Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1999, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1999, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999 Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri Verðbréfastofunnar, um viðbótarlífeyrissparnað: Mælum með að fólk nýti tækifærið „Ráðleggingar okkar fara mikið eftir því á hvað aldri fólk er. Yngra fólki ráðleggjum við að fjárfesta i sjóðum þar sem uppistaðan er hlutabréf meðan skuldabréf eru stærri hluti í sjóðum sem við mæl- um með fyrir eldra fólk. Þar er ör- yggið í fyrrrúmi. Flestir aðilar sem bítast um þennan spamað bjóða 3-4 möguleika þar sem samsetning sjóða er misjöfn. Svo má einnig leggja sparnaðinn inn á sérstakar bankabækur. Því ætti hver og einn að finna sparnaðarform við sitt hæfi,“ segir Jafet Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfastofunnar, við DV. Mikill slagur er hafinn um 2% viðbótarlífeyrisspamað launþega og 0,2% viðbótarframlag launagreið- enda sem heimilt er að nýta sér frá og með áramótum. Lífeyrissjóðir, bankar, sparisjóðir, líftryggingafé- lög og verðbréfafyrirtæki auglýsa hvert í kapp við annað í von um að ná sem stærstum hluta kökunnar. Enda eftir miklu að slægj- ast. Valið stendur milli séreigna- deilda lífeyrissjóða, gamla samtryggingar- formsins, verðbréfasjóða og sérstakra bankabóka. Hinir fjölbreyttu ávöxtunar- möguleikar kunna að rugla marga í ríminu og því leituðum við til Jafets Ólafssonar um ráðgef- andi orð. Sjóðirnir góðir Jafet segir að um þvingaðan spamað sé að ræða sem ekki kemur til skatts. Á móti hafi menn velt fyrir sér hversu snjall hver og einn væri að fjárfesta fyrir sömu upphæðir og þá fyrir fé sem búið væri að skattleggja. Búinn yrði til séreignasjóður sem ekki yrði hreyfður fyrr en um sex- tugt. í því sambandi yrði að hafa í huga að upphæðirnar væru ekki háar og erfitt að stunda verðbréfa- viðskipti fyrir þær. „Þess vegna mæl- um við með bréfasjóð við hæfl. Fólk getur síðan athugað stöðuna eftir 1 eða 2 ár, hvem- ig sjóðirnir standa sig og skipt þá um sjóð. Það verður hins vegar að ger- ast með 6 mánaða fyrir- vara.“ Aldrei of seint En hverju svarið þið þegar fólk spyr hvort það eigi að notfæra sér þennan viðbótarlífeyrissparnað? „Við mælum eindregið með því að fólk nýti tækifærið. Lífeyris- sparnaður hér er ekki það mikill og því á fólk að nota tækifærið. Það má ekki gleyma því að fólk vill lifa líf- inu þó það sé komið yfir sextugt, lífsgæðakröfumar minnka ekki.“ - En er ekki of seint fyrir þá sem era fimmtugir aö byrja að spara á þennan hátt? „Nei, alls ekki. Það eiga alllir að byrja á þessu, jafhvel þó ekki séu nema fá ár eftir í ellilaunin." - Nú vilja gömlu lífeyrissjóðimir ná í sinn hluta af kökunni. Hvað segir þú um það? „Ég á von á því að nær allir velji séreigna- leiðina. Gömlu lifeyrissjóðim- ir munu vænt- anlega stofna séreignarsjóði til að mæta þeirri þörf,“ segir Jafet. -hlh Þessir taka við sparnaði Eftirtaldir aðilar hafa heimild til að taka