Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1998, Síða 32
LtTT«
ymi
virutal
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá t síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað { DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
.ZBfifJsk jfcTMfr _
550 5555
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTOBER 1998
Flekastrákur í hættu:
Atta ára
dreng rak út
áfjörð
Atta ára dreng á Seyðisflrði var
bjargað af fleka þegar hann hafði
rekið um einn kílómetra út á fjörð í
gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar
var það fólk í bænum sem tilkynnti
um drenginn sem var orðinn mjög
skelkaður þegar tveir menn komu á
bát til að bjarga honum.
Það voru eldri drengir sem höfðu
smíðað flekann sem var við land
skammt frá þeim stað sem ferjan
Norræna leggur að. Ungi maðurinn
var á ferð með jafnaldra sínum í
gærkvöldi þegar þeir ákváðu að
prófa flekann. Annar hélt í spotta á
meðan hinn fór út á fleyið. Ekki
vildi betur til en svo að sá sem hélt
. í spottann missti endann með þeim
^afleiðingum að félaga hans tók að
reka út á fjörð. Talsvert hvöss vest-
anátt var í firðinum þegar drengur-
inn „fór til sjós“.
Að sögn lögreglunnar var dreng-
urinn kominn um kílómetra frá
landi þegar honum var bjargað,
heldur skelkuðum. Lögreglan ákvað
að brenna flekann svo ekki hlytust
fleiri óhöpp af. Drengurinn hafði þá
á orði að það skipti engu máli -
hann ætlaði hvort sem er aldrei aft-
ur út á fleka. -Ótt
Alþingi:
Þórunn lík-
lega á þing
Magnús Ámi Magnússon, fyrr-
verandi formaður Félags ungra
jafnaðarmanna, mun taka fast
■’Þórunn Svein-
björnsdóttir.
Magnús Arni
Magnússon.
sæti á Alþingi
við fráfall Ástu
B. Þorsteinsdótt-
ur alþingis-
manns sem lést á
mánudag. Magn-
ús Árni, sem er
alinn upp í Kópa-
vogi, mun þó
ekki setjast á
þing fyrir Al-
þýðuflokkinn í
Reykjavík fyrr
en eftir hálfan
annan mánuð
þar sem hann er
í námi í Banda-
ríkjunum. Vara-
þingmaður hans
verður væntan-
lega Þórunnn
Sveinbjömsdótt-
ir, formaður
Starfsmannafé-
Þetta er ekki full-
lagsins Sóknar
frágengið og sagði Þórunn í morg-
un að hún væri að hugsa málið.
I^Þetta er í skoðun," sagði Þórunn.
-rt
ER EKKI &ETRA A£>
FARA í PUNGAPRÓF-
\Ð FYRST?
Guðrún Katrín Þorbergsdóttir.
Ríkisstjórnin
ræðir tilhögun
útfarar
Minningabók á Vísi.is
Bænastund var í Háteigskirkju í Reykjavík í gær vegna fráfalls Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur forsetafrúar. Bisk-
up íslands, sr. Karl Sigurbjörnsson, leiddi bænastundina en gert var hlé á störfum kirkjuþings á meðan. Sr. Helga
Soffía Konráðsdóttir og sr. Tómas Sveinsson, prestar í Háteigskirkju, lásu úr ritningunni og var fólk beðið að minn-
ast forsetafrúarinnar í bæn. Meðal viðstaddra voru m.a. Davíð Oddsson forsætisráðherra, þingmenn og fulltrúar á
kirkjuþingi. Þá var einnig bænastund i kaþólsku kirkjunni, auk þess sem fóik kom saman víða til að minnast forseta-
frúarinnar.
DV-mynd Hilmar Þór
Ríkisstjómin ræddi í morgun á
fundi sínum tilhögun útfarar frú
Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur
forsetafrúar. Venjan mun sú að rík-
isstjórnin annist útfarir þjóðhöfð-
ingja og maka þeirra í virðingar- og
þakklætisskyni við hinn látna.
Lík forsetafrúarinnar mun koma
til landsins á næstu dögum frá
Seattle í Washingtonríki á vestur-
strönd Bandaríkjanna. Komelíus
Sigmundsson forsetaritari kom
vestur í gærkvöld.
