýringu.
Jafnrétti í raun
Gróska, samtök jafnaðarmanna,
félagshyggjufólks og kvenfrelsis-
sinna, lagði nýlega fram sínar til-
lögur að málefnaskrá fyrir fyrstu
hundrað daga ríkisstjómar sam-
fylkingar Alþýðuflokks, Alþýðu-
bandalags, Kvennalista og Þjóð-
vaka. Fyrsta áhersluatriðið í mál-
efnaskránni er að jöfn kynjaskipt-
ing verði í ríkisstjórninni.
Einhverjum finnst þetta ef til
vill bjartsýni og það væri það ef-
laust i öðrum flokkum. Hins vegar
hafa konur verið í forsvari í þrem-
ur af fjórum umræddum stjóm-
málasamtökum og innan þeirra
raða eru meðal annars tveir fyrr-
um ráðherrar. Af 23 þingmönnum
stjórnarandstöðunnar eru 11 kon-
ur sem margar hafa leitt lista í
sínum kjördæmum.
Konur munu svo sannarlega líta
til þess hvort ný samfylking sýni
viljann í verki með því að skipa
konur í efstu sæti á framboðslist-
um til jafns við karla. Ef svo verð-
ur mun það verða einn skýrasti
munurinn á samfylkingunni og
hægri flokkunum, Sjálfstæðis-
flokki og Framsóknarflokki.
Spurningin er svo hvort Sjálfstæð-
is- og Framsóknarkonur ætli að
bíða í aðra Öld eftir því að flokkar
þeirra uppgötvi að þær séu jafn-
hæfar og karlmenn. Fyrir kven-
kyns kjósendur með sjálfsvirðing-
una í lagi ætti svarið að vera ein-
falt í komandi kosningum.
Svala Jónsdóttir
Kjallarinn
Svala Jónsdóttir
stjórnarmaður í Grósku
„Konur eru hér enn aðeins tæp
30% af alþingismönnum og þar
standa núverandi stjórnarflokkar
sig áberandi verst. “
Viö eigum kvotann
Ég hrökk við þegar ég las þessa
fyrirsögn undir mynd af fjórum fal-
legum stúlkum yfir heila opnu í
Morgunblaðinu. Skyldi þjóðin vera
að vakna og heimta sinn rétt imdir
forystu þessara ungu kvenna?
Ég kikti á undirskriftina: ís-
lenskir útvegsmenn. Nú ber nýrra
við. Ætla Kristján Ragnarsson og
félagar að taka ofan grímuna og
viðurkenna að kvótakerfið færir
útvegsmönnum ígildi eignarréttar
á sameign þjóðarinnar? Stór tíð-
indi ef satt reyndist.
Gamalkunnug viðhorf
Nei, hvorugt reyndist rétt,
þarna var i nýjustu auglýsingu
LÍÚ verið að skýra það fyrir þjóð-
inni enn einu sinni að hún ætti
kvótann af því að lífeyrissjóðir,
bæjarfélög og almenningur ættu í
útgerðarfyrirtækjunum. Þetta eru
svo sem gamalkunnug viðhorf LÍÚ
og varla tilefni til greinarskrifa en
samhljómur frá forsætisráðherra
sem kemur á sama tíma er varla
tilviljun og kaliar á viðbrögð.
Davíð, sem segist vilja ná sátt-
mn um kvótakerfið enda málið
stærst mála nú um þessar mundir,
hefur hugsað mikið um nýja leið
út úr vandanum og fundið hana að
eigin sögn.
Lausnin er að
landsmenn
kaupi sér hlut í
útgerðarfélögun-
um. Hann vill
liðka fyrir með
skattaafslætti og
fleiri slíkum að-
gerðum. Af orð-
um hans er auð-
skilið að hann
vill viðhalda
eignarhaldsfyrir-
komulaginu á
kvótanum og
ætlar að fylgja þeirri afstöðu fast
eftir. Hann lét þess svona getið í
leiðinni að ef menn væru á móti
þessu liti hann svo á að þeir hinir
sömu vildu fyrir alla muni við-
halda sundrungu og óánægju.
Gamla þunnildið frá LÍÚ
Þau sjónarmið sem forsætisráð-
herra lýsti eru í raun
afar lítið frábrugðin
hinni fögru veröld
LÍÚ-forystunnar. Það
að lífeyrissjóðir, bæj-
arfélög og almenn-
ingshlutafélög eigi í
Útgerðarfélögunum á
að jafngilda þjóðar-
eign á auðlindinni.
Með sömu rökum má
segja að Jámblendi-
félagið, SR-mjöl og
Eimskip séu nú þeg-
ar í þjóðareign. í
þessari skilgreiningu
á þjóðareign skiptir
engu þó einn eigi
hundrað milljónir,
annar þúsundkall og
sá þriðji ekki neitt.
Það fer ekki milli
mála að Davíð hefur
tekið að sér að selja þjóðinni
gamla þunnildið frá LÍÚ.
Stjómvöld hafa svo sem boðið
fólkinu 1 landinu upp á viðlika
rökstuðning og þann sem felst í
leiðinni hans Davíðs með því að
afhenda útgerðarmönnum rétt til
að kaupa, selja og leigja að vild að-
ganginn að fiskimiðunum sem eru
sameign samkvæmt lögum. Láta
þar með útgerðina hafa fuilt ígildi
eignarréttar að skilningi venjulegs
fólks. Og af sama tagi eru nýsett
lög sem banna í orði kveðnu út-
gerðarmönnum að
veðsetja aflaheimildir
en tryggja lánar-
drottnum um leið
fullt igildi veðsetning-
ar. Er hægt að ganga
lengra í virðingar-
leysinu fyrir skyn-
semi almennings en
að nota sjálfa löggjaf-
arsamkomuna til að
hafa menn að fíflum?
