Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1998, Page 2
2
FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998
Fréttir
Stuttar fréttir i>v
Berglind Ósk, 11 ára, féll 4-5 metra niður í opinn brunn við íþróttavöll Fjölnis:
Allt varð svart
- brögð að því að brunnar séu opnir við grunn- og leikskóla, segir barnaslysavarnafulltrúi
„Við vorum fjórar stelpur að
koma úr leikfimi. Strákamir voru
að kasta snjóbolta í okkur og við
ákváðum að fara lengra frá þeim.
Við vissum af brunninum nálægt en
svo fann ein af okkur lokið af hon-
um. Ég hélt hann væri lokaður og
hljóp að vinkonu minni. Síðan vissi
ég ekki hvað var að gerast, það varð
allt svart. Ég fattaði að ég var að
detta niður í brunninn," sagði Berg-
lind Ósk Böðvarsdóttir, 11 ára, sem
féll 4-5 metra niður í brunn við
íþróttavöll Fjölnis í Grafvarvogi á
mánudag. DV hitti telpuna á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur í gær.
Borgaryfirvöld hafa ekki getað
gefið skýringu á þvi hvers vegna
brunnurinn var opinn en 1 kjölfar
slyssins var farið fram á að honum
yrði lokað. Herdís Storgaard,
barnaslysavamafulltrúi heilbrigðis-
ráðuneytisins, segir að brögð hafi
verið að því að brunnar eða önnur
slík mannvirki hafi verið opin t.d.
við grunnskóla landsins. Anna
Clausen, móðir telpunnar, segir að
mikil mildi sé að Berglind Ósk hafi
ekki slasast meira en raun bar
vitni. Hún hlaut innvortis meiðsl -
mar við miltað.
„Við héldum að bmnnurinn væri
lokaður. Ég vissi ekkert hvað var að
gerast. Þegar ég lenti niðri í brunn-
inum fann ég fyrir spýtum og grjóti.
Það var allt svart þama. En ég var
snögg að koma upp því mér fannst
einhver vera að tosa í mig. Það vom
þrep þama úr stálteinum. Vinkonur
mínar hjálpuðu mér upp úr brunn-
inum og þær kölluðu á hjálp. Eftir
það komu leikfimikennararnir Jör-
undur og Halldóra sem náðu í teppi
og sjúkrabörur. Síðan kom sjúkra-
bíll og náði í mig,“ sagði Berglind
Ósk. „Ég vil þakka Halldóru sér-
staklega fyrir hjálpina."
Anna Clausen, móðir telpunnar,
Berglind Ósk á Sjúkraúsi Reykjavík-
ur. Mildi er talin að hún slasaðist
ekki meira en raun bar vitni.
DV-myndir E.ÓI.
sagði að vinkonur Berglindar Óskar
hefðu allt í einu séð hana „hverfa
niður í jörðina".
„Ég tel það mikið lán að yngri böm
eða einhver sem var einsamall féll
ekki þama niður í brunninn," sagði
Herdís Storgaard við slysstaðinn.
Borgaryfirvöld hafa lokað brunnin-
um með því að grafa yfir hann.
Skýringar hafa ekki fengist á þvf
hvers vegna hann var opinn á
mánudaginn.
Anna. „Ég held að ein-
hver verndarengill
hafi verið með henni.
Hún slasaðist ótrúlega
lítið.“
„Þetta er ekki í
fyrsta skiptið að
svona gerist - að slys
verði á bömum af því
að illa er gengið frá
við grunnskóla lands-
ins, við leikskóla,
íþróttasvæði eða við
opnar gönguleiðir. Ég
bendi á að þama era
haldin íþróttamót fyr-
ir böm og ungmenni,"
sagði Herdís
Storgaard, barnaslysa-
vamafulltrúi. „Ég hef
ekki fengið upplýsing-
ar enn þá um hvers
vegna þessi bmnnur
var opinn. En það hef-
ur alla vega verið
grafið yfir hann núna.
En það em allt of
mörg böm sem slasast
alvarlega, bæði þar
sem vinna er í gangi,
eða vegna þess að frá-
gangur eftir fullorðna
fólkið er ófullnægj-
andi,“ sagði Herdís.
Oft er sagt að foreldr-
ar geti bara passað
bömin betur. En þetta
er ekki svona einfalt. Við verðum að
gæta okkar með þessi atriði hér á ís-
landi. Við getum gert betur,“ sagði
Herdís. -Ótt
Vantar milljón tonn af loðnu:
Fiskifræðingarnir mega
ekki fara á taugum
- segir Lárus Grímsson, skipstjóri
DV, Akureyri:
„Þessar fréttir af loðnuleysinu
koma manni ekki á óvart. Þetta er
búið að vera einstaklega lélegt í
haust og veiðin segir til um að það
geti varla verið til einhverjar
milljónir tonna eins og þetta hefur
Þegar slökkviiiö kom á vettvang hafði starfsmanni tekist að ráða niður-
lögum eldsíns.
DV-mynd HH
Eldur í bókabúð
Slökkviliðið var kallað að bóka-
búð Máls og menningar við Lauga-
veg i gærkvöld. Sprenging hafði
orðið í rafmagnstöflu og eldur kom-
ið upp. Þegar slökkviliðið kom á
staðinn hafði starfsmanni verslun-
arinnar tekist að slökkva eldinn.
Töluverður reykur myndaðist og
fóru reykkafarar slökkviliðsins inn.
Slökkviliðið reykræsti svo verslun-
ina seint í gærkvöld. Litlar
skemmdir urðu á versluninni. -hb
gengið. Menn hafa hrein-
lega ekki fengið upp á
hund,“ segir Lárus Gríms-
son, skipstjóri á nótaskip-
inu Júpíter frá Þórshöfn,
gamalreyndur skipstjóri
þegar loðna er annars veg-
ar.
í leiðangri Hafrann-
sóknarstofnunar í síðasta
mánuði mældust ekki
nema um 360 þúsund tonn
af kynþroska loðnu sem er
ekki helmingur þess sem
fiskifræðingar höfðu
reiknað með fyrirfram að
myndi mælast. Þeirra
skýringa hefur verið leitað að
loðnan sé mun norðar í hlýum sjó
en skip Hafrannsóknarstofnunar
fóru um í leiðangri sínum en eng-
in fullvissa er fyrir því.
Lárus Grímsson segir að undan-
farin ár hafi gengið ágætlega við
veiðar í nóvember en í ár hafi
sáralítið fundist af loðnu og því
komi þessar fréttir ekki á óvart.
„Ég tel hins vegar afar mikilvægt
núna að fiskifræðingarnir fari
ekki á taugum, það má ekki ger-
ast. Undanfarin ár hefur janúar
dottið út í veiði og það er alveg út
í hött að Hafrannsóknarstofnun
ætli að gera aðra mælingu í janú-
ar og byggja allt á henni.
Þeir eiga að bíða fram í
febrúar, það hefur oft kom-
ið fyrir að loðnan hafi beð-
ið með að láta sjá sig þar
til þá og það fannst t.d.
ekki mikið eftir áramótin
síðustu fyrr en um miðjan
febrúar. Það er mesta hætt-
an að menn rasi um ráð
fram núna en bíði ekki
fram í febrúar með að taka
ákvarðanir.
Ég veit ekkert hvað er að
gerast en okkur vantar
þessa loðnu sem á að vera
til. Þversögnin í þessu er
Lárus Grímsson
skipstjóri:
„Ásóknin í loðn-
una á sumrin er
e.t.v. að koma í
hausinn á
okkur.“
að fiskifræðingamir em alltaf að
setja met I að finna ungloðnu, hún
finnst ár eftir ár í sögulegu há-
marki en það skilar sér ekki í
veiðunum. Menn skyldu líka gá að
því að sóknin í loðnuna á sumrin
er algjörlega út úr kortinu, þar era
Norðmenn, Danir, Grænlendingar
og Færeyingar auk okkar. Það eru
fleiri hundruð skip í þessu. Við
höfum varað við þessu, stofninn er
varla nema fyrir okkur og það er
spurning hvort við erum ekki að
fá það í hausinn á haustin hversu
gífurleg sóknin er í loðnuna á
sumrin," segir Lárus.
