Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1998, Page 20
fyrir börn
Hið iit- og lærdómsrika leikrit Avaxtakarfan
veröur sýnt á morgun klukkan tvö í Óperunni.
Reyndar er uppselt en það er aldrei aö vita
nema einhver sæti losni og þá er betra að
hafa símann á hreinu: 551-1475.
Leikritiö „Hvar er
Ste kkjastau r? ”
verður sýnt í Mögu-
lelkhúsinu vlð
Hlemm á sunnudag-
inn. Þetta er sko
leikrit sem kemur
öllum börnum í jóla-
skap og þar að auki
er það pínulítið spennandi þar sem sveinarnir
þrettán neita aö koma til byggða. Sýningin
byrjar klukkan tvö og síminn er 562-2669.
Enn eru nokkur sæti laus á
leikritiö Bróðlr mlnn LJóns-
hjarta sem verður sýnt á
Stóra svlðl ÞJóðlelkhúss-
Ins á sunnudaginn klukkan
tvö. Það eru meira að
segja líka laus sæti á sýn-
ingu númer tvö þann dag-
inn en hún byrjar klukkan
fimm.
Á sunnudaginn klukkan
fjögur ætla Anna Pálína
og Aðalsteinn Ásberg,
sem eru að verða þekkt
fyrir að vera alltaf ber-
rössuð á tánum, að
halda uppi miklu fjöri I
Kaffileikhúslnu. Hún
syngur, hann spilar á gítar og krakkarnir taka
undir. Það er enn hægt að panta sæti. Síminn
er 551-9055.
Það verður erfitt að ákveða hvert á aö fara
með börnin á sunnudaginn, svo mikiö er um
að vera fyrir þessi litlu skinn. En þeir sem eiga
eftir aö sjá Dlmmallmm geta gert það á
sunnudaginn í Iðnó. Sýningin byrjar klukkan
tvö og enn er hægt að krækja sér í sæti. Sím-
inn er 530-3030.
I ht S& I
a.s.S.’CÞ: JU. Q. Q.
www.visir.is
Bjarni Ómar:
Það er alkunna að Íslendíngar eru þjóða duglegastir við alls konar
listsköpun. Fyrir þessi jól, eins og önnur, eru því margir óþekktir
einyrkjar sem vilja pota sínu efni í svelginn og Fókus tékkaði á
þremur. Megum við kynna Öllu Borgþórs, Gulla Falk og Bjarna Ómar.
Erfitt 8o komast
í stóra
Alla Borgþórs:
Fannst tími til k
r'\£\P’0 |r\ ATtn
UCI d (Jt?L Id
undir þjóðina
Aðalheiður Borgþórsdóttir
kennir við Tónlistarskólann á
Seyðisfirði þar sem hún hefur
búið í tæp 30 ár. Hún gefur nú út
sinn fyrsta sólódisk, „Brothætt",
ágæta poppplötu í rólegri kantin-
um. Alla söng á sínum tíma með
landsbyggðarsveitinni Lólu sem
sló i gegn 1982 með lagið „Forn-
aldar hugmyndir". Alla segist
ekki hafa meikað lætin og því
hætti Lóla á barmi frægðarinnar.
„Við spiluðum alltaf hart rokk
þó að sveitavargurinn vildi ann-
að,“ segir Alla. „Þegar allir voru
orðnir fullir vildi fólk bara
„Kokkinn" eða guð má vita hvað.
Það var rosalegt sukk á okkur og
svo fór að ég kúplaði mig út úr
þessu ballharki."
Hvað ertu svo búin að vera að
gera í 16 ár?
„Ég er búin að vera að kenna og
að spila með ýmsum lókalbönd-
um, syngja djass og með
kirkjukómum. Það hefur alveg
dugað mér að vera lókal þangað
til núna.“
Hvernig skilgreinirðu þessa þörf
fyrir að koma tónlist þinni frá þér?
„Það liggur við að þetta sé eins
og að fæða barn. Maður er búinn
að ganga með þetta lengi, alveg að
springa. Maður er búinn að vera
einfari með tölvur og dót inni í
herbergi og mig langaði til að
klára þetta - fara alla leið.“
Hvernig skilgreinir þú tónlist-
ina?
„Þetta er einhver blanda en
sjálfsagt bara popptónlist. Það er
ekki mikið pönk eftir. Áhrif? Ég
er algjör alæta, hlusta mikið á
nýja tónlist með þessu gamla
góða. Það nýjasta sem ég keypti er
nýja PJ Harvey-platan, ég held
mikið upp á hana. Það er svo mik-
ið af tónlist að maður þarf að hafa
sig allan við. Ég heyri mikið af
nýrri tónlist í gegnum krakkana
sem ég er að kenna, fór t.d. í gegn-
um allan Metallica-pakkann með
gítartöffurunum sem ég kenni á
gítar.“
Finnst þér músíkheimurinn
harður?
„Já, mér finnst leiðinlegt hvað
það þarf mikla peninga í auglýs-
ingar til þess eins að komast í
spilun. Fyrir manneskju eins og
mig, sem hef ekki efhi á að taka
þátt i þessu, er erfitt að komast í
stóra pottinn. Ég held ég sé alveg
að gera ágætishluti miðað við það
sem ég heyri og því fannst mér
tími til kominn að bera þetta und-
ir þjóðina.“
Hvernig er að búa á Seyðisfiröi?
(Þar búa 800 manns.)
„Alveg megaflott. Ef fólk er að
leita að stað til að búa á mæli ég
með Seyðisfírði. Á sumrin breyt-
ist þetta í mikinn menningarbæ
og hér er aldrei neitt „status quo“.
