Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1998, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1998, Qupperneq 6
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 22 jfcís og húsbúnaður Ungar konur sauma áklæði á rákáká-stóla „Núna eru margar ungar konur teknar upp á því að sauma út áklæði á rókókó-stóla. Það er mjög skemmtilegt. Fyrir nokkrum árum voru eingöngu gráhærðar ömmur sem höfðu áhuga á þvi að sauma sér rókókó-stóla. Nú er það breytt og til dæmis eru þritugar konur byrjaðar á því, ég er meira að segja byrjuð. Mér var gefinn strammi þegar ég var fimmtán ára. Ég byrjaði á hon- um í fyrravetur," segir Elínborg Jónsdóttir bólstrari. Elínborg hefur starfað sem bólstr- ari frá því 1981 þegar hún byrjaði að læra. Hún segir að mikill áhugi sé á útsaumi og síðan komi konurnar til hennar með útsauminn og velji sér grind á stólana sína. Nýtt líf í gömlu hús- gögnin Elínborg segist hafa meira en nóg að gera við að bólstra bæði rókókó- stóla og stóla og sófasett. Hún segir mikið um að fólk komi með gömlu húsgögnin til hennar og gæði þau nýju lífi. Hún býður upp á mikið úr- val áklæða og segir hún fólk velja þau eftir þvi sem hæfi hverju hús- gagni. Elínborg hefur unnið að því að bólstra sitt eigið sófasett um tíma en það gengur hægt eins og smíðin hjá smiðunum. Hún segist minnsta tímann hafa til þess að vinna fyrir sjálfa sig. „Fyrir nokkrum árum var mjög mikill áhugi fyrir símabekkjunum. Ég á enn þá nokkrar grindur sem ég á eftir að klæða. Auk þess er hægt að sérpanta sófa, stóla, borð og fleira. Áklæði og viðarlitur á grind er eftir vali. Ég hef haldið mig við Gjafaöskjur með matar- og kaffistelli fyrir fjóra ásamt fylgihlutum í Old Luxemburg-mynstrlnu með HL 5% afslætti. Villeroy&Boch á annarri bœð Kringlunnar / Sími 533 1919 Takið upp nálina stelpur því nú er í tísku að sauma áklæði á rókókó stólinn eins og bara amma átti áður. hnotulitinn sem lagerlit og hefur hann verið vinsælastur," segir Elín- borg. Elínborg á mörg sýnishom af vönduðum útskomum stólum fyrir útsaum eða áklæði. Grindumar em yfirleitt í hnotulit. Auk þess em þær fáanlegar í öðmm litum eins og mahóní, gylltu, antikhvítu og fleir- um. Upp á síðkastið hefur ma- honUiturinn verið að ryðja sér tU rúms en hann er dökkrauður. -em Elínborg segir að hún sé eins og smiðurinn sem aldrei geri neitt heima hjá sér. Sófa- settið með hörpudisklaginu hefur hún átt lengi og vinnur við að yfirdekkja það. Hún hefur svo mikið að gera að hún er ekki búin að klára allt settið. Það er auðvelt að sjá hvað sófasettið kemur til með að verða fallegt og gam- an að bera það saman við myndina af því hvernig það var upphaflega. Það er ekki nóg að sauma stólinn, það verður að vera Ift- ill skemill í stíl. Svona var sófasettið þegar Elínborg fékk það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.