Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1999, Side 6
m a t u r
AMIGOS ★★★ Tryggvagötu 8, s. 5111333.
.Erfitt er at> spá fyrirfram í matreiösluna, sem
er upp og ofan. Ostgrilluö guesadilla var vel
bókuö og hörö." Op/ð í hádeginu virka daga
11.30-14.00, kvöldin mán.-fím. 17.30-22.30,
fös-sun 17.30-23.30. Barinn er opinn til 1 é
virkum dögum en til 3 um helgar.
ARGENTÍNA ★★ Barónsstíg lla, s. 551
9555. „Bæjarins besta steikhús hefur dalaö."
Opiö 18-23.30 v.d., 18-3 um helgar.
CAFÉ ÓPERA Lækjargötu 2, s. 522 9499.
CARPE DIEM Rauöarárstíg 18, s. 552 4555.
CREOLE MEX ★★★★ Laugavegl 178, s.
553 4020. „Formúlan er líkleg til árangurs,
tveir eigendur, annar f eldhúsi og hinn f sal, og
fókusinn á matreiösluheföum skilgreinds
svæðis, í þessu tilviki suöurstrandar Banda-
rfkjanna, Louisiana, Texas og Nýju-Mexikó.“
Opiö 11.30-14 og 18-22 á virkum dögum en
18-23 um helgat.
EINAR BEN Veltusundl 1. 5115 090. Opiö
18-22.
GRILLIÐ ★★★★ Hótel Sögu v/Hagatorg, s.
5252 9960. „Glæsilegur útsýnissalur milli-
klassahötels meö viröulegri og alúölegri
þjónustu, samfara einum allra dýrasta matseðli
landsins." Opiö 12-14.30 og 19-22.30 virka
daga, 12-14.30 og 18-22 föstu- og taugardaga.
HARD ROCK CAFÉ ★★ Krlnglunnl, s. 568
9888.
HÓTEL HOLT ★★★★★ Bergstaöastrætl 37,
s. 552 5700. „Listasafnið á Hótel Holti ber í mat-
argerðarlist af öörum veitingastofum landsins.
Þar fara saman frumlegir réttir og nærfærin mat-
reiðsla, sem gerirjafnvel baunir aö Ijúfmeti." Opiö
12-14.30 og 19-22.30 virka daga, 12-14.30 og
18-22 föstu- og taugardaga.
HÓTEL ÓÐINSVÉ ★★ v/Óölnstorg, s. 552
5224. „Stundum góöur matur og stundum ekki,
jafnvel í einni og sömu máltfð." Opiö 12-15 og
18-23 virka daga, 12-15 og 18-23.30 föstu-
og laugardaga.
IÐNÓ ★★★ Vonarstrætl 3, s. 562 9700.
„Matreiðsla, sem stundum fer sinar eigin slóð-
ir, en nær sjaldan hæstu hæöum. Enginn réttur
var að neinu leyti misheppnaöur, en fáir minnis-
stæöir." Opiö frá 12-14.30 og 18-23.
ÍTALÍA ★★ Laugavegl 11, s. 552 4630.
KÍNAHÚSIÐ ★★★★ Lækjargötu 8, s. 551
1014. „Margt er það, sem dregur, matreiðsla,
verðlag og andrúmsloft, sem samanlagt gera
Kínahúsiö aö einni af helztu matarvinjum miö-
bæjarins." Opiö 11.30-14.00 og 17.30-22.00
virka daga, 16-23 laugardaga og 17-22 á
sunnudögum.
KÍNAMÚRINN ★★★ Laugavegl 126, s. 562
2258
LAUGA-ÁS ★★★★★ Laugarásvegi 1, s.
553 1620. „Franskt bistró aö íslenskum hætti
sem dregur til sín hverfisbúa, sem nenna ekki
aö elda í kvöld, barnafjölskyldur utan úr bæ og
feröamenn utan af landi og frá útlöndum." Opiö
11-22 og 11-21 um helgar.
LÆKJARBREKKA ★ Bankastrætl 2, s. 551
4430.
MADONNA ★★★ Rauöarárstíg 27-29, s.
893 4523 „Notaleg og næstum rómantfsk
veitingastofa meö göðri þjónustu og frambæri-
legum Ítalíumat fyrir lægsta verö, sem þekkist
hér á landi." Opiö virka daga 11.30-14.00 og
18.00- 23.00 og 17-23.30 um helgar.
MIRABELLE ★★★ Smlöjustíg 6, s. 552
2333. „Gamal-frönsk matreiðsla alla leiö yfir í
profiteroles og créme brulée." Opiö 18-22.30.
PASTA BASTA ★★★ Klapparstíg 38, s. 561
3131. „Ljúfir hrísgrjónaréttir og óteljandi til-
brigði af góöum pöstum en Iftt skólað og of upp-
áþrengjandi þjónustufólk." Opiö 11.30-23 virka
daga og 11.30-24 um helgar. Barinn er opinn til
1 virka daga og til 3 um helgar.
LA PRIMAVERA ★★★★ Austurstrætl 9, s.
