Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1998, Blaðsíða 16
16
17
+
MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998
MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998
13V------------------
Iþróttir
Helgi Kolviösson og félagar í Mainz
eru í 7. sæti þýsku B-deildarinnar í
knattspyrnu eftir 2-2 jafntefli viö
Cottbus á útivelli. Helgi lék allan
leikinn á miðjunni. TB Berlín og Ulm
eru efst meö 25 stig en Mainz er með
17 stig.
Javier Clemente, sem fyrir skömmu
sagöi af sér sem landsliösþjálfari
Spánar i knattspyrnu, tók í gær viö
þjálfarastöðunni hjá Real Betis. Hann
er fjóröi þjálfarinn hjá félaginu á
hálfu ári en Real Betis hefur aðeins
unniö einn leik á tímabilinu og er
neðst i spænsku A-deildinni, þrátt
fyrir að hafa keypt dýrasta knatt-
spymumann heims, Denilson, fyrir
timabilið.
Paolo Maldini, bakvörðurinn öflugi
í AC Milan og ítalska landsliðinu i
knattspymu, nefbrotnaði í leik Milan
gegn Roma á sunnudaginn. Hann
gekkst undir aðgerð á nefinu í morg-
un og spilar ekki gegn Lazio i bikam-
um á fimmtudag eða gegn Piacenza í
deildakeppninni um helgina. Hætta
er á að hann missi líka af stórleikn-
um viö Inter annan sunnudag.
Ensku knattspyrnufélögin Totten-
ham og Newcastle em komin í harða
baráttu um að kaupa danska lands-
liðsmanninn Sören Colding frá
Bröndby. Colding vill fara til Eng-
lands en Bröndby hyggst ekki sleppa
honum fyrr en liðið hefur lokið
keppni i meistaradeild Evrópu, vænt-
anlega í desember.
Þjóðverjar og Sviar mættust í
tveimur vináttulandsleikjum í hand-
knattleik í Þýskalandi um síðustu
helgi. Svíar unnu fyrri leikinn, 30-27,
en þeim seinni lauk með jafntefli,
28-28.
Einar Sigurösson varð um síðustu
helgi fyrsti íslenski blakmaðurinn til
að komast áfram í Evrópukeppni.
Einar leikur meö Gentofte í Dan-
mörku, sem tapaði reyndar, 3-2, fyrir
Mamar í Lúxemborg en hafði unniö
fyrri leikinn, 3-0.
Hameln, undir stjórn Alfreös Gisla-
sonar, vann Altenholz, 24-22, á úti-
velli í norðurriðli þýsku B-deildar-
innar í handknattleik um helgina.
Hameln er á toppnum með 17 stig í 9
leikjum. Nordhorn er með 16, Duder-
stadt 12, Dessau 10 og Bielefeld 10
stig. Jason Ólafsson og félagar í
Dessau unnu Duderstadt, 26-24.
Armenar ætla sér að vera komnir
með glæsilegasta knattspyrnuleik-
vang í Evrópu innan árs. Þeir ætla að
gera upp þjóðarleikvanginn í Jerev-
an, sem íslendingar léku á fyrr í þess-
um mánuði, og hann á að vera tilbú-
inn þegar heimsmeistarar Frakka
koma þangað í heimsókn í september
á næsta ári.
Bruce Arena hefur verið skipaður
landsiiðsþjálfari Bandaríkjanna í
knattspyrnu. Arena, sem er 47 ára
gamall, tekur við liðinu af Steve
Sampson sem látinn var taka poka
sinn eftir þrjá tapleiki Bandarikjanna
á HM i sumar.
Stuttgart komst i gær í 4. umferð i
þýsku bikarkeppninni í knattspyrnu
þegar liðið lagði Dortmund að velli,
3-1. Rost skoraði tvö af mörkum
Stuttgart og Akpoborie eitt.
Borussia Mönchengladbach hafði
betur gegn Bochum, 1-0, Wolfsburg
sigraði Bielefeldt, 3-1 og Oberhausen
kom á óvart með því að leggja
Hamburger í vitaspymukeppni, 4-3.
Þaö veröa St.Johnstone og Glasgow
Rangers sem leika til úrslita í skosku
deildarbikarkeppninni í knattspyrnu
sunnudaginn 29. nóvember.
St.Johnstone sigraði Hearts, 3-0, i
undanúrslitunum i gær en Rangers
hafði áður tryggt sér sæti í
úrslitaleiknum.
Dion Dublin, framherji enska A-
deildarliösins Coventry, er á leið til
Blackburn en forráðamenn Coventry
hafa samþykkt rúmlega 700 milljóna
króna tilboö frá félaginu.
-VS/GH
I kvöld
1. deild karla í handknattleik:
Stjarnan-HK................20.00
Selfoss-ÍBV................20.00
Grótta/KR-Haukar ..........20.00
Afturelding-Fram ..........20.00
Valur-ÍR...................20.30
FH-KA .....................20.30
1. deild kvenna:
Valur-FH ..................18.30
Southampt
skoða Gun
Gunnleifur Gunnleifsson, mark-
vörður úr KR, hefur vakið nokkra
athygli hjá enska knattspymufélag-
inu Wimbledon, en þar hefur hann
æft ásamt KR-ingunum Sigurði Erni
Jónssyni og Bjarna Þorsteinssyni í
rúma viku.
Nokkur félög hafa spurst fyrir um
Gunnleif hjá Wimbledon, bæði ensk
og utan Englands. Southampton er í
þeim hópi. „Það eina sem mér hefur
verið sagt er að Southampton hafí
sýnt áhuga, en að öðru leyti hafa
þeir hjá Wimbledon mest lítið viljað
segja mér um þessi mál. Okkur hef-
ur gengið vel á æfingum hjá félaginu
og ég trúi ekki öðra en að
Wimbledon sé að spá alvarlega í þá
Sigurð og Bjama, miðað við það sem
þeir hafa verið að sýna,“ sagði
Gunnleifur við DV i gærkvöld.
Þremenningamir spila með vart ■
liði Wimbledon gegn Charlton áðu •
en þeir halda heimleiðis síðar í vik
unni.
Sextíu milljónir?
Gunnleifur fer síðan aftur til Eng ■
lands eftir helgina og þá ti!
Manchester United. Enskir fjölmið!
Helsingborg í baráttuna
Mikil spenna er í toppbaráttu sænsku A-deildarinnar í knattspyrnu
þegar tveimur umferðum er ólokið. í gærkvöldi sigraði Helsingborg góð-
an útisigur á Gautaborg, 0-1, og skaust þar með upp 12. sæti deildarinn-
ar. AIK er efst með 42 stig, Helsingborg 41 og Hammarby 39. Hvorki
Hilmar Björnsson né Jakob Jónharðsson léku með Helsingborg.
Leikirnir sem toppliðin eiga eftir eru, AIK: Trelleborg (ú), Örgryte (h),
Helsingborg: Elfsborg (h), Hácken (ú), Hammarby: Malmö (h), Örebro
Ú). -GH/EH
Graham Taylor, stjóri Watford:
Jóhann vel á
undan áætlun
Graham Taylor, framkvæmdastjóri enska knattspymufélagsins Wat-
ford, segir að Jóhann B. Guðmundsson hafi unnið sig mun fyrr inn í að-
allið félagsins en hann hefði búist við.
„Ég reiknaði ekki með því að fara að nota hann fyrr en síðar í vetur,
en Jóhann hefur verið á mikilli uppleið að undanfórnu. Hann á vissulega
margt ólært enn þá, enda aðeins tvítugur, en ef hann heldur áfram að
skora verða menn fljótir að gleyma því,“ sagði Taylor í samtali á heima-
síðu félagsins eftir frammistöðu Jóhanns gegn Port Vale í B-deildinni á
laugardag. Hann lék þá fyrsta leik sinn í byrjunarliði Watford og gerði
bæði mörk liösins í 2-2 jafntefli. -VS
01
ENGLAND
Deildarbikarinn, 3. umferð:
Charlton-Leicester...........1-2
Mortimer - Cotte 2.
