Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1998, Síða 10
MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998 JDV
★
10 *
enning
a
Hestaþing II
Ut er komin hjá Hestabókum Hestaþing H. Sýn-
ingar kynbótahrossa 1990-1998. Ættbók 1998 eftir
Jónas Kristjánsson ritstjóra. Myndin framan á
kápunni er af Orra, stóöhesti ársins
í ár.
Bókarþema er að þessu sinni
sýningar kynbótahrossa og eru
skráðar i tímaröð allar sýningar
sem vitað er um frá árinu 1990 til
‘98 að báðum meðtöldum. í
Hestaþingum I birtust hlið-
stæðar upplýsingar um mót
frá árinu 1906 til 1989; bækumar
spanna því sáman alla sýningarsögu ís-
lenskra hrossa til þessa dags.
Nú hefur gagnabankinn sem bókartextinn er
byggður á verið aðgengilegur áskrifendum á Net-
inu í heilt ár. Slóðin er: www.hestur.is og á leitin
að upplýsingum í bankanum að vera auðveld.
Hildur Hermóðsdóttir - gefur út 30 barnabækur fyrir jólin. DV-mynd Teitur
ritstýrir en Silja Aðalsteinsdóttir valdi efnið og
skrifar þrjár greinar: Sögulegt yfirlit yfir is-
lenskar bamabækur, um frásagnartækni í ís-
lenskum bamabókum og um trú og siðferði í ís-
lenskum bamabókum. Margrét Tryggvadóttir
fjallar um íslenskar myndabækur frá upphafi
og myndabækur sem bókmenntaform og Þuríð-
ur Jóhannsdóttir skrifar um unglingabækur
sem sækja efni sitt í þjóðsögur, svo nokkrar
greinar séu nefndar. Þetta er í fyrsta skipti sem
greinasafn um bamabækur kemur út á bók hér
á landi.
Ungum komið
„Mest áberandi í bamabókaút-
gáfunni hjá okkur fyrir þessi jól
er höldi íslenskra bóka,“ segir
Hildur Hermóðsdóttir, ritstjóri
barnabóka hjá Máli og menn-
ingu, en hjá forlaginu koma út
sextán íslenskar bækur á móti
fjórtán erlendum. Fjörlegri brag-
ur er á barnabókum nú en oft
áður, ævintýrablær á mörgum
sögum og gamansemi ríkjandi,
einkum hjá íslensku höfundun-
um. Þó koma út nokkrar bækur
sem taka á erfiðum málum, svo
sem sorg og sorgarviðbrögðum,
einelti og kynferðislegri áreitni.
í útgáfunni kennir margra
grasa. „Bækur Magneu frá Kleif-
um um Sossu hafa staðið upp úr
á undanfórnum árum hvað varð-
ar bókmenntalegt gildi og ég held
að mér sé óhætt að segja að loka-
bókin um hana, sem kemur út
nú í haust, toppi allar þrjár sem
á undan eru komnar. Hér er á
einstaklega næman hátt fjallað
um sorgina, en um leið er þetta
hugljúf ástarsaga sem mun koma
öhum ungum hjörtiun til að slá
hraðar,“ segir Hildur.
„Bók Kristínar Helgu Gunn-
arsdóttur, Elsku besta Binna
mín, naut mikilla vinsælda í
fyrra, og á þessu ári sendir hún
frá sér framhaldsbókina Bíttu á
jaxlinn Binna mín, einstaklega
fjörlega og skemmtilega sögu,“
heldur Hildur áfram. „Steinunn
Sigurðardóttir er að gefa út sína
fyrstu bamabók, myndskreytta
dulúðuga ærslasögu sem ber
nafnið Frænkuturninn. Helgi
Guðmundsson og Yrsa Sigurðar-
dóttir senda einnig frá sér ærsla-
fullar spennusögur svo í ár verð-
ur ekki hægt að kvarta yfir því
að ekki séu gefnar út skemmtileg-
ar barnabækur. Bergljót Hreins-
dóttir og Hallfríður Ingimundardóttir eru aftur
á móti á alvarlegri og viðkvæmari nótum.
Gunnhildur Hrólfsdóttir, Þórður Helgason og
Þorsteinn Marelsson senda frá sér unglinga-
bækur og svo gefum við út sex myndabækur.
Af þýddum bókum má nefna Kapalgátuna eftir
Jostein Gaarder, sögu sem geymir allt í senn,
ævintýri, raunsæi, sagnfræði og heimspekipæl-
ingar. Þessa skrifaði hann á undan hinni frægu
bók, Veröld Soffiu, og er hún ekki talin síðri að
snilld og skemmtilegheitum."
