Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1999, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1999, Síða 19
Margan dreymir um að vera sjálfstæður atvinnurekandi, ráða sér og tíma sínum sjálfur, eiga sjálf- stætt líf án yfirboð- ara. Fyrir fjórum árum hætti Ólafur Einarsson á sjónum og fór að selja gam- alt dót á Óðinsgöt- unni í „Sérverslun safnarans11. Hann segir að búðin sé eins konar þjóð- minjasafn og kallar klámið, sem hann selur í bland með gömlum plötum, bókum og frímerkj- um, vera nauðsyn- lega fagurfræði og fullorðnisfræðslu. „Ég er búinn að koma víða við,“ segir Ólafur, „hef stundað sjó- mennsku, útkast og hönnun. Ég byrjaði með búðina þegar ég var búinn að fá leiða á öllu öðru. Ég átti smálager sem ég hafði sankað að mér. Draumurinn var að gera eitthvað annað en að sitja bara ein- hvers staðar fyrir smápening og eiga svo varla fyrir strætó þegar maður fékk útborgað. Aðaltak- markiö með búðinni var að ég ætti fyrir kafii og sígarettum. Nú er ég hættur að reykja þannig að þetta hefur aldrei gengið betur! Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á tónlist og bíómyndum - fór eiginlega í gegnum tvær vídeóleigur einu sinni - og því var eðlilegt að ég færi út í þetta. Mig langaði til að vera utan í áhugamálunum. Núna er ég kominn með æði fyrir tölvum og ætla að mennta mig í sambandi við þær.“ Hver er nú verðmœtasti hlutur- inn í búöinni? „Það er platan „Magic Key“ með Náttúru, engin spuming. Svo eru ýmsir aðrir gullmolar sem kannski eru ekki orðnir jafnveraldlega verðmætir. Maður er alltaf að rekast á hluti sem maður hefur séð áður á ákveðnum tímabilum í 'lífi sínu. Þannig fara hlutir úr því að vera gamalt dót í að verða verð- mæti, fólk langar til að eignast aft- ur eitthvað sem hefur gildi fyrir það í minningunni. Hingað kemur fólk að leita að einhverju og ég fer á stúfana og reyni að aðstoða það. Maður getur eytt öllum tíma sínum i þessum bransa." Nú eru a.m.k. þrjár aörar svipaö- ar búöir í bœnum. Er hörö sam- keppni á milli ykkar? „Nei, þetta er allt í miklu bróð- emi. Mér kemur ekkert við hvað aðrir em að gera. Það veitir ekkert af öllum þessum búðum, hér er svo gífurlega miklu kastað og það er bara brot sem lendir hjá okkur.“ Gamla vinylplatan, sem geisla- diskinum tókst næstum því að út- rýma, lifir enn góðu lífi í sérversl- un Ólafs. „Menn eru með alls kon- ar komplexa yfir rispum og koss- um á plötunum. Kannski má segja að plötumar hafi að geyma lífs- hlaup fólks, það man eftir fitubletti sem kom á í einhverju partíi fyrir áratugum síðan. Ég var t.d. að finna plötur sem kveikja hjá mér minningar um horfið og gleymt tímabil. Það er eins og fara aftur á bak í tímann að setja á ákveðin lög. Svo er auðvitað miklu betra „sánd“ á vinylnum, það vita allir.“ Háaloftsdramatík Það er lítið launungarmál að sala á klámspólum og -blöðum er hluti af lífsviðurværi safnarabúð- anna í bænum. Ólafur sér enga ástæðu til að draga fjöður yfir það. „Klám er bara svo ljótt orð,“ segir hann. „Það er ekki hægt að segja við fallega stúlku að hún sé klám, ég vil því kalla klám fagurfræði. Það er ekkert klámfengið við stór- glæsilegar stúlkur." Er Jagurfrceöin“ stór hluti af veltunni? „Nei, þetta fylgir bara. Ég sel myndbönd og svona myndbönd fljóta ósjálfrátt með. Menn vilja safna þessu líka og ég er bara að sinna eftirspum. En ég get ekki sagt að ég sé einhver fyrsta klassa pomóbúlla, það em aðrir staðir i bænum með miklu meira úrval. Og ég gef mig ekki heldur út fyrir að vera með þetta efni. Þetta kemur bara alltaf með. Ef ég segðist bara vera með rokkplötur kæmu alltaf einhveijar diskóplötur með. Svona búlla er hálfgert þjóðminjasafn. Flóruna í samfélaginu er að fmna hér i öllum myndum og það er ekki hægt að loka augunum fyrir því að fagurfræðin er partur af menning- unni, þetta tengist allt. Menn koma hingað inn og sjá gömul blöð og þá rifjast upp fyrir þeim einhver háa- loftsdramatík sem þeir áttu með sjálfum sér fyrir löngu.“ Ekki gamiir slefandi karlar Eru þaö þá aðallega karlar sem sœkja í þetta efni? „Nei, alls konar, pör og allt bara, ekki bara gamlir slefandi karlar. Fólk er orðið svo opið fyr- ir þessu í dag, enda árið 2000 aö koma. Fólk er hætt að láta aðra ákveða hvað það má horfa á. Það er fáránlegt að klám skuli vera bundið við eitt kynfæri. Það þýðir að við karlmenn erum alltaf að klæmast þegar við erum einir á klósettinu. í orðabókum þýðir klám eitthvað Ijótt en typpið á mér er ekkert ljótt og ekki heldur stelp- urnar í myndunum hjá mér.“ Hvaö er klám fyrir þér? „Það er bara einhver níðings- skapur. Einhvers staðar verður að setja mörkin, býst ég við. Einu sinni voru til klámmyndir með gömlum kerlingum, grænum í framan af málningu, sem voru pissandi hver á aðra, og ég kvitta kannski undir að það geti kallast klám. Þessar amerísku myndir í dag eru þó langt í frá einhverjar klámmyndir. Bill Clinton er miklu meira klám en allar þessar mynd- ir til samans. Þetta er ekki fyrir neinum í dag. Femínistar eru m.a.s. hættir að rífa niður þær kynsystur sínar sem eru í þessum bransa. Hér i Reykjavík er þessi bransi að opnast með öllum þess- um nektarstöðum. Ég veit ekki al- veg hvar spólumar koma inn í dæmið. Þær skilja í rauninni ekk- ert eftir sig nema plássið í skápn- um, eða hvar sem þær eru geymd- ar.“ Finnst þér vera oróinn minni tepruskapur í þjóðfélaginu? Finnst þér fólk t.d. eiga auöveldara meö aö biöja um og kaupa þessar myndir í dag? „Já, ekki spuming, og það vita orðið allir hverjar em flottustu drottningamar. Fólk kemur og bið- ur um Jennu Jameson, eða hvað þær heita. Leikarar hefja líka oft sín fyrstu spor í þessum bransa, t.d. Stallone. Ekki er hann perri, hlaupandi um með nammipoka í Hollywood, svo ekki hefur þessi reynsla eyðilagt hann.“ Hvaöan kemur efniö sem þú sel- ur? „Aðallega frá Ameríku en sumt frá Evrópu. Svo kemur þetta bara með Pétri og Páli. Lögin sem banna sölu og dreiflngu á þessu eru frá 1920 eða eitthvað en þar segir að fólk megi eiga klám. Hvernig er hægt að eiga svona spólur ef hvergi má kaupa þær? Ha? Það segir sig sjálft að þetta er mjög asnalegt." Góð mynd af samfélaginu I fornbókabúðunum skapaðist oft sérstakt samfélag þegar karlar með tóbakshom fóm að venja komur sínar þangað. Þar rorruðu þeir í loftleysinu með gárungsskap á lofti. Nú fækkar fornbókabúðunum ört en safnarabúðir eins og búð Ólafs halda enn velli. Ólafur segir kúnna- hópinn stóran og einnig séu margir fastakúnnar sem koma til að spjalla og fá sér kaffi. „Þetta er alls ekki bara fólk sem er að leita að klám- myndum," segir hann, „ég vil að það komi fram. Þetta er bara alls konar fólk með alls konar áhugamál." Hékkst þú sjálfur í safnarabúó- um áöur en búöin þín kom til? „Já, ég þurfti oft að leita á náðir svona búða þegar mig vantaði eitt- hvað úr fortíðinni. Þessar búðir gefa góða mynd af samfélaginu og mörg söfn gætu bara verið ánægð ef þau ættu jafhmikið um samfélag- ið og ég.“ Ertu sanngjarn í viöskiptum? „Já, alltof sanngjarn. Ég borga stundum vel fyrir hluti sem mér finnst sjálfum stórmerkilegir og spennandi og langar til að fá inn í búðina. Ég reyni að láta fólk flnna fyrir því að það sé ekki að henda hlutunum heldur sé að fá eitthvað fyrir þá. Ég vil nota tækifærið og fá að segja að ég er alltaf að leita að góðu efni, og þá rokki meira en öðru. Ég vil halda í þá línu, og þá meira af gömlu rokki en nýju.“ -glh eild greglunnar Kannski stöndum við okkur ekki nógu vel % R3 er sú deild innan lögreglunn- ar sem fæst við ofbeldismál, og á hennar könnu er þvi lika að halda uppi lögum í því sem snýr að klámi - klám er jú ofbeldi, að sumra mati. Þegar myndbanda- leigur og safnarabúðir borgarinn- ar eru „böstaðar" er það yfirleitt vegna þess að einhver klagar í lögguna - kærir eða tilkynnir - og eftir að lagt er hald á myndböndin fer fram rannsókn þar sem stál- heppnir rannsóknarlögreglumenn hraðspóla yfir góssið og ákvarða hvort um klám er að ræða eða ekki. Talsmaður R3, sem ekki fannst nauðsynlegt að láta nafn síns getið, segir að klám sé sam- kvæmt lögunum þegar kynfæri ' karls og konu snertast, sem sagt „ganga hvort að öðru“, m.ö.o. þeg- ar samfarir eru sýndar í návígi. Tilli og píka ein og sér eru svo sem i lagi, en hitt er klám sam- kvæmt lögunum. „Það er spurning hvort lögin eru nógu skýr í þessum máli," seg- ir talsmaðurinn, „þetta er allt á hálfgerðu gráu svæði. Kannski stöndum við okkur ekki nógu vel í að leggja hald á þetta efni.“ í dag eru nokkur mál í gangi þar sem klámspólur koma við sögu, en þau snúa fremur að höf- undarