Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1999, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999 Fijálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaftur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON AóstoBarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaBaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - ABrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ VTsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaBam.: 462 6613, fax: 4611605. Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. ÁskriftarverB á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Ábyrgð þjóðminjavarðar Fornar minjar á íslandi eru að takmörkuðu leyti fólgnar í byggingum líkt og víða ytra heldur ýmsum munum sem varðveist hafa gegnum aldirnar, fundist við fornleifauppgröft eða komið fram með öðrum hætti. Þessar minjar eru með helstu dýrgripum þjóðarinnar og ber að umgangast með tiUiti til þess. í þessum fomu minjum er fólgin saga þjóðarinnar allt frá landnámi, saga sem stendur ljóslifandi fyrir hugskotssjónum okk- ar við skoðun munanna. Þjóðminjasafnið hefur lengi búið við ófullnægjandi aðstæður. Safnhúsið við Suðurgötu er barn síns tíma, viðhald af skornum skammti og húsið meðal annars lekt. Aðstaða þar var fráleitt boðleg þeim dýrgripum sem þar hafa verið geymdir og sýndir. Brunavarnir og öryggismál voru ekki með þeim hætti að ásættanlegt væri. Því var löngu kominn tími til aðgerða, viðhalds og endurbóta á húsinu. Safninu var því lokað á liðnu ári og vinna hafin við endurbæturnar. Þjóðminjasafnið við Suðurgötu verður opnað á ný eftir endurbætur á næsta ári. Þjóðminjarnar þurfti því geyma en slíkir munir eru ekki geymdir hvar sem er. Þeim var komið fyrir vöru- skemmu Þjóðminjasafnsins við Vesturvör í Kópavogi. Brunamálstjóri hefur bent á að í þessu húsi séu óbætan- legar fomminjar þjóðarinnar í hættu. Um sé að ræða venjulega vörugeymslu og allt húsið sé eitt brunahólf. Það og allt sem í því er geti því fuðrað upp í einu lagi. Varsla og flutningur þjóðminjanna er á ábyrgð þjóð- minjavarðar. Fyrir lá að flytja þyrfti mimina og hann tók þá ákvörðun að fLytja þá í hús sem ekki hafði verið breytt til þessara nota. Hann lét flytja munina án sam- ráðs við yfirvöld brunamála. Slökkviliðið í Reykjavík og eldvarnaeftirlit þess stóð frammi fyrir gerðum hlut. Þjóðminjasafnið tók húsnæðið við Vesturvör í notkun án nokkurs samráðs við slökkviliðið. Það varð ekki til baka snúið, segir slökkviliðsstjóri sem taldi sig nauð- beygðan að gefa út bráðabirgðaleyfi fyrir geymslu mun- anna á þessum stað. Bráðabirgðaleyfinu fylgdu kröfur um endurbætur og öryggisvöktun allan sólarhringinn. Að sögn slökkviliðs- stjóra er húsnæðið við Vesturvör ekki ásættanlegt þótt það sé um sumt betra en gamla Þjóðminjasafnið. Það lýsir því um leið í hvert óefhi var komin þar. Bruna- málastjóri segir það alvarlegt að frestað var að ganga frá húsinu áður en munirnir bárust þangað til geymslu. Nú sé unnið að breytingum innan um munina og slíkt margfaldi hættu. Frá breytingum á húsinu átti að ganga áður en farið var út í flutning munanna. Það var og er þjóðminjavarð- ar að sjá til þess að ekki sé lagt í tvísýnu eða áhætta tek- in með það sem óbætanlegt er. Vegna ábendinga eld- vamaeftirlits og síðar brunamálastjóra er unnið að því að hólfa skemmuna niður í brunahólf og koma upp úða- kerfi auk annarra nauðsynlegra endurbóta. Þær endur- bætur átti að gera áður en flutt var, sem og úttekt á brunavörnum, og