Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1998, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1998, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998 eiga mer )litískt skjól „Ég lit svo á að það sé búið að leggja Alþýðu- , bandalagið niður. Og þar sem ég vil , eiga mér pólitískt skjól get ég ekki annað en tekið þátt í stofnun þessa stjórn- * málaflokks." Guðrún Helgadóttir, fyrrv. al- þingismaður, í Degi. Gæsimar og veiöimennimir Landbúnaðarráðherra hefúr J verið að hvetja gæsaskyttur til f þess að hafa með sér hunda til að stugga við fénu. Væri ekki nær að ráðherrann léti stugga við þessum veiðimönnum? Ég fagna því að landbúnaðarráð- herrann ætlar að hætta á þingi, þaö segi ég satt.“ Ragna Aðalsteinsdóttir bóndi, í Degi. Næstum kominn skegglaus á þing „Þegar ég rakaði af mér f skeggið síðast var ég næstum kom- inn inn á þing og ég þori ekki fyrir mitt litla líf að hætta á að slíkt gerist aftur.“ Jörmundur Ingi Hansen allsherjar- j goði, í DV. Ósáttur þingmaður „Ég vildi ekki eiga þetta yfir höfði mér í kosningum. Það ' veit heilög hamingjan." Egill Jónsson alþingismaður, um einstaka liði í tillögum á vegum landbúnaðarráðu- neytisins, í Degi. Gengur ekki að moka í botnlausa hít „Auðvitað má segja að 80 milljónir séu lág fjárhæð en verð- ur upphæðin ekki alltaf of lág j meðan menn vænta einhvers meira? Hvar eigum við að setja þak? Það gengur auðvitað ekki að moka i botnlausa hít.“ Björn Bjarnason mennta- málaráðherra, f Landi og sonum. Markaðsöflin hlusta ekki „Fyrir hver jól tölum við prestar fyrir því að auglýsing- ar og kauphátíð byrji sem næst jólum en markaðsöflin virðast ekki hlusta á okkur.“ Vigfúr Þór Árnason prestur, í Degi. Hólmgeir Baldursson sjónvarpsstjóri: Dallas slær aftur í gegn „Við höfum verið i loftinu í tólf daga og hafa viðtökurnar farið fram úr öflum vonum. Það er sérstaklega Dallas sem hefur slegið í gegn, ég hefði ekki trúað þessu fyrir fram. Við lentum í því eftir að þáttaröðin fór af stað og við höfðum tengst raf- veitukaplinum í Hafnarfirði að við fengum fimmtíu og þrjár upphring- ingar um að sýna fyrsta þáttinn af Dallas aftur. Við urðum við þeirri beiðni og þar sem við erum ekki nema þrír sem vinnum hérna fannst okkur alveg nóg um allar þessar símhringingar," segir Hólmgeir Baldursson, sjónvarpsstjóri Skjás 1, nýrrar sjónvarpsstöðvar sem hóf út- sendingar í gegnum örbylgju 16. október síðastliðinn. Útsendingar eru á kvöldin, öllum áhorfendum að kostnaðarlausu, og það eina sem til þarf er örbylgjuloftnet. Hólmgeir var spurður hvort ekki væri mikil áhætta að stofna til nýrr- ar sjónvarpsstöðvar þar sem aðeins þyrfti að treysta á auglýsingar: „Auðvitað er það mikil áhætta en að mínu mati var ekkert svigrúm á markaðnum fyrir nýtt áskriftarsjón- varp, sá markaður er fúflnýttur. í dag sé ég ekki eftir því að hafa far- ið leiðina sem valin var, auglýsinga- tímar seljast vel og þar sem við erum núna að sigla inn í besta aug- lýsingatímann þurfum við engu að kviða í bráð. Við erum bara í góðum málum.“ Skjár 1 sýnir um þessar mundir eingöngu gamalt og vinsælt efni, er það stefnan? Hólmgeir Baldursson. „Alls ekki þó að það muni alltaf vera með. Við erum að huga að breytingum, bæði varðandi efni og Maður dagsins útlit, í nóvember eða desember, og munum bæta við The Late Show með David Letterman og um leið koma inn bandarískir spennumynda- þættir.“ Hólmgeir hefur lengi verið með sjónvarpsstöð í maganum: „Það var í kringum 1985 sem ég setti á stefnuskrá hjá mér að stofna eigin sjón- varpsstöð og nú var lag. Þá var ekkert ann- að en að kýla á það og er fyrirtækið rek- ið nokkum veginn skuldlaust í dag. Við erum ekkert í leit að ódýru e&ii, aflt efni sem við sýnum er greitt á toppverði. Að baki stöðvarinnar liggur tæplega tveggja ára vinna sem er að skila sér í dag.