Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1999, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999 Fréttir Sakaður um mál- verkafölsun Málflutningur hófst I gær fyrir Hér- aðsdómi Reykjavíkur í máli sem höfð- að hefur verið á hendur Pétri Þór Gunnarssyni, framkvæmdastjóra og annars eigenda Gallerí Borgar vegna meintra málverkafalsana. Ákærði er sakaður um að hafa falsað undirskrift þriggja málverka og selt þau þremur aðilum á uppboðum sem fram fóru í Reykjavík og á Akureyri. Tvö uppboð fóru fram á vegum Gallerí Borgar í Reykjavík en eitt fór fram á vegum fyrirtækis i eigu ákærða á Akureyri. Akærði er einnig sakaður um bók- haldssvindl og að hafa rekið listmuna- sölu fomgripa án tilskilins leyfis. Ákærði harðneitar öllum sakargift- um. Wils eða Jón Stefánsson? Sækjandi telur að ákærði hafi af- máð undirskrift málverka eftir danska málarann Vilhelm Wils, sem hann keypti á uppboði í Danmörku, og merkt þau islenska listmálaranum Jóni Stefánssyni. Viö yfirheyrslur í réttinum í gær sagði ákærði að hann væri aðeins kaupandi að tveimur þeirra. Hið þriðja hefði annar aðili, búsettur í Kaupmannahöfn, keypt en merkt Pétri kvittun fyrir kaupunum. Sá aðili hefur átt viðskipti við Pétur i mörg ár. Til væm kvittanir hjá upp- DV-mynd Teitur Pétur Þór Gunnarsson, eigandi Gallerí Borgar, ásamt lögmanni. boðsfyrirtækinu sem sönnuðu að kaupandinn væri viðskiptaaðili Pét- urs í Kaupmannahöfn. Hin tvö mál- verkin sagðist hann kannast viö. Þau væru eftir Jón Stefánsson og hann hefði keypt þau í Danmörku. Annað málverkið árið 1994 af danskri konu og fylgdi sem sönnunargagn kvittun fyrir kaupunum. Konan mun svo bera vitni fyrir dómi þegar líður á málið. Hin myndin var keypt á uppboði í Kaupmannahöfn og væru einnig til kvittanir fyrir þeim kaupum. Ákærði sagði að hann hefði einnig keypt tvær myndir eftir danska málarann Wils á uppboði í Vejle árið 1994 en hann hefði einungis keypt þær vegna rammanna. Skrautrammar mynd- anna væru gylltir og kostuðu slíkir rammar 60-80.000 krónur. Hann hefði hins vegar skilið myndimar eftir hjá félaga sínum í Danmörku, þeim sama og keypti þriðju Jóns Stefánssonar myndina, en tekið rammana meö til íslands. Þar hefði hann látið inn- römmunarfyrirtæki setja myndir Jóns Stefánssonar í gylltu rammana til þess að auka verðgildi þeirra. Pét- ur benti á uppboðsnúmer á römmun- um sem komu heim við uppboðsskrár ffá Danmörku og sýndu að ein mynd- in hefði án efa verið á uppboði hjá uppboðsfyrirtækinu Bruun Rasmus- sen í Danmörku. Fræðimenn telja málverkin fölsuð Sækjandi benti á að forvörður hefði komist að því að þegar önnur myndin væri sett í gegnumlýsingu með út- fjólubláu ljósi væri hægt að sjá að undir nafni Jóns Stefánssonar væri að sjá upphafsstaf í eftimafni Wils. Ákærði benti þá á að skv. uppboðs- skrá í Kaupmannahöfn væri myndin ómerkt og niðurstaðan væri stór- merkileg: að forvörður gæti fundið undirskrift á mynd sem væri skráð ómerkt á uppboði. Sækjandi benti þá á hina myndina og leitaöi skýringa. „í Ijósi þess að finna undirskrift á ómerktri mynd dreg ég þessa merk- ingu líka í efa,“ sagði ákærði. Áffam hélt vitnaleiðslan og sér- fræðingar hjá Raunvísindastofnun og Listasafhi íslands töldu málverkin án efa fólsuð en fjöldi sýna hefur verið tekinn af málverkunum. Haraldur Ámason, lögreglufulltrúi hjá ríkislög- reglustjóra, sýndi hvemig undirskrift Wils leyndist á verkunum þegar þau Uppstilling. Þessi mynd telur saksóknari að sé eftir Vilhelm Wils en ekki Jón Stefánsson. ánssonar og taldi að þær myndir sem í dómsalnum vora væru varla eftir hann. Þær væra ekki með sömu formmótun og aðrar myndir. Júlíana sagðist ekki útiloka að myndin gæti ver- ið máluð á slæmum degi Jóns Stefáns- sonar en taldi það hæpið þar sem ekki væri um hefðbundn- ar myndir Jóns að ræða. Þegar verj- andi ætlaði að sýna Júlíönu aðrar myndir neitaði hún að tjá sig um þær þar sem það væri vinnuregla hjá Listasafhi íslands að fialla ekki um lista- verk nema hafa frummyndina. Wils og Jón Stefánsson voru í sama bekk hjá sama prófessor þegar þeir stunduðu nám í Kaupmannahöfn í byrjun aldar- innar. Hjálmar Blöndal lýst væri í gegnum þau með útfiólu- bláum geislum. Ekki fór á milli mála að þá stóð nafh Wils á verkunum. Amar Jensson, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn hjá rikislögreglusfióra, kom fyr- ir réttinn. Kom fram við spumingar veijenda að tvisvar hefði verið farið inn á heimili Péturs með húsleitarheimild. Rannsókn á því máli væri hins