Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1999, Blaðsíða 26
26 FOSTUDAGUR 8. JANUAR 1999 Afmæli Þorgrímur Þráinsson Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og fram- kvæmdastjóri Tóbaks- varnanefndar, Tunguvegi 12, Reykjavík, er fertugur í dag. Starfsferill Þorgrímur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp til sjö ára aldurs, í Kópa- vogi til tiu ára aldurs og í Ólafsvík til tvítugs. Þá var hann á bernsku- og ung- lingsárum í sveit á sumrin á Staðastað á Snæfellsnesi hjá afa sinum og ömmu, séra Þorgrími V. Sigurðssyni og Áslaugu Guð- mundsdóttur. Þorgrímur lauk stúdentsprófi frá MR 1980 og stundaði frönskunám við Sorbonne-háskóla í París 1983-84. Þorgrímur vann við Vöruflutn- ingamiðstöðina og hjá Flugleiðum til 1983, var bílstjóri hjá Frjálsu fram- taki, siðar Fróða, til 1985, var blaða- maður þar frá 1985, ritstjóri íþrótta- blaðsins 1986-97 og er framkvæmda- stjóri Tóbaksvarnanefndar frá 1996. Þorgrímur hefur skrifað tólf bama- og unglingabækur: Með flðr- ing í tánum; Tár, bros og takkaskór; Mitt er þitt; Bak við bláu augun; Laili ljósastaur; Spor í myrki; Amo Anias; Sex Augnablik; Kvöldsögur; Margt býr í myrkrinu; Nóttin lifnar við, og Hjálp, Keikó. Hjálp! Þá skrif- Þorgrímur Þráinsson. aði hann ævisögu Jóns biskups Vidalín, Meist- ari Jón, predikari af Guðs náð. Þorgrímur hlaut verð- laun Skólamálaráðs Reykjavíkurborgar fyrir bestu frumsömdu barna- bókina 1990, Menningar- verðlaun Visa árið 1992, og Islensku barnabóka- verðlaunin 1997 fyrir söguna Margt býr í myrkrinu. Þorgrímur lék knatt- spyrnu með Víkingi frá Ólafsvík til 1979 og með meistaraflokki Vals til 1990 og var fyrirliði siðustu fimm ár- in. Hann á hundrað sjötíu og níu leiki að baki í efstu deild og lék sautján sinnum með islenska lands- liðinu. Þorgrimur varð íslandsmeist- ari 1980, 1985 og 1987 og bikarmeist- ari 1988 og 1990. Þá varð hann bikar- meistari með FH í frjálsíþróttum 1988. Hann var kjörinn besti leik- maður Vals 1982 og 1989 og Valsmað- ur ársins 1990. Þorgrímur hefur setið í stjórn Reykjavíkurdeildar Barnaheilla, Samtaka íþróttafréttamanna og í Fé- lagsskiptanefnd KSÍ. Núna situr hann i stjórn meðferðarheimilisins Virkisins-Götusmiðjunnar. Fjölskylda Þorgrímur kvæntist 7.7. 1990 Ragnhildi Eiríksdóttur, f. 18.1. 1969, flugfreyju, klæðskera og förðunar- fræðingi. Hún er dóttir Eiríks Ell- ertssonar, löggilts rafverktaka frá Meðalfelli í Kjós, og k.h., Ólafíu Lár- usdóttur, húsmóður frá Káranesi í Rjósarsýslu. Þau búa i Reykjavík. Börn Þorgríms og Ragnhildar eru Kristófer, f. 4.5. 1992; Kolfmna f. 2.9. 1996. Systkini Þorgríms eru Bryndís, f. 10.1. 1956, kennari, búsett á Sauðár- króki; Áslaug, f. 29.6.1957, sjúkraliði, búsett í Garðabæ; Þorgerður, f. 20.3. 1961, hjúkrunarfræðingur, búsett í Garðabæ; Hermann, f. 20.7.1968, hag- fræðingur, búsettur í Reykjavik. Foreldrar Þorgríms eru Þráinn Þorvaldsson, f. 2.7. 1934, múrara- meistari, og Soffí Margrét Þorgrims- dóttir, f. 24.10. 