Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1998, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1998, Blaðsíða 40
öIut miðvikudaginn. 16.12. ’98 22 34 38 47 19 Fjöldi Vinntngar vinmnga Vinning&upphœð 29 42 13.787.150 2.5 at 6 663.310 3-5 at 6 127.060 4-4 «1 144 2.800 3 at 450 379 HelldarvinningAupphœð 42.852.630 Lmrrm Á ÍAlandl 1.491.180 w UJ 20 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR O O i- , hO -> Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 Guðrún Eva Mfnervudóttir og Elín Agla Briem hófu í morgun 10 daga hungurvöku til að vekja athygli á og mótmæla stóriðjuáformum. Munu þær ekki neyta fastrar fæðu þennan tíma, einungis drekka vatn og jurtate. Hefðbundar jólakrásir fara því ekki inn fyrir þeirra varir um hátíðarnar. „Við viljum einnig vekja athygli á 6 daga málþingi t Odda þar sem fjöldi fræðimanna og áhugamanna um náttúruvernd mun koma fram og velta upp ýmsum hliðum stóriðju á íslandi,“ sagði Guðrún Eva við DV í morgun. DV-mynd Hilmar Þór Tvíhöfðar heilsa upp á jesúbarnið í Fókusi sem fylgir DV á morgun ræða Tvíhöfðar um gildi jólanna. Spjallað er við Ingu Hrönn Guð- mundsdóttur, systur Bjarkar, sem er söngkona sveitarinnar Hundslappa- drífu, Felix Bergsson um líf homma í Reykjavík og bræðurna og utangarðs- mennina Mike og Danna Pollock sem eru nú í fyrsta sinn um langa tíð i sama landinu. Eiríkur Jónsson fjallar um sálfræðilegar ástæður þess að menn þekja hús sín og garða með jólaskrauti, Hallgrímur Helgason kvartar yflr loðnu skoðanaleysi bók- menntafræðinga og Gunnar Smári Egilsson bendir á Jesús sé leið- indagaur sem sé hálfgerð boðflenna í , neysluæði jólanna. Þeir sem deilt *^íafa hart á árinu eru spurðir hvað þeir myndu gefa sínum uppáhalds- óvini í jólagjöf. Smygl embættismanns Háttsettur opinber embættis- maður var stöðvaður í tollinum á Keflavíkurflugvelli fyrir skemmstu með eitt og hálft kíló af *^gulli í farteski sínu. Að auki reyndi maðurinn að smygla 40 Ro- lex-úrum sem við skoðun reyndust vera lélegar eftirlíkingar. Verðmæti gullsins er talið nema um 4 milljónum króna. Hér var um að ræða skartgripi,“...illa unna og ljóta,“ eins og sérfræðingar sem skoðuðu góssið komust að orði, en gull engu að síður. Rolex-eftirlík- ingarnar kosta erlendis um tíu dollara stykkið, eða um 700 krón- ur, en eru seld hér á landi á 14 þús- und krónur. Embættismaðurinn sem stóð að smygltilrauninni var að koma frá Taílandi. Ekki er ljóst hvort hann Vctr í opinberum embættiserind- um. -EIR Kvennalistakonur ruku af samfylkingarfundi meö vondu orðbragði: Árásarmenn blaðbera í Grafarvogi: Aldrei lagt í einelti Finnum alltaf vettvang - segir Kristín Blöndal, í samninganefnd Kvennalistans Mál blaðberans sem ráðist var á í Grafarvogi í fyrradag var til um- Jrfjöllunar hjá foreldrum drengjanna sem að málinu komu í gær. Þrír drengir réðust að blaðberanum þeg- ar hann var að bera út Morgunblað- ið sem kom of seint út þennan morgun. Gefið hefur verið í skyn að drengirnir þrír hafi áður lagt dreng- inn í einelti en þeir voru með drengnum í skóla, ekki í bekk í fyrri skóla hans, en það mun ekki vera rétt, skv. heimildum DV. Unn- ið er að því þessa dagana að leysa málið með milligöngu skólans, for- eldra og starfsfólki félagsmiðstöðv- arinnar Fjörgyns. Frásögnum drengjanna þar sem hnífur kemur við sögu ber ekki saman en dreng- urinn segir að hann hafi misst hníf- inn í jörðina en drengirnir þrír segja hann hafa ógnað sér með hon- um. -hb Kvennalistinn er hugsanlega á leið- inni út úr íslenskri pólitík. Kristín Blöndal, sem var í viðræðunefndinni sem rauk af fundi í gærkvöldi með vondu orðbragði að sögn talsmanna A-flokkanna sem sátu fundinn, stað- festi í morgun að bakland Kvennalist- ans mundi vart fallast á þau tilboð sem A-flokkarnir buðu, að listinn yrði með í prófkjöri. Konunum þykir að konur komi illa út úr slíkum mæling- um. Jóhanna Sigurðardóttir ákvað hins vegar að vera með í prófkjöri flokkanna eftir áramótin. „Það er óhætt að segja að það var mikil harka á fundinum í gærkvöldi. Það voru okkur mikil vonbrigði að mæta þessari hörku og ósanngirni, okkur fannst að þama væru öfl sem ekki væru of áfjáð i að hafa okkur með,“ sagði Kristín Blöndal myndlist- armaður, sem var í samninganefnd Kvennalistans. „Ég á ekkert von á að við fórum í framboð, en kvennahreyflngin finnur sér alltaf vettvang, það er af nógu að taka þar, framboðsleiðin er bara ein Kristín Hall- dórsdóttir. ast. Miklar viðræð- ur og aldrei gefíð eftir. Menn kröfð- ust þess að viðræð- um yrði slitið og konurnar látnar róa. Það sem gerðist á fundinum í gær- kvöldi var að sam- komulag náðist milli A-flokkanna og Jóhanna Sigurðardóttir ákvað að taka þátt í prófkjöri. Kvennalistakon- ur sögðu í morgun að engu væri lík- ara en að A-flokkamir hefðu fundið sér sameiginlegan óvin í kvennalista- konunum. „Auðvitað blandast inn í þetta sú afstaða mín að mér fannst verr af stað farið en heima setið og það hefur orð- ið enn verra en mig nokkurn tímann grunaði," sagði Kristín Halldórsdóttir alþingiskona í samtali við DV í morg- un. Kristín var spurð um framtíð Kvennalistans nú eftir að viðræðuslit hafa orðið milli hans og A-flokkanna um sameiginlegt framboð til alþingis- kosninga í vor. Hún kvaðst harma hve samningaferlið hefði farið mjög illa með Kvennalistann og óvíst hvernig baráttutækið Kvennalistinn mundi nýtast eftir þetta. Rödd kven- frelsis mundi þó ekki þagna. -JBP/-SÁ Pétur Jónsson. Kristín Blöndal af mörgum. En ég hef áhyggjur af því að kvenfrelsisröddin hætti að heyrast í íslenskum stjómmálum og á Al- þingi,“ sagði Kristín Blöndal, þegar hún var spurð um hvað nú blasti við, ef allt fer eins og virðist, að Kvenna- listinn verði ekki samferða A-flokkun- um og Jóhönnu Sigurðardóttur. Kvennalistinn gaf aldrei þumlung eftir og krafðist þess að hann fengi þrjá örugga þingmenn, sömu tölu og listinn hefur í dag. Pétur Jónsson frá Alþýðuflokknum sagði i morgun að eftir þvi sem lengra leið hafí óþol bak- landsins i báðum A-flokkunum magn- Engir íslend- ingar eru í írak Talið er fullvíst að engir íslend- ingar séu í Irak. Utanríkisráðu- neytið verður því ekki með neinn viðbúnað vegna þessa nú þegar loftárásir era hafnar á landið. „Okkur er ekki kunnugt um að nokkur íslendingur sé í írak. Þó er aldrei loku fyrir það skotið að ein- hver puttalingur gæti verið þar á ferð en okkur er ekki kunnugt um það,“ sagði talsmaður utanríkis- ráðuneytisins í morgun. -EIR Veðrið á morgun: Aukið frost Á morgun verður minnkandi norðanátt á landinu. É1 verða norðcm- og austanlands en létt- skýjað sunnanlands. Frost verður á bilinu 2 til 8 stig. Veðrið í dag er á bls. 37. ZEKIWA □úkkuvagnar Heildverslunln Bjarkey Ingvar Helgason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.