Hildur minnist lika á greinasafn um barna-
bókmenntir, Raddir bamabókanna, sem hún
Danshöfundakeppni
í kvöld kl. 20 stendur Islenski dansflokkurinn
fyrir fyrstu danshöfundasamkeppninni hér á
| landi í Borgarleikhúsinu. Átta ungir danshöf-
I undar eiga verk í keppninni: Guðmundur Helga-
son, Jóhaim Freyr Björgvinsson, Lára Stefáns-
dóttir, Margrét Gísladóttir, Nadia Banine, Ólöf
1 Ingólfsdóttir, Ragna Sara Jónsdóttir og Svein-
! björg Þórhallsdóttir.
Markmið keppninnar er að veita íslenskum
: danshöfundum tækifæri til að þróa list sína og
vona aðstandendur að keppnin verði til að auka
I framboðið á skemmtilegum íslenskum dansverk-
? um. í dómnefnd sitja Þórhildur Þorleifsdóttir
\ leikhússtjóri, Öm Guðmundsson, skólastjóri
j Listdansskóla Islands, Steven Sheriff ballett-
S kennari, Ástrós Gunnarsdóttir dansari og
t Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld.
Besti vinur ljóðsins
Á bókmenntadagskrá Besta vinar ljóðsins á
Grandrokk við Klapparstíg í kvöld verða merk
skáld að venju. Sigfús Bjartmarsson les úr Varga-
tali sínu, Ragnar Ingi Aðalsteinsson
les úr nýrri ljóðabók, Sigurður Páls-
son les úr nýju skáldsögunni sinni,
Parísarhjóli (ekki með ákveðnum
greini), Þórarinn Eldjárn les úr nýju
smásagnasafni, Sérðu það sem ég sé,
og Guðrún Eva Mínervudóttir les úr
smásagnasafni sínu, Meðan hann
horfir á þig ertu María mey. Lestur hefst kl. 21 og
stendur í um það bil klukkustund.
Graham Swift
Breski verðlaunahöfundurinn Graham Swift er
væntanlegur til landsins í dag og verður á Súfist-
anum, Laugavegi 18, annað kvöld kl. 20.30 i tilefni
af þvi að bók eftir hann er í fyrsta sinn að koma
út á íslensku. Það er Booker-verðlaunabókin Last
Orders sem í þýðingu Fríðu Bjarkar Ingvadóttur
hefur hlotið heitið Hestaskál. Hún kemur út á
morgun og veröur lesið úr henni á bókmennta-
kvöldinu.
bragðið
Nærgöngulli bæk-
Hildur er nýkomin frá bóka-
messunni í Frankfurt og var
spurð hvort hún yrði vör við ein-
hverja sérstaka strauma í evr-
ópskum bamabókum núna.
„Mörg undanfarin ár hafa höf-
undar sótt efni í sögulega fortíð á
ýmsum tímum,“ svarar hún.
„Þetta er enn þá vinsælt en
fantasian er að ná undirtökum í
slíkum sögum. Einnig virðast
spennubækur ýmiss konar hafa
náð miklum vinsældum, jafnvel
spennubækur með hryllingsí-
vafí, töluvert grimmilegri en
maður hefúr áður séð. Raunsæið
er lifseigt, einkum á Norðurlönd-
unum, en þá er gjarnan á ferð-
inni ágengara raunsæi, meira af-
hjúpandi og miskunnarlaust, þar
sem ekkert er fallið. Einnig er
töluvert um tímaflakk og vís-
indapælingar."
- Finnst þér barnabækur
verða útundan í umræðunni fyr-
ir jólahátíðina og í umræðu um
bókmenntir almennt?
„Já, í raun og veru er alltaf
fiallað um bamabókmenntir sem
annars flokks vöru og því eru
barnabókahöfundar orðnir af-
skaplega þreyttir á,“ segir Hild-
ur. „Gjaman er talað um bama-
bækur í kippum, og í bók-
menntaumræðu er því oft bætt
við í lokin að „einnig komi út“
nokkrar barnabækur, án þess að
þeim séu gerð betri skil.
Barnabókahöfundum er
einnig haldið aðskildum ffá
öðram höfundum, eins og
sérstökum þjóðflokki. Ég hef
mikil samskipti við bama-
bókahöfunda og min skoðun
er sú að þeir leggi ekki
minni alúð við verk sin en aðrir höfundar.
Það er sérgáfa að geta skrifað góðar barnabæk-
ur líkt og það er sérgáfa að geta skrifað góðar
sögur fyrir fullorðna, góð ljóð eða góð leikrit.
Barnabækur era heldur ekki síður mikil-
vægar vegna þess að með þeim er verið að
koma lesendum framtíðarinnar á bragðið.
Bamabókahöfundar era að ala upp lesendur
framtíðarinnar og þeir ættu að fá sérstaka upp-
örvun og stuðning til þess,“ segir Hildur að lok-
um.