“ Framtíðarsýn Hólmgeirs er „Interactive“-sjónvarp þar sem sam- an fer tölvuleikir og sjónvarp: „Þetta er draumur sem ekki er svo fjarlægur. Við erum með umboð fyrir Lego- kubbaframleiðandann, sem er að fara í fram- leiðslu á tölvuleikj- um, og munum við sjálfsagt prófa okkur áfram með þá tölvu- leiki." Hólmgeir er ein- hleypur og á sér fá önnur áhugamál en sjónvarpið: „Það snýst allt um sjónvarpið hjá mér. Þetta er búið að vera botnlaus vinna og lítill tími fyrir annað." -HK Átta ungir danshöfundar eiga verk í keppninni. Danshöfunda- samkeppni í kvöld stendur íslenski dansflokkurinn fyrir dans- höfundasamkeppni í Borg- arleikhúsinu. Átta ungir danshöfundar eiga verk í keppninni. Þeir eru Guð- mundur Helgason, Jóhann Freyr Björgvinsson, Lára Stefánsdótt- ir, Margrét Gísla- dóttir, Nadia Banine, Ólöf Ing- ólfsdóttir, Rágna Sara Jónsdóttir og Sveinbjörg Þór- hallsdóttir. Markmið keppn- innar sem er sú fyrsta sem haldin er hér á landi er að veita íslenskum danshöfundum tækifæri til að þróa list sína. Dansflokk- urinn vonast til að keppni Dans af þessu tagi verði framveg- is árlegur viðburður. Danskeppnin er á Stóra sviðinu og hefst kl. 20. Myndgátan Saknæmur Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsor&i. ■ Úr leik FH og HK í síðustu umferð. Afturelding-Fram í handboltanum Nú er komin stund á milli striða hjá landsliðinu í handknattleik í riðlakeppninni fyrir Heimsmeistara- mótið og hægt að taka til við deildar- keppnina að nýju og verður leikin heil umferð í kvöld. Stórleikur kvöldsins er án efa viðureign Aftur- eldingar og Fram en báðum þessum liðum hefur verið spáð góðu gengi í vetur, að vísu hafa Framarar misst einn sinn besta mann, Titov, vegna meiðsla og munar um minna. Aftur- elding er aftur á móti á góðri siglingu og þar sem þeir eiga heimaleikinn þá eru þeir sigurstranglegri. Þessi leik- ur hefst kl. 20. Á sama tíma leika í Ásgaröi i Garðabæ Stjaman-HK, Sel- foss-ÍBV á Selfossi og GróttaKR-Haukar á Seltjarnamesi. Hálftíma síðar eða kl. 20.30 hefja leik FH-KA í Kaplakrika í Hafnarfirði og Valur -ÍR í Valsheimilinu. íþróttir Einn leikur er í kvöld í 1. deild kvenna, Valur-FH leika í Valsheimil- inu kl. 18.30. Ekkert er um að vera í körfuboltanum í kvöld en annað kvöld verður heil umferð í Úrvals- deildinni. Bridge Michael Rosenberg, spilafélagi Zia Mahmoods, er metnaðarfullur spilari sem neytir allra bragða til að næla sér í yfirslagi, jafnvel í sveita- keppni. Hér er eitt spil úr sveita- keppni þar sem Rosenberg tókst með mikilli fýrirhöfn að næla sér í 1 impa með frábærri spilamennsku. Rosenberg sat í suður og sagnir gengu þannig: * ÁKD98 G4 * 1053 * KD4 4 1074 «4 K872 -f ÁG76 * 103 4 2 V ÁD63 * D8 * ÁG7652 Suður Vestur Norður Austur Rosenb. - Zia - 1 * pass 1 4 pass 2 * pass 2 4 pass 2 grönd pass 3 * pass 3 4» 3 grönd pass p/h 34 pass Vestur hóf leikinn með því að spila út hjartatvisti og Rosenberg var þar með kominn með 11 töku- slagi. Flestir hefðu látið þá tölu nægja en Rosenberg taldi möguleika á þeim tólfta. Hann setti gosann í blindum í fyrsta slaginn og byrjaði að raða niður laufslögum. Áður en síðasta laufiö var tekið var vestur búinn að henda einu spili úr hverj- um hinna litanna og austur hafði hent hjarta og tveimur tíglum. Ros- enberg henti einum spaða og einum tígli í blindum. Þegar síðasta lauf- inu var spilað henti vestur aftur spaða og Rosenberg sá að vörnin var auðveld ef hann henti tígli í blindum. Hann henti þess vegna öðrum spaða og skildi aðeins eftir ÁKD í litnum. Austur féll i gildr- una og henti einnig spaða. Nú tók Rosenberg slagina á spaðalitinn og henti einu hjarta og tíguláttunni heima. Vest- ur henti eðlilega tígulásnum í þriggja spila endastöðu svo hann yrði ekki endaspilaður en þá kom hjarta á ásinn og tiguldrottningu var spilað. Austur fékk slaginn á kónginn en blindur átti síðasta slag- inn á tígultíuna. Austur gat varist með því að halda fast í fjórða spað- ann. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.