Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1998, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1998, Qupperneq 14
myndlist Opnanir: Bílar og llst. Tolll opnar á morgun milli kl. 17 og 19. Hann er „rebellinn". Einn af þessum myndlist- armönnum sem hafa eitt- hvaö að segia við al- menning, ekki bara list- fræðinga. Sýningin er í samvinnu við Aco og Vökudeild Landspítalans. Um er að ræða sýn- ingu á verkum Tolla á tölvuskjá. Já, myndirnar eru inni í tölvunni og gestir geta bara keypt sér gæðaútprent. Ágóöinn upp á Landspítala og allir sáttir viö að þetta er sýning sem verður ekki bara sótt á opnuninni. Jafnvel von á að venjulegt fólk kíki inn á næstu vikum. Gallerí Hornlð, Hafnarstræti 15. Stelnn Slg- urðarson opnar á morgun, kl. 16-18, sýningu á myndum unnum með akrýl á striga. Sýning- in stendur til 30. desember og veröur opin alla daga kl. 11-24. í tilkynningu stendur að það veröi bara lokað á jóladag og það merkir að opið verði á aðfangadag. Sérinngangur er aðeins opinn kl. 14-18. Norræna húslö. Á morgun kl. 15 verða opnaö- ar sýningar í sýningarsölum og anddyri helgað- ar verkum finnska arkitektsins Alvars Aaltos. Sýingin er þriskipt. í sýningarsölum verða til sýnis frumteikningar, líkan og Ijósmyndir frá bókasafninu í Víborg. í anddyri verða til sýnis Ijósmyndir um finnska byggingarlist með verk- um Alvars Aaltos og annarra finnskra arki- tekta. Gallerí „Nema hvaö“, Skólavörðustíg 22c. 1 dag kl. 17 opnar Guðrún Margrét Jóhannes- dóttlr sýningu. Sýningin er opin flmmtudag til sunnudag kl. 14-18 og henni lýkur 14. des. Hár og llst. Á morgun kl. 14 opnar Jónas Bragl fjóröu einkasýninguna sína. Hún heitir Munir og samanstendur af ýmsum nytjamun- um. Þarna verða vasar, skálar, kertastjakar og bara ótrúlegustu munir. Sýningin er opin frá 14-18 sunnudögum en á almennum verslun- artíma á hinum dögunum. Síðustu forvöð: Llsthús Ófelgs, Skólavörðustíg 5. Slgrún Jónsdóttlr kirkjulistakona meö sýningu. Opið er á verslunartíma til 9. desember. Svarta pakkhúslö, Hafnargötu 2, Reykjanes- bæ. Félag myndlistarmanna í nýjum sýningar- sal með sýningu Jóhanns Maríussonar á höggmyndum. Sölusýning og er hún til 6. des. Gallerí Geyslr, Hinu Húsinu v/lngólfsstræti. „Artemlsla" sem eru þær Anna Jóna Helmls- dóttlr, Margrét Rós Haröardóttlr, Eva Engll- ráð Thoroddsen og Þórunn Maggý Krlstjáns- dóttlr með sýningu sem stendurtil 7. des og er opin frá kl. 9-23 virka daga og Id. frá kl. 12-18. Aðrar sýningar: Kaffistofa Ustasafn Kópavogs. Settar hafa verið upp útsaumaöar frummyndlr úr bóklnnl Jólasvelnarnlr þrettán Jólasveinavísur eftir Elsu E. Guöjónsson, ásamt Islensku vísunum úr bókinni. Sýningin verður opin til og meö sunnudeginum 13. des., en safnið er lokað á mánudögum. Stöölakot viö Bókhlööustíg. Magnús Þor- grímsson leirlistarmaður er meö sýningu á eld- og reykbrenndum leirkerum. Yfirskrift sýn- ingarinnar er „Lelkur vlöl eld“. Sýningin er opin daglega frá 14-18 og lýkur 13. des. Álafossbúöln, Álafossvegi 23, Mosfellsbæ. Inga Elín er með sýningu á verkum sínum. Sýningin stendur til 6. janúar og er opin virka daga ki. 10-18 og Id. 10-14. Austurgata 17, Hafnarfiröi. Gestur Þorgríms- son, Slgrún Guöjónsdóttlr (Rúna) og Guöný Magnúsdóttlr stilla saman verkum sínum á vinnustofunni. Opiö daglega til 13. desember frá 14-17. Hallgrímsklrkja, Skólavörðuholti. Sýnlngar 6 myndllstarmanna á verkum sem tengjast Þorlákl helga. Llstasafn ASÍ. í Ásmundarsal er Anna Þóra Karlsdóttlr sýnir flðkateppi úr ull. í Gryfju er Slgríöur Ágústsdóttlr meö handmótaða, reyk- brennda leirvasa. Krlstlnn Pétursson sýnir ætingar í Arinstofu. Llstasafn íslands. Sýningin 80/90 Speglar samtímans Museet for samtldskunst í Ósló. Sýningin stendur til 30. janúar. Hafnarborg, Strandgötu 34, Hafnar- firöi. Nú stendur yfir yfirlitssýning á verkum Slgurjóns Ólafssonar. Sýning- in er opin frá kl. 12-18 alla daga nema þriðjudaga og henni lýkur 23. desember. KJarvalsstaölr. 3 sýningar eru í gangi. „Fram- sýnlng: Foroysk nútíöarlist" í austursal. Nýja kynslóöln i norrænum arkltektúr í vestursal. Myndllst og tónllst: Halldór Ásgelrsson og Snorrl Slgfús Blrgisson í miösal. Sýningarnar standa til 20. desember og er opið alla daga frá kl. 10-18. Á sunnudögum kl. 16 er leið- sögn um sýningarnar. Mennlngarmlöstööln Geröuberg. Sýnlng á verkum Hannesar Lárussonar stendur til 31. desember. Geröarsafn Kópavogl. Sýning til heiðurs Sæ- mundl Valdimarssynl áttræðum. Til 13. des. meira á.1 www.visir.is Eínu sinni var Sigmar Guðmundsson að moka skurð í blómabeði í Garðabæ. Þá vatt sér að honum maður sem vildi endilega fá hann í vinnu á útvarpsstöð sem verið var að koma á fót. Síðan eru liðin átta ár og enn er Simmi að vasast í fjölmiðlunum, nú sem fréttamaður í sjónvarpinu. fór fi •þess-jj'u á’Svu/jjSu 3^-9 J fa/J m Það var Baldvin Jónsson sem fann Simma í blómabeðinu en þá var hann nýbyrjaður að reka Aðai- stöðina. í sjö ár vann Simmi á Að- alstöðinni og lika X-inu sem var stofnað fljótlega eftir að hann byrj- aði. Simma finnst það hljóma skit- sófreniskt að hafa unnið á háðum þessum ólíku stöðvum í einu en hann gerði það nú samt. Gjaman var nafn hans nefnt i sömu setn- ingu og nafn Þorsteins Hregg- viðssonar, Þossa, en þeir voru í nokkur ár saman með þætti. Nú er Simmi orðinn virðulegur frétta- maður í sjónvarpi. Skyldi hann ekki sakna Þossa og ljúfa tónlistar- lífsins á X-inu? „Ég get ekki sagt að ég sakni X- ins en ég sakna starfsfólksins og vinnuandans. Eftir að hafa verið þama í öll þessi ár og gert aUt sem hægt er að gera í útvarpi held ég að líklega hafi ég dugað svona lengi vegna tónlistarinnar sem er spiluð á X-inu. Ég sakna þess að vera ekki í lengur í beinum tengsl- um við hana.