Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1998, Side 25
Nú er komið nýtt íslenskt spil á markaðinn. Það heitir Hættuspil og er svona
ekta fjölskytduspil sem verður ábyggilega jóiagjöfin í ár úti um allan bæ.
Fókus fékk Spilafélagið Mána tii að spila þetta nýja spil og ieggja dóm
sinn á það. í Mána eru sex ungir menn sem hafa spilað og spilað í tíu ár og
gefa sig fýrír vikið út fyrir að vera sérfræðingar á sviði spilamennsku.
Sem þeir líklega eru þótt þeir séu kunnir fýrir annað, eins og til dæmis
hinn skeleggi Gísli Marteinn Baldursson fréttamaður, Rúnar Freyr Gíslason
Grease-stjama og Pétur H. Marteinsson, besti vamarmaður Svíþjóðar í fótbolta.
Rúnar, Óli, Gfsli, Viddi og Siggi. Á innfelldu myndinni er Pétur með húfu spilafélagsins en hann
var fjarri góðu gamni þegar félagarnir tóku Hættuspilið út. Á húfunni er sérhannað merkí sem
prýðir einnig stuttermaboli, gestabók, myndaalbúm og fleira. Spilafélagið Máni er rót-
gróið féiag og einkar virðulegt að mati þeirra sem í því eru.
Smágloppur
„Þetta spil er mjög gott,“ segir
Gísli. „Svona bland af Matador,
Efnahagsspilinu og Bottom Line.
Það eina sem hefði mátt vera betra
eru leiðbeiningarnar. Þær eru
reyndar mjög skýrt fram settar og
greinilega mikið í þær lagt, eins og
spilið í heild sinni, en það eru
gloppur í þeim. Við lentum í
nokkrum útfærsluvandamálum
sem kostaði rökræður en við leyst-
um þau með því að setja okkar eig-
in reglur.“
Sigurður Kári tekur undir
þessa athugasemd Gísla og
bendir á að það hefði verið
sniðugt að hafa í reglunum
dæmispil.
„Það er oft gott að vera
með svona prufúleik til að
fara eftir. Slík dæmi koma í
veg fyrir misskilning og
vafaatriði sem er mjög eðli-
legt að geti komið upp þeg-
ar um margþætt spil er að
ræða. Svona prufuleiki sér
maður í mörgum bestu
spilum heimsins og þá sér-
staklega á Norðurlöndun-
um,“ segir Siggi.
„Þetta spil er samt alveg
rosalega skemmtilegt. Að
mínu mati með því besta
sem fmnst á Norðurlönd-
unum,“ segir Rúnar og allir hinir
Mánamennirnir eru sammála hon-
um.
„Það er kostur að það tekur ekki
nema einn til þrjá klukkutíma að
spila það. Það ér mjög mátulegur
tími,“ segir Óli og nefnir sem dæmi
að spil eins og History of the World
geta tekið allt upp í átta klukku-
stundir að spila. Það vilja menn
meina að sé heldur langur tími.
„Svo er líka hægt að ýmist lengja
eða stytta þann tíma sem tekur að
spila spilið með þvi að fjölga eða
fækka þeim stigiun sem þarf að ná
til þess að vinna. Það er mjög hent-
ugt,“ segir Óli.
Að hanna eða herma
„Ég vil líka taka fram að þetta er
mjög lifandi spil. Menn sitja ekki
þegjandi meðan á því stendur held-
ur ræða hlutina og þá myndast
alltaf svo góð stemning," segir
Siggi. Gísli bætir þá við að yfir
spilinu svífi mikill húmor, í því
séu skemmtilegar myndir,
fyndin spjöld og
s n i ð u g u r
texti.
Svona lítur Hættuspilið út og það er
Tvihöfði sem prýðir það. Jón Gnarr er
amman sem táknar hið góða en Sig-
urjón Kjartansson skýtur upp kollin-
um f hlutverki Sigga sýru sem er
tákn hins illa. Hann er mjög varhuga-
verður og getur jafnvel dregið spila-
menn með sér í dópneyslu.
Spilamönnum finnst Hættuspilið
frábært framtak hjá strákunum í
Loka margmiðlun, sem bjuggu það
til og gefa það út, og gaman að sjá
að þeir hafi hannað það alveg sjálf-
ir en ekki bara þýtt það eða hermt
eftir einhverju erlendu spili eins og
gerðist hér um árið þegar Fimbul-
famb kom út. Þá höfðu þeir í nokk-
ur ár spilað annað spil sem var ná-
kvæmlega eins, og var brugðið er
þeir sáu eftirlíkinguna Fimbulfamb.
„Það var reyndar þýsk útgáfa en
hún er líka tii bresk. Sú þýska er
samt best,“ segir Viðar og Siggi seg-
ir ástæðuna vera þá miklu ná-
kvæmni sem Þjóðverjar búi yfir.
Meðlimir Spilafélagsins Mána
hafa greinilega víðtæka sýn yfir
spilaheiminn enda búnir að spila að
meðaltali einu sinni i mánuði síðan
þeir voru fimmtán ára. Um jólin
tekur spilamennskan kipp hjá
þeim og að kveldi jóladags er
hefð fyrir þvi að spila fram
undir morgun annars dags
jóla. Þá fá Mánamenn sér sérri
og hafa það gott.
