Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1999, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999 9 DV Útlönd Bandaríkin sáu vopnaeftirlitsmönnum SÞ í írak fyrir tækjum: Þagað um njósnirnar Stjórn Bills Clintons Bandaríkja- forseta hefur reist þagnarmúr um nýjar ásakanir um að hún hafi geng- ið of langt í njósnasamvinnu við vopnaeftirlitssveitir Sameinuðu þjóð- anna í írak. Bandaríska leyniþjónustan CIA og þjóðaröryggisstofnunin NSA vildu ekkert tjá sig í gær um fréttir þess efnis að bandarískir njósnarar hefðu slegist í lið með vopnaeftirlitsmönn- unum og að NSA hefði getað hlustað beint á samskipti manna í öryggis- sveitum íraks. í fréttum sem blöðin New York Times og Wall Street Journal birtu i gær var gengið lengra en í fyrri frétt- um þar sem staðhæft hafði verið að vopnaeftirlitsmenn SÞ hefðu unnið náið með bandarískum njósnastofn- unum. Bandarísk stjórnvöld viðurkenndu á miðviku- dag að um samvinnu hefði verið að ræða og héldu uppi vörnum fyrir hana. Þau sögðu hana aðeins hafa leitt af aðstoðinni við eftirlitssveitirnar í leit þeirra að gjöreyðingar- vopnum íraka. James Foley, talsmaður bandaríska utanríkisráðu- neytisins, vísaði því á bug í gær að bandarískir njósnarar hefðu laumað sér í raðir vopnaeftirlits- manna. Þá neitaði hann að ræða hlut- verk hinnar mjög svo leynilegu þjóðaröryggisstofnunar NSA í hlerun- unum. Wall Street Journal sagði að vopna- eftirlitsmenn hefðu tekið upp dulkóð- aðar merkjasendingar frá samskiptaneti Saddams Husseins íraksforseta, þar á meðal frá lýðveldisvörð- unum sem sjá um öryggi hans. Bandarískur gervi- hnöttur kom þessum merkjasendingum áleiðis til NSA þar sem ráðið var í þær. NSA sendi síðan hluta þeirra aftur til vopnaeftir- litsmanna. NSA gegnir því hlutverki að hlera fjarskipti fyrir bandarísk stjómvöld um víða veröld. New York Times sagði að banda- rískir njósnarar hefðu smyglað sér inn í raðir vopnaeftirlitsmanna og safnað upplýsingum á eigin spýtur, óháð vopnaeftirlitssveitunum. CIA vildi ekkert tjá sig um fréttina. Bandaríska blaðið Washington Post sagði í morgun að bandarísk stjómvöld hefðu af og til í þrjú ár hlustað á dulkóðaðar fjarskiptasend- ingar öryggissveita Saddams Husseins með tækjum sem vopnaeft- irlitsmenn SÞ komu fyrir á laun. Blaðið hafði þetta eftir embættis- mönnum i stjórnkerfínu í Was- hington og hjá SÞ. í fyrstu voru hleranimar stundað- ar með búnaði sem keyptur var út úr búð og afraksturinn fór síðan með sendiboðum til greiningar í Englandi, ísrael eða Bandaríkjunum. Vopnaeftirlitssveitimar komust hins vegar að þeirri niðurstöðu snemma á síðasta ári að of hættulegt væri fyrir starfsmenn þeirra að bera tækin á sér. Af þeim sökum var flókn- ari sjáifvirkum búnaði komið fyrir. Bill Clinton. Snorri fallinn á prófinu DY Ósló: Snorri Sturluson fór með stað- lausa stafi þegar hann hélt því fram í Heimskringlu að Hálfdán konungur svarti hefði verið graf- inn í haugi kenndum við hann á Hringaríki í Noregi. Hálfdánar- haugurinn er minnst 300 árum eldri en Hálfdán svarti hafi kon- ungur með þessu nafni nokkru sinni veriö til Nýjar aldursgreiningar sýna að haugurinn er frá 6. en ekki 9. öld. Norskir fornleifafræðingar hafa nú um skeið unnið að rannsókn- um á haugnum með það í huga að grafa hann upp. Vonir hafa staðið til að Hálfdán konungur, faðir ís- landsvinarins Haraldar hárfagra, lægi í skipi í haugnum en það fær sem sagt ekki staðist. Annað hvort er haugurinn tómur eða það liggur í honum einhver minni og eldri spámaður. -GK Sophie Rhys-Jones, unnusta Játvarðar prins, er hún kom til vinnu sinnar í gær. Símamynd Reuter Sophie umsetin af fjölmiðlum Verðandi brúður Játvarðar prins, Sophie Rhys-Jones, komst að því í gær að lífið heldur ekki áfram eins og vanalega eftir að trúlofun hennar og prinsins var opinberuð á mið- vikudaginn. Þegar Sophie kom í lögreglufylgd til almenningstengslafyrirtækis síns i London í gær beið hennar fjöldi manns, almenningur sem vildi óska henni til hamingju, fréttamenn og ljósmyndarar. Ljósmyndarasnápar þyrptust að henni í þeirri von að ná glæsilegri mynd sem hægt væri að selja. Mörg bresku dagblaðanna fjölluðu þegar í gær um trúlofunina á mörgum síðum og ljóst er að áhugi þeirra á Sophie mun halda áfram. Sophie, sem hefur það að atvinnu að ráðleggja öðr- um hvernig umgangast eigi fjölmiðla, virðist betur undir áhuga fjölmiðla búin heldur en fyrrverandi brúðir í bresku konungsfjölskyldunni. Hlíðarsmára 8 - Kópavogi SGfltl)Gim: 18"pizza meö 3 áleggstegundum OC 12" hvítlaukspizza ásamt hvítlauksolíu, aöeins 1.599 kr. Tvœr 16" pizzur meö 2 áleggstegundum, sósa og brauöstangir/franskar, aöeins 1.990 kr. 16" pizza meö 3 áleggstegundum 1.299 kr. DDsæHÍP 12" pizza meö 2 áleggstegundum 740 kr. 16" pizza meö 2 áieggstegundum 890 kr. 18" pizza meö 2 áleggstegundum 1.030 kr. Tæhirærístiiboð^ 5 stk. 16" pizzur meö 1 áleggstegund Aöeins 3.990 kr!!! ...fín sending! r------------------- i Útsala - Útsala á öllum vörum Gólf- og veggflísar frá kr. 990 m2 Smiðjuvegi 4a - græn gata — slmi 587- Hreinlætistæki - Biöndunartæki — Sturtuklefar - ♦**** ***♦ ; Opið laugardag \ frá 9-18 1885 ............

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.