Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1998, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1998, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998 Fréttir Stuttar fréttir i>v Islenskur saltfiskur að hverfa af borðum Spánverja: Velja norskan fisk í stað þess íslenska - íslenski fiskurinn er miklu betri en alltof dýr, segja fiskkaupmenn DV, Barcelona: „íslenski fiskurinn er einfaldlega orðinn of dýr og verðið virðist hækka jafnt og þétt. Fólk velur heldur aðra matvöru en fiskinn frá íslandi. Það eina sem við getum gert til að inæta þessari samkeppni er að reyna að nálg- ast ódýrari saltfisk. Hann fáum við frá Noregi," segir Hans Fernandez, saltfisk- kaupmaður á Spáni, í samtali við DV. Hans Femandez rekur keðju sér- verslana með saltfisk undir nafhinu La casa del bacalao. Þar er eingöngu seldur úrvalsfiskur frá íslandi og Færeyjum og eru búðimar þekktar um allan Spán fyrir gæðavöra. Sjálfur kallar kaupmaðurinn verslanir sínar „paradís saltfisksunnenda“. „Gengisþróunin hefur verið ís- lenska fiskinum óhagstæð og svo virð- ist líka sem íslensku framleiðendum- ir vilji stöðugt fá meira fyrir hann. Á endanum kaupir fólk ekki þennan fisk þótt hann sé bestur," sagöi Hans sem eins og nafnið bendir til á ættir að rekja til Danmerkur. í verslunum La casa del bacalao em bestu og þykkustu stykkin af ís- lenskum saltfiski seld á 2.450 peseta eða um 1.200 íslenskar krónur kílóið. Þetta þykir spænskum kaupendum af- arverð, sérstaklega þegar haft er í huga að dýrasta nautakjöt á markaðn- um er á 1.600 peseta eða um 800 ís- lenskar krónur. „Norski fiskurinn er ekki eins hvít- ur og góður og sá íslenski eða fær- eyski en verðiö er komið upp úr öllu valdi þannig að ekki er annað að gera en að taka inn norska fiskinn," sagði Hans Femandez. Hann hefur höfuð- stöðvar sínar í Pamplona en rekur verslanir víða um Spán. í Barcelona er íslenski fiskurinn auglýstur á öllum matvörumörkuðum og annaðhvort er fiskurinn sagður ís- lenskur eða ekki er getið um uppruna hans. Veitingamenn í borginni bjóða þennan fisk líka sérstaklega og tala um að hann sé hvítari og betri en ann- ar saltfískur. „Það er engin spuming um að Spánveijar vilja helst íslenska fiskinn en þeir verða þá líka aö hafa efni á að kaupa hann,“ sagði Femandez. -GK Tölvuvandræði um aldamótin: Búist við vandræð- um með bílana - FÍB spyr bílaumboðin hvað muni gerast FÍB hefur sent öllum bílaumboð- um landsins bréf. í bréfmu er spurt um 2000-vandamálið í sambandi viö bíla, hvort tölvur bílanna stöðvist þegar árið 2000 gengur í garð. Ástæða þess að bilar kunna að stöðvast er sú að nútímabílar em meira eða minna tölvustýrðir. Ör- gjörvar hafa þar tO á aifra siðustu árum verið með innbyggðum klukk- um sem telja árin í tveimur tölum í stað fjögurra. Þegar árið 2000 gengur í garð telja tölvur með þessum ör- gjörvum að áriö 00 sé ranniö upp, skynja það sem heimsendi og hætta að ganga. FÍB spyr umboðin hvort búast megi við 2000-vanda í bílum viðkom- andi umboða. Sé vandinn til staðar er spurt hvemig umboðið og fram- leiðandi bUsins muni bregðast við. Enn fremur er spurt hvað geti gerst í bUunum og um hvaða árgerðir sé að ræða, hvaö eigendur þeirra geti gert og hvað umboðin hyggist gera til að firra bUeigenduma vandræð- um 1. janúar árið 2000. Runólfúr Ólafsson, ffamkvæmda- stjóri FÍB, sagði í samtali við DV að aUt að 100 örgjörvar væru i nútíma bUum og verið gæti að margs konar truflanir komi ffarn í rafkerfum þeirra á nýársdag árið 2000, aUt frá smávægUegum truflunum upp í það að bUlinn hreinlega gangi ekki eða að dymar opnist ekki. Búast megi við vandamálum i bUum sem ffam- leiddir vora upp úr 1980. -SÁ Á matvörumörkuðunum er íslenskur saltfiskur auglýstur sem sérstök gæðavara. í Barcelona heitlr flskurinn á katalónsku Bacalla D'lslandia. DV-mynd Gísli Kristjánsson Pakki Hlífar Garðarsdóttur: í hraðsendingu til Danmerkur - fyrir tilstuðlan íslandspósts Sjómannafélag Reykjavíkur stóð f aðgerðum í fyrrinótt til að stöðva uppskipun og útskipun úr hinu „fjölþjóðlega" hentifánaskipi Hanseduo í