1933, kennari. Ætt Þráinn er sonur Þorvalds, skrif- stofumanns á Blönduósi, Þórarins- sonar, b. og alþm. á Hjaltabakka, Jónssonar, b. í Geitagerði í Skaga- firði og síðar á Halldórsstöðum í Langholti, Þórarinssonar, b. í Gróf- argili, Jónssonar. Móðir Þórarins var Margrét Jóhannsdóttir, b. á Kjartansstöðum í Langholti, Guð- mundssonar. Móðir Þorvalds var Sigríður Þorvaldsdóttir, pr. á Hjalta- bakka, bróður Kristinar, langömmu Matthíasar Johannessens, skálds og ritstjóra, og Halldórs Blöndals sam- gönguráðherra. Þorvaldur var sonur Ásgeirs, dbrm. og bókbindara á Lambastöðum, Finnbogasonar, bróð- ur Jakobs, pr. í Steinnesi, langafa Vigdísar Finnbogadóttur. Móðir Þor- valds pr. var Sigríður, systir Þuríð- ar, langömmu Vigdísar. Sigríður var dóttir Þorvalds, pr. í Holti, Böðvars- sonar, pr. í Holtaþingum, Högnason- ar, prestaföður á Breiðabólstað, Sig- urðssonar. Móðir Sigríðar á Hjalta- bakka var Hansína Sigurbjörg Þor- grímsdóttir, pr. að Þingmúla, Arn- órssonar. Móðir Þráins var Ragnheiður, hót- elstýra og síðar handavinnukennari við Kvennaskólann á Blönduósi, Brynjólfsdóttir, b. í Ytri-Ey á Skaga- strönd, Lýðssonar og Kristínar Ind- riðadóttur. Soffía er dóttir Þorgríms, prófasts á Staðastað, bróður Önnu, fyrrum forstöðukonu Kvennasögusafhsins, og Valborgar, fyrrv. skólastýru Fóst- urskóla íslands, móður Sigurðar hagfræðings og Stefáns heim- spekings Snævarr. Þorgrímur var sonur Sigurðar, skólastjóra á Hvitár- bakka, Þórólfssonar, b. á Hvoli á Barðaströnd, Einarssonar. Móðir Þorgríms var Ásdís Margrét Þor- grímsdóttir, b. á Ytri-Kárastöðum á Vatnsnesi, Jónatanssonar. Móðir Soffiu var Áslaug Guðmundsdóttir, kennara á Hvanneyri, Jónssonar. Ásta Ólafsdóttir Ásta Ólafsdóttir, bóndj á Skúfslæk í Villingaholtshreppi, er sextug í dag. Starfsferill Ásta fæddist í Syðstu-Mörk undir Vestur-Eyjafjöllum. Hún stundaði nám við Skógaskóla og Húsmæðra- skólann að Stáðarfelli. Ásta vann við bú foreldra sinna og var ráðskona við mötuneyti um skeið á sínum yngri árum. Hún hóf búskap á Skúfslæk með fyrri manni sínum 1963 og hefur verið þar bóndi siðan, fyrst ásamt honum og meðan hann lifði, þá með börnum þeirra hjóna til 1986 og loks með seinni eiginmanni sinum frá 1986. Ásta sat í stjórn hestamannafélags- ins Sleipnis, var gjaldkeri fyrir Murneyrarsjóð, meðhjálpari í Vill- ingaholtskirkju og safnaðarfulltrúi við sóknina um árabil, hefur starfað í Kvenfélagi Villingaholtshrepps og var var formaður kven- félagsins í þrjú ár, hefur starfar mikið fyrir Félag vistforeldra á íslandi og er nú formaður Landssam- taka Félaga vistforeldra. Ásta hefur unnið mikið með börn en fjöldi barna hefur dvalið á Skúfslæk um lengri eða skemmri tíma undir hennar umsjón. Asta Ólafsdóttir. Fjölskylda Ásta giftist 1963 Eiríki Magnús- syni, f 22.12.1931, d. 2.11.1982, bónda á Skúfslæk. Hann var sonur Magnús- ar Eiríkssonar og Ingibjargar Gisla- dóttur. Börn Ástu og Eiríks eru Magnús, f. 3.9. 1964, vél- virki i Svíþjóð en kona hans er Magdalena Lind- ers og eru börn þeirra Anna Elvira, f. 1987, og Eiríkur, f. 1992; Árni, f. 8.9. 1966, vélvirki á Skúfs- læk;Ólafur, f. 3.9. 1968, rafeindavirki og nemi við Hí; Halla, f. 10.8. 1977, stúdent og nemi við Bændaskólann á Hólum. Fósturbörn Ástu, til dval- ar á Skúfslæk, eru Einar Karl Héð- insson, f. 19.12. 1985; Stefán Elvuson, f. 23.10. 1991. Seinni maður Ástu frá 1986 er Sig- urður Einarsson, f. 4.6. 