Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1998, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1998, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 27 Myndirnar hér að ofan og til hægri eiga að mestu að tala fyrir sig sjálfar. Þær eru allar teknar f hringiðu móts sem þessa þar sem krakkarnir fá að að njóta sfn. Hér má sjá harða baráttu í leik, rekistefnu um hvort liðið eigi að byrja með boltann, öflugan varnarvegg, ráðleggingar frá þjálfurum sem eru alltaf nauðsynlegar ef ná á lokatakmarkinu sem er að sjálfsögðu að hampa bikarnum í mótslok. Það er svo ekki óvinsælt að leika sér með verðlaunapeninginn í leiksklok að hætti þeirra stóru, hér fyrir neðan. DV-myndir ÓÓJ Umsjón Óskar Ó. Jónsson Unglingasíðan heim- sótti 6. ílokks umferð drengja í Víkinni á dögun- um eins og fram hefur komið á síðunni. Keppnisandinn og metnaðurinn svifu þar yfir vötnum og komust aðeins fáeinar myndir af mörgum til skila í blaðið í umfjölluninni um mótið. Það er því ætlunin að bæta aðeins úr því hér og birta myndaseríu sem er þó að mestu lát- in standa sjálf. Myndimar segja meira en þúsund orð, eins og spak- mælið segir, enda má á þessum sjö myndum greina þá innlifun og ánægju sem þátttaka í íþróttum gef- ur krökkum á öllum aldri. Það er ekki aðeins spurning um að vinna heldur líka að hreyfa sig, fá útrás og bara komast inn í sterkt félagslíf sem jafnan fylgir íþróttaiðkun. Krakk- arnir fá þ£ima að njóta sín og ekki getur spillt fyrir að þau finni að það sé verið að fylgjast með þeim og að þau hafi stuðning til að halda áfram. íþróttaiðkun bama og ung- linga er margstaðfest baráttuvopn gegn því aö krakkarnir viilist af leið og einnig hlýtur gott líkamlegt form að styrkja heilsu og bæta fas. Samtaka á nýju ári Nú þegar nýtt ár er að nálgast er ekki úr vegi að nota tækifærið og hvetja þessa drengi, sem og ann- að ungt íþróttafólk sem hefur att kappi á íþrótta- gólfum og völlum lands- manna á árinu, til að halda uppteknum hætti og bæta sig enn á næsta ári. Fyrir hönd unglingasíð- unnar vil ég þakka góðar viðtökur og ábendingar og vonast eftir áframhaldi á góðu samstarfi við móts- haldara, þjálfara og síðast en ekki sist krakkana sjáifa á árinu 1999 sem nú fer í hönd. Gleðilegt nýtt ár og hittumst heil -ÓÓJ Það jafnast ekkert á við þá til- finningu að vinna erfiðan leik, hvað þá að tryggja sér og sínu liði sigur í erfiðu móti. ÍR-ingurinn Hafþór Sindri Sig- urðsson sést hér fagna inni- lega sigri ÍR í þessari umferð í A-liðum í Víkinni á dögun- um. DV-mynd ÓÓJ Unglingameistara- mót TBR á næstunni TBR heldur sitt unglinga- meistaramót í badminton í hús- um TBR helgina 9. til 10. janúar næstkomandi. Keppt verður í öll- um greinum í A-flokkum ung- linga og koma meðal annars 15 keppendur frá Svíþjóð sem taka þátt í keppni tveggja elstu flokk- anna. Reykjavíkur- mót yngri flokka Reykjavíkurmót yngri flokka í innanhússknattspyrnu stendur nú yfir áramótin. Mótið hófst á sunnudaginn og lýkur næstkom- andi sunnudag. Leikið er bæði í Laugardalshöll og íþróttahúsinu í Austurbergi. handbolti?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.