Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1998, Qupperneq 16
16
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998
Iþróttir
_______£
íþróttir
Blarad í poka
Norski landsliósmaöurinn Sigurd
Rushfeldt er á leið til Englands- og
bikarmeistara Arsenal frá norsku
meisturunum í Rosenborg. Arsenal
greiöir tun 420 milljónir fyrir þennan
25 ára gamla framherja.
Aston Villa, toppliðiö í ensku A-
deildinni, ætlar að eyða tæpum 2
milljörðum króna í leikmannakaup á
næstunni. John Gregory, stjóri
Aston Villa, mun að öllum líkindum
greiða tæpan 1 milljarð fyrir David
Batty og Steve Watson, sem leika
báðir með Newcastle, og hann hefur
ekki gefist upp á að reyna að krækja
i Chris Sutton, framherja Blackbum.
Peter Schmeichel leikur örugglega
ekki í marki Manchester United þeg-
ar liöið tekur á móti Wimbledon í
ensku A-deildinni á laugardaginn.
Daninn snjalli er meiddur i maga og
gekkst undir aðgerð af þeim sökum
fyrir skömmu. Hann verður lengur
að ná sér en haldið var í fyrstu og
óvíst er hvort hann verði klár í slag-
inn þegar United mætir gamla liðinu
hans, Bröndby, í Evrópukeppninni í
næstu viku.
FH-ingar halda upp á 69 ára afmæli
sitt á morgun, flmmtudag. FH-ingar
ætla að vera með afmæliskaffl í
Kaplakrika frá klukkan 16-18 og eru
allir velkomnir.
Ákveöiö hefur veriö að þeir Evander
Holyfield og Lennox Lewis mætist í
hringnum í bardaga um heimsmeist-
aratitilinn í þungavigt hnefaleika.
Umboðsmenn þeirra hafa náð sam-
komulagi um að kappamir mætist í
hringnum en ekki er vitaö hvenær
það verður.
Glenn Hoddle, landsliðsþjálfari Eng-
lendinga, hefur sent Paul Gascoigne
þau skilaboð að dymar að landsliði
Englendinga séu enn opnar. Hoddle
er mjög sáttur við þá ákvörðun Gassa
að fara í meöferð.
Forráöamenn Leeds United hafa enn
áréttað að þeir banni Martin O’Neill,
stjóra Leicester, að tala við forráða-
menn Leeds. O’Neiil er mjög óánægö-
ur með framkomu forráðamanna
Leicester og segir O’Neill þá vera að
brjóta heiðursmannasamkomulag
þess efnis að hann megi tala við önn-
ur félög.
Benfica i Portúgal er reiöubúiö aö
kaupa Eyal Berkovic frá West Ham
fyrir 330 milljónir króna. Greame
Souness þekkir leikmanninn síðan
hann lék með Southampton en þá var
Souness knattspymustjóri félagsins.
Eftir uppákomuna frægu við John
Hartson á dögunum sagði Berkovic
að hann ætlaði aö vera áfram í her-
búðum West Ham þrátt fyrir allt sam-
an. Það á siöan eftir að koma í ljós.
Holland og Ghana gerðu marka-
laust jafntefli í vináttulandsleik í
knattspymu sem fram fór í hollensku
borginni Amhem í gærkvöld.
-SK-GH-JKS
Guðmundur
verður kyrr
David Moyes, framkvæmdastjóri
knattspymufélagsins Preston, hefur
ákveðið að framlengja reynslutíma
Guðmundar Benediktssonar hjá fé-
laginu. Moyes er í enskum fjölmiðl-
um sagður tvístígandi vegna Guö-
mundar. Hann viti af áhuga ann-
arra liða á honum en sé hikandi
vegna þess að Guðmundur hafi ver-
ið með vafið hné á öllum æfingum
síðan hann kom til félagsins.
-VS
íslendingar gera það gott í Taekwondoo:
Mikið afrek
hjá Birni
- vann glæsilegan sigur á US Open
Bjöm Þorleifsson,
Ármanni, náði frábær-
um árangri þegar
hann gerði sér lítið
fyrir og sigraði á opna
bandaríska meistara-
mótinu í Taekwondoo.