1939, bóndi á Skúfslæk. Hann er sonur Einars Sig- urðssonar og Önnu Ólafsdóttur. Systkini Ástu eru Sigríður, f. 26.9. 1921, húsfreyja í Bakkakoti á Rangár- völlum; Guðjón, f. 23.9.1922, oddviti í Syðstu-Mörk; Ólafur, f. 5.5. 1924, fyrrv. kaupfélagsstjóri á Hvolsvelli; Sigurveig, f. 14.6. 1925, húsmóðir i Reykjavík; Sigurjón, f. 3.7. 1927, nú látinn, bóndi á Stóru-Borg í Árnes- sýslu; Jóhanna, f. 2.8.1928, húsfreyja á Völlum í Akraneshreppi; Árni, f. 12.7.1931, barnalæknir í Sviss. Foreldrar Ástu voru Ólafur Ólafs- son, f. 24.5. 1891, d. 13.7. 1973, bóndi í Syðstu-Mörk, og k.h., Halla Guðjóns- dóttir, f. 7.8. 1892, d. 7.4. 1970, hús- freyja. Sigurður verður sextugur á þessu ári. í tilefni afmælanna taka þau hjónin á móti gestum i félagsheimil- inu Þjórsárveri fóstud. 8.1. frá kl. 21.00. André Bachmann Sigurðsson André Bachmann Sigurðsson, tón- listarmaður og vagnstjóri, Hábergi 20, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill André fæddist á Steinhólum við Kleppsveg í Reykjavík og ólst upp í Reykjavík. Hann var í Laugarnes- skóla. André hefur m.a. unnið við geð- deild Barnaspítalans, verið aðstoðar- maður sjúkraþjálfara við Borgarspít- alann, unnið við auglýsinga- og markaðsdeild DB og Vikunnar og við auglýsingadeild Tímans. Þá hefur hann verið vagnstjóri hjá SVR sl. sex ár. André hefur spilað á trommur og sungið með ýmsum danshljómsveit- um frá 1972, s.s. Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar, Aríu, Hljómsveit André Bachmann og loks hljómsveit- inni Gleðigjöfum sem enn leikur fyr- ir dansi. André gaf út diskinn Gleðigjafinn, André Bachmann, Til þín, 1995. André skipulagði dægurlaga- keppnina Landslagið, skipulagði, ásamt Kiwanisklúbbnum Viðey styrktardansleik vegna sundlaugar- byggingar fyrir fatlaða í Reykjadal, skipulagði Kántrýhátíð, ásamt Magn- úsi Kjartanssyni, á Hótel Sögu á síð- asta ári til styrktar Hallbimi í Kán- trýbæ og gaf út nú fyrir jólin ásamt Árna Scheving og Þorgeiri Ástvalds- syni diskinn Maður lifandi, til styrkt- ar Þroskaheftum í tilefni fjörutíu ára afmælis Styrktarfélags vangefinna. Fjölskylda André kvæntist 26.7. 1975 Emilíu Ásgeirsdóttur, f. 18.6.1951, verslunar- manni. Hún er dóttir Ásgeirs Þórar- inssonar, f. 4.9. 1924, d. 28.9. 1981, vörubílstjóra á Selfossi, og k.h., Mar- grétar Karlsdóttur, f. 28.7. 1931, hús- móður. Börn André og Emilíu eru íris Eva Bachmann, f. 13.7. 1974, nemi í tölv- unarfræði en maður hennar er Ás- geir Sæmundsson vörubílstjóri og eiga þau eina dóttur; Ásgeir Bach- mann, f. 7.6. 1976, framkvæmdastjóri í Reykjavík en unnusta hans er Vig- dís Ásgeirsdóttir, starfsmaður leik- skóla; André Bachmann, f. 12.5. 1987, nenii. Dóttir André frá fyrra hjónabandi er Sigríður Bachmann, f. 18.11. 1969, búsett í Garði en maður hennar er Matthías Magn- ússon útgerðartæknir og eiga þau tvö börn. Systkini André eru Jak- ob Bachmann, f. 31.10.1952, feldskeri í Svíþjóð; Sigurð- ur Bachmann, f. 19.5. 1954, vagnstjóri í Reykjavík; Dóra Sigurðardóttir, f. 11.5. 1956, húsmóðir í Reykja- vík; Júlíus Heiðar Sigurðs- son, f. 19.5. 1958, heildsali í Reykjavík; Sigurbjörn Bachmann, f. 5.10.1961, bú- settur í Danmörku; Jóhann- es Bachmann, f. 4.4. 1963, skemmtikraftur í Reykjavík; Kristín Sigurðardóttir, f. 11.11. 1968, búsett í Kópavogi. Foreldrar André: Sigurður Bach- mann Árnason, f. 29.9. 1928, d. 2.6. 1988, umsjónarmaður Sjómannaskól- ans í Reykjavík, og k.h., Hulda Val- gerður Jakobsdóttir, f. 4.6. 1929, hús- móðir. Ætt Sigurður Bachmann var sonur Árna, múrarameistara i Reykjavík, Grímssonar, bakarameistara í André Bachmann Sigurösson. Reykjavík, Ólafssonar. Móðir Árna var Þorgerð- ur Stefania Stefánsdóttir. Móðir Sigurðar Bach- mann var Kristín, systir Meyvants, bílstjóra á Eiði á Seltjarnarnesi, afa Más Halldórssonar, dreif- ingarsrjóra DV. Kristín var dóttir Sigurðar Frí- manns Guðmundssonar, og Sigurbjargar Sigurðar- dóttur. Valgerður er dóttir Jak- obs, innheimtumanns í Reykjavík, Stefánssonar, og Guðlaugar Kjartans- dóttur. Fósturforeldrar Valgerðar voru Hjálmar Diegó Jónsson, bakarameist- ari í Reykjavík og fulltrúi tollstjóra- embættisins í Reykjavík, og k.h., Halldóra Friðgerður Sigurðardóttir. Þau bjuggu að Steinhólum við Kleppsveg í Reykjavík. André og Emilía taka á móti gest- um í Súlnasal Hótel Sögu á afmælis- daginn, fóstudaginn 8.1., kl. 21.00. Til hamingju með afmælið 8. desember 95 ára Kristjana Magnúsdóttir, Vatnsnesvegi 32, Keflavík. 85 ára Jóna Jónsdóttir, Blikahólum 4, Reykjavík. Þórdls Gunnlaugsdóttir, Logafold 56, Reykjavík. 80ára Finney Árnadóttir, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði. Hún er að heiman. Guðrún Kristjánsdóttir, Víkurbraut 26, Höfh, verður áttræð á mánudaginn. Hún tekur á móti gestum á heimili sonar síns og tengda- dóttur, Austurbraut 1, Höfn, sunnud. 10.1. eftir kl. 15.00. Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Pólgötu 6, ísafirðí. Stefán PáU Björnsson, Laugavegi 139, Reykjavik. Steinunn Daníelsdöttir, Smáravegi 10, Dalvík. 75 ára Ástvaldur Kristófersson, Túngötu 8, Seyðisfirði. Emil Sigurðsson, Sólvallagötu 31, Reykjavík. Finnbogi Guðmundsson, Sólvangsvegi 7, Hafnarfirði. Margrét Kröyer, Helgamagrastr. 9, Akureyri. 70ára Gréta Jóhannesdóttir, Grundarbraut 5, Ólafsvík. Jón Sigurður Eiríksson, Fagranesi, Sauðárkróki. 60ára Sigurður Sigurðsson, Hlaðbæ 5, Reykjavík. 50 ára Anita L. Þórarinsdóttir, Hlíðarenda, Bárðdælahreppi. Benedikt Skarphéðinsson, Frostaskjóli 87, Reykjavík. Björn Guðmundsson, Hlíðarhjatta 40, Kópavogi. Ester Steindórsdóttir, Barðstúni 3, Akureyri. Geirþrúður Sigurðardóttir, Þórunnarstræti 83, Akureyri. Indriði Kristinsson, Selvogsbraut 29, Þorlákshöfh. Krislin Jónsdóttir, Háteigi 6, Akranesi. Magniis Sigurðsson, Aragerði 13, Vogum. Marin Pétursdóttir, Kaplaskjólsvegi 50, Reykjavík. Peter Radovan Jan Vosicky, Austurbrún 4, Reykjavík. Sigurður Styrmisson, Reynilund 4, Akureyri. Stanislaw Switon, Álfhólsvegi 8 A, Kópavogi. 40 ára Bertha Richter, Álfheimum 28, Reykjavík. Halldór Guðnason, Stórholti 25, Reykjavík. Helga Jónsdóttir, Austurey II, Laugardalshr. Helgi Erlendsson, Hraunbæ 186, Reykjavík. Júlíus Pétur Ingólfsson, Vogabraut 22, Akranesi. Olga Magnúsdóttir, Ósi III, Skihnannahreppi. Ólafur Rúnar Björnsson, Jörundarholti 44, Akranesi. Steindór Rúnar Águstsson, Asparfelli 8, Reykjavík. Vilborg Jónsdóttir, Blöndubakka 15, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.