Liverpool-Fulham ............3-1
Morgan sjálfsmark, Fowler v.sp, Ince
- Peschisolido.
Luton-Coventry................2-0
Gray, Davis.
Northampton-Tottenham . . . 1-3
Parrish - Armstrong 2, Campbell.
Norwich-Bolton . . . . e. vítak. 1-3
O’Neill - Elliott.
Sunderland-Grismby e. framl. 2-1
Bridges, Quinn - Nogan.
Tranmere-Newcastle............0-1
- Dalglish.
N.Forest-Cambridge e. v.keppni 4-3
Freedman, Armstrong, Harewood -
Benjamin, Butler, Taylor
Kevin Keegan mætti á fornar slóðir
þegar strákarnir hans í Fulham
töpuðu fyrir Liverpool. fkilham
skoraði sjálfsmark í byrjun síöari
hálileiks en náði svo að jafna stuttu
siðar en mörk frá Robbie Fowler og
Paul Ince innsigluöu sigur
Liverpool.
Cambridge, sem leikur í B-deildinni,
sýndi mikla seiglu gegn Nott. Forest.
Liöið lenti 3-0 undir en tókst aö jafna
metin i 3-3 og þannig var staöan eftir
framlengingu. Forest haíði svo betur
í vítakeppninni, 4-3. -GH
Iþróttir
Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari:
Konráð vann
í Álaborg
Konráð Stefánsson sigraði á dög-
unum í -78 kg flokki á opna Álaborg-
armótinu í karate. Konráð keppti á
mótinu fyrir karateskólann i Ála-
borg í Danmörku en þar hefur hann
æft að undanfómu ásamt þeim Hall-
dóri Svavarssyni og Ingólfi Snorra-
syni.
Þeir Ingólfur og Halldór tóku þátt
í heimsmeistaramótinu sem fram
fór í Brasilíu fyrr í þessum mánuði.
Ingólfur komst í aðra umferð, bæði
í +80 kg flokki og í opnum flokki, en
Halldór tapaði fyrir heimsmeistar-
anum frá 1996 í fyrstu umferð í -65
kg flokki.
Lárus Orri
slapp vel
Láms Orri Sigurðsson, lands-
liðsmaður í knattspymu, sleppur
að öllum llkindum við að fara í
aðgerð á hné.
Reiknað hafði verið með að
þess væri þörf og hann myndi
ekki spila með Stoke næstu 2-3
vikumar.
Skoðun leiddi 1 ljós að Lárus
Orri þyrfti aðeins aö hvíla sig í
nokkra daga og líkur em á að
hann geti spilað með Stoke gegn
Notts County um næstu helgi.
-VS
Ivar stend-
ur sig vel
ívar Ingimarsson, knatt-
spyrnumaður úr ÍBV, hefur stað-
ið sig vel hjá enska B-deildarlið-
inu Bristol City en 'þar hefur
hann verið til reynslu að undan-
fórnu.
ívar átti góðan leik með vara-
liðinu gegn Torquay fyrir
skömmu og nú hefur John Ward,
framkvæmdastjóri félagsins,
ákveðið að skoða hann enn betur
í leik varaliðsins gegn Leeds í
þessari viku.
-VS
Andorramenn tvíefldir
- og ætla sér stóra hluti gegn íslandi og Armeníu
-•r-.vrvi-»nlor^rloliA omóvílrioír-to movþo+nlon i n r\rj hpir híifp tvípflct np/SriHpilHarliftnm cnmir
Knattspyrnulandslið smáríkisins
Andorra hefur komið á óvart í und-
ankeppni Evrópumótsins í haust.
Andorramenn stóðu uppi í hárinu á
heimsmeisturum Frakka í París og
töpuðu aðeins 2-0, og sömu tölur
urðu í heimaleik þeirra við hið
sterka lið Úkraínu. Og Andorra
tókst það sem íslenska landsliðinu
tókst ekki, að skora í Armeníu, en
þar fóm leikar 3-1 fyrir heima-
menn.
