Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1998, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1998, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 7 M Elda grátt silfur Bragi Michaelsson og Gunnar Birgisson, ásamir í Sjálfstæðisflokknum í Kópa- vogi, halda áfram að elda sam- an grátt silfur. Nú síðast nán- ast ráku þeir hvor annan á dyr eins og sagt er, þegar verið var að ræða fjár- hagsáætlun bæjarins á meirihluta- fundi. Gunnar spurði Braga hvort hann ætlaði ekki að hlaupa á dyr eins og hann hefur áður gert þegar honum er misboðið. Bragi brást við og sagði að ef sér væri vísað á dyr þá gæti Gunn- ar sem best yfirgefið fundinn. Hvorugur fór þó. Bragi lætur hvað eftir annað finna að Gunnar eigi ekkert inni hjá sér. Hann segir að Gunnar eigi með haustinu að hverfa úr bæj- arstjóminni en þá sest hann á Alþingi. Þessu unir Gunnar illa, er lítið um það gefið að gefa Braga eftir hásætið ... Hann kemur Það þykir summn djarft hvernig Bleikt og blátt lætur mömmu kyssa jólasveininn. Davíð Þór Jónsson, hinn geð- þekki útvarps- maður sem stýr- ir blaðinu góða, mun hafa sagt að hann hefði séð eftir því að kynna jóla- sveininn til sögunnar á þennan hátt. Segir að hann hafi haft aðra og æsilegri hugmynd að fyrirsögn í kollin- um en skipt um skoðun rétt fyrir prentun. Hún hljóðaði eitthvað á þessa leið: Jóla- sveinninn kemur í kvöld ... Myrkraverk Stjómarandstaðan teygir lopann sem mest hún má í um- ræðum um gagnagrunnsfrum- varpið á Alþingi og talar um of- beldi meirihlut- ans við að koma málinu í gegn fyrir hátíðar. Gengur auk þess á ýmsu þegar lok þingstarfa fyrir jól og fundarsköp koma til um- ræðu. Undir miðnætti í fyrra- kvöld var tekin rispa um fund- arsköp. Hjörleifur Guttorms- son steig þá í pontu og kvart- aði yfir að þurfa alltaf að tala um gagnagrunnsmálið eftir myrkur. Það mætti hálda að hér væru einhver myrkraverk á ferðinni... Bakkus og börnin Tannburstinn er mjög nyt- samt verkfæri en oft er erfitt að sannfæra börn um notagildi þeirra. Sum börn eru þó samviskusöm og hugsa um skelfilegar af- leiðingar lé- legrar tann- hirðu, þ.e. um heimsókn Kari- usar og Baktusar. Einn lítill var að bursta tenn- urnar með föður sínum að morgni dags. í miðju kafi tekur hann burstann út úr sér, lítur á pabba sinn og segir: Pabbi, við verðum að bursta svo Bakkus og Kaktus komi ekki í tennum- ar ... Umsjón: Haukur L. Hauksson Netfang: sandkom (Sjff. is Fréttir Kvótafrumvarp: Vilja dorma yfir jólin - segir Sighvatur Björgvinsson „Þeir virðast ætla að láta málið dorma yfir jól- in og vita hvort þeir geti ekki samið sig út úr þessu,“ segir Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins, um boðað frumvarp ríkis- stjórnarinnar varðandi 5. grein laga um stjóm fiskveiða. Sighvatur segir greini- legt að ríkisstjómin vilji freista þess að ná sáttum við trillukarla og þá T Sighvatur Björgvinsson. hugsanlega með því að hækka pottinn til þeirra. Vandamálið sé bara það að ef trillukörlum verði boðið meira þá fari stór- útgerðin á hvolf. „Auki þeir aflaheimild- ir trillukarlanna þá verða þeir vitlausir hjá LÍÚ. Það sem hefði átt að gera er að setjast yfir lög- in í heild og endurskoða lið fyrir lið út frá kvóta- dómnum," segir Sighvat- ur. -rt margir ntir - allar stærðir Kápusalan Suðurlandsbraut 12 sími 588 1070 l 'lpa með liettu [ántrýjólasveinn spiladós. lárnkertastjakar 2 í pk. Lítill bangsi m/lykkju. Gólfkertastjal ‘3ja arma, 98 ( n. Inniseríur: 20 Ijósa kr. 250 35 Ijósa kr. 350 50 Ijósa kr. 530 100 Ijósa kr. 960 35 Ijósa m/kúlup. kr. 950 Blikkpera fylgir öllum inniseríum. jólaskál fyrir konfekt. Bangsapar. kassinn Duni kerti 30 stk. í pakka, margir litl Kertalampi 28 cm. kortatímabil Bíldshöfða 20 sími 510 8020 5% stgr. afsláttur Útiseríur: 40 Ijósa m/straumbreyti kr. kr. 760 80 Ijósa m/straumbreyti kr. kr. 1.090 120 Ijósa m/straumbreyti kr.^t9Ö* kr. 1.750 160 Ijósa m/straumbreyti kr. kr. 2.550 20 Ijósa skrúfaö E14 kr. 2<99íf kr. 2.390 35 Ijósa skrúfað E14 kr. 5^320* kr. 4.250 40 Ijósa skrúfað m/straumbreyti E14 kr.^690' kr. 3.500 Opið alla daga til jóla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.