Maður hverfur auðvitað ekki í
neinn fjölda en ef fólki líður vel í
einveru þá er það ekkert mál
hérna. Ég á það til að vera bara í
fjarskiptasambandi við fólk svo
vikum skiptir.“
Langar þig þá ekkert aö flytja í
bæinn?
„Ekki fyrir fimm aura. Stund-
um hef ég þó kannski hugsað; vá,
það væri gaman að vera í hring-
iðunni, en svo hefur Seyðisfjörður
alltaf orðið ofan á. Hér hefur mað-
ur alltaf tíma til að sinna sínum
hugðarefhum. Ég held að fólk hafi
ranga mynd af llfl fólks úti á
landi. MeðalSeyðfirðingur fer alla
vega þrisvar á ári i bæinn til að
drekka i sig menninguna. Þetta er
ekki eins og það var þegar það var
kannski ófært héðan svo vikum
skipti."
Þýðir ekkert
að spila teknó
á þorrablótum
Stærsta poppstjarnan á Raufar-
höfn heitir Bjarni Ómar Har-
aldsson. Þrátt fyrir að hafa verið
um árabil í spiliríinu er hann að
gefa út fyrsta diskinn núna. Sá
heitir „Annað líf‘ og hefur að
geyma tólf frumsamin lög. Bjami
vinnur sem hafnarvörður á Rauf-
arhöfn „eftir að hafa verið í fram-
haldsskólanum á Laugum með
misjöfnum árangri, tvö ár á sjó og
í áhaldahúsi Raufarhafnarhrepps.
Nú er ég líka talinn nógu þroskað-
ur til að kenna við tónlistarskól-
ann hérna.“
Hvernig er poppferillinn þinn?
„Á Laugum var ég í hljómsveit-
inni Annexia sem komst í úrslit í
Músíktilraunum Tónabæjar. Sú
sveit tók líka þátt í hljómsveita-
keppni á Melgerðismelum - F)ör
'88 - og vann með glæsibrag. Þeg-
ar maður fór að vinna hérna á
Raufínni fór ég í ballhljómsveit-
ina Kokkteil sem síðar fór að
kalla sig Antik. Við erum mest að
spila héma á horninu, nánast um
hverja helgi.“
Hvernig tónlist ertu að gera á
sólóplötunni?
„Þetta einkennist dálítiö af því
sem maður er að spila á sveita-
böllunum. Þar þarf að spila valsa,
marsa og hringdansa og svo færir
maður sig út í harðara rokk. Það
má því kannski segja að platan sé
stefnulaus. Ég er hrifin af þungu
rokki sjálfur og platan ber keim af
því en svo fer hún líka út í léttara
dægurpopp."
Bjarni semur lögin sjálfur, utan
eitt, sem hann semur með Ás-
grími Angantýssyni. Bjarni sem-
ur 6 texta en hina á hirðskáld
staðarins (og Ríó tríósins), Jónas
Friðrik; Oddur Bjami, sá sem er
að setja upp Rocky Horror á Húsa-
vík á tvo og Hinrik Jónsson frá
SkagEifirði á einn texta. „Textinn
hans er þó ekki mjög skagfirsk-
ur,“ segir Bjarni.
Var sólóplata búin að vera
draumurinn lengi?
„Já, þetta hefur alltaf blundað í
manni og á endanum gerir maður
þetta af þörfinni fyrir að koma
sínum hugðarefnum á framfæri.
Elstu lögin eru frá '87, frá Annex-
íu- tímabilinu - það er Greifatónn
í því efni þótt ég hafi reynt að þvo
hann af. Yngsta lagið er tveggja
mánaða gamalt því þegar konan
mín fór yfir textana fannst henni
þeir allir vera um gamlar kærust-
ur. Ég samdi þvi eitt til hennar og
bætti því við. Textarnir eru ann-
ars um ástina, bæði spaugilegu
hliðarnar og þær alvarlegu. Bæði
Jónas og Oddur semja svo texta
með alvarlegum sjálfsmorðsundir-
tóni þótt þeir séu sjálfir engan
veginn þunglyndir menn.“
Hvaö ertu að hlusta á sjálfur?
„Ég get ekki sagt að ég hlusti
mikið á músík. Hef mest gaman af
fyrir '80-rokki - Deep Purple er í
miklu uppáhaldi - og af íslensku
er ekkert betra en Utangarðs-
menn. Bubbi á alltaf eitthvað í
mér, ég kaupi hann alltaf."
Ekkert teknó?
„Nei, ég er ekki hrifinn af því,
en þó laumum við inn nokkrum
lúpum á plötunni. Það þýðir ekk-
ert að spila teknó á þorrablótun-
um.“
Á svo að koma í höfuóborgina
og kynna?
„Það verður tíminn bara að
leiða í ljós. Við tökum alla vega
túr á Ákureyri, þar er minn
markaður. Ég er búinn að selja
hverri vísitölufjölskyldu á Raufar-
höfn eintak.“
Hvernig er að búa á Raufarhöfn
(þar búa 400 manns)?
„Alveg frábært, rosalega gott.
Hér er friðurinn og þægindin.
Maður fer reglulega á 5 ára fresti
til Reykjavíkur, hef annars ekkert
þangað að sækja þótt vissulega
vildi maður vera nær menning-
unni, ég verð að viðurkenna það.“
Að lokum: Hvert er móttóiö þitt?
„Það er bara: Meiri bjartsýni!"
-glh
f Ó k U S 4. desember 1998
20