Hermifélög Mána
Aðspurðir segjast þeir lítið
hafa farið út í Roleplaying-
spilamennsku. Hún taki of
langan tíma.
„Eins spila kærusturnar
okkar stundum með og ef við
værum í einhverju margra vikna
spili gætu þær aldrei komið inn í
það. Við viljum að þær geti verið
með og byrjað á jafnréttisgrund-
velli," segir Gísli.
„Svoleiðis spil eru líka fyrir
yngri spilamenn," segir Rúnar.
„Já, einmitt. Við spiluðum þetta
eitthvað aðeins á níunda áratugn-
um. Erum hættir þessu núna,“ seg-
ir Siggi rólega.
Eins og fram hefur komið heldur
Spilafélagið Máni upp á tíu ára af-
mæli sitt um þessar mundir og
toppurinn á þeim hátíðarhöldum
verður Spánarferð í sumar. Á þess-
um tíma hafa skapast ýmsar hefðir.
Meðlimirnir senda þrjúhundruð
valinkunnum vinum og aðdáend-
um félagsins ævinlega nýárskveðju
með mynd af sér, þeir halda árlegt
þorrablót úti á landi og fara í árlegt
jólahlaðborð svo eitthvað sé nefnt.
Tvö hermifélög hafa verið stofn-
uð. Annað heitir Spilafélagið Mani
en meðlimir þess halda því þrálát-
lega fram að það hafi verið stofnað
á undan Mána. Mánamenn fussa
yfir því og segja það algjöra vit-
leysu. Hitt hermifélagið heitir Kap-
alklúbburinn Manni og í honum er
einn meðlimur.
„Þessir menn hafa ekki æft nánd-
ar nærri eins mikið og við,“ segir
Siggi hneykslaður um hermikrák-
umar.
„Þeir spila í allt annarri og neðri
deild en við,“ segir Viðar og er al-
veg jafn hneykslaður.
Það ættu að vera góðar fréttir
fyrir aðstandendur Hættuspilsins
og alla íslenska spilaáhugamenn,
að reyndir spilamenn eins og þeir
í Mána skuli mæla með því og
hæla. -ilk
Svona litu menn Mánans út skömmu eftir ab félagiö var stofnað seint á ní-
unda áratugnum. Frá vinstri: Viddi, Gísli, Rúnar, Siggi, Óli og Pétur.
Karlmenn
kunna
Hallgrímskirkja. Aöventutónleikar
Hallgrímskirkju veröa á morgun og á
sunnudag, kl. 17 báða dagana. Á
efnisskránni verða fjölbreytt jólalög
og hátíðarsöngvar, m.a. lög af nýút-
komnum geisladiski kórsins. En kór-
inn er enginn annar en Karlakór
Reykjavíkur. Stjórnandi kórsins er
Friðrik S. Kristinsson og hægt er að
kaupa miöa í forsölu í verslunum Ey-
mundssonar í Kringlunni og Ausur-
stræti.
Eins og gefur að skilja gat Pétur
ekki verið með í Hættuspilinu.
Hann býr nefnilega í Svíþjóð en fé-
lögum sínum til ómældrar ánægju
bar hann derhúfu Spilafélagsins
Mána á myndum sem birtust fyrir
tveimur vikum í DV, einmitt þegar
Mánamenn spiluðu Hættuspilið.
Aðrir meðlimir þessa spilafélags
eru Sigurður Kári Kristjánsson
lögfræðingur, Viðar Þór Guð-
mundsson háskólanemi og Ólafur
Örn Guðmundsson flugnemi.
Það var Gísli Marteinn sem gerð-
ist sjálfkjörinn stjóri í spilinu.
Hann sá um að lesa reglurnar og
kenna svo hinum. Gísli er mikill
spilamaður og kappsamur. Vill
hafa hlutina á hreinu og passar vel
inn í hlutverk „bankastjórans".
Söngsveitin Fílharmónía heldur sína
árlegu aðventutónleika á sunnudag-
inn í Langholtskirkju og hefjast þeir
kl. 20.30. Síðan verða þeir endur-
teknir á þriðjudag. Á tónleikunum
verður hátíða- ogjólatónlist af ýmsu
tagi. Einsöngv-
ari með kórn-
um verður Sig-
rún „Diddú"
Hjálmtýsdótt-
ir. Þá nýtur kór-
inn flutnings
kammersveit-
ar og er Rut
Ingólfsdóttir
fiðluleikari konsertmeistari hennar.
Stjórnandi er Bernharöur Wilkin-
son. Miðar að tónleikunum eru seld-
ir hjá kórfélögum, í bókabúðinni
Kilju við Háaleitisbraut, Bókabúð
Máls og menningar á Laugavegi og
við innganginn.
Víöistaöakirkja.
Á sunnudag kl.
17 heldur Kvenna-
kórinn Kyrjurnar
jólatónleika. Söng-
stjóri kórsins er Slg-
urbjörg Hv. Magnús-
dóttir og píanóleikari
er Sigrún Grendal.
Efnisskráin sam-
anstendur af íslensk-
um sönglögum og að
sjálfsögðu klassísk-
um jólalögum.
meira á.
www.visir.is
4. desember 1998 f ÓkuS