fá leyfi yfirvalda brunamála til geymslu munanna í húsinu. Svo er að sjá að forráðamenn Þjóðminjasafnsins hafi gleymt því að fyrir tæpum sex árum brunnu gamlir bát- ar í vörslu safnsins í Kópavogi. Geymslu þeirra báta var ábótavant, svo mjög að börn gátu skriðið inn í geymsl- una og kveikt í. Af þeim atburði átti að draga lærdóm. Við meðferð þjóðargersema á að fylgja ströngum regl- um. Það er á ábyrgð þjóðminjavarðar að svo sé gert. Jónas Haraldsson ****,*>*»'• •Í.Yl'V.VAY. „Sögulegar sættir milli A-flokkanna eru merk tímamót, sem veruleg áhrif mun hafa á stjórnmálin og flokkakerf- ið nú í aðdraganda nýrrar aldar.“ - Formenn Alþýðuflokks og Alþýðubandalags ræða málin. Samfylking í þágu almannahagsmuna legra íbúða sem gert hefur þeim verst stöddu í þjóðfélaginu tugþúsundum saman kleift að koma sér upp þaki yfir höfuðið. 1200-1500 einstakling- ar og fjölskyldur eru nú á biðlista eftir leiguíbúðum m.a. vegna þess að félags- lega íþúðakerfmu hef- ur verið lokað. Boðskapur for- sætisráðherra Yfirlýsing forsætis- ráðherra 1 lok kjör- tímabilsins um sam- starfsráð aldraðra og ríkisvaldsins virkaði „Róttæk breyting í jafnréttis- málum og málefni fjölskyldunn- ar verða líka þungamiöja í stefnuskrá samfylkingarinnar. Stuðningur við samfylkinguna er því leiðin til betra og réttlát- ara þjóðfélags nú í aðdraganda nýrrar aldar.u Kjallarinn V ^ Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður Ástæða er til að ætla að meirihluti íslensku þjóðarinn- ar styðji þá stefnu sem jafnaðarmenn, félagshyggjufólk og kvenfrelsissinnar standa fyrir um jöfn- uð og réttlæti í þjóð- félaginu. Lengi hef- ur þetta fólk beðið eftir því að þeir, flokkar sem hafa þá stefnu sameinist í einni fylkinginu. Sá draumur er nú að verða að veruleika. Sögulegar sættir milli A-flokkanna eru merk tímamót, sem veruleg áhrif mun hafa á stjóm- málin og flokkakerf- ið nú í aðdraganda nýrrar aldar. Sam- fylkingin mun hafa alla burði til að breyta þjóðfélaginu, þar sem almanna- hagsmunir verða settir ofar sérhags- munum. Misskipting vex Megináhersla samfylkingarinnar verður á jöfn- uð og réttlæti í þjóðfélaginu, en á þessu kjörtímabili hafa verið knú- in í gegn mörg mál af ríkisstjóm Davíðs Oddssonar sem auka munu á misskiptinguna í eigna- og tekju- skiptingunni í þjóðfélaginu. Af mörgu er að taka og skal hér ein- ungis nefnt fjármagnstekjuskattur sem varð að skatti á cilmennan spamað launafólks i stað skatts á stóreignamenn og raunverulega fjármagnseigendur. Ekki síður skal hér dregið fram að félagslega íbúðakerfið var lagt niður, en það hefur þjónað láglaunafólki í 70 ár. Á vegum þess hefur verið komið upp á annan tug þúsunda félags- sérkennilega í ljósi þeirra mörgu aðgerða ríkisstjómarinnar á kjör- tímabilinu sem beinst hafa gegn lífeyrisþegum. í því sambandi má minna á að fyrsta verk ríkisstjóm- arinnar á því kjörtímabili sem senn lýkur var að rjúfa tengsl milli lifeyris og lágmarkslauna með þeim afleiðingum að lág- markslaunin hafa sl. 5 ár hækkað um 52%, launavísitalan um 30% en lífeyrisgreiðslur einungis um 17%. Það var því engin furða að fyrir jólin heyrðum við hvemig öryrkjar þurfa í vaxandi mæli að leita á náðir hjálparstofnana til að eiga fyrir framfærslunni og ein- stæðum foreldrum fjölgar sem leita þurfa eftir fjárhagsaðstoð hjá sveitarfélögunum. Yfir jólahátíðina kom síðan frétt um mikla húsnæðisneyð fjölda fólks, sem m.a. birtist í því að í viku hverri í desembermánuði hefðu nokkrar fjölskyldur, sem hreinlega vora á