Þetta er besti árang-
ur sem íslenskur kepp-
andi í Taekwondoo
hefur náð og um mun
meira afrek að ræða
en þegar Björn varð
Norðurlandameistari
fyrir nokkrum ámm.
Opna bandaríska
meistaramótið er eitt
sterkasta mótið sem
haldið er í heiminum
ár hvert. Með þessum
glæsilega sigri hefur
Björn styrkt stöðu
sína verulega og lík-
urnar á því að hann
verði á meðal kepp-
enda á næstu ólympíu-
leikum hafa aukist
stórlega.
Glæsilegir sigrar í
Bandaríkjunum
Á dögunum tóku
þrír landsliðsmenn í
Taekwondoo þátt í
fimasterku móti í
Baltimore í Bandaríkj-
unum.
Þau Bjöm Þorleifs-
son, Ármanni, Sigfrnn-
ur Fannar Sigurðsson,
Fjölni og Margrét Elín
Amardóttir, Fjölni,
gerðu sér lítið fyrir og
unnu öll glæsilega
sigra í sínum flokkum
Auk þessa unnu þau
Margrét Elín og Bjöm
í opnum flokki þar
sem þau unnu meðal
annars landsliðsmenn
frá Spáni í lokabardög-
um. Spánverjar hafa á
að skipa þriðja
sterkasta landsliði í
heiminum í dag
þannig að hér er um
mikið afrek að ræða.
Að auki unnu þau
Margrét Elín og Sig-
finnur til bronsverð-
lavma í einstaklingsæf-
ingum gegn ímynduð-
um andstæðingi. Ár-
angurinn sýnir mik-
inn uppgang íþróttar-
innar hér á landi.
Mótið var liður í
undirbúningi lands-
liðsins fyrir Norður-
landamótið í Finn-
landi í janúar. Stefnt
er að því að senda 10
keppendur á mótið.
Margrét Elín Arnardóttir, Fjölni, Sigfinnur Fannar
Sigurðsson, Fjölni, fremst á myndinni, og Björn
Þorleifsson, Ármanni, náðu öll frábærum árangri
á mjög sterku móti i Taekwondoo f Bandaríkj-
unum og sjást hér með verðlaun sín.
-SK
Stuðningsmenn enska liðsins Brentford:
Fjölmenna til Parísar
- til að fylgjast með Hermanni
Hermann Hreiðarsson er þegar orðinn vinsæll hjá sínu nýja félagi í
Englandi, Brentford. Á heimasíðu félagsins hefur að undanfórnu verið
grannt fylgst með Hermanni og gengi íslenska landsliðsins. Úrslitin í
Armeníu voru komin um leið og fljótlega kom önnur frétt þar sem sagt
var aö Hermann heföi verið besti maður vallarins.
Timarit stuðningsklúbbs Brentford hefúr nú ákveðið að gangast fyrir
hópferð á leik Frakklands og íslands í Evrópukeppninni sem fram fer í
París næsta haust. Þegar hafa 20 stuðningsmenn Brentford skráð sig í
ferðina. „Það er ekki á hverjum degi sem leikmaöur Brentford spilar
gegn heimsmeisturunum og við verðum á staönum og skörtum litum fé-
lagsins," segir Dave Lane, ritstjóri tímaritsins. -VS
Fótbolti
17. okt. '98
m mmmm
Innritun fer fram í síma
555 3834 og 897 0517
laugardaginn 17. okt.
í íþróttahúsinu Kaplakrika.
Glæsileg verðlaun fyrirfyrsta
og annað sætið í mótinu.
Mótið fer fram í tveimur sölum
í (þróttahúsinu f Kaplakrika [ Hafnarfirði.
Leikið verður með 4 leikmenn inn á
í einu og er leyfilegt að allt að 8 séu
í leikmannahópi i hverju liði.
Þátttökugjald (mótinu er 10 þús.
krónur og verður leikið i riðlum,
milliriðlum og síðan úrslitaleikur.
Aðeins er leyfilegt að hafa einn
leikmann úr úrvalsdeild eða
1. deíld karla í hverju liði.
HM fatlaðra:
Kristín
með gull
Kristín Rós Hákonardóttir sigraði
í 100 metra bringusundi á heims-
meistaramóti fatlaðra í sundi á
Nýja-Sjálandi í gær. Hún synti vega-
lengdina á 1:39,64 mínútu.