5618555. „Sjálfstraust hússins ergott og næg
innistæða fyrir því.“ Opiö 12.00-14.30 og
18.00-22.30 virka daga og um helgar frá
18.00-23.30.
RAUÐARÁ Rauöarárstíg 37, s. 562 6766.
REX ★★★★ Austurstræti 9, s. 511 9111
„Rex kom mér á óvart með góöri, fjölbreyttri og
oftast vandaöri matreiðslu, meö áherzlu á ein-
föld og falleg salöt, misjafnt eldaðar pöstur og
hæfilega eldaöa fiskrétti." Opiö 11.30-22.30.
SKÓLABRÚ ★★ Skólabrú 1, s. 562 4455.
„Matreiðslan er fögur og ffn, vönduö og létt, en
dálítið frosin. Þjónustan er kurteis og hófsöm."
Opiö frá kl. 18 alla daga.
TILVERAN ★★★★★ Unnetsstíg 1, s. 565
5250. „Þaö eru einmitt svona staðir, sem viö
þurfum fleiri af til aö fá almenning til aö lyfta
smekk sínum af skyndibitaplani yfir á fyrstu
þrep almennilegs mataræðis." Opiö 12-22
sunnudag til fimmtudags og 12-23 föstudag og
laugardag.
VIÐ TJÖRNINA ★★★★ Templarasundl 3, s.
551 8666. „Nú viröist Tjörnin endanlega hafa
gefið forystuna eftir og raunar annaö sætiö líka,
gerir oftast vel, en ekki alltaf og mistekst raunar
stundum." Opiö 12-23.
ÞRÍR FRAKKAR ★★★★★ Baldursgötu 14,
s. 552 3939. „Þetta er einn af hornsteinum ís-
lenskrar matargeröarlistar og fiskhús landsins
númer eitt." Opiö 12-14.30 og 18-20 virka
daga og 18-22 um helgar en til 23 föstu- og
laugardag.
[meira á.|
www.visir.is
Er Reykjavík ekki hluti af New York? Eða öfugt, New York hverfi í Reykjavík?
Er heimurinn allur ekki orðinn sami drullupollurinn þar sem sams konar
fólk svamlar um, bablar og drukknar? Arnaldur Máni gerði könnun á
þessu, ræddi við fólk hér heima og í New York, og afraksturinn birtist
hér og í næstu heftum Fókuss.
Jón Sæmundur
Auðarson
myndlistarmaður:
*
Damien
Jón Sæmundur
Auðarson mynd-
listarmaður seg-
Ir að pólitíkin
skipti verk hans
stundum máii.
Af hverju myndlist?
„Af hverju ekki? Það fer mér
best.“
Kanntu ekkert annaö?
„Er ekki allt myndlist? Ég bara
hugsa allt í myndlist, því miður.“
Mundiröu vilja gera eitthvaö
annaö?
„Nei, ég er frekar sáttur.“
Kemur guð þér og starfmu eitt-
hvaö viö?
„Hann hefur gert það en hann
kemur mér frekar við núna sem
föður.“
Kemur pólitík þér og starfinu
eitthvaö viö?
„Stundum."
Áttu þér fyrirmyndir?
„Ekki beint. Maður notar bara
besta mögulega krydd á hverjum
tíma og það er ekki endilega það
dýrasta."
Drekkuröu/dóparöu of mikiö?
„Nei, en ég hef átt mínar
„góðu“ stundir."
Hvaö langar þig helst til aö
gera meö elskhuga þínum?
„Ég gef mér engar forsendur og
læt það sem gerist bara koma
mér skemmtilega á 6vart.“
Áttu þér mottó?
„The world says: Now / Hvað
þarf til?“
Ein góö saga úr bransanum:
„Ég hitti Damien Hirst einu
sinni í útlöndum og benti svona á
peysuna hans og sagði „heyrðu,
það er eitthvað kusk á peysimni
þinni.“ Hann sem sagt leit niður
og, þú veist, ég potaði í nefið á
honum.“
Catherine Jane Chesters
myndlistarmaður: _______
Fékk sér kékaín
i milli vKHmIi
Af hverju myndlist?
„Ég þarf að tjá mig. Og það
virðist vera besta leiðin fyrir
mig til þess að tjá mig án þess að
nota orð, skilurðu? Eins og þú
sérð á ég ekkert mjög auðvelt
með að orða þetta.“
Kanntu ekkert annaö?
„Ég get sortérað baunir á
færibandi í fallbyssuverksmiðju
á miðnætti!"
Mundiröu vilja gera eitthvaö
annaö?
„Æ, ég er aldrei ánægð og vil
alltaf komast hærra, lengra.“
Kemur guö þér og starfmu
eitthvaö viö?
„Nei.“
Kemur pólitík þér og starf-
inu eitthvaö vió?
„Hún hefur örugglega mjög
mikil áhrif á það hvaða
ímyndir ég nota.“
Áttu þér fyrirmyndir?
„Ég á mér margar fyrir-
myndir en þær eru flestar
sprottnar úr hversdagslíflnu.