götunni, þurft að leita til Rauða krossins eftir húsa- skjóli. Atvinnulausir fengu heldur engan jólabónus, þrátt fyrir skert- ar greiðslur til þeirra frá 1997. í áramótaræðu forsætisráðherra eða af boðskap stjómvalda og að- gerðum þeirra er ekki mikið að heyra eða sjá að þeir viti mikið af neyð þeirra sem búa við fátækt í þjóðfélaginu þrátt fyrir góðærið. Áherslur samfylkingarinnar Það er því fagnaðarefni að sam- fylkingin, sem berst fyrir jafn- rétti, félagshyggju og kvenfrelsi, sé komin á beinu brautina. For- gangsverkefni samfylkingarinn- ar verður að stöðva þá misskipt- ingu og miklu eignatilfærslu sem átt hefur sér stað á þessu kjörtímaþili undir forystu helm- ingaskiptaflokkanna, Sjálfstæð- isflokksins og Framsóknar- flokksins. í þeirri málaskrá sem samfylk- ingin stendur að er að finna veigamiklar aðgerðir til að jafna kjörin í þjóðfélaginu, ekki síst þeirra sem höllum fæti standa í þjóðfélaginu. Áhersla verður lögð á forgangsröðun verkefna og ábyrga efnahagsstjóm. I öndvegi verða sett menntamál og vemdun umhverfisins og að arður og nýt- ing auðlindanna varði hagsmuni þjóðarheildcirinnar en ekki sér- hagsmuni fárra. Róttæk breyting í jafnréttismálum og málefni fjöl- skyldunnar verða líka þungamiðja í stefnuskrá samfylkingarinnar. Stuðningur við samfylkinguna er því leiðin til betra og réttlátara þjóðfélags nú í aðdraganda nýrrar aldar. Jóhanna Sigurðardóttir Skoðanir annarra Fasteignalán í evrum „Landsbankinn ætlar að bjóða viðskiptavinum veðdeildarinnar lán í hinum nýja gjaldmiðli Mynt- bandalags Evrópu, evrunni. Það þýðir að þau lán verða ekki með verðtryggingu tengda vísitölu og væntanlega bjóðast lántakendum mun lægri vextir en ella. Aftur á móti taka lántakendur í evrulánum ákveðna gengisáhættu og þá er spuming, hvort menn hafa orðið það mikla trú á stöðugleika ís- lenskra efnahagsmála, að þfeir taki þann kost... Auk- inn fjölbreytileiki í fasteignalánum og samkeppni er af hinu góða.“ Úr forystugrein Mbl. 7. jan. Evran og ísland „Ég held það komi engum á óvart þó að ég telji að tilkoma evrunnar sé heiilaspor ... Þótt tilkoma evr- unnar eigi að gerast í áfóngum á næstu misserum og gert sé ráð fyrir að sjálfum peningaskiptunum ljúki um mitt ár 2001 em þau í raun minnsta málið því frá og með áramótum verður einn gjaldmiðilf í þessum 11 Evrópuríkjum þó í umferð verði 11 mismunandi teg- undir af peningaseðlum... Ég held að evran muni fara að hafa mikil áhrif hérlendis nú strax eftir áramótin ... stór hluti af viðskiptum íslendinga verður í evrum og einhvem veginn læðist því að mér sá grunur að evran muni verða viðmiðun á íslandi með einum eða öðrum hætti. Ég geri mér hins vegar ekki grein fyrir því hvaða leið verður fyrir valinu tæknilega." Sigurður B. Stefánsson í Viðskiptablaðinu 6. jan. Valfrelsi einstaklinga „íslenskt þjóðfélag er smám saman að taka á sig mynd raunverulegs markaðsbúskapar - með auknu valfrelsi einstaklinga, heilbrigðari rekstrargrund- velli fyrirtækja og minni ríkisafskiptum. Margt er þó ógert. Stjómvöld þurfa að sýna atvinnulífínu enn meiri skilning og gera það að reglu að vinna með fyritækjum og einstaklingum í stað þess að setja boð og bönn, það þarf að draga enn frekar úr skatt- heimtu, einfalda skattareglur, einkavæða meira, minnka ríkisumsvif og halda opinberri reglustýringu í skefjum, ekki síst í ljósi þess reglugerðarfargans sem hellist yfír okkur vegna Evrópusamstarfsins." Jakob F. Ásgeirsson í Mbl. 7. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.