Andorramönnum var spáð mikl-
um hrakfómm í þessari keppni og
tveggja tölustafa ósigrum í flestum
leikjum. En eftir þrjá leiki er
markatalan 1-7 og þeir hafa tvíeflst
við þessa góðu byrjun.
„Frammistaðan í þessum leikum
þýðir að það er raunhæft fyrir okk-
ur að stefna að því að ná góðum úr-
slitum úr leikjunum við ísland og
Armeníu," segir Miluir Macedo,
hinn brasilíski þjálfari Andorra.
Andorra spilaöi sinn fyrsta lands-
leik árið 1996 og hefur ekki náð að
sigra enn í 13 leikjum. Liðið er það
lægst skrifaða í Evrópu og er í 169.
sæti af 195 þjóðum á styrkleikalista
FIFA, en hefur þó hækkað sig um
heil 16 sæti á þessu ári. Flestir leik-
mannanna spila með spænskum
Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, ætlar að dvelja í tvær vikur í Þýskalandi og skoða íslensku leikmennina.
handknattleiksmönnunum
sem leika í Þýskalandi.
„Það er töluvert mikið af
leikjum í gangi á þessu
tímabili og ég ætla að reyna
að komast yfir sem flesta
leiki sem okkar menn eru
að spila. Ég ætla ekki bara
að skoða þá leikmenn sem
hafa spilað með landsliðinu
í undanfórnum leikjum
heldur mun ég einnig
skoða Gústaf Bjarna, Magn-
ús Sigurðsson og Rúnar
Sigtryggsson sem allir eru
að leika í 2. deildinni og
einnig Pál Þórólfsson,"
sagði Þorbjöm í samtali
við DV í gær.
Þorbjörn fer og
skoðar
Magdeburg
Þorbjöm ætlar
einnig að fylgj-
ast með æfíng-
um hjá Mag-
deburg, liði
Ólafs Stefáns-
sonar, og mun
væntanlega sjá
leik liðsins í
Evrópukeppn-
inni gegn frönsku félagi.
Fær spólur af báðum
leikjum Ungverja
Þorbjörn kemur heim
aftur 15. nóvember og 10
dögum síðar mætir ís-
lenska landsliðið Ungverj-
um í Laugardalshöll í fyrri
úrslitaleik þjóðanna um
sæti i úrslitakeppni HM.
Hefur þú frétt eitthvað af
leikjum Ungverjanna gegn
Finnunum sem léku á dög-
unum?
„Ég hef ekkert heyrt um
þessa leiki nema bara úr-
slitin en Finnamir ætla að
senda mér spólur af leikj-
unum báðum. Ungverska
liðið er nánast eins skipað
og þegar við mættum þeim
á Kumamoto. Það er einn
leikmaður kominn til við-
bótar í ungverska liðið en
það er örvhent skytta sem
lék ekki gegn okkur vegna
meiðsla. Ég sá Ungverjana í
leikjunum gegn Svisslend-
ingum og þar vom þeir að
gera mjög svipaða hluti og í
Kumamoto. Leikur Ung-
verjanna snýst mikið um
Jozef Eles og hann er sá
leikmaður sem hefur verið
að skora mest í þessum
leikjum gegn Sviss og Finn-
landi. Þá er sterkur miðju-
maður í liðinu sem er að
spila með Sigfúsi á Spáni
og ég á eftir að fá meiri
upplýsingar hjá Fúsa um
hann,“ sagði Þorbjöm.
„Tek fyrir agaleysi í
hópnum“
Það hafa heyrst raddir
úti í bæ um að ákveðið
agaleysi sé í íslenska
landsliðinu. Menn séu að
fá óþarfa brottrekstra í
leikjunum og þú og Boris
Bjami rautt spjald í síð-
asta leik. Hverju svaraðu
þessu?
„Ég tek alveg fyrir að
það sé agaleysi í hópnum.
Við emm oft og mörgum
sinnum búnir að ræða
hvernig við eigum að haga
okkur og hvað við megum
og megum ekki. Strákarnir
vita það 100% hvað þeir
mega og ég treysti þeim al-
veg. Ég veit ekki til þess að
þeir hafi verið með einhver
agabrot. Hvað leikinn gegn
Sviss á sunnudaginn varð-
ar þá er rétt að Dagur var
að fá óþarfa brottrekstur en
hann vissi alveg upp á sig
skömmina þegar hann sett-
ist á bekkinn og var mjög
miður sín. Ég er búinn að
tala við nokkra af strákun-
um út af rauðu spjöldunum
hjá mér og Boris. Þetta hef-
ur ekki komið fyrir áður.“
„Spennustigið hátt
fyrir leikinn“
„Fyrir leikinn leitaði
maður eftir því að hafa
spennustigið svolítið hátt
til þess að fá hraðan leik og
fyrir vikið spennti maður
sjálfan sig upp líka. Það
voru vafasamir dómar und-
ir lokin sem fóru í taugarn-
ar á mér en ég hefði aldrei
gert þetta nema svona lítið
væri eftir af leiknum. Eftir
á að hyggja var það óþarfi
að fá rauða spjaldið en ég
vildi sýna í verki að ég
væri óánægður með dómar-
ana,“ sagði Þorbjörn.
-GH
Porca til
Breiðabliks
Salih Heimir Porca knattspymumaður, sem leikið hefur með Val undanfarin ár,
hefur ákveðið að ganga til liðs við nýliða Breiðabliks. Porca er 33 ára gamall
miðjumaður sem leikið hefur hér á landi síðan 1991. Breiðablik verður fimmta fé-
lagið sem hann leikur fyrir hér á landi. Hann lék fyrst með Selfyssingum, þaðan
fór hann til Vals og lék með liðinu árið 1992. Síðan lá leiðin til Fylkismanna þar
sem hann lék í eitt ár og frá Fylki fór hann til KR-inga þar sem hann lék i tvö
sumur, 1994 og 1995. Síðustu þrjú árin hefur hann svo leikið með Val. -GH
ú mSfe- WM
r j
Arnar Gunnlaugsson.
Deildarbikarinn á Englandi:
Bolton áfram
Bolton tryggði sér í gærkvöld þátttökurétt í 4. umferð deildarbikar-
keppninnar í knattspyrnu þegar liðið lagði Norwich á útivelli, 3-1, í víta-
spymukeppni. Staðan eftir venjulegan leiktíma var, 0-0 og því þurfti að
framlengja leikinn. Robbie Elliott, sem var að leika sinn fyrsta leik frá því
hann fótbrotnaði fyrir 14 mánuðum, kom Bolton yfir á 97. mínútu en
Norwich jafnaði metin á 115. mínútu. í vítakeppninni voru Bolton-menn
svo sterkari. Amar Gunnlaugsson fór út af á 104. mínútu leiksins en
Guðni Bergsson lék allan tímann í stöðu hægri bakvarðar og nældi sér í
gult spjald.
-GH
neðrideildarliðum, sumir þeirra
reyndar með heimaliðinu FC And-
orra sem spilar i spænsku D-deild-
inni. Nokkrir koma síðan úr liðum
úr deildinni í Andorra Markvörð-
urinn er kennari, helsti varnarmað-
urinn er bréfberi og skæðasti sókn-
armaðurinn, Julen Lucendo, keyrir
um Andorra og selur sígarettur.
Næsti leikur Andorra í keppninni
er gegn íslandi á heimaveúi þann
27. mars. Mikil bjartsýni ríkir fyrir
þá viðureign, þá ætla Andorramenn
aö vinna sinn fyrsta landsleik í
knattspymu.
-VS
í Noregi
segir Ríkharöur Daöason sem skoraöi 16 mörk á tímabilinu
Ríkharður Daðason mun líklega leika áfram með Viking Stavanger í norsku A-
deildinni á næsta tímabili. Ríkharður stóð sig vel með liðinu og skoraði 16 mörk.
