Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1998, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998
13
Fréttir
Norðlendingar taka fram skíðin
DV, Akureyri:
Eftir mikla snjókomu víðs vegar á
Norðurlandi að undanfómu eru
skíðamenn famir að hugsa sér til
hreyfmgs og reyndar riðu Dalvíking-
ar á vaðið þegar þeir opnuðu skíða-
lyftur í Böggvisstaðafjaninu um síð-
ustu helgi. Þar er mjög mikill snjór,
sem og á Ólafsfirði, þar sem lyftur
verða opnaðar í dag.
Haraldur Gunnlaugsson á Ólafs-
firði segir að allt sé til reiðu í skíða-
brekkimum þar, nægur snjór og búið
að gera allt klárt. „Það er geysilega
mikill snjór og mjög óvenjulegt
að hægt sé að opna allt svæðið á
þessum árstima," segir Harald-
ur. Skíðasvæðið á Ólafsfirði
verður opið daglega, stuttan tíma
virka daga en lengri um helgar.
Á Siglufirði hefur snjóað tals-
vert þótt þar virðist minni snjór
en á Ólafsfirði og Dalvík. Guðný
Helgadóttir á Siglufirði segir að
nægur snjór sé kominn í skiða-
brekkumar í Skarðsdal og stefiit
sé að því að opna þar um helg-
ina.
Húsvíkingar og Akureyringar
Fannfergi á Norðurlandi. DV-mynd GK
verða hins vegar að bíða eitthvað
eftir að skíðabrekkur þeirra verði
tilbúnar en á þessum stöðum hef-
ur snjóað mun minna en á hin-
um. Húsvíkingar segjast þurfa
snjókomu í viku til þess hægt
verði að opna og Kristinn Sig-
urðsson, starfsmaður í Hliðar-
fjalli við Akureyri, segir að þar
vanti mikinn snjó í brekkumar.
„Þetta er ekki nema smáföl
enn þá hjá okkur og hér hefur
snjóað miklu minna en niðri í
bæ. Eins og staðan er hjá okkur
núna erum við ekki komnir með
nema um þriðjung af þeim snjó sem
við þurfum til að geta opnað og því
virðist langt í opmm hér,“ segir Krist-
inn.
Hann segir að göngubrautimar í
Hlíðarfjalli hafi heldur ekki verið
opnaðar. „Það er mikill snjór í
Kjamaskógi og upplýstar göngubraut-
ir þar. í fjallinu hefúr verið unnið að
uppsetningu lýsingar með fram
göngubrautum en þær brautir era
ekki tilbúnar enn og við þurfum ekki
að flýta okkur eins mikið vegna þess
hversu ástandið er gott í Kjama-
skógi,“ segir Kristinn. -gk
Rjúpnaveiðin:
Tíðarfarið gott
fyrir fuglinn
- en ekki fyrir veiðimanninn
Það hefur ýmislegt gengið á í ijúpnaveiðinni
síðan mátti byrja að skjóta fyrir hálfum mánuði.
Veðurfarið hefur verið gott fýrir fuglinn en ekki
fyrir veiðimanninn. Fyrstu dagarnir vom góðir
og fékkst þá mikið af fugli. Reyndar var fuglinn
styggur enda hefur hann vitað af veðurbreyting-
unni sem var 1 aðsigi. Mest hefur sést
af fugli á Vestfiörðum og á Austfiörð-
um en minna á Suðurlandinu.
Erfitt er að segja til um fiölda skot-
inna fugla en þeir liggja líklega á bil-
inu 5-6 þúsund. Mikið er til af ijúpu
síðan í fyrra svo ekki verður hátt
verð fyrir hana í ár. En við heyrðum aðeins hljóð-
ið í skotveiðimönnum í gærkvöld til að sjá hver
staðan væri.
„Það er frekar lítið að frétta af rjúpnaveiði
héma sunnan heiða, enda tala skotveiðimenn
minna um aflatölur þegar lítið fæst,“ sagði Jó-
hann Vilhjálmsson byssusmiður. „Eitthvað hefúr
fengist í Bláfiöllum en ekki mikið. Ég frétti af
veiðimönnum sem vom fyrir vestan um daginn
og þeir vom að hafa þetta 20-30 fugla eftir daginn.
Það var töluvert af fúgli á svæðinu. Ég hef ekki
farið enn þá en ætla með Byssuvinafélaginu til
rjúpna um næstu helgi. Það gæti orðið góður túr.
