Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1998, Qupperneq 28
52
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 T^~\7~
nn
Ummæli
Lítilsvirðir
starf sitt
„Páll Pétursson lítilsvirðir
starf sitt sem al-
þingismaður og
, einníg háttvirt Al-
þingi meö yfirlýs-
ingum um að það
sé að hans mati
dugur í þeim
mönnum sem |
brjóta landslög."
'*• Guðmundur Gunnarsson,
form. Rafiðnaðarsambands-
ins, um orð ráðherra, í Degi.
Það sem þjóðin á
„Þjóðin eina átti sér eitt
nóbelsskáld, eina alþjóðlega
poppstjömu, einn stórsöngv-
ara, einn laxveiðibanka, eina
sinfóníuhljómsveit og einn ein- f
hleypan háhyming."
Rúnar Helgi Vignisson rithöf-
undur, í DV.
Kommúnisminn með
augum ráðherra
„Kommúnisminn og sósíal-
isminn eru komnir
upp á sker og er
afar óskynsamlegt
að fara að draga
þá hriplegu fleytu
á flot aftur.“
Halldór Ásgríms-
son utanríkisráð-
herra, í Degi.
Afleysingaguðsmenn
„Það er nú oftast þannig að
þar sem lækninum er sleppt |
þar tekur presturinn við. Ég
taldi því að við Ólafur mynd-
um klára það ágætlega að
leysa prestinn af.“
Lýður Árnason héraðslæknir
sem sótti um að halda al-
mennar kirkjuathafnir á Flat-
eyri, í DV.
Haldlítil byggðastefna
„Því miður hefur rikisvaldið
á undanfórnum áratugum mót-
að stefhu í byggða-
málum sem verð-
ur æði haldlítil
þegar á reynir.
Stefnumótunin
hefur birst í
skýrsluformi en
þær skýrslur
eru svo settar upp í
hillu og komast aldrei til fram-
kvæmdar.“
Smári Geirsson, forseti bæj-
arstjórnar á Austurlandi, í
DV.
Slagorðið sem aðeins
varð slagorð
„Annar stjórnarflokkanna
hafði slagorð fyrir síðustu i
kosningar: „Fólk í fyrirrúmi".
Nú vita ellilífeyrisþegar að
innan þess flokks eru þeir ekki
taldir með fólki.“
Ingólfur Aðalsteinsson ellilíf-
eyrisþegi, í Morgunblaðinu.
Verk eftir Ólöfu Erlu Bjarnadóttur
Listasafni ASÍ.
Schola Cantorum í Hallgrímskirkju:
Söngskrá sem færði kórnum
efsta sætið í kórakeppni
í tilefni af sigri í evrópskri kóra-
keppni í Frakklandi, sem fram fór
um síðustu helgi, mun Schola
cantorum, kammerkór við Hall-
grímskirkju í Reykjavík, halda tón-
leika í Hallgrímskirkju í kvöld. Kór-
inn flytur m.a. verkefnin sem hann
söng í keppninni og færðu honum
efsta sætið sem hann deildi með
kórnum Sound frá Rúmeníu. Á efn-
isskrá tónleikanna verða kórverk
frá endurreisnar- og barokktímabil-
inu eftir Tallis, Purcell og Schein,
Tónleikar
svo og kórtónlist frá 20. öldinni eft-
ir Þorkel Sigurbjömsson, Hjálmar
H. Ragnarsson, Átla Heimi Sveins-
son og Thomas Jennefelt. Tónleik-
arnir í Hallgrímskirkju hefjast
klukkan 21.00. Auk þess flytur kór-
inn verkið Ubi est eftir slóvenska
tónskáldið Larisa Vhrunc en það
var skylduverkefni i kórakeppn-
inni.
Keppnin Chæurs et Maitrises de
Hörður Askelsson stjórnar Schola Cantorum í kvöld.
Cathédrales var nú haldin í þriðja
sinn en hún er hluti listahátíðar
dómkirkna í fylkinu Picardie í
Norður-Frakklandi. Að þessu sinni
var kórakeppnin haldin í bænum
Noyon sem státar af mikilli dóm-
kirkju sem rís hátt í bæjarmynd-
inni. Um fjöratíu kórar sóttu um
þátttöku en forráðamenn keppninn-
ar höfðu með hjálp tónbanda valið
niu kóra til að mæta til keppni. í
niðurstöðum dómnefndar kom fram
að allir kórarnir hefðu verið mjög
góðir og að flutningur þeirra hafi
verið mjög vandaður. Dómnefndin
gat þó ekki gert upp á milli tveggja
bestu kóranna, Sound frá Rúmeníu
og Schola cantorum frá íslandi.