Ég hef áhuga á fólki og það er
til mjög mikið af fallegu og kúl
fólki þama úti.“
Drekkuröu/dóparöu of mik-
iö?
„Ég held ég drekki ekki of
mikið, þótt ég hafí stöðugar
áhyggjur af því. Og þessa stund-
ina held ég að það sé frekar þaí
að ég dópi ekki nógu mikið.“
Hvaö langar þig helst til ai
gera meö elskhuga þínum?
„Ég er mjög rugluð í þessu
með ástina og lífið núna, svo mér
dettur ekkert í hug. Kannski
bara það að vera dálítið meira
með honum.“
Áttu þér mottó?
„Njóttu hvers dags líkt og
hann væri sá síðasti. Og allar
kanínurnar ættu að hoppa,
tvisvar."
~\,JNle,waY0/k
Ein góö saga úr bransanum:
„Ég var að gera svona tísku-
dótarí um daginn og þurfti að
velja einhver voða voða módel í
Catherine Jane Chesters myndlistarmaður er
helst innspíruö af öllu fallega og kúi fólkinu
sem gengur um götur New York-borgar.
auglýsinguna. Svo að á milli
borðanna þar sem ég og Tom
Swift sátum og stúlkumar vora
leiddar inn til okkar voram við
með kókaín til þess að fá okkur
á milli viðtalanna, til að halda
okkur í tískuskapinu."
veitingahús
Asía: k
Fókus fyrirfinnst ekki
„Ofan á þessa þverstæðu leggst svo meiri þverstæða, sem
felst í daðri við japanskar skreytingar og japanskan kafla
í matseðli, þótt japönsk matreiðsla sé enn fjarlægari
Thailandi en hin kínverska."
Matreiðslan á Asíu er mér ekki
minnisstæð. Ef ég hefði ekki skrif-
aö allt niður á staðnum, myndi ég
tæpast eftir neinu. Maturinn var
hvorki góður né vondur, enda stað-
urinn út úr fókusi matreiðslu-
hefða. Það bezta við hann var raun-
ar rösk og vingjarnleg þjónusta ís-
lenzkrar ættar.
Innbú er að mestu í kínverskum
stíl, en matreiðslan að mestu aust-
urindísk, mun feitari og þykkri en
hin kínverska. Ofan á þessa þver-
stæðu leggst svo meiri þverstæða,
sem felst í daðri við japanskar
skreytingar og japanskan kafla í
matseðli, þótt japönsk matreiðsla
sé enn fjarlægari Thailandi en hin
kínverska.
Inn af inngangi er hvítur og kald-
ur og skyndibitalegur básakimi, en
vinstra megin er gengið fram hjá
skenki í pagóðustíl inn í hlýlegan og
rauöan Kínasal með miklu af potta-
blómum, kínverskum ljósakrónum,
korkgólfi og virðulegum borð-
stofustólum. Japanskar sushi-aug-
lýsingar stinga í stúf við stílinn.
Rækjuflögur komu úr pakka og
voru bragðlausar. Krabbasúpa með
spergli hafði daufan spergilkeim.
Blaðlauks- og kjúklingasúpa var
betri, kínverskrar ættar. Vorrúlla
var vel gerð úr þunnu deigi, en
með nánast engu innihaldi.
Rækjur staðarins voru smávaxn-
ar dósarækjur. Djúpsteiktar voru
þær bragðlausar, en hvorki ofhúð-
aðar né ofeldaðar. Snöggsteiktar á
pönnu að thailenzkum hætti vora
þær betri, vel kryddaðar, bornar
fram með góðu grænmeti. Steiktar
eggjanúðlur meö rækjum og græn-
meti vora bezti aðalrétturinn.
Bragðsterkt var seigt svínakjöt á
spjóti, borið fram með gúrku- og
laukhlunkum og þykkri hnetusósu.
Betra var pönnusteikt svínarif í
sterkri sambal-sósu að víetnömsk-
um hætti. Steiktur kjúklingur var
hálfþurr, borinn fram með ind-
verskum kasjú-hnetum og
ostrusósu. Skemmtilega anískrydd-
að, en of seigt var fimmkryddað
lambakjöt, borið fram í kínversk-
um leirpotti.
Ferskir ávextir voru frambæri-
legur eftirréttur, sennilega sá
eini, sem ekki fól í sér ís. Kaffí
var líka frambærilegt. Meðalverð
þriggja rétta með kaffí er 3.000
krónur. Engu síðri eru margrétta
veizluseðlar, sem fara niður í
1.600 krónur. í hádeginu er meðal-
verð tveggja rétta 1.200 krónur og
ódýrt og ómerkilegt hlaðborð úr
hitakössum kostar 875 krónur.
Asía reynir að vera sitt lítið af
hverju frá þessari stóru heims-
álfu. Þegar menn reyna að vera
bæði-og, verður útkoman stund-
um hvorki-né. Fókus fyrirfinnst
ekki.
Jónas Kristjánsson
6
f Ó k U S 8. janúar 1999