Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1998, Page 12
12
MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998
Spurningin
Hvar vildir þú helst vera
stödd/staddur núna?
Ingi Rúnar Ámason neml: Á sól-
arströnd.
Karlotta Pedersen hárgreiðslu-
nemi: Heima.
Hilmar Guðmundsson sölumað-
ur: Að dorga í gegnum ísvök.
Haukur Kristinsson bygginga-
verkamaður: Á Kanarí.
Alexander Guðmundsson fisk-
vinnslumaður: Á Ibiza.
Páll Sigurðsson smiður: Undir
sæng með góðri konu.
Lesendnr
íslenskt nú-
tímauppeldi
- vinnumarkaður og Qárhagur ræður
Landið er orðið frægt að endemum fyrir upplausn, drykkju-
skap ungmenna og lausung, enda hefur ástandið aldrei
verið verra hér, segir bréfritari m.a. - Helgarnótt í höfuð-
borginni.
Ingigerður Guðmunds-
dóttir skrifar:
Hvað er að í uppeldi
bama og unglinga í ís-
lensku þjóðfélagi í dag?
Þetta er sígild spuming og
sífellt umræðuefni. Fyrir
það fyrsta er þjóðin mötuð
á því , m.a. af stjómmála-
mönnum, að konur skuli
vera úti á vinnumarkaðin-
um. Það er svo ófint að
vera heima og hugsa um
bömin sem þessar konur
hafa þó borið í þennan
heim. Hvers konar hugs-
unarháttur er hér að baki?
Sé fjárhagurinn svona erf-
iður þá er auðvelt að
spoma gegn bameignum
og biða með þær eða láta
þær eiga sig. Er ekki
stöðugt gumað af því hve
vísinda- og tæknivætt íslenskt þjóð-
félag er orðið í dag?
Það virðist viðtekin venja að kon-
an, móðirin með böm í uppeldi,
vinni myrkranna á milli og ekkert
síður þær konur sem eiga mann í
fullu starfi, jafnvel starfi sem gefur
vel af sér fjárhagslega. En það er
ekki nóg því „standardinn" má alls
ekki fara niður á við, hann verður
sífellt að vísa upp á við. Og síðan
verða foreldramir að „lyfta sér
upp“ í hvert sinn er frí gefst. Ekki
má gleyma því.
Böm alast upp hjá eldri systkin-
um eða þá fóstmm. Við eram að ala
upp kynslóð sem mun hafa greind-
arvísitölu fyrir neðan meðallag og
það oft allmikiö því rótleysið sker
niður andlegan þroska bamanna.
Fyrir utan þaö að mikill meirihluti
þessara ungmenna leiðist út í
drykkju og vímuefnaneyslu vegna
aðhaldsleysis á heimilinu. Þessi nið-
urstaða virðist ekki hafa
neitt að segja. Það era
bara opnuð fleiri með-
ferðarheimili og við þau
skapast mikil vinna þar
sem konur þarf til starfa.
Nú er ekki lengur litið
upp til okkar íslendinga í
öðrum löndum, það er
farið að vorkenna okkur
meðal nágrannaþjóðanna
vegna skorts á aga og
uppeldisreglum og eru
unglingamir besta sýnis-
homið hvað þetta varðar.
Gera erlendir fréttamiðl-
ar sér þvi tíðar ferðir
hingað til lands til að
skrifa um og taka upp
fylliríssenur úr höfuð-
borginni. - Landið er sem
sé orðið frægt að endem-
um fyrir upplausn,
drykkjuskap ungmenna og lausung,
enda hefur ástandið aldrei verið
verra hér.
Konur munu móðgast og líklega
reiðast yfir þessum lestri en það er
bara betra því það er aldrei of seint
að skammast sín. Látum okkur
frekar vanta hlutina og vera heima,
eiga fremur heilbrigð böm og img-
linga sem þjóðfélagið þarf ekki að
ala önn fyrir seinna meir á meðferð-
arhælum landsins.
Fíkniefnin eru nú þegar
til afgreiðslu í apótekum
Haukur skrifar:
Andstæðingar hugmynda um
frjálsa sölu vímuefna reyna að búa til
pólitískt vopn og höggva til ungra
sjálfstæðismanna og segja þetta vera i
„anda frelsis og fyllirís" eins og t.d.