“ X-ið vs. Rás 2 Þegar Simmi yfirgaf X-ið fór hann að vinna á Dægurmálaút- varpi Rásar 2. Þar er farið yfir málefni líðandi stundar og það sem í fréttum er. Þó hvorutveggja séu útvarpsstöðvar er munurinn á þeim mikiU eins og heyra má. Það hlýtur því að hafa verið tilbreyting að byrja á Rás 2. „Þetta var eins og að koma inn í allt annan heim. Vinnubrögðin era mjög ólík enda er fjaUað um vitrænni hluti á Rás 2 en á X-inu. X-ið viU heldur ekki taka sig hátíð- lega og er ekki að gera sömu hluti og Rás 2. Þó reynslan á X-inu hafi nýst mér ágætlega þá var þetta samt svo ólíkt eins og menn heyra ef þeir hlusta á stöðvamar." Eftir dálítinn tíma á Dægur- málaútvarpinu bauðst Simma vinna á fréttadeUd Sjónvarpsins. Þar er hann búinn að vera í rúm- an mánuð og enn er óvíst hvort hann Uengist þar. „Fréttamennska er eitthvað sem mig hefur ailtaf langað tU að eiga við, alveg síðan ég var í framhalds- skóla. Ég var á fjölmiðlabraut í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ en hún var reyndar mjög vanþróuð og lítið á henni að græða þá. Ég veit að þessir hlutir hafa batnað mikið núna og kennslan er orðin mark- vissari. Ég hef aUtaf haft mikinn áhuga á fréttum, kann vel við mig á Sjónvarpinu,“ segir Simmi. Hann var reyndar ekki alveg óvan- ur fréttum þegar hann byrjaði á Sjónvarpinu þar sem hann var með músík- og dægurmálaþætti á Aðalstöðinni fyrir nokkmm árum. „Samt er ég enn frekar óvanur myndavélinni og finn það á hverj- um degi hvað ég á mikið ólært. Ég er aUtaf að læra eitthvað nýtt í flóknu vinnsluferli fréttanna. Ég held aö það taki langan tíma að komast vel inn í þetta aUt saman. Það era svo margir hlutir sem þarf að huga að og á aUt annan hátt en í útvarpi." Ræðumaður íslands Þegar Simmi var í FG kom í ljós að hann hafði munninn fyrir neð- an nefið. Hann var tvisvar sinnum kjörinn Ræðumaður íslands í Mælsku- og rökræðukeppni fram- haldsskólanna og segir þessa fomu list hafa nýst sér vel í fjölmiðlun- um. „í ræðumennskunni læra menn að skoða hinar ýmsu hliðar mála, viða að sér heimUdum og rökum og setja þau fram á sannfærandi hátt. Ef menn sinna ræðumennsk- unni af mikiUi alvöra vU ég meina að hún geti komið þeim að miklu gagni síðar meir. Mér finnst í rauninni alveg stórfurðulegt að skólayfirvöld skuli ekki gera meira að því að virkja þetta innan skólakerfisins. Ég segi fyrir minn hatt að þetta var eitt af því gagn- legasta sem ég gerði í framhalds- skóla og ég hvet menn hikstalaust tU að halda mælsku- og rökræðu- keppni framhaldsskólanna áfram. Það er hlutur sem má ekki detta upp fyrir sig.“ Krakkarnir í útvarpinu Nú er mikil gróska í útvarpinu, einar sautján stöðvar starfandi og margt ungt fólk sem þar vinnur. Heldur þú aö þetta unga fólk eigi eftir aó breyta einhverju í fjölmiðl- unum þegar þaö vex upp úr tónlist- inni og reynir fyrir sér í einhverju meiru? „Þó þessir krakkar vinni aðal- lega við tónlistarútvarp þá gera þeir meira en að spila bara tónlist. Þeir kynnast miðlinum, læra hvemig á að taka viðtal og öðlast reynslu. Þannig var það að minnsta kosti með mig. Ég efast um að ég hefði fengið vinnu á Rás 2 ef ég hefði ekki haft neina reynslu. Margir líta niður á þessar tónlistarstöðvar en ég er ekki sátt- ur við það. Mér finnst þær nauð- synlegar, þær