Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1998, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1998, Side 12
28 MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 *9- os húsbúnaður Bergþór Pálsson óperusöngvari: Eftirlætishúsgögn- in eru hæginda- stóllinn og rúmið Það mætti segja manni að önnum kafinn og ástsæll söngvari eins og Bergþór Pálsson væri ekki mikið heima hjá sér til þess að sitja eða liggja í húsgögnunum sínum. Það kemur þó fyrir að hann er ekki að æfa eða syngja og getur notið þess að slappa af heima hjá sér. Blaða- maður sló því á þráðinn til hans og spurði hvort hann ætti sér eitthvert eftirlætishúsgagn. Bergþór skellihló að spumingunni en svaraði síðan að bragði: „Auðvitað hægindastól- inn minn, „Lazy boy-stóllinn minn er alveg geggjaður en hann er auðvitað eftir- lætishúsgagnið mitt og stendur fyr- ir framan sjónvarpið. Ég sit iðulega í honum og læt mér líða vel. Það var ótrúlegt að þegar ég kom í búðina og var sestur í hann og búinn að halla honum og draga fram skemil- inn þá hrópaði hann á mig að kaupa sig. Það var ekki aftur snúið eftir það,“ segir Bergþór. Öllu ægir saman Bergþór segist annars hafa frekar ruglingslegan húsgagnastil heima hjá sér. Upp á síðkastið segist hann farinn að blanda saman gömlu og nýju. Það komi aðallega til af því að hann hafi áður búið í gömlu hús- næði þar sem gömul húsgögn hent- uðu vel. Nú eigi hann aftur á móti heima í nýlegu húsnæði þar sem nýr stíll henti alveg jafn vel. Niður- staðan sé að nú ægi öllu saman hjá honum. „Ég legg ekki lengur jafnmikið upp úr útliti húsgagna eins og þæg- indunum. Ég vill að það sé notalegt í kringum mig. Það er reyndar svo notalegt að gestir eiga yfirleitt erfitt með að fara.“ Auk hægindastólsins er Bergþór afar hrifinn af rúminu sínu. „Það er geggjað amerískt rúm eins og rúm eiga að vera. Rúmið mitt er mjög þægilegt vægast sagt,“ segir Berg- þór. -em „Ég legg ekki lengur jafnmikið upp úr útliti húsgagna eins og þægind- unum. Ég vill að það sé notalegt í kringum mig. Það er reyndar svo notalegt að gestir eiga yfirleitt erfitt með að fara,“ segir hinn ástsæli söngvari Bergþór Pálsson. Nýbýlavegur 30 (Dalbrekkumegin) S. 554-6300 Ármúli 7 • S. 553-6540 www.mira.is r-401 T-G00 Bclpt a-soo bcíjc Dæmi um skrautflísar sem hægt er að setja með stærri flísunum til þess að fá smá fjölbreytileika í gólfin. Karólína Lórusdóttir. ... ÍSLENSK LIST GERIR HEIMILIÐ HLÝLEGRA HVERGI MEIRA ÚRVAL Rauðarárstíg 14, sími 551 0400, og Kringlunni, sími 568 0400. Inga Elín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.