Pálmar Guðmundsson hreppti
silfurverðlaun í 50 metra skriðsundi
á 56,47 sekúndum og Bára B. Er-
lingsdóttir varð í 8. sæti, bæði í 100
m skriðsundi og i 50 m bringusundi,
á mótinu í gær.
-VS
Rússar æfðu í nepjunni á Laugardalsveilinum í gærmorgun undir öruggri stjórn þjálfarans Anatoly Byshovets. Liðsmenn Rússa voru léttleikandi á æfingunni og
greinilega tilbúnir fyrir átökin gegn íslendingum á Laugardalsvellinum í kvöld. DV-mynd ÞÖK
Ásgeir Sigurvinsson, tæknilegur ráðgjafi hjá KSÍ:
Fáum að sjá agaða
og grimma íslendinga
- sem mæta Rússum í Evrópukeppni landsliða á Laugardalsvelli í dag
íslendingar mæta Rússum í forkeppni
Evrópumóts landsliða á Laugardalsvelli
í dag og hefst leikurinn klukkan 17.45.
Þetta verður síðasti leikur liðsins á
þessu ári en þráðurinn verður síðan
tekinn upp aftur næsta vor. íslenska
liðið hefur leikið tvo leiki í 4. riðli
keppninnar. Frægt er jafntefli við
heimsmeistara Frakka í fyrsta leiknum
og um síðustu helgi gerðu íslendingar
jafntefli við Armena ytra. Rússar eru
aftur á móti stigalausir eftir tvo leiki og
mæta því hungraðir til þessa leiks sem
er fyrir þá upp á líf og dauða.
Ásgeir Sigurvinsson, fyrrum lands-
liösmaður og nú tæknilegur ráðgjafi
KSÍ, segist bíða spenntur eftir leikn-
um í kvöld og á von á skemmtilegum
og spennandi leik.
„Þetta verður allt öðruvísi
leikur en gegn Frökkum. Það
er öllum ljóst að Rússar
verða að vinna leikinn ef
þeir ætla að komast í loka-
keppnina vorið 2000. Það er
því mikil pressa á þeim í
leiknum gegn okkur í kvöld.
Samt sem áður tel ég okkur
eiga ágætismöguleika í þess-
ari viðureign. Rússar koma
inn í leikinn af miklu meiri
krafti en Frakkar gerðu. Rúss-
Asgeir
Sigurvinsson.
ar fara út í pressubolta og eflaust meg-
um við búast við að pressan veröi
mikil á okkur fyrstu tuttugu mínútur
leiksins. Ef íslenska liðið heldur haus
eins lengi og mögulegt er í
fyrri háifleik gæti leikurinn
þróast okkur í hag. Rússar
munu sækja með mörgum
mönnum í upphafi og það
gefur okkur vissa mögu-
leika í stöðunni. Sá mögu-
leiki er fyrir hendi, ef okkur
á að takst að leggja Rússana
verða okkar sóknarmenn að
eiga toppleik. Meö smá-
heppni er ýmislegt hægt en
þessi leikur á eftir að þróast
með allt öðrum hætti en leikurinn við
Frakka. Fyrir Rússa er þessi leikur að
duga eða drepast. Ég held að við græð-
um svolítið á því. Með öguðum og
skynsömum vamarleik tel ég okkar
möguleika aukast til muna,“ sagði Ás-
geir Sigurvinsson.
- Hvemig metur þú andrúmsloftið í
íslenska liðinu. Er mikill hugur í
mannskapnum?
„Það er geysigóður mórail í hópn-
um. Menn eru að átta sig á alvörunni
á bak við þetta. Menn eru sér þess
meðvitandi að það er hægt að gera
ýmsa hluti ef allir leggjast á eitt. Ég er
viss um að við fáum að sjá alveg mjög
agaða og grimma íslendinga í leiknum
gegn Rússum í kvöld,“ sagði Ásgeir.
-JKS
Ekkert tap á 18 árum
- gegn sovésku landsliði eða arftökum þess hér á landi
Hafi Rússar rýnt í sögu landsleikja
þeirra og Sovétríkjanna sálugu á ís-
landi er ljóst að þeir kvíða leiknum á
Laugardalsvellinum í dag. Landslið
frá umráðasvæði Sovétríkjanna hefur
nefnilega ekki unnið leik á íslandi í
18 ár.