Spurning vaknar
Annaðhvort gengur
forsætisráðherrann
af bamaskap til liðs
við sjónarmið LÍÚ
eða hann telur kom-
inn tíma til að af-
skrifa þann hluta
þjóðarinnar sem ann-
aðhvort hefúr ekki
efni á að kaupa sér hlut í hinni
sameiginlegu auðlind eða sættir
sig ekki við annað en hún verði í
raun þjóðareign.
Sú spurning hlýtur að vakna
hvort afstaða Davíðs Oddssonar sé
byggð á þeirri skoðun að takist að
fá „nógu marga“ til að verja
ósómann af því að þeir hagnist á
því sjálfir sem hlutabréfaeigendur
megi hinir éta það sem úti frýs
enda styðji þeir hvort sem er ekki
Sjálfstæðisflokkinn.
Jóhann Ársælsson
„Þau sjónarmið sem forsætisráð-
herra lýsti eru í raun afar lítið ftár
brugðin hinni fögru veröld LÍÚ for-
ystunnar. Það að lífeyrissjóðir,
bæjarfélög og almenningshlutafé-
lög eigi í útgerðarfélögunum á að
jafngilda þjóðareign á auðlind-
inni.“
Kjallarinn
,Jóhann
Ársælsson
fyrrverandi
alþingismaður
Með og
á móti
Dómur í máli Olgerðarinnar
Egils Skallagrímssonar
Jón Snorri Snorra-
son, framkvæmda-
stjóri Ölgeröarinn-
ar Egils Skalla-
grímssonar.
Jafnræði og
tjáningarfrelsi
„Þetta mál snýst fyrst og fremst
um jafnræði og tjáningarfrelsi,
Dómarinn bendir á að Ölgerðin
Egill Skallagrímsson eigi að eiga
þess kost að markaðssetja fram-
leiðslu sína hér
á landi á sama
hátt og erlendir
samkeppnisað-
ilar fyrirtækis-
ins. Með hinu
stranga banni á
áfengisauglýs-
ingum er fram-
leiðendum
áfengs bjórs á
íslandi gert
ókleift að aug-
lýsa framleiðslu
sína löglega. Virkni þessa banns á
áfengisauglýsingum er þó í raun
mjög lítil á meðan aðgangur er
óheftur að erlendum tímaritum og
sjónvarpsstöðvum sem auglýsa
áfengi. Eins og staðan er í dag er
því um einhliða auglýsingabann á
innlenda framleiðendur áfengis.
Vegna auglýsinga í erlendum
miðlum er í raun útilokað að
banna áfengisauglýsingar. Að
mínu mati er því nauðsynlegt að
áfengislögum verði breytt þannig
að þau verði skýi-ari um það hvað
megi og hváð megi ekki. Leyfilegt
ætti að vera fyrst og fremst að
birta vörumerki og staðreyndir
eins og verð á vöru, útlit hennar
eða áfengisinnihald. Hins vegar
ætti frekar að banna auglýsingar
þar sem er verið að hvetja til
neyslu áfengis eða ákveðinnar teg-
undar, þ.e. auglýsingar þar sem
verið er að gylla áfengisneyslu."
Börnin njóti
vafans
„I áfengislögum segir skýrt og
greinilega að hvers konar auglýs-
ingar á áfengi og einstökum áfeng-
istegundum séu bannaðar. Þess
vegna er þessi dómur alls ekki
eðlilegur, því
hann gengur
greinilega gegn
því sem stendur
í lögunum.
Dómarinn telur
að Ölgerðin Eg-
ill Skallagríms-
son eigi að njóta
tjáningarfrelsis
sem mér finnst
vafasamt í
meira lagi. Séu
efasemdir uppi um það hvemig
þessum málum skuli háttað hér á
landi tel ég að það sé þjóðin sem
eigi að njóta vafans, sér í lagi
bömin okkar og bamaböm.
Hér á landi virðist ríkja tvöfalt
siðgæöi í þessum málum. Það
finnst öllum sjálfsagt að hvatt sé til
að fækka sölustöðum tóbaks og
banna tóbaksauglýsingar. Fólki er
nefnilega Ijóst að slíkar aðgerðir
muni draga úr tóbaksnotkun. Hins
vegar virðast gilda önnur lögmál
um áfengi. Einhverra hluta vegna
vilja margir að áfengissölumenn
skuli hafa sitt frelsi óheft og ekki
skuli amast við auglýsingum á því
sem þeir hafa fram að bjóða. Mig
rekur þó ekki minni til að hafa
heyrt þess getið að börn kviðu
helgum og hátíðum vegna reyk-
inga foreldra. Ekki mun heldur al-
gengt að menn séu fluttir í bönd-
um af heimilum sínum þó að þeir
taki duglega í nefið.“ -KJA
Jón K. Guöbergs-
son, Áfengisvarnar-
ráöi.
Kjallarahöfundar
Athygli kjallarahöfunda er
vakin á því að ekki er tekið við
greinum I blaðið nema þær ber-
ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu-
diski eða á Netinu.
Netfang ritstjórnar er:
dvritst@centrum.is