-gk
Anna taki sæti
Settur félags-
málaráðherra
hefur ógilt þá
ákvörðun R-list-
ans að Pétur
Jónsson Alþýðu-
flokki skyldi
taka sæti Hrann-
ars B. Amars-
sonar í borgarstjóm meðan skatta-
mál hans em i rannsókn. Sam-
kvæmt því á Anna Geirsdóttir að
taka sæti Hrannars í borgarstjóm.
Stálskipasmíði
Skipasmíðastöðin er þátttakandi í
þróunarverkefni sem felst í því að
auka framleiðni i litlum skipasmíða-
stöðvum með notkun á tölvustuddri
hönnun og framleiðslu.
Með geislaplötu
Skíðasamband islands hefúr gefið
út geisladisk með lögum sem ýmsir af
þekktustu tónlistarmönnum þjóðar-
innar flytja. Kristinn Svanbergsson,
framkvæmdastjóri Skíðasambands-
ins, segir diskinn gefrnn út í fjáröfl-
unarskyni en ákveðin hlutdeild af
sölu muni renna til góðra mála.
Egill út, Lukka inn
Agli Sölvasyni, bæjarfulltrúa af
lista Tinda, hefúr vegna brottflutn-
ings úr bænum verið veitt lausn frá
störfúm í bæjarstjóm Seyðisfjaröar
og þeim nefndum sem hann situr í.
Lukka Gisurardóttir sest i bæjar-
stjóm í hans stað.
Kvennaslagur í Framsókn
Prófkjör fram-
sóknarmanna í
Reykjavík fer
fram um miðjan
janúar. Allir sem
em félagar í fram-
sóknarfélögunum
þremur f Reykja-
vík 31. desember
hafa kosningarétt. Kjörseðlar verða
sendir i pósti. Þtjár konur, Amþrúð-
ur Karlsdóttir varaþingmaður, Jón-
ína Bjartmars og Vigdís Hauksdóttir
era orðaðar við toppbaráttuna.
Tvísköttuð hross
Sjóðagjöld hafa að undanfómu
verið tvítekin af útflytjendum
hrossa. Eins og vænta mátti hafa út-
flytjendur kvartað sáran og óskað
eftir leiðréttingum mála sinna.
Landbúnaðarráðuneytið er hins veg-
ar ekkert á því. í lagafrumvarpi sem
er í meðferð Alþingis er tvísköttun-
in ekki afhumin.
Vísitalan lækkaði
Viðskipti á Verðbréfaþingi í dag
námu alls 577 m. kr. Mest viðskipti
voru með spariskírteini, alls 294 m. kr.,
og hækkaði markaðsávöxtun þeirra
um 2-15 pkt Viðskipti með hlutabréf
námu 117 m. kr., mest með bréf FBA,
21,6 m. kr., og hækkaði gengið um 2,2%.
Folda gjaldþrota
Ullarverksmiðjan Folda á Akur-
eyri var lýst gjaldþrota í gær. 40
milljónir vantaði tfl að hægt yröi að
halda rekstri áfram. 30 manns hafa
misst vinnuna vegna gjaldþrotsins.
RÚV sagði frá.
Þjóðskjalasafn flytur
Síðustu skjöl Þjóðskjalasafhsins
vora flutt úr Safiiahúsinu við Hverf-
isgötu í gær eftir að hafa verið þar í
90 ár. Þjóðskjalasafhið er nú til húsa
að Laugavegi 162.
Áhrif á byggðaþróun
Magnús Stef-
ánsson og fimm
aðrir þingmenn
hafa lagt fram á
Alþingi þingsá-
lyktunartillögu
um að fram fari
mat á áhrifúm
lögfestingar
stjómarfúmvarpa á byggðaþróun í
landinu. í greinargerð segja þeir fólk
streyma af landsbyggðinni til höfuð-
borgarsvæðisins og Ijóst sé að ein-
staka lagasetning geti haft bein áhrif
á byggðaþróun í landinu.
Umbrot í aðsigi
Hengfllinn er í gjörgæslu jarðvís-
indamanna. Visbendingar era um
að kvika sé að safhast saman undir
Hengilssvæðinu. Það hefúr lyfst um
2 sm á ári síðan 1992. Slíkt landris
eykur hættu á eldsumbrotum. Morg-
unblaðið sagði frá. -hlh/SÁ