íslendingar hafa staðiö betur uppi í
hárinu á stórveldinu úr austurvegi en
aðrar „minni" þjóðir Evrópu.
Sovétmenn fögnuðu naumum 2-1
sigri á Laugardalsvellinum árið 1980 í
leik þar sem Þorsteinn Bjamason
varði vítaspymu og Árni Sveinsson
jafnaði fyrir ísland korteri fyrir leiks-
lok. Þeir hafa ekki fagnað í Laugar-
dalnum síðan.
Áriö 1986 gerðu ísland og stór-
stjörnulið Sovétrikjanna jafntefli, 1-1,
í Evrópukeppninni. Amór Guðjohn-
sen kom þá íslandi yfir í stór-
skemmtilegum leik.
Árið 1988 urðu sömu úrslit í und-
ankeppni HM á Laugardalsvelli en
það var fyrsti leikur Sovétmanna eft-
ir að þeir fengu silfrið á EM þá um
sumarið. Sigurður Grétarsson kom
íslandi yfir og staöan hefði getað ver-
ið 3-0 áður en Sovétmenn jöfnuðu.
Árið 1989 náði ísland bestu úrslit-
um sínum á útivelli frá upphafi, 1-1
jafntefli i Moskvu í sömu keppni.
Þetta var fýrsta stig sem Sovétmenn
töpuðu á heimavelli í alþjóðakeppni
og fyrsta mark sem þeir fengu á sig í
Moskvu í 24 ár. Halldór Áskelsson
jafnaði þá metin undir lokin.
Áriö 1993 gerðu ísland og Rússland
jafntefli, 1—1, á Laugardalsvelli í und-
ankeppni HM. Eyjólfur Sverrisson
kom íslandi yfir í leiknum.
Kremlverjar hafa á sama tíma átt í
mesta basli með að knýja fram sigra
á íslandi á eigin heimavelli. Auk
jafnteflisins fræga í Moskvu unnu
Sovétmenn, 2-0, i Simferopol 1987 og
Rússland vann, 1-0, í Moskvu 1992.
Að auki hafa þrjár þjóðir fyrrum
Sovétrikjanna komið hingaö til lands
á þessum tíma og ekki sótt sigur. ís-
land sigraði Eistland, 4-0, árið 1994,
gerði 0-0 jafntefli við Litháen 1997 og
vann Lettland í sumar, 4-1.
Er nokkur ástæða til að breyta út
af venjunni á Laugardalsvellinum í
dag? -VS
Þórður Guðjónsson 25 ára í dag:
Besta gjöfin
yrði sigur
„Það er finn hugur í okkur. Við
gerum okkur alveg grein fyrir því
að Rússamir koma hingað brjálaðir
til leiks, staðráðnir í að endur-
heimta stoltið sitt aftur. Ef þeir
vinna ekki leikinn eru þeir orðnir
ansi langt á eftir svo í þeirra huga
kemur ekkert annað til geina en að
sigra,“ sagði Þórður Guöjónsson,
landsliðsmaður og afmælisbarn, við
DV eftir fyrri æfingu landsliðsins í
gær en þar var farið yfir sóknarleik-
inn.
Þolinmóðir og skipulagðir
„Fyrir okkur skiptir öllu máli að
spila okkar leik. Ég reikna alveg
með því að leikurinn þróist svipað
og i síðustu leikjum, það er að við
liggjum til baka og reynum svo að
spila vel úr þeim sóknum sem við
munum fá. Því þolinmóðari og
skipulagðari sem við verðum í
leiknum því óþolinmóðari og
óskipulagðari verða Rússamir. Þar
held ég að okkar möguleikar felist
fyrst og fremst. Ef þeir verða pirrað-
ir fara þeir að gera hluti sem era
erfiðir og flóknir og þá gera þeir
jafhframt mistökin sem við getum
refsað þeim fyrir,"
- Eruð þið búnir að fara yflr
leikstíl Rússanna?
„Maðin: veit svona nokkum veg-
inn hvemig þeir spila. Þeir reyna
að spila hratt og í fáum snertingum
en þeir hafa átt í erfiðleikum með
að skapa sér færi og skora mörk.