við fijálsum viðbótarlifeyr- issparnaði . Þess ber þó að geta að fleiri fyrirtæki/sjóðir hafa lagt inn umsóknir til ráðuneytisins sem biða samþykktar, þar á meöal bankamir sem bjóða sérstakar bækur, td. Lif- bók landsbankans og Lífsval Spari- sjóðanna. Almennur lífeyrissjóður VÍB Frjálsi lífeyrissjóðurinn (Fjárvangur) íslenski lífeyrissjóðurinn (Landsbréf) Lifeyrissjóður arkitekta og tæknífrædinga Lifeyrissjóður Austurlands Lífeyrissjóður Norðurlands Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfé- laga Lífeyrissjóður Suðurnesja Lífeyrissjóður verkalýðsf. á Suðurlandi Lifeyrissjóður verslunarmanna Lifeyrissjóður Vestfjarða Lífeyrissjóður Vesturlands Lifeyrissjóðurinn Eining (Kaupþing) Ufeyrissjóðurinn Framsýn Lifeyrissjóðurinn Hlif Lífeyrissjóðurinn Lífiðn Sameinaða líftryggingarfélagið Sameinaði lífeyrissjóðurinn Samvinnulífeyrissjóðurinn Séreignalifeyrissjóðurinn (Búnaðarbanki verðbréf) Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda Ef viðbótin er greidd í samtryggingu koma fleiri vörsluaðilar til greina. Listi fjármálaráðuneytisins er uppfærður reglulega en hann má skoða á slóðinni http://www.stjr.is/fir Viðbótarlífeyrissparnaður gefur möguleika á sveigjanlegri starfslokum: 2,2% á mánuði geta orðið vænn sjóður Fátt er meira rætt þessa daga en við- bótarlífeyri upp á 2,2% viðbótar nú heimilt Weyifespaw^l 5% ávöxtun Taflan sýnir upphæðeinfreiöslu við 67 ára aidur (fyrir skatta) 7% ávöxtun 5% ávöxtun 2% sem launþegum og sjálfstætt færa þetta við- starfandi atvinnurekendum er bótargjald til nú heimilt . vörsluaðila, t.d. að spara lífeyrissjóðs eða umfram banka, án þess hefðbundin líf- að launþegi beri eyrissparnað. Fram til þessa af því kostn- hefur lágmarksiðgjald i lífeyrissjóð að. Launþegi numið 10% af heildarlaun- getur reyndar um. Þau skiptast ákveðið að þannig að hlutur viðbótar- launþega er 4% og sparnaðurinn hlutur atvinnurek- verði minni anda 6%. en 2% en þá Frá og með áramót- lækkar mót- um getur launþegi framlag at- hins vegar hækkað vinurekanda sinn hlut í 6%, þ.e. hlutfallslega, bætt 2% við. Geri hann samning við vinnuveitanda sinn um þennan aukalíf- eyrissparnað leggur vinnuveitandinn 0,2% við þannig að heildarviðbótin nem- ur 2,2%. Vinnuveit- anda ber að Taflan sýnir inneign við 60 ára aldur og upphæð mánaðargreiðslu í 7 ár (fyrir skatta) Lífeyrissparnaðu^ Fyrir breytingu Hlutur vinnuveitenda 6% Aldur/ tekjur 20 ára 40 ára 50 ára 150.þús 250.þús. 350.þús 7.243.138 12.071.897 16.900.656 2.223.092 3.705.154 5.187.215 1.050.785 1.751.308 2.451.831 Hlutur launþega 4% ■ 10% Sjálfstætt starfandi Launþegi * má aðeins draga 6% frá skatti er t.d. 0,1% ef sparnaðurinn er 1% af laun- Hlutur vinnuveitenda 6,2% Hlutur launþega Launþegi Hver og einn velur sjálf- ur þann aðila sem hann vill að varðveiti og ávaxti sparnaðinn. Viðbótar- lífeyrissparnaði er í raun hægt að ráðstafa eftir því sem Sjálfstætt starfandi* hverjum og ein- Aldur/ tekjur 20 ára 40 ára 50 ára 150. þús 250. þús 350. þús 13.526.506 22.544.177 31.561.848 3.060.241 5.100.401 7.140.562 1.267.100 2.111.833 2.956.566 Aldur/tekjur 20 ára 40 ðra 50 ára 150. þús 250.