-þhs
Umsjón
Siija Aðalsteinsdóttir
Ekki er hægt að halda
þvi fram að íslendingar
híddi upp á aldarafmæli
Bertholts Brecht með
pompi og prakt þó að
ástæðulaust sé að vanmeta
það sem gert er. Ríkisút-
varpið hefur staðið sig
fimavel og sér ekki fyrir
endann á þvi sem þar hef-
ur verið skipulagt til að
heiðra skáldið. Og á sunnu-
dagskvöldið var frumsýnd
í Iðnó dagskrá þar sem Sif
Ragnhildardóttir syngur
kvæði eftir Brecht en Sig-
Leiklist
Silja Adalsteinsdóttir
Búningar Sifjar voru margir skrautlegir.
urður Skúlason kynnir. í
rauninni hefði þessi dag-
skrá ekki farið illa í út-
varpi, því að Sigurður fær
ekki mikinn texta til að
moða úr og Sif er ekki
þjálfuð sviðsleikkona þó að
hún syngi skemmtilega.
Nokkur galli sem ekki
heföi komið ffam í útvarpi
er að söngur Sifjar er
magnaður upp en ekki tal
Sigurðar.
Þorsteinn Þorsteinsson
og Þorsteinn Gylfason, báðir þekktir málsvar-
ar Brechts á íslandi, semja saman texta Sig-
urðar sem er fræðandi og skemmtilegur svo
langt sem hann nær. Sigurður flutti hann vel
og naut þess einkum að bregða sér í hlutverk
skáldsins, setja upp kringlóttu gleraugim og
gera röddina eilítið nefmælta. Rödd Brechts
sjálfs af segulbandi í hléi ítrekaði að einmitt
þannig hefði hann talað.
Þorsteinn Gylfason þýðir söngtextana sem
Sif syngur, fimmtán talsins. Þorsteini er
vandi á höndum því þýðingamar verða bæði
að vera efnislega nákvæmar - vegna þess að
efnið skiptir höfuðmáli - og passa við lögin.
Innihald textanna komst vel til skila - einnig
vegna þess að Sif er mjög skýrmælt - en þeir
voru ekki liöugir.
Lögin sem sungin voru eru eftir Kimt
Weill, Hanns
Eisler og Paul
Dessau, flest
eftir þann fyrst-
nefnda. Hann
var sérkenni-
legur lagasmið-
ur og lög hans
auðþekkjanleg,
en ekki er að
sama skapi
auðvelt að
syngja þau.
Þetta eru engir
slagarar. Mis-
jafnt var hvað
Sif réð vel við
lögin en sum
urðu reglulega
áheyrileg í
flutningi henn-
ar, til dæmis
„Súrabaja-
Johnny" úr
Happy End og
„Og hvað fékk
hermannsins
fróma frú?“
Undir-
leikurinn
var fjörug-
ur - Ámi
Scheving
og Karl O.
DV-mynd Hilmar Þór Olgeirsson
satu uppi a
sviði og
léku undir sönginn og að þeim var bæði
prýði og skemmtun.
Til hinna óbornu. Kvæði eftir Bertholt
Brecht
flutt í Iðnó
í þýðingu Þorsteins Gylfasonar
Svið og búningar: Elín Edda Árnadóttir
Tónlistarstjóri: Karl O. Olgeirsson
Leikstjóri: Helga E. Jónsdóttir
Bakskólinn
Magnús H. Ólafsson, íþróttakennari og sjúkra-
þjálfari, hefur gefíð út bókina Bakskólann með
efni handa þeim sem beijast við óþægindi í baki.
Þar lýsir hann bakinu, gerð þess og hlutverki í
líkamsstarfseminni, beinum og vöðvum; tekur
svo fyrir ýmis atriði í daglegu lífi sem_
skipta máli fyrir líðan í bató_
og fjallar um meðferöir við
bakverkjum. Loks er svo
lengsti hluti bókarinnar, „Eig-
in forvöm með þjálfun" þar
sem Magnús gefur lesendum
sínum lykil að betri líðan í baki.
Þar eru vandlega myndskreyttar
lýsingar á æfingum til að styrkja
bakvöðvana, hvíla þá og mýkja
með teygjum.
Magnús lagði stund á vinnuvistffæði i Noregi
fyrir fáeinum árum og hefur síðan kennt hana
við Háskólann á Akureyri.
Bókaveisla Bylgjunnar
Jólabókaveisla Bylgjunnar hefst á morgun með
kynningum á nýjum bókum, viötölum við höf-
unda, þýðendur, útgefendur, bók-
menntafræðinga og aðra bókelska
menn - og gagnrýni hinnar skel-
eggu Kolbrúnar Bergþórsdóttur á
fimmtudagsmorgnum og síðdegis á
þriðjudögum. Bókaumfjöllunin
mun verða liður í öllum helstu þátt-
um Bylgjunnar á virkum dögum,
Morgunútvarpi, King Kong, Hádeg-
isbar og Þjóðbrautinni.
Þú sleppur aldrei!
I
I
I
í
1
l
I
I