vegar ekki lokið hjá lögreglunni. Enn fremur kom fram að ákærði hefði veitt heimild til þess að rannsaka öll sín bankaviðskipti á ís- landi og í Danmörku en ekki væri komin nein niðurstaða í það mál. Júl- íana Gottskálksdóttir listfræðingur sagðist þekkja vel til verka Jóns Stef- Margir vitna Kaupendur myndanna munu koma fyrir réttinn í dag til vitnisburðar. Þeir era Jón Ragnarsson, hótelhaldari á Þingvöllum, Gunnar Gunnarsson sendiherra og Kjartan Gunnarsson, framkvæmdasfióri Sjálfstæðisflokks- ins. Fyrir réttinn mun einnig koma Úlfar Þormóðsson, fyrrum eigandi Gallerí Borgar og Ólafur Ingi Jónsson forvörður. Dómurinn er þétt skipaður en i honum sitja héraðsdómaramir Ingibjörg Benediktsdóttir og Helgi I. Jónsson og Þorgeir Ólafsson listfræð- ingur. Myndimar vora seldar fyrir 919.000 krónur en einn, Gunnar Gunn- arsson, fer fram á að fá greiddar skaðabætm- að fiárhæð kr. 370.000. Ljóst er að aðalmeðferð málsins mun taka nokkra daga til viðbótar. Fleiri málverk hafa verið kærð til ríkislög- reglusfióra en ekki er vitað hversu mörg þau eru. Hafa verður í huga að frá stofnun Galleri Borgar árið 1984 hafa tæplega 20.000 málverk verið seld. í dag era þrjú til umfiöllunar hjá dómstóli. Stuttar fréttir i>v Auglýsingastríö í auglýsingum Sjómannadagsráðs Reykjavikur er bent á að það séu sjómenn sem veiði fiskinn og að kvóta- kerfið hafi ekki tryggt öllum sann- gjama hlutdeild i sjávarútvegi. Guð- mundur Hallvarðsson, alþingismað- ur og formaður Sjómannadagsráðs, neitar í Degi að auglýsingamar séu liður í kvótaátökum og deilum með- al þjóðarinnar. Hann segir að verið sé að framfylgja stefriu sjómanna- samtakanna í Reykjavík og Hafnar- firði vegna þess að meðlimir í ráð- inu telji auglýsingar Landssam- bands íslenskra útvegsmenna hafi verið villandi. Slök hlutabréfaávöxtun Að mati Viðskiptastofu íslands- banka var ávöxtun innlendra hluta- bréfa almennt slök í fyrra. Ef litið sé á úrvalsvísitölu Verðbréfaþings komi í ljós að ávöxtunin hafi verið um 11%, að teknu tilliti til arðgreiðslna. Ávöxt- im hafi aðeins verið um 6% ef miðað er við heildarlista þingsins. Við- skiptastofa íslandsbanka telur þetta mjög slakt ef miðað sé við áhættu- lausa ávöxtun ríkisvíxla sem hafi ver- ið mn 7,3%. Ríkisútvarpið greindi frá. Vill 1. sæti Kjartan Ólafsson, formaður Sam- bands garðyrkjubænda í Hlöðutúni i Ölfusi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti í prófkjöri flokksins á Suðurlandi fyrir þingkosningar í vor. Ríkisútvarpið greindi frá. Hlutveik ríkisendurskoðunar Guðmundur Bjarnason land- búnaðarráðherra heldur fast við þá skoðun sína að það hafi veriö ríkisend- urskoðunar að meta hvort bregð- ast ætti með ákveðnari hætti en gert var við ábendingum um misfærslur og hugsanleg lögbrot í rekstri Stofn- fisks. Ríkisútvarpið greindi frá. Vilja flóttafólk Sjö sveitarfélög sækjast eftir að taka á móti næsta hópi flóttafólks sem kemur hingað til lands í vor og er gert ráð fyrir að hann komi frá fyrrverandi lýðveldum Júgóslavíu eins og þeir hópar sem hafa komið undanfarin ár. Sveitarfélögin sjö eru Siglufiörður, Vesturbyggð, Snæfells- bær, Ölfushreppur, Vestmannaeyj- ar, Fjarðarbyggð og Seyðisfiörður. Ríkisútvarpið greindi frá. ÍBHM Ljósmæðrafélag íslands sagði sig úr Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja um áramótin og gekk í BHM. Sem kunnugt er gekk Félag ís- lenskra símamanna einnig úr BSRB um áramótin og stefnir að aðild að Rafiðnaðarsambandinu. Ríkisút- varpið greindi ffá. Lengri jól Skúli Þórðarson, bæjarstjóri á Blönduósi, óskaði eftir því að jólin vöruðu einum degi lengur á Blöndu- ósi en hjá öðrum landsmönnum. Ástæðan er ekki af persónulegum ástæðum heldur vegna þess að hinir nýju íbúar Blönduóss sem komu frá Júgóslavíu í fyrrasumar tilheyra grísku rétttrúnaðarkirkjunni og var jóladagur hjá þeim í gær. Morgun- blaðið greindi frá. Minnispeningar Fyrirhugað er að Bandaríska mynt- sláttan og Seðla- banki íslands gefi hvort út sinn minn- ispeninginn um aldamótin í tilefni þess að 1000 ár verða þá hðin frá þvi Leifur Eiríks- son fann Ameriku. Steingrimur Her- mannsson, fyrrverandi seðlabanka- stjóri, annast málið fyrir Seðlabank- ann. Morgunblaðið greindi frá. Húsnæðiskerfið Formaður sfiómar íbúðalánasjóðs segir rangt að með breytingum á hús- næðiskerfinu sé verið að viðhalda átt- hagafiöbmm lágtekjufólks eins og for- maður Félags fasteignasala heldur fram. Rikisútvarpið greindi frá. -SJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.