Fjöldamargar samúðarkveðjm-
hafa borist forseta íslands og fjöl-
skyldu hans, meðal annars frá þjóð-
höfðingjum Danmerkur og Svíþjóð-
ar. Á Netinu hefur verið sett upp í
samvinnu Hringiðunnar og
netmiðilsins Vísis virðuleg minn-
ingarbók um Guðrúnu Katrínu þar
sem fólk getur sent kveðjur sínar.
Strax á fyrsta degi skiptu þær hund-
ruðum og bámst þær ekki síst frá
ungu fólki víða af landinu.
Slóðin er www.visir.is
-JBP
Drengurinn sem brenndist illa á Eskifiröi í lok ágúst er á batavegi:
Gervihúð í fyrsta skipti
- er haldið sofandi en meðferðin lofar góðu, segir yfirlæknir lýtalæknisdeildar
10 ára drengur sem brenndist illa á
Eskifirði þann 28. ágúst er á batavegi
á gjörgæsludeild Landspítalans. Rafn
Ragnarsson, yfirlæknir lýtalækninga-
deildar sjúkrahússins, sagði aðspurð-
ur við DV í gær að gervihúð hafi ver-
ið notuð við meðferð brunasára
drengsins. Það sé í fyrsta skipti sem
slíkt hafi verið framkvæmt hér á
landi.
Rafn sagði að meðferðin hafi gengið
vel og gefi tilefni til ákveðinnar bjart-
sýni fyrir framhald á hliðstæðum að-
gerðum. Hins vegar sé of snemmt að
tjá sig frekar um slíkt að svo stöddu.
Hinum unga Eskfirðingi hefur
verið haldið sofandi frá því að
brunameðferð hans hófst í lok
ágúst, í rúmar sex vikur. Slysið átti
sér stað þegar eldur kviknaði í
gömlum sumarbústað i vestanverð-
um Eskifjarðarbæ. Drengurinn
hlaut þriðja stigs brunasár á 35-40
prósent líkamans og var þegar í stað
fluttur í sjúkraflugi til Reykjavíkur.
„Þetta lofar góðu. Við meðferð
drengsins var stuðst við nýjungar
sem gefa tilefni til ákveðinnar bjart-
sýni varðandi framtíðarhorfur í
þessum efhum,“ sagði Rafn aðspurð-
ur um hina nýju aðferð við notkun
gervihúðar þegar um er að ræða
lífshættuleg brunasár.
Rafn sagði að brunasár drengsins
hefðu vissulega verið alvarleg. Hon-
um hafi því verið haldið sofandi á
meðan meðhöndlun og lækninga-
ferlinu hefði staðið. Læknirinn
sagði jafnframt að það sé seinvirkt
og vandasamt að vekja upp sjúk-
linga við slíkar aðstæður þó slíkt sé
á engan hátt óeðlilegt.
Þorsteinn Svörfuður Stefánsson,
yflrlæknir á gjörgæsludeild Land-
spítalans, sagði við DV að drengn-
um hafi verið haldið sofandi í önd-
unarvél á deildinni. Árangurinn af
læknismeðferðinni hefði orðið í
samræmi við þær vonir sem bundn-
ar voru við hana.
Á Eskifirði og reyndar um land
allt er í gangi söfnun til styrktar
fjölskyldu drengsins sem hefur átt
erfiðar vikur samfara flókinni
læknismeðferð á höfúðborgarsvæð-
inu. Þeir sem vilja styrkja drenginn
og fólk hans geta lagt inn á opna
bók Landsbankans á Eskifirði.
Númerið er 61560.
-Ótt
Veðrið á morgun:
Víöa
bjartviðri
Á morgun verður norðvestan
stinningskaldi og él á annesjum
norðaustanlands en annars hæg
norðlæg eða breytileg átt. Dálítil
él verða á vestanverðu landinu
en annars víöa bjart veður. Hiti
verður kringum frostmark norð-
antil en 0 til 5 stig sunnanlands.
Veörið í dag er á bls. 53.
MERKILEGA MERKIVÉLIN
brother pt 2c
Islenskir stafir
5 leturstæröir
6 leturgerðir,
6, 9 og 12mm prentborðar
Prentar í 2 línur
Verð kr. 6.995
Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443
Veffanq: www.if.is/rafport
OUDVMnT
/
/
/
/
/
/
/
/
/
: