Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1998, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1998, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998 Fijálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjórl: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vfsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgalds. Bregðumst ekki börnum okkar Ein mesta sorg sem hendir nokkra fjölskyldu er að horfa á eftir elskuðu bami í fjötra fikniefna. Foreldrar standa fullkomlega ráðalausir meðan barnið þeirra leysist upp fyrir augum þeirra eða breytist í glæpamann sem fiármagnar neysluna með afbrotum. Eina úrræðið fyrir foreldra í þessari stöðu, eða bamaverndaryfirvöld sem hafa velferð þess á sinni könnu, er að leita eftir meðferð fyrir bamið. Það er í senn lögbundinn réttur þeirra og sjálfsagður partur af öryggisneti velferðarsamfélagsins. En í miðju góðærinu geta foreldrar í nauð ekki reitt sig á aðstoð ríkisins. Bam, sem þarfnast meðferðar vegna eiturlyfjafíknar, þarf að bíða í heila átta mánuði. Hvað verður um þann ungling sem í sárri neyð verður að bíða hjálpar allan þennan tíma? Á aðeins einu ári hafa biðlistarnir eftir meðferð margfaldast. Því miður bendir allt til að þeir muni halda áfram að lengjast. Þetta er skammarlegur blettur á siðuðu samfélagi. í góðærinu er ekki hægt að segja að við höfum ekki efni á að bjarga okkar eigin börnum. Stjórnvöld halda því fram að ástæða ofurlangra biðlista sé óvænt flóðbylgja eiturlyfja á síðastliðnu sumri. Lögreglustjórinn í Reykjavík sagði hins vegar í DV: „Það er okkar tilfinning að það sé ekki rétt að holskefla fíkniefna hafi riðið yfir í sumar.“ Hin hryggilega staðreynd er sú, að svo virðist sem stjómvöld hafi ekki búið sig undir auknar skyldur sem fylgdu samþykkt Alþingis um að hækka lögræðisaldur úr 16 árum í 18 ár. Um leið tókst ríkið á herðar að útvega tveimur nýjum árgöngum lögbundin meðferðarúrræði. Hver voru meginrökin fyrir því að hækka lögræðis- aldurinn? Fyrst og fremst að með hækkuninni væri verið að skapa nauðsynlegan lagaramma sem gerði samfélaginu kleift að ná utan um vanda þeirra 1&-18 ára unglinga sem höfðu ánetjast eitrinu. Ríkið hefur lagalega skyldu til að útvega meðferð fyrir unglinga sem ekki hafa náð lögræðisaldri. Hækkun aldursmarksins leiddi því sjálfkrafa til þess að tveir nýir árgangar, þar sem neyslan er meiri og harðari en í yngri árgöngunum, komu undir verndarvæng hins opinbera. í dag er aðeins annar hinna nýju árganga kominn inn á biðlistana. Seinni árgangurinn birtist ekki fyrr en á næsta ári. Það þýðir að eftirspurn foreldra og barna- vemdamefnda eftir meðferð fyrir fíkniefnaneytendur á barnsaldri á enn eftir að aukast verulega. Markmiðinu með hækkun sjálfræðisaldurs er ekki hægt að ná nema með auknum fjárveitingum. Þetta vissi ríkisstjómin gjörla. Við afgreiðslu málsins á Alþingi sagði félagsmálaráðherra sjálfur að þetta fæli í sér útgjöld upp á annað hundrað milljónir króna. Þrátt fyrir þá yfirlýsingu og þrátt fyrir biðlista upp á átta mánuði er ekki að finna í fjárlagafrumvarpi næsta árs túskilding með gati sem rennur í ný meðferðar- úrræði fyrir unga fíkniefnaneytendur. Samfélagið er því enn að bregðast sinni eigin framtíð. Ríkið verður að standa við þau fyrirheit sem það gaf þegar lögræðisaldurinn var hækkaður. Það kostar ekki nema tæplega 200 milljónir króna að leysa vanda biðlistanna. í samanburði við margs konar aðra eyðslu ríkisins er það sannarlega ekki há upphæð. Það er ekkert eins sárgrætilegt og sjá æskuna sölna í hrímuðu skilningsleysi þeirra sem eiga að skilja. Hún á annað og meira skilið en vera fleygt út á svellbunka endalausra biðlista. Við verðum að standa okkur betur. Össur Skarphéðinsson Frá Krýsurvíkurvegi að Vatnsleysustrvegi Frá Vatnsteysustrvegi aö Grindavíkurvegi Frá Grindavíkurvegi aö Njarðvíkurvegi Fjöldi slysa '92-'96: 7 ImeðaHj.) '97:4 Frá Njarövíkurvegi Fjöldi slysa '92-'96: 3 (me3aHj.) '97:1 Slysatíðni 92- 96: 0,80 '97: 0,40 Víknavegl Slysatíðni '92-'96: 0,91 '97: 0,28 Slysatíðni á Reykjanesbraut Fjöldi slysa Slysatíðni '92-'96:15,2 imeðaKj.) '92-'96: 0,69 '97: 8 '97:0,32 Fjöldi slysa '92-'96: 15 (meðalfi.) '97:14 Slysatíðni '92-'96: 0,61 '97: 0,51 Með slysafjölda í huga og sívaxandi umferð er það Ijóst að tvöföldun vegarins þarf að flýta, segir Kristján m.a. Lýsing þjóðvega er öryggismál er ótrúlegur samkvæmt nýjustu mælingum lög- reglunnar. Tvöföldun Reykja- nesbrautar verði flýtt Eins og öllum er kunnugt um tókst sl. vor eftir mikla baráttu að koma tvöfóldun Reykjanes- brautarinnar inn á vega- áætlun í fyrsta skipti. Þessi áfangi er sá stærsti á þeirri leið að tvöfalda Reykjanesbrautina og nú frekar orðin spurning hvort hægt sé að flýta framkvæmdinni en hvort hún verði að veruleika. „Á Reykjanesbrautinni standa yfír fíeiri lagfæringar til bóta, m.a. lagfæringar á vatnshalla og breikkun axla o.þ.h. Frekari lýs- ing eins og til Grindavíkur, Sand- gerðis og Garðs er á næsta leiti sem vonandi dregur úr umferðar- hraðanum sem er ótrúlegur sam- kvæmt nýjustu mælingum lög- reglunnar. “ Kjallarinn Kristján Pálsson alþingismaður Lýsing Reykja- nesbrautar frá Hafnarfirði til Reykjanesbæjar hefur ótvírætt leitt í ljós hvílíkt öryggi er því samfara að lýsa upp umferðar- þyngstu þjóðvegi landsmanna. Samkvæmt nýj- ustu upplýsing- um frá vegaeftir- liti Vegagerðar- innar voru slys 41% færri á þess- ari leið árið 1997 en var fimm árin áður en lýsingin kom. Þá er miðað við fjölda slysa hverja milljón ekna km árin 1992-1996 saman- borið við árið 1997 en á viðmið- unartímabilinu fer slysatíðnin úr 0,7 í 0,4. Líðan okkar sem ökum þessa leið daglega er þvi betri og hræðsla annarra minni en áður. Ég tel því aug- ljóst að raflýsing helstu þjóðvega landsmanna verði regla en ekki undantekning í framtíðinni. Á Reykjanesbrautinni standa yfir fleiri lagfæringar til bóta, m.a. lag- færingar á vatnshalla og breikkun axla o.þ.h. Frekari lýsing eins og til Grindavíkur, Sandgerðis og Garðs er á næsta leiti sem vonandi dregur úr umferðarhraðanum sem Eg tel raunhæft að ljúka verk- inu á næstu 5 árum en samkvæmt langtlmaáætlun hefst framkvæmd- in með undirbúningi á næsta ári. Þegar rætt er um tvöfóldun Reykjanesbrautar er verið að tala um leiðina frá Breiðholtsbraut í gegnum Kópavog, Garðabæ, Hafn- arfjörö og til Reykjanesbæjar. Þeg- ar litið er á slysatíðni á leiðinni frá Kópavogi til Hafnarfjarðar þá hefur þeim fækkað heldur í heild- ina, sé tekið mið af árinu 1997 samanborið við fimm árin þar á undan. Frá Kaplakrika að Krýsuvikur- vegi hefur slysum aftur á móti Qölgað eða úr 1,58 slysi á hverja milljón ekna km upp í 1,67 slys, sem er hæsta slysatíðni á Reykja- nesbrautinni. Með þennan slysa- fjölda í huga og sívaxandi umferð á þessari leið er það ljóst að tvö- földuninni þarf að flýta, enda mögulegt þar sem verkið er komið á áætlun. Suðurstrandavegur Leiðin milli Grindavíkur og Þorlákshafnar, sem nefhd hefur verið Suðurstrandavegur, fær auk- iö vægi með nýjum hugmyndum um kjördæmamörk. Þessi leið tengir á mjög þægilegan hátt Suð- urnes og Suðurland og þá um leið nýtt kjördæmi sem lagt hefur ver- ið til að nái frá Suðumesjum í vestri að Lóni í austri. Af hálfu þingmanna Reykjaneskjördæmis hefur verið samstaða um að setja fjármagn til þess að byggja upp Suðurstrandaveg með bundnu slit- lagi innan langtímaáætlunar í vegagerð undir liðnum óskipt. Ekki er að efa að vegur um þennan mjög svo fallega lands- hluta mun auka stórlega ferða- mannastraum um svæðið og opna um leið fyrir atvinnuleg tengsl byggðanna á Suðumesjum og á Suðurlandi. í þeirri viðleitni að styrkja landsbyggðina álít ég þessa framkvæmd þarfa og leysi nauðsynlegan öryggisþátt varð- andi almannavarnir á svæðinu. Kristján Pálsson Skoðanir annarra Rányrkja eða verndun „Án sjávarauðlinda Norður-Atlantshafsins væri ísland nánast óbyggilegt. Alla þá öld, sem senn kveð- ur, hafa íslendingar að stærstum hluta sótt afkomu sína, atvinnu og efni í sjávarauðlindina. Fáar þjóðir, ef nokkur, á jafn ríkulegra hagsmuna að gæta í hyggilegri nýtingu sjávarauðlinda - sem og í vernd- un hafsvæða norðursins gegn hvers konar mengun og rányrkju. Það er sérstök ástæða til að fagna sam- starfi þeirra ríkja, sem eiga lönd að Norðurskauts- svæðinu og undirrituðu Rovaniemi-yfirlýsinguna um umhverfisvemd á Norðurslóðum árið 1991. Sem og stofnun Norðurskautsráðsins." Úr forystugrein Mbl. 27. okt. Jólaskreytingar í október „Þetta var til umfjöllunar hér á kaffistofunni í morgun og fólki fannst alveg ótækt að jólaauglýsing- ar væra komnar svona snemma í umferð. Mér sjálfri verður ómótt við þetta og ég loka bæði augum og eyram gagnvart þessu. Finnst að í fyrsta lagi eigi að fara á minna mann á jólin um 20. nóvember. Ég ætl- aði að fara í IKEA í gær, sunnudag, að versla, en hætti við. Get ekki afborið einhverjar jólaskreyting- ar í október." Svanhildur Konráðsdóttir í Degi 27. okt. Tölvuvæðing Háskólans „Það eru rúmlega 50 notendur um hverja tölvu í Háskólanum en eðlilegt álag væri u.þ.b. 20 notendur um hverja tölvu, auk þess sem veruleg þörf er á mik- ilvægum kennsluforritum. Ríkisvaldið hefur ekki sýnt þessum málaflokki neinn skilning hingað til og því ætlar Stúdentaráð í samstarfi við Hollvinasam- tök H.I. að sækja stuðning til íslensks atvinnulífs og einstaklinga til að leysa þesa brýnu þörf á aukinni nútímavæðingu Háskólans. Katrín Júlíusdóttir í Mbl. 27. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.