Straumsvíkurhöfn. Vinnuveitendasamband Islands krafðist lögbanns á aðgerðirnar og fékk samþykkt. Nú hyggst Sjómannasambandið áfrýja málinu til Hæstaréttar. DV-mynd Hilmar Þór „Yfirmaöur böggladeildar ís- landspósts hringdi í mig í fyrra- kvöld og bað mig afsökunar á þessu uppistandi með pakkann. Hann bauðst til lpess að láta TMT hrað- flutninga sjá til að pakkinn kæmist á næsta sólarhring til Danmerkur og hann yrði afhentur mágkonu minni í Horsens persónulega. í gær kom maður frá TMT hraðflutning- um og sótti pakkann til mín þannig að ég geri ráð fyrir að hann komist til Horsens á næsta sólarhring," seg- ir Hlíf Garðarsdóttir sem hefur stað- ið í ströngu við að reyna að koma pakka til Danmerkur eins og fram kom í DV á mánudag. Pakkinn hafði þvælst á milli ís- lands og Dcmmerkur í tvo mánuði án þess að mágkona Hlífar i Hor- sens fengi hann í hendur. í pakkan- um var trúlofunargjöf sem Hlíf ætl- aði að gefa mágkonu sinni og teikn- ing frá syni Hlífar. Hlíf var mjög ósátt með vinnubrögð íslandspósts í málinu en segist vera mjög ánægö með þá kurteisi og þjónustu sem yf- irmaður böggladeildar íslandspósts hefur nú sýnt henni. „Ég er vissulega mjög ánægð með vinnubrögð þessa manns miðað við það sem á undan er gengið," segir Hlíf. -RR Lögreglan harmar Stjóm Lögreglufélags Reykjavik- ur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem neikvæð umfjöllun um lög- reglustjóraembættið í Reykjavík er hörmuð. RÚV sagði frá. Velgjörðarsendiherra Vigdís Finn- bogadóttir, fyrr- verandi forseti íslands, verður á morgun velgjörð- arsendiherra hjá UNESCO, menn- ingarstofnun Sameinuðu þjóð- anna. RÚV sagði frá. Sömdu við kennara Bæjaryfirvöld í Dalvíkurbyggð hafa samið við grunnskólakennara og leiðbeinendur um kjarabætur. Kjarabætumar era svipaðar þeim sem samið var um við kennara á Akureyri í haust. RÚV sagði frá. Öflugri línur Fyrirtækið INTIS-Intemet á ís- landi, sem rekur Intemetsamband til útlanda og selur fyrirtækjum og stofnunum á íslandi, hefur boðað viðbót fyrir Intemetsamband tU Norður-Ameriku og Evrópu. Með þessari stækkun hefur útlandasam- band INTIS þrefaldast á einu og hálfu ári. VSÍ vill ekki iækka Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmda- sfjóri Vinnuveit- endasambands- ins, hefur tU- kynnt fjármála- ráðherra að VSÍ leggist gegn því að lækka atvinnutryggingargjald, eins og gert er ráð fyrir í fjárlaga- ffumvarpinu. Jarðadeild gagnrýnd Ríkisendurskoðun gagnrýnfr al- varlega meöferð jarðadeUdar land- húnaðarráðuneytisins á ríkisjörð- um. Skráning sé ófullnægjandi, ekki nærri aUar jarðir sem losna úr ábúð séu auglýstar og annmarkar séu á sölu þefrra og leiga svo lág að ábúð á ríkisjörð jafngUdi styrk tU ábúanda. Sveigjanlegir Verslanir og önnur þjónustufyr- irtæki eiga þess nú kost að færa út- tektartímabU Eurocard-kreditkorta ffarn um ema viku í nóvember næstkomandi. Vilja umhverfismat Hreppsnefnd Fljótsdalshrepps vUl að Fljótsdalsvirkjun fari í lög- formlegt umhverfismat og hefur sent stjórnvöldum og Landsvirkjun samþykkt um það efhi. Ef Jökulsá á Fljótsdal verður virkjuð vUl hrepps- nefndin að virkjunin verði í hreppnum. Dagur sagði ffá. Þvottabjörn í nuddpottum Þvottabjöm fannst í gær í gámi fúUum af nuddpottum frá Toronto í Kanada. Hann hafði verið tæpan mánuð í gámnum og var ipjög das- aður af þorsta og hungri. Hann var aflífaður. Brunabót keypti Eignarhaldsfé- lag Brunabótafé- lagsins stóð að baki tilboði VU- hjálms Bjama- sonar viðskipta- ffæðings í hluta- bréf I Lands- bankanum fyrir 128 mUljónir. Nafiivirði bréfanna var 50 mUljónir. Félagið er talið hafa greitt alls upp undir 350 miUj- ónir fyrfr bréf í Landsbankanum að sögn Viðskiptablaðsins. Blaðamaður stefnir Garðar Öm Úlfarsson, blaðamað- ur ViðskiptablaösUis, hefur stefnt ís- lenska ríkinu tU að fá hnekkt úr- skurði Úrskurðamefndar um upplýs- ingamál. Nefndin úrskurðaði að ut- anrfidsráðuneytinu væri heúnUt að neita um upplýsingar um eigna- skiptasamninga eigenda íslenskra aðalverktaka. Viðskiptablaðið sagði ffá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.