En slæmt veðurfar hefur líka spilað inn í eins og
rjúpnaskyttan sagði mér sem ég heyrði í austur í
Þistilfirði í vikunni. Það var ekki hægt að fara til
ijúpna vegna veðurs nokkra daga í
röð,“ sagði Jóhann enn fremur.
Rjúpnaskytta sem við heyrðum í
vestur á fiörðum í gærkvöld sagðist
hafa farið tvær góðar ferðir, það heföu
legið um 70 ijúpur í þessum tveimur
ferðum. „En veðurfarið hefur stoppað
frekari veiðiskap í bili,“ sagði hann í lokin.
Skotveiðimenn sem við ræddum við í gærkvöld
sögðu að veðurfarið hefði sett strik í reikninginn
í byijun rjúpnatímans. Á þetta við næstum öll
svæði landsins nema sunnan heiða.
„Það var allt fullt af ijúpnaskyttum í byrjun
tímans en svo hefur veðurfarið stoppað veiðiskap-
inn. Menn vom að fá eitthvað af fugli,“ sagði
Ómar Banine, ferðamálafulltrúi í Austur-Húna-
vatnssýslu.
Veiðivon
G. Bender
Veðurfar að undanförnu hefur hentað rjúpunni betur en veiðimönnum
Bílasalan
Skeifunni 5
liMW 320 1A 97,
ek. 24 þús. km, CD, grásans, ssk.,
4 d„ saml., toppl.,
þjófavöm ofl. Verð 2.850.000
BMW 325
þús. km, blásans, 2 d„ sarnl., ssk„
álf„ ABS, toppl, leður, M3 innr.
ofl. Verð 2.850.000
BMW 740 iA '93, ek. 64 þús.
km, steingrár, ssk„ ABS, toppl.,
saml., þjófav., leður, hraðast. oú.
Verð 3.300.000
Chrysler Sebring LXI '97,
ek. 12 þús. km, svartur, 2 d„ CD,
saml., leður, sjálfsk. ofl.
Verð 2.850.000
Ford Econoline XLT 7,3 D '92,
ek. 100 þús. km, 5 d„ blár, 8 m„
ABS, saml., krókur, stigbretti ofl.
Verð 1.690.000
Grand Cherokee limited '95,
ek. 67 þús. km, 8 cyl„ reykgrár,
ABS, saml., ssk„ CD„ toppl. ofl.
Verð 3.450.000
Renault Clio S 1400 '93,
ek. 80 þús. km, hvítur, bsk„
saml., pluss ákl„ álf„ krókur ofl.
Verð 690.000
Toyota Carina E GLI STW 2000
'98, ek. 8 þús. km, vínrauður, ssk„
ABS, saml., þjófav. ofl.
Verð 2.090.000
Grand Cherokee limited '96,
ek. 35 þús. km, vínrauður, ssk„
CD, ABS.toppl., saml., þjófav. ofl.
Verð 3.950.000
Hyundai Sonata GLSI '96,
ek. 50 þús. km, grásans, bsk„
saml., þjófavöm, pluss ákl„ álf„
innsp. ofl. Verð 1.250.000
Nissan Patrol GR Dicsel Turbo
'91, ek. 122 þús. km, grásans,
saml., 31 “ dekk, krókur ofl.
Verð 1.600.000
Hyundai Elantra GT 1800 '95,
ek. 43 þús. km, rauður, ssk„
saml., álf„ innsp., vindskeið ofl.
Verð 1.050.000
Chevrolet Corvette '92,
ek. 32 þús. km, rauður, ssk„ CD,
saml., þjófavöm, leður ofl.
Verð 2.900.000
Ford Mercury Cougar V-8 '94,
ek. 212 þús. km, rauðsans, ssk„
saml., álf„ leður, hraðast. ofl.
Verð 1.580.000
Volvo S40 '97, ek. 53 þús. km,
grænsans, bsk„ ABS, toppl.,
saml., leður, hraðast., innsp. ofl.
Verð 2.250.000
Ford Explorer Sport 4,0 '91,
ek. 170 þús. km, svartur, ssk„
CD, toppl., saml., hraðast., álf„
drifl. ofl. Verð 1.440.000
Suzuki Vitara V-6 '96,
ek. 37 þús. km, svartur, saml.,
þjófavöm, innsp., ssk. ofl.
Verð 1.910.000
Hyundai Elantra GT 1800'95,
ek. 34 þús. km, rauður, bsk„
saml., álfelgur, krókur ofl.
Verð 890.000
Vegna mikillar sölu undanfarið vantar allar gerðir
bifreiða á skrá og á staðinn. Sími. 568 50 20.