Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1998, Blaðsíða 18
18
MDDVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998
Iþróttir unglinga
Umsjon
Oskar O.Jonsson
i'
Islenski landsliöshópurinn 16 ára og yngri sem vann unglingalið KR á dögunum. Efri röð frá vinstri: Siguröur Hjörleifsson þjálfari, Helgi
Margeirsson Tindastóli, fyrirliði, Ómar Sævarsson ÍR, Sverrir Guðmundsson KR, Helgi Magnússon KR, Þórður Gunnþórsson Haukum,
Valdimar Helgason KR. Neðri röð frá vinstri: Ólafur Guðmundsson Snæfelli, Hjalti Kristinsson KR, Jakob Sigurðsson KR, Ólafur Sigurðsson
ÍR og Óskar Arnórsson KR. Auk þeirra eru í hópnum Hreggviður Magnússon ÍR og Hlynur Bæringsson úr Skallagrfmi. DV-myndir ÓÓJ
16 ára landslið íslands í körfuknattleik:
Ungur nemur
Það hefur oft verið erfitt að
skipuleggja æfingaleiki fyrir
yngri landsliðin í boltagrein-
.unum hér á landi og er það
bæði sökum tíma og peninga-
skorts. Körfuknattleikssam-
bandið hefur aftur á móti
fundið sniðuga og áhrifaríka
lausn sem gerir íslenska
drengjalandsliðinu kleift að
undirbúa sig fyrir opna Norð-
urlandamótið sem fer fram hér
á landi milli jóla og nýárs.
Undanfarin ár hefur
drengjalandsliðinu verið leyft
að vera með gestalið og ljóst er
að þetta gerir þvi mjög gott,
strákamir fá nauðsynlega
leikæfingu auk þess sem þeir
græða mikið á að spila gegn
srákum, 2 til 3 árum eldri en
þeir sjáifir.
Unglingasíðan skellti sér á
leik strákanna gegn KR og
ekki er hægt aö segja annað en
að liðið sé að gera góða hluti.
Liðið byrjaði ekki nægilega
vel, var 24-29 undir í hálfleik
en í seinni hálfleik fóru strák-
arnir í gang og unnu hann
59-40 og leikinn því 83-69.
Þetta var fyrsti sigur þeirra í
mótinu en áður höfðu þeir tap-
að naumlega gegn Haukum,
72-73 og 83-101, gegn Keflavík.
í seinni hálfleik var afar
gaman að fylgjast með liðinu,
það lét ekki mikinn stærðar-
og þyngdarmun hafa áhrif á
sig, lék sem ein liðsheild og
vann sannfærandi sigur. Liðið
hitti 9 af 14 þriggja stiga körf-
um í hálfleiknum og ennfrem-
ur 21 af 37 skotum utan af
velli. Glæsileg frammistaða.
Meðal þriggja efstu
Sigurður Hjörleifsson, þjálf-
ari liðsins, er líka mjög ánægð-
ur með þetta fyrirkomulag
enda er mikið að gera hjá
strákunum sem flestir eru að
spila með fleiri en einum
flokki. Þetta er því fram eftir
vetri eini möguleikinn á að ná
liðinu saman. Sigurður hefur
valiö 12 stráka sem hann býst
við að skipi hópinn á mótinu
en stefhan er að vera meðal
þriggja bestu.
Liðið fór i árangursríka æf-
ingaferð í sumar til Englands
sem var hluti af undirbún-
ingnum. Ferðin var vel nýtt,
æft tvisvar til þrisvar á dag
auk þess að spila æfingaleiki á
kvöldin. Allir höfðu mjög gam-
an af og nytsemi ferðarinnar
skilar sér örugglega nú.
Eftirminnilegast var sann-
færandi sigur á Englandi í öðr-
um af 2 landsleikjum en í hin-
um tapaði liðið naumlega. Sig-
urður býst við talsverðum
hæðarmun á andstæðingunum
og íslenska liðinu og notagildi
þessa fyrirkomulags kæmi lið-
inu þar einnig til góða. -ÓÓJ
Að ofan má sjá Sig-
urð þjálfara ráð-
leggja sínum
strákum f leiknum
gegn KR.
Til vinstri er þjálfari
liðsins, Sigurður
Hjörleifsson.
Jakob
Sigurðarson
átti stórleik
gegn KR.
DV-myndir ÓÓJ
Jakob Sigurðarson er sonur þjálfarans:
Ekkert erfitt þó pabbi þjálfi
Jakob Sigurðarson fór hamfórum í ís-
lenska drengjalandsliðinu gegn félögum
sinum úr KR. Hann skoraði 19 stig auk
þess aö gefa 14 stoðsendingar en þar af
var seinni hálfleikurinn hjá honum ótrú-
legur. Þá skoraði hann 17 stig, hitti
fjórar af sex þriggja stiga körfúm auk
þess að gefa ellefú stoðsendingar.
Hann hefur afar skemmtilega fram-
komu á velli, er með frábæra boltameð-
ferð, góðar sendingar og afar traust
skot. Það er líka nóg að gera hjá strákn-
um og hann spilar nánast leik á hverju
kvöldi þar sem hann er á fullu meö fjór-
um flokkum, meistaraflokki, drengja-
flokki og 11. flokki KR auk drengja-
landsliðins. Eina helgina spilaði hann 7
leiki firá fóstudegi til mánudags.
Jakob hefúr æft körfu frá 9 ára aldri,
hann byrjaöi hjá Breiðabliki en skipti
síöan yfir í KR.
Hann er ný-
byrjaður í MR
og er því ljóst að
allur tími er vænt-
anlega uppbókaður
þessa dagana. Jakob
er sonur Sigurðar þjálfara en hann seg-
ir það ekkert erfitt enda sé hann mjög
vanur að spila undir hans stjóm.
Vv
Jakob Sigurðarson KR og Island U-82
- liðið tekur þátt í íslandsmóti unglingaflokks