Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1998, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1998, Page 4
2. #ís og húsbúnaður MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 JjV Valhúsgögn í 38 ár: Kántríhúsgögnin úr antikverkuðu leJri þaJ nýjasta Húsgagnaverslunin Valhúsgögn hefur selt íslendingum húsgögn í 38 ár og töluverð reynsla hefur því safnast saman þar á bæ. Einar Ágústsson sölustjóri segir að Val- húsgögn sé alhliða húsgagnaverslun sem leggim mikla áherslu á sófasett, bæði úr leðri og með áklæði. Að undanfömu hefúr sala á borðstofu- húsgögnum aukist í Valhúsgögnum. „Kántrílínan sem hefur notið geysilegra vinsælda í Evrópu er að koma talsvert inn hér á landi. Við höfum verið að kynna þessa línu og það hefur gengið mjög vel. Þar höf- um við séð skemmtilega breytingu á sófasettum. Þessi sófasett eru úr antikverkuðu leðri og líta út fyrir að vera gömul. Við höfum í gegnum tíðina haldið okkur við það að selja húsgögn í klassískum stíl, það er að segja eins og barrokk og rókókó og skápa í stíl. Við höfum fram að þessu selt eldra fólki þessi húsgögn en núna er unga fólkið fariö að kaupa þau í ríkari mæli. Það finnst mér skemmtileg þróun. Auk þess höfum við alltaf verið með nýtísku- leg húsgögn. Að mínu mati er sala á nýtískulegum húsgögnum að aukast," segir Einar. Að sögn Einars er nauðsynlegt að bjóða viðskiptavinunum upp á sem flesta stíla til þess að það gangi að reka húsgagnaverslun á íslandi. Fólk hefur misjafnan smekk og hann sér auk þess mikinn mun á smekk fólks frá ári til árs. Lita- sveiflumar eru miklar frá ári til árs í húsgögnum. Að sögn Einars eru jarðlitimir allsráðandi í dag. Blái liturinn hefur auk þess verið að skjótast inn á milli. I áklæðinu er vinsælast rautt, blátt og grænt en í leðrinu koníaksbrúnt. „Vinsældir viðarins eru að aukast verulega. Ef við tökum til dæmis sófaborðin sem dæmi þá em vinsældir glerborðanna að minnka en viðarborðin bæta við sig. Kirsu- berjaviðurinn er að verða allsráð- andi. Áður seldum við nálægt 90% leðursófasett en nú em sófasett með áklæði að bæta við sig. Leðrið er þó ekki á undanhaldi þrátt fyrir þetta heldur em sófasettin með áklæði nokkurs konar viðbót við söluna," Valhúsgögn hafa í gegnum tíðina verið talsvert með sérpantanir frá dýrari og fínni fyrirtækjum í Sviss og Danmörku. Vinsældir sérpant- ana hafa aukist þar sem fjárhagur Klassísk húsgögn hafa í gegnum tíðina verið nokkuð vinsæl í Valhúsgögn- um, þ.e. barrokk og rókókó. Eldra fólkið keypti þessi húsgögn en unga fólk- ið er nú farið að kaupa þau í rfkari mæli. fólks er orðinn eitthvað betri. Að sögn Einars er það augljóst því ekki þýðir að bjóða fólki að kaupa ódýr og óvönduð húsgögn. Fólk lítur ekki við þeim húsgögnum lengur og reynir ekki að spara í húsgagna- kaupum eins og það gerði áður þeg- ar áraði illa. Nú kaupir fólk dýr, endingargóð húsgögn og lætur verð- ið ekki lengur aftra sér. -em Kántrílínan sem hefur notið geysilegra vinsælda í Evrópu er að koma tals- vert inn hér á landi. - gœöavara Glæsilegar gjafavörur. Heimsfrægir hiinnuðir, Allt til borðbúnaðar. m.a. Gianni Versace. ftoðeÉ&A. VVXVXV., VERSLUNIN Líiugavegi 52, s. 562 4244 NytjamarkaJurinn í Sjálfsbjargarhúsinu: OpiJ fyrir Guð, álfa og tröll „Hjá okkur er hægt að finna allt til heimilisins. Hér em húsgögn, glös, ljós, leikföng og jafnvel salerni og vaskar," segir Ómar Sigurðsson, verslunarstjóri Nytjamarkaðarins, sem er til húsa í Sjálfsbjargarhús- inu. Það er ekki nauðsynlegt að kaupa alltaf nýja hluti til heimilis- ins. Það er til dæmis upplagt fyrir og allt þar á milli ungt fólk sem er að byrja að búa að kaupa notaða hluti. Það er mikið sem þarf að kaupa þegar flutt er að heiman i fyrsta sinn. Síðan er hægt að endumýja hlutina smátt og smátt. Á Nytjamarkaðnum er að finna allt miÚi himins og jarðar sem vantar til heimilisins. Nytjamarkaðurinn hefur verið Nú gefst viöskiptavinum okkar kostur á aö gera reyfarakaup í IBERNA kœliskápum, þvottavélum, tauþurrkurum og uppþvottavélum. Athugib: Takmarkab magn. v' * Nú er ab hrökkva eöa stökkva, því fyrstur kemur, fyrstur fœr. Þvottavél LBI2610 T Tekur 5 kg -18 þvottakerfi Frjálst kerfisval - Frjálst hitaval Vinda 1000-400 sn. Rybfrí tromla - Ryðfrír belgur HxBxD 85x60x52 Kr. 42.000 stgr. Þvottavél 800-400 sn. Tauþurrkari 4,5 kg m/barka Tauþurrkari 4,5 kg barkalaus Uppþvottavél 12 manna Cerb ID-24 Kælir 181 I Frystir 44 I HxBxD142x54x56 Kr. 32.100 stgr. Cerb ID-28 Kælir 213 I Frystir 67 I HxBxD 143x60x60 Kr. 37.400 stgr. Cerb ID-33 Kælir 249 I Frystir 74 I HxBxD 163x60x60 Kr. 41.900 stgr. kr. 38.200,- kr. 24.700,- kr. 42.400,- kr. 41.200,- fyrsta ibemo /SQr»IX ta flokks frá ## hflil IIæV HATUNI6A REYKJAVIK SIMI 552 4420 A Nytjamarkaðnum er að finna allt milli himins og jarðar. starfræktur i þrjú og hálft ár og gengið sæmilega. Að sögn Ómars er markaðurinn rekinn þannig að líknarfélögin hafa sérstakan aðgang fyrir sína skjólstæðinga. Það ríkir annað verðlagsviðhorf fyrir skjól- stæðinga líknarfélaganna. Markað- urinn er auk þess opinn, eins og Ómar komst að orði, fyrir Guð, álfa og tröll og allt þar á milli. Ef afgang- ur verður af rekstri markaðarins rennur það til líknarfélaganna. Von- ast er til þess að afgangur verði í ár þar sem markaðurinn þarf ekki lengur að borga virðisaukaskatt af þeim hlutum sem þeir fá gefins. „Við erum i samstarfi við endur- vinnslustöðvamar. Þaðan fáum við gefins dót til þess að selja í mark- aðnmn. Á öllum endurvinnslustöðv- um er lokaður gámur sem fólk get- ur sett hluti í. Þá fara þeir beint til okkar. Ef hlutimir em settir í opnu gámana koma þeir aldrei til okkar. Auk þess er algengt að fólk komi hlutum til okkar,“ segir Ómar. -em

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.