Sigurður Jónsson landsliðsfyrirliði:
Rússarnir koma kolbrjálaðir í leikinn
Islenska landsliðið í knattspymu
er heldur betur í sviðsljósinu þessa
dagana. Stutt er síðan liðið gerði
jafntefli við Frakka, núverandi
heimsmeistara, og um síðustu helgi
náði liðið jafntefli við Armeni á
heimavelli þeirra. Þótt leikurinn
tæki aðeins 90 mínútur þá átti ís-
lenska liðið langt og strangt ferðalag
að baki. Strax að leik loknum var
haldið heim á leið og landsliðið sett í
hvíld og léttar æfmgar á Hótel Loft-
leiðum. í dag á að leika við Rússa á
Laugardalsvellinum. Fyrirliði lands-
liðsins er Skagamaðurinn Sigurður
Jónsson og var hann fenginn í stutt
spjall og fyrst spurður hvernig leik-
urinn í kvöld legðist í hann: „Leikur-
inn leggst vel í mig. Þetta verður
hörkuleikur. Rússarnir hafa tapað
fyrstu tveimur leikjunum sem þeir
hafa leikið í riðlinum, sem er eitt-
hvað sem enginn átti von á, og koma
því kolbrjálaðir í leikinn því þeir
vita að þeir mega ekki tapa stigi hér
eigi þeir að eiga einhverja von um að
komast upp úr riðlinum. Við munum
samt leika okkar bolta og erum með
lið sem getur alveg veitt Rússum
sömu mótspyrnuna og við gerðum
gegn Frökkum.
Sigurður segir að ferðalagið um
síðustu helgi hafi verið í alla staði
eins þægilegt og kostur var á: „Það
fór vel um okkur. Þetta var löng
ferð og hefði varla verið hægt
að fara hana öðruvísi en með
þeim hætti sem við gerðum,
að vera með einkaflugvél.
Leikurinn sjálfur var
kannski á þann veg sem
Sigurður Jónsson.
búast mátti við, maður er samt aldrei
ánægður nema þegar sigur vinnst, en
þegar ég lít til baka þá er ég sáttur
með þetta eina stig sem við fengum.
Þessi leikur er að baki og nú er það
leikurinn í kvöld og ef áhorfendur
styðja jafn vel við bakið á okkur eins
Maður dagsins
og á móti Frökkum þá er aldrei að
vita hver úrslitin verða. Það hefur
mikil áhrif á leikinn
þegar stemningin
er góð.“
Sigurður er
atvinnumað-
ur í fótbolt-
anum og
leikur nú
með
Dundee
United. Er
hann búinn
að dvelja í
Skotlandi í eitt
ár: „Ég fer út
Skotlands á fimmtu-
daginn og
við
eigum leik á laugardaginn svo það er
lítil hvíldin sem maður fær. Gengi
okkar hefur verið ágætt eftir að skipt
var um þjálfara fyrir flmm vikum,
höfmn ekki tapað fimm leikjum í röð
og erum í sjötta sæti í deildinni
þannig að það ríkir töluverð bjart-
sýni í herbúðum okkar.
Sigurður, sem hefur verið meira
og minna í atvinnumennskunni síð-
an 1985, líkar vel í Skotlandi: „Hér er
gott að vera, fjölskyldunni líður vel
og hér er yfirleitt stutt að fara á alla
leiki. Ekki skemmir það fyrir mér að
hér eru golfvellir úti um allt,
frægir vellir á borð við St.
Andrews, sem ég hef einu
sinni spilað á, en þótt ég hafi
gaman af golfi þá fer það
mikill tími í knattspyrnuna
að ég hef frekar lítinn tíma
til að stunda það. Ég lít aft-
ur á móti með tilhlökkun
næsta sumar þegar opna
breska meistaramótið fer
fram á Camoustie-golfvellin-
um sem er í nágrenni við mig.“
Eiginkona Sigurðar heitir Kol-
brún Hreinsdóttir og eiga þau
tvö börn, Sigurmon, sem er
níu ára, og Guðrúnu Kar-
itas, sem er að
verða þriggja
ára.
-HK
brennd í jörðu með
viðarkubbum, heyi,
málmsöltum og
fleiru. Viðfangsefni
Ólafar Erlu á þess-
ari sýningu er
hvort og hvenær
munstur verður að
mynd. Tígull er
meginform verk-
anna einn sér eða
endurtekinn ýmist í
lágmynd, þríviðu
verki eða sem
Myndgátan
Lausn á gátu nr. 2228:
Lágmyndir og
þrívíð verk
Ólöf Erla Bjamadóttir
opnaði sýningu í Gryfju
Listasafns ASÍ um síðustu
helgi. Sýnir hún lágmyndir
og þrívíð verk úr postulini
og steinleir. Verkin eru öll
steypt í gifsmót og reyk-
munstur á fleti.
Sýningar
Ólöf Erla hefúr starfað
sem leirlistarmaður í
fimmtán ár. Þetta er sjötta
einkasýning hennar. Sýn-
ingin stendur til 25. október
og er opin alla daga nema
mánudaga kl. 14-18.
-EyÞoRr
Kemur ár sinni fyrir borð Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði.
ft I*
•. j^|
t-____ mt..
Ríkharður Daðason. sem hér er í
landsleiknum við Frakka, verður í
eldlínunni í kvöld.
ísland -
Rússland
Islenska landsliðið í knatt-
spyrnu stendur í stórræðum þessa
dagana. Eftir langt og strangt
ferðalag til Armeníu þar sem liöið
náði að gera jafntefli við sterkt
landslið Armeníu tekur við enn
erfiðari leikur á Laugardalsvelli í
dag þegar íslenska landsliðið
mætir Rússum. ísland er taplaust
í riðliniun en Rússar hafa tapað
fyrstu tveimur leikjum sínum og
eru því án stiga. Það er því að
duga eða drepast fyrir þá í þess-
um leik því tapi þeir fyrir okkar
mönnum eiga þeir ekki möguleika
á að komast upp úr riðlinum. ís-
land mætir með sama liö og
keppti á móti Armenum og hefst
leikurinn kl. 17.45. Unglingalið
þjóðanna munu einnig leika í dag
og fer sá leikur fram í Kópavogi
og hefst kl. 14.
íþróttir
Af öðrum íþróttaviðburðum
dagsins má nefna leik í eggjabik-
arkeppni kvenna í körfubolta, KR
og ÍS leika í Hagaskólanum í
kvöld kl. 20, þá er einn leikur í 1.
deild karla í blaki í kvöld og einn
leikur í 2. deild í handboltanum.
Bridge
Jón Þorvarðarson og Sverrir
Kristinsson náðu fyrsta sætinu í
undankeppni Íslandsmótsins í tvi-
menningi sem fram fór um síðustu
helgi. Þeir skoruðu vel í öllum lot-
um og voru allan tímann í baráttu
um efsta sætið. I þessu spili náðu
þeir fyrirtaks laufslemmu en svo
undarlega vildi til að mjög fá pör
náðu henni. Hún er svo góð að hana
mætti jafnvel vinna þó trompin
lægju 4-0 ef norður ætti trompin.
Spilið kom fyrir í fyrstu lotu und-
ankeppninnar. Austur var gjafari
en NS á hættu:
4 G854
«4 10962
♦ 962
* G2
♦ ÁD7
V 43
♦ ÁD74
♦ 10974
N
4 106
•0 ÁK87
4 K3
* ÁK853
♦ K932
•0 DG5
4 G1085
* D6
Austur Suður Vestur Norður
Jón Þ. Eiríkur Sverrir Hjalti
1 * pass 1 grand pass
2 * pass 3 * pass
3 4 6 * pass p/h 3 grönd pass
Kerfi Jóns og Sverris <
er
precision, laufopnunin sterk og lof-
ar 16 eða fleiri punktum. Eitt grand
sýnir jafnskipta
hendi með 8-13
punkta og tvö lauf
spyrja frekar um
hendina. Þrjú lauf
lýstu 11-13 punkt-
um, fjórlit í laufi og
öðrum lit. Þrír tigl-
ar er áíram spum-
ing og 3 grönd
sýndu 4 spil í tígli.
Jón vissi að 6 lauf
voru ágætissamningur, jafnvel þó
að vestur ætti þríspilið í hjarta. Leg-
an var hagstæð fyrir sagnhafa,
trompin 2-2 og Jón var ekki í vand-
ræðum með að fá 13 slagi i þessum
samningi. ísak Örn Sigurðsson
Jón
Þorvarðarson