era að anna mikiUi eftirspum og stór hluti þessara út- varpskrakka á eftir að skUa fjöl- miðlunum miklu í framtíðinni," segir Simmi og bætir því við að vinnubrögðin sem verið er að taka upp víða í útvarpsbransanum séu að breyta miklu. „Það er aUt að verða miklu sér- hæfðara og útvarpsstöðvamar eru farnar að stila inn á sérstaka markhópa í miklu meira mæli heldur en áður var gert. Þessi ný- breytni kemur að miklu leyti með útlendingunum sem komnir era inn í reksturinn. íslenski útvarps- heimurinn var ferlega sérkennileg- ur. AUir voru að reyna að höfða tU allra og það endaði með því að margir höfðuðu í raun og vera ekki tU neins. Núna era menn með þetta afmarkaðra. Ein stöðin stiUir sig tU dæmis inn á konur á aldrin- um tuttugu til fjörutíu, önnur reynir að höfða tU karlmanna og svo framvegis. Þetta eru miklu markvissari vinnubrögð.“ Meira nám? Út úr fjölmiölakönnuninni sem gerö var um daginn mátti lesa aó það eru ekki margir sem hlusta á útvarp. Á suma þœtti hlusta aöeins örfáar hrœður, jafnvel engir. Er þessi mikla sérhœfing þá nokkuð sniðug? „Islenska útvarpsfélagið hefur verið að bæta við stöðvum og Fínn miðiU líka. Það getur vel verið aö það sé orðið aUt of mikið af stöðv- um og einhverjar munu vafalaust detta út. Það eru einar fjórar, fimm stöðvar sem eiga að sjá um unga fólkið. Þær eiga bara að stUa inn á þessar hræður sem era ungt FÓKUSMYND: PJETUR fólk í dag. Auðvitað á eitthvað eft- ir að láta undan. Samt sem áður finnst mér það vera gott mál að þessi vinnubrögð skuli hafa verið tekin upp.“ Eins og fram hefur komið er Simmi nú orðinn fréttamaður, bú- inn að henda skopparafötunum og draga upp jakkaföt sem hann klæðist á skjánum í fréttatíman- um. Þetta myndu margir kaUa vel- gengni en samt er Simmi ekki með annað próf upp á arminn en stúd- entspróf. Er sem sagt tóm vitleysa að smala öllum í framhaldsnám eins og ríkt er um þessar mundir? „Nei, það er engin vitleysa. Þetta þróaðist bara svona hjá mér og ég velti því ekkert fyrir mér að fara í skóla þegar allt gekk vel. Dymar að námi standa mér enn opnar og eflaust á ég eftir að fara í nám seinna meir, þá í eitthvað tengt fjölmiðlum. Útlönd koma vel tU greina, það hlýtur að vera gott að prófa að eiga heima einhvers staðar annars staðar en á Islandi. Ég hef hins vegar enn nægan tíma, er bara tuttugu og níu ára.“ Nýkominn af gelgju- skeiðinu Ef þú fœrð ekki áframhaldandi ráöningu á Sjónvarpinu, ertu þá farinn út? „Alveg eins. Ég hef aldrei átt i vandræðum með að finna eitthvað skemmtilegt til að gera. Þess vegna ætla ég ekki að hafa stórar áhyggj- ur af þessu fyrr en þar að kernur." Nú átt þú tíu ára dóttur, hefur þú áhyggjur af henni þar sem hún er að komast á gelgjuskeiðió? „Ég er nú nýkominn af þessu skeiði sjálfur þannig að ég veit al- veg hvað hún er að fara að ganga í gegnum. Ég kem tU með að fylgjast með þessu öUu saman hjá henni en hef engar áhyggjur." -ilk i 14 f Ó k U S 4. desember 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.