Mörkin sem þeir hafa verið að
skora hafa flest komið úr föstum
leikatriðum og við verðum að gæta
okkur að gefa þeim ekki aukaspym-
ur á hættulegum stöðum. Við vitum
nokkum veginn hvemig við eigum
að loka þá og hvar veiku punktam-
ir í leik þeirra eru.“
Þórður Guðjónsson heldur upp á
25 ára afmæli sitt i dag og er þá ekki
besta gjöfin sem hann gæti fengið
að vinna leikinn?
„Það væri ágætt að fá góða afmæl-
isgjöf með því að vinna Rússana. Ég
var nú eiginlega búinn að ákveða að
spila 25. landsleik minn á 25 ára af-
mælisdeginum en það skeikar um
einn leik,“ sagði Þórður.
Betra að vera stór fiskur í
lítilli tjörn en öfugt
Þórður mun að öllum líkindum
skrifa undir nýjan 5 ára samning
við Genk þegar hann kemur út til
Belgíu.
„Ég gerði smávægilegar breyting-
ar á tilboði þeirra og hef ekki trú á
að þeir neiti því. Ef þeir samþykkja
þessar breytingar skrifa ég undir
samning sem gildir til ársins 2003.
Ég sé enga ástæðu til þess að fara í
einhverja minni klúbba í öðrum
löndum og strögla þar. Það er oft
betra að vera stór fiskur í lítiili
tjöm heldur en öfugt,“ sagði Þórður
að lokum. -GH
Bræðurnir Þórður og Bjarni Guðjónssynir, sem hér eru á heimleið frá
Armeníu á laugardag, verða báðir í eldlínunni í dag. Þórður, sem heldur upp
á 25 ára afmæli sitt, leikur með A-liðinu gegn Rússum á Laugardalsvelli og
Bjarni með 21-árs liðinu gegn Rússum á Kópavogsvelli. DV-mynd GH
Er vel undirbúinn
fyrir næsta verkefni
Eins og fram hefur komið í fjöl-
miðlum þá er Guðmundur Torfason
hættur störfúm sínum sem þjálfari
úrvalsdeildarliðs Grindvíkinga í
knattspymu eftir 3ja ára farsælt
starf. Milan Stefán Jankovic hefúr
þegar verið ráðinn eftirmaður Guð-
mundar en menn velta fyrir sér
hvað tekur við hjá Guðmundi.
„Þaö hafa átt sér stað þreifingar
milli mín og nokkurra félaga og
þessa dagana er ég bara að hugsa
málið. Ég mun alla vega ekki taka
neina skyndiákvörðun í þessu máli.
Næst er á döfinni hjá mér að klára
E-stigið í þjálfúninni sem ég mun
gera í Þýskalandi og Hollandi á
næstimni en ég var áður búinn að
fullmennta mig í Skotlandi. Ég átti
þrjú mjög góð ár í Grindayík og öðl-
aðist mikla reynslu þar. Ég tel mig
því vera vel undirbúinn fyrir næsta
verkefhi, hvort sem það kemur nú
eða síðar,“ sagði Guðmundur Torfa-
son í saíhtali við DV.
-GH
Tómas líklega til AGF
Tómas Ingi Tómasson, knatt-
spymumaður úr Þrótti, stóð sig vel
í reynsluleik með danska liðinu
AGF í fyrrakvöld. AGF tapaði fyrir
AaB, 2-0, en Tómas Ingi var mjög
frískur og frammistaða hans varð
til þess að Peter Rudbæk, þjálfari
AGF, ákvað að bjóða honum að vera
lengur hjá félaginu.
Samkvæmt heimildum DV er nú
talið mjög líklegt að Tómasi Inga
verði boðinn samningur við AGF á
næstu dögum.
Tómas er í dönskum fjölmiðlum
sagður mjög kröftugur sóknarmað-
ur og minni helst á Norðmanninn
Hávard Flo hvað leikstíl varðar.
Peter Ogaba úr Leiftri spilaði líka
með AGF í leiknum. Hann náði sér
ekki á strik og ljóst er að ekki verð-
ur af samningi hjá honum við
danska félagið. -VS/GH
íslaiubRússland
Pétur Marteinsson getur ekki leikið
gegn Rússum í kvöld og eins og i'
leiknum gegn Armenum koma nára-
meiðsli i veg fyrir það.
íslenska liöiö verður því óbreytt frá
þvi gegn Armenum. Liðið er þannig:
Markvörður:
Birkir Kristinsson
Vamarmenn:
Sigurður Jónsson
Auðun Helgason
Lárus Orri Sigurðsson
Steinar Adolfsson
Hermann Hreiðarsson
Miðjumenn:
Helgi Kolviösson
Rúnar Kristinsson
Vængmenn:
Amar Gunnlaugsson
Þórður Guðjónsson
Framherji:
Ríkharður Daðason
Rúnar Kristinsson leikur i kvöld
sinn 70. landsleik þegar Islendingar
mæta Rússum. Þar með kemst hann
upp fyrir Sœvar Jónsson sem lék 69
landsleiki og jafnar Atla Eövaldsson
sem lék 70 landsleiki.
Guöni Bergsson er leikjahæsti leik-
maður íslenska landsliðsins frá upp-
hafi. Guðni hefur leikið 77 landsleiki.
Rúnar ætti að eiga góða möguleika á
að komast upp fyrir Guðna því hann
er 29 ára gamall en Guðni er 33 ára
gamall og er um þessar mundir ekki
í myndinni hjá Guöjóni Þóröarsyni
landsliðsþjálfara. Næstir á eftir
Guðna koma Arnór Guöjohnsen með
73 landsleiki og Ólafur Þóröarson
með 72.
Þóróur Guöjónsson, sem heldur upp
á 25 ára afmæli sitt í dag, lék sinn 25.
landsleik þegar íslendingar og
Armenar geröu markalaust jafhtefli í
Jerevan á laugardaginn. Þórður er
markahæstur leikmannanna í is-
lenska liðinu i dag en hann hefur
skorað 6 mörk
Rikharöur Daöason spilar sinn 20.
landsleik í leiknum gegn Rússum í
kvöld. í leikjunum 19 hefur Ríkharð-
ur skoraö 4 mörk. Helgi Kolviösson
fyllir tuginn í leiknum gegn Rússum
en hann leikur þá sinn 10. landsleik.
Guójón Þóróarson ætlar að nota
tímann fram að áramótum til að fylgj-
ast með leikmönnunum sem leika er-
lendis. í febrúar er svo stefnt að því
að taka þátt í móti erlendis. íslenska
liðinu hefur verið boöið á mót á Kýp-
ur sem er sama mótið og liðið tók
þátt í í vetur og annað hvort tekur ís-
lenska liðiö þátt í þvi móti eða öðru
sem fram fer á Spáni.
Úkrainumenn hafa greinilega mjög
sterku 21-árs landsliði á að skipa.
Þeir gjörsigruðu Armena í Kiev í
gærkvöld með átta mörkum gegn
engu. íslendingar í þessum aldurs-
flokki töpuðu fyrir Armenum ytra,
3-1, um síðastu helgi. Úkraínumenn
unnu áður Rússa, 1-0, og eru efstir í
riðlinum. íslendingar hafa ekkert stig
hlotið en þeir mæta Rússum á Kópa-
vogsvelli klukkan 14 i dag
-GH/JKS
Hola í höggi
hjá Þresti
DV, Ólafsfirði:
Þröstur Sigvaldason, golfleik-
ari í GÓ, gerði sér lítið fyrir og
fór holu í höggi á Norðurlands-
mótinu sem haldið var á Dalvík-
urvelli á dögunum. Þröstur náði
draumahögginu á holu 3 sem er
89 metra par þrjú og notaði hann
wegde-jám.
„Þetta var náttúrlega alveg
meiri háttar gaman. Kúlan
skoppaöi einu sinni á gríninu og
rúllaði svo beint ofan í og maður
stökk hæð sína í loft upp af
gleði,“ sagði Þröstur.
Þröstur er þar með orðinn
gjaldgengur félagi í Einherja-
klúbbnum, félagi þeirra sem •
slegið hafa holu í höggi, og svo
skemmtilega vill til að í þeim
klúbbi er einmitt bróðir Þrastar,
Matthías Sigvaldason, sem sló
holu í höggi á Ólafsfjarðarvelli,
og eru þeir einu bræðumir á ís-
landi sem náð hafa draumahögg-
inu. -HJ _