Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1998, Page 19
MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998
19
Sviðsljós
Ástralska leikkonan Kimberly Davies, sem aliajafna hengir hatt sinn í Los
Angeles, er heima í Ástralíu þessa dagana til að leggja aðstandendum tísku-
vikunnar í Melbourne lið. Það gengur áreiðanlega vel.
Stefanía prinsessa:
Flytur í
Alpana
Stefanía prinsessa af Mónakó er
farin að undirbúa flutning sinn frá
Monte Carlo til að hefja nýtt líf, ef
marka má frásögn breska slúður-
blaðsins The Express. Er prinsessan
sögð ætla aö ala upp bömin sín í
Auron sem er bær í frönsku ölpun-
um.
Þar ætlar Stefanía að leggja niður
prinsessutitilinn og gerast venjuleg
vinnandi kona. Stefanía hefur þegar
leigt út villuna sína í Mónakó og
leigir nú sjálf ibúð. Þeir sem kunn-
ugir eru fyrirætlunum prinsessunn-
ar segja að hún ætli til fjallaþorps-
ins í lok þessa árs.
Stefanía sést æ sjaldnar í verslun-
inni sem hún setti á laggimar
heima í furstadæminu. í Auron
mun hún ætla að stofna bamafata-
verslun.
Stefanía prinsessa er sögð vera
búin að fá nóg af niðurlægingu, sorg
og einsemd í Mónakó. Nú vill hún
hverfa þaðan. Prinsessan hefur þó
enn áhyggjur af Jean Raymond sem
hún eignaðist nýlega barn með.
Hann sagði upp lífvarðarstöðu sinni
vegna ástar á Stefaníu en hún yfir-
gaf hann á meðan hún var enn
barnshafandi. Jean er sagður illa
haldinn af ástarsorg. Víst þykir að
prinsessan hafi litlar áhyggjur af
öðrum lífverði í lifi hennar, fyrrver-
andi eiginmanninum Daniel Ducru-
et, sem sveik hana.
Flett ofan af leyndarmálumim:
Eva Herzigova var
ekkert augnayndi
Nú detta mér allar dauðar lýs úr
höfði. Ofurfyrirsætan Eva
Herzigova þótti víst ekkert augna-
yndi þegar hún var unglingur. Svo
segir hún að minnsta kosti sjálf,
heldur því fram að strákarnir hafi
ekki haft á henni neinn áhuga.
„Ég var ekki beint draumadis
karlpeningsins. Fram að sextán ára
aldri var ég grindhoruð og átti alls
ekki upp á pallborðið hjá strákun-
um sem vom hrifnir af stelpum með
rass til að klípa í,“ segir Eva.
En svo varð öldin önnur. Eva
skaust upp á stjörnuhvolf tísku-
heimsins þegar hún gerðist tals-
kona ofurbrjóstahaldsins Wonder-
bra og veggspjöld af henni vom sett
upp um allan heim. Nú þykir hún
með fegurstu konum.
GFA
Varmaskiptar
fyrir heimili og iðnað
Tæknileg ráðgjöf um val
UP firatveitfcCftlif.
Borgartúni 28, sími 562 2901 og 562 2900.
www.visir.is
FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR
Miðvikudaginn 2. desember mun hin érlega
jólagjafahandbók fylgja DV í 18. sinn.
Jólagjafahandbók DV er fyrir löngu búin aö festa sér sess í
jólaundirbúningi landsmanna enda er þar aö finna hundruö hugmynda
aö gjöfum fyrir jólin.
í fýrsta sinn veröur jólagjafahandbókin prentuð á hvítari og vandaðri
pappír sem veröur til þess aö allar auglýsingar og myndir skila sér
mun betur. Lögö veröur áhersla á skemmtilega umfjöllun um
jólaundirbúning, hugmyndir aö föndri, uppskriftir og margt fleira.
Auglýsendur, athugið aö skilafrestur auglýsinga ertil 20. nóvember
en meö tilliti til reynslu undanfarinna ára er auglýsendum bent á
aö hafa samband viö Selmu Rut Magnúsdóttur, auglýsingadeild
DV, sem allra fýrst í síma 550 5720 svo unnt reynist aö veita
öllum sem besta þjónustu.
Ath. Bréfsími auglýsingadeildar > »ifJ er 550 5727.