„Ef þú hefðir spurt mig fyrir
tímabilið hvort ég yrði ánægður
með fjórða sætið og skora 16 mörk
þá hefði ég líklega svarað því ját-
andi. Þegar maður lítur hins vegar
yfir farinn veg þá var hægt að gera
betur. Það kom slæmur kafli hjá lið-
inu þegar það tapaði fjórum leikjum
í röð og þar með fóra vonir um silf-
ur eða bronsverðlaun. í heildina er
ég samt bara ánægður," sagði Rík-
harður Daðason, knattspyrnumaður
hjá norska liðinu Viking frá Stavan-
ger, í samtali við DV í gær.
Keppnistímabilinu er lokið og er
Ríkharður á leiðinni heim í vikufrí.
Eftir það fer hann til New York þar
sem hann ætlar að vera í fríi í tvær
vikur. Undirbúningur fyrir næsta
tímabil hefst 18. nóvember og stend-
ur til 15. desember. Eftir það verður
gert hlé til 5. janúar. Ríkharður
sagði að í vetur yrðu farnar tvær
æfmgaferðir til Spánar og verið þar
í samtals þrjár vikur.
- Hvernig er framhaldið þér? Er
komið á hreint hvort þú verðir
áfram hjá Viking?
„Eins og staðan er í dag reikna ég
með því að verða áfram en það hafa
einhverjar þreifingar verið í gangi í
gegnum umboðsmanninn. Mér hef-
ur liðið vel í Stavanger og ég tel það
allt eins líklegt að samningm- minn
verði framlengdur um eitt ár. Það
yrði þá sett ákvæði í hann að ég
gæti fariö annað ef svo bæri undir.
Það væri gott að undirbúa sig vel
fyrir næsta tímabil, nota veturinn
vel og mæta sterkur til leiks næsta
- Þú hefur líklega sjaldan verið í
betra formi en einmitt um þessar
mundir?
„Ég hef aldrei verið í betra formi.
Það skiptir geysilega miklu máli að
fá gott undirbúningstímabil við góð-
ar aðstæður. Þær eru allt aðrar og
betri en heima á íslandi. Líkamlega
séð hef ég bætt mig mikið og tel að
ég geti gert enn betur.
Umboðsmaður minn mun ræða
við stjómina á meðan ég er í fríi. Ég
tel eins og málin líta út í dag allar
líkur á því að ég verði hér áfram.
Það yrði svo næsta haust sem
maður myndi fara að líta í kringum
sig,“ sagði Ríkharður.
-JKS
Pabbi hætt-
ur að reykja
Jóhann B. Guðmundsson sló
hressilega í gegn í ensku knatt-
spyrnunni um helgina. Hann
var í fyrsta skipti í byrjunarliði
Watford og skoraði bæði mörk
liðsins í 2-2 jafntefli gegn Port
Vale.
Þar með er Guðmundur faðir
hans væntanlega hættur að
reykja. Graham Taylor, fram-
kvæmdastjóri Watford, hafði
áhyggjur af heilsufari Guð-
mundar og fékk hann til að lofa
sér því að hætta að reykja þeg-
ar Jóhann myndi komast í byrj-
unarlið Watford.
Þessu lofaði Guðmundur í
viöurvist Taylors og Ólafs Garö-
arssonar, umboðsmanns Jó-
hanns. Á laugardag rann stóra
stundin upp hjá Jóhanni og
væntanlega hefur Guðmundur
drepið í síðustu rettunni um
svipað leyti.
Bland í poka
Juventus og Venezia skildu jöfn, 1-1,
í 3. umferð ítölsku bikarkeppninnar i
knattspymu í gær.
Gunnar Einarsson og félagar hans í
Maastricht féllu út úr hollensku bik-
arkeppninni þegar þeir töpuðu fyrir
Alkmaar, 3-1, i gær. önnur úrslit
uröu þessi: Twente-Venlo 2-1,
Vitesse-Volendam 3-0, Fortuna-Wa-
aiwijk, 5-0, Roda-Veendam, 2-1.
í svissnesku A-deildinni sigraði
Grasshoopers lið Sion, 4-1.
-GH
f