Dagfari DV orðaði það. En bíðum nú
viö. Era ekki fíkniefnin nú þegar af-
greidd í apótekunum? Það þaif aðeins
að framvísa lyfseðli frá lækni. Vimu-
efhafiklamir hér á landi ganga til
lækna og fá hjá þeim lyfseðil upp á
sín óskafíkniefni. Svo einfalt er það.
Sala fíkniefna sem löglegs vam-
ings hér myndi að sjálfsögðu upp-
ræta smygl og sölu þessara efna á
götunum við uppsprengdu verði og
um leið myndi glæpunum sem
framdir era í því skyni að komast
yfir fjárfúlgur til að ná í þessi efni
fækka verulega.
Einhver stjóm yrði þó að vera á
sölu efnanna en það er af og frá að
frjáls sala myndi auka notkun þeirra,
rétt eins og drykkjuskapur jókst ekki
með afhámi bjórbannsins fáránlega.
Menn geta nú hins vegar keypt sér
áfengt öl löglega en þurftu áður að
sæta afarkostum smyglara og fjár-
kúgara við kaupin.
Geðheilsa brestur
vegna kvótabrasks
Bjöm Jónsson skrifar:
Þess dags er Alþingi íslendinga
heimilaði frjálst framsal á sameign
þjóðarinnar, fiskimiðunum, til ör-
fárra sem síðan sáu sér leik á borði,
margir hverjir, og seldu frá sér
kvóta og högnuðust um tugi eða
hundruð milljóna króna verður
ætíð minnst sem hins svarta dags í
sögu Alþingis íslendinga.
Ég hef oröið fyrir þeirri
óskemmtilegu lífsreynslu vegna
kvótabrasks að geðheilsan er að
bresta. Ástæðan er sú að vinur son-
ar míns tók bílpróf. Það er ekki í
frásögur færandi nema vegna þess
að er hann kom heim með ökuskír-
teinið beið hans nýr bíll upp á eina
og hálfa milljón á hlaðinu heima hjá
foreldrum hans. Fyrr á árinu hafði
faðir hans selt frá sér kvóta upp á
DJIðllIRQE)^ Þjónusta
allan sólarhringit
i sima
ÍO 5000
kl. 14 og 16
Andvirði 32 milljóna króna kvótasölu breytt í nýjan bíl
handa syninum, og verðbréf í Lúxemborg fyrir afganginn.
rúmar 32 milljónir króna og keypt
nýjan bíl handa syninum og verð-
bréf í Lúxemborg fyrir afanginn.
Þegar sonur minn tók bílprófið 10
dögum seinna beið hans enginn nýr
bíll, aðeins koss á kinn frá móður
hans. Sonurinn virðist eiga erfitt
með að skilja að faðir kunningja
síns skuli geta selt úr sameign þjóð-
cirinnar og notað til bílakaupa en að
hann fái aðeins koss frá móðurinni.
Ég hef reynt aö
útskýra fyrir
syninum und-
anfamar vikur
að Alþingi ís-
lendinga hafi
sett þessi lög
um frjálst fram-
sal á sameign
þjóðarinnar til
örfárra manna í
þjóðfélaginu en
drengurinn
neitar að trúa
því. Nú er svo
komið að ég er
ráðþrota að
skýra þetta fyr-
ir syninum sem
segist þá alveg
eins geta farið í
kartöflugarð ná-
grannanna og
tekið upp úr
þeim og selt í kolaportinu til að
eignast sinn bíl. Ég er því farinn að
hafa verulegar áhyggjur af að geta
ekki útskýrt hvað sé réttlæti og
hvað sé siðferði.
Neyðarúrræðið verður að sýna
syninum svartan lista þeirra þing-
manna sem samþykktu frjálst fram-
sal á sameign þjóöarinnar en dreng-
urinn á að kjósa til Alþingis í vor í
fyrsta skipti.
Rithöfundur
segir fréttir
frá London
Ásbjöm hringdi:
í morgunútvarpi rásar 2 í morgun
(mánudag) beið ég eftir að heyra í
fréttaágripinu hvað liði málarekstrin-
um um Pinochet og framsali hans til
Spánar. Ég beið en heyrði ekki neitt
um það. En í símtali frá London var
kominn einn af þekktari rithöfundum
okkar og sagði fréttir frá London -
um Pinochet og að almenningur I
Bretlandi biði nú í ofvæni eftir að
Pinochet yrði refsað rækilega. Lík-
lega væri mesta og þyngsta refsingin
við Pinochet, sagði hann, aö láta
hann sitja í teboði hjá Thatcher baró-
nessu í nokkrar vikur. - RÚV er
aldrei lengi að fmna sér símafréttarit-
ara í útlöndum til að segja frá því
sem lesa má um i hverju blaði eða sjá
í fréttatíma sjónvarpsstöðvanna. En
einhvem veginn verður íslenskur rit-
höfundur aö lifa í útlandinu.
Hverjir leika á
hawaiigítar?
Jón Stefánsson skrifar:
Hér á árum áður heyrði maöur
talsvert tónlist með hawaiigítar, jafn-
vel hljómsveitir með uppistöðu þessa
hljóðfæris. Þetta var og er enn prýði-
leg tónlist og veit ég ekki betur en
hún sé vinsæl enn þann dag í dag.
Fyrst og fremst auðvitað í heimaland-
inu, á Hawaii, en einnig t.d. í tónlist-
arborginni Nashville í Tennessee.
Mig minnir að hér á landi hafi líka
verið einhveijir sem léku á þetta
hljóðfæri. Fróðlegt væri að frétta
hvort einhver eða einhverjir leiki á
hawaiigítar hér á landi, einleik eða í
hljómsveit.
Kringlur fást í
Fjarðarkaupum
Nina hringdi:
í lesendadálki DV sL fimmtudag
var fyrirspiun frá konu sem saknaði
að fá ekki keyptar kringlur með
gamla laginu og stökkar eins og þær
geröust bestar. Sagði hún kringlur í
bakarium hér bæði ljótar og linar og
bakarísvörum færi sífellt aftur. Ég
tek undir þetta aö flestu leyti. í bak-
aríinu í versluninni Fjarðarkaupum
hef ég þó keypt kringlur sem era
bæði bragðgóðar og stökkar. Konan
ætti að prófa þessa tegund kringla.
Lesendadálkur hafði samband við
bakaríið í Fjarðarkaupum og fékk
það svar að kringlumar væra vin-
sælar en þær væra ekki kringlulaga
heldur hringlaga, líkt og annars stað-
ar. Það má því enn lýsa eftir hinum
raunverulegu kringlum með gamla
laginu.
Snjall leiðari
Jónasar
Árni Einarsson hringdi:
Ég las með mikiili eftirtekt leiðara
sem Jónas ritstjóri DV skrifaði í blað-
iö 22. þ.m. undir fyrirsögninni „Ævi-
löng útlegð frá völdum". Þetta var
stutt úttekt á slökum árangri tilraun-
arinnar um sögulega sameiningu Al-
þýðuflokksins og Alþýðubandalags-
ins, sem hafa nú skrapað saman um
20% fylgi kjósenda, samkvæmt skoð-
anakönnun. Ég er einn þeirra sem
hefði kosið væntanlegan flokk sam-
fylkingarinnar. En á meðan fylking
þessi horfist ekki í augu við kröfur
kjósenda verður hún einn af smá-
flokkunum á Alþingi og í ævilangri
útlegð ffá völdum, likt og það er orð-
að í fyrmefndum leiðara DV.
Dagpeningagreiðsl-
ur þingmanna
Ó.S.K. hringdi:
Ég vil taka undir skrif fólks sem
hefur verið að ýja að því að opinber-
ir starfsmenn, m.a. þingmenn, stundi
það, ef svo má oröa hlutina, i dagpen-
ingahvetjandi umhverfi kerfisins að
ná sér í sem mesta dagpeninga á ferö-
um sínum erlendis og koma heim
með dágóðan slatta í vasanum til
einkaneyslu hér heima. Einhverjir
þingmenn hafa þó víst séð að sér og
gefa afganginn til mannúðarmála
hér. En allt krefst þetta rækilegrar
skoðunar því á þessu þarf að taka.