þús 350.þús 4.912.262 8,187.104 11.461.945 68.892 114.820 160.748 1.344,610 2.241.017 3.137.424 18.857 31.429 44.000 511.474 852.456 1.193.438 7.173 11.955 16.737 7% ávöxtun Aldur/tekjur 20 ára 40 ára 50 ára 150. þús 8.202.204 122.241 1.684.340 25.102 567.662 8.460 250. þús 13.670.340 203.735 2.807.233 41.837 946.103 14.100 350-þús 19.138.476 285.229 3.930.126 58.571 1.324.544 19.740 um. Sjálfstætt starfandi einstaklingar greiða allt lágmarksiðgjaldið sjálfir, 4% hlut launþega og 6% hlut at- vinnurekanda, samtals 10%. Efth- breytinguna geta þeir bætt 2% við og 0,2% hlut vinnuveitandans. Heildar- framlag þeirra verður því 12,2%. Þessar breytingar á lífeyrsspam- aði eiga sér stoð í lögum um skyldu- tryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og síðar reglugerð um ráðstöfun iðgjalds til lífeyrissparnaðar og viðbótartryggingar- vemd. Skatta- frádráttur Samkvæmt lögum um tekju- og eignaskatt hafa launþegar getað dregið 4% hlut sinn i lífeyrisiðgjaldi frá skattskyld- um tekjum. En með lagabreytingum er launþegum og þeim sem vinna við sjálfstæða starf- semi einnig heimilt að draga um- rædd 2% frá skattskyldum tekjum sínum, þ.e samtals 6%. Skilyrði frá- dráttarins er að fiárhæðinni sé varið til lífeyrissparnaðar, í séreign eða sameign, hjá vörsluaðilum lífeyris- sparnaðar hér á landi, þ.e. lifeyris- sjóðum, bönkum, sparisjóðum, líf- tryggingafélögum og verðbréfafyrir- tækjum og greidd reglulega. Mótframlag vinnuveitenda vegna lifeyrissparnaðar, allt að 0,2% af laununum, er ekki skattskylt við innborgun. Þannig verður sá viðbót- arfrádráttur sem launþegar og sjálf- stætt starfandi einstaklinga njóta samtals 2,2%. Vinnuveitendur og sjálfstætt starf- andi einstaklingar bera ekki kostnað af 0,2 prósentunum. Þeim er heimilt að draga þau frá tryggingagjaldinu. Þannig kemur ríkið til skjalanna í viðbótarlífeyrissparnaðinum. með tilliti til fleiri þátta. um hentar, m.a. ávöxtunar, aldurs og Sveigjanleg starfslok Viðbótarlífeyrissparnaður er til fijálsrar ráðstöfunar eftir að einstak- lingur hefur náð 60-67 ár aldri. Við 67 ára aldur er hægt að taka út alla upp- hæðina. Kosturinn við sparnaðinn er að hann auðveldar fólki sveigjanlegri starfslok og stuðlar að fiárhagslegu sjálfstæði síðar á ævinni. Greiðslur úr lífeyrissjóðum og samkvæmt samningum um lífeyris- sparnað verða skattlagðar eins og tekjur þegar kemur til útborgunar úr sjóði. í raun er því verið að fresta skattlagningu þeirra tekna sem not- aðar eru til lifeyrissparnaðar. Ekki er greiddur fiármagnstekjuskattur vegna þeirra vaxta sem menn ávinna sér á sparnaðartímanum og eignin sem myndast er eignarskattfrjáls. Komi til greiðslu lífeyrisspamaðar til erflngja vegna andláts verða þær greiðslur skattlagðar sem tekjur en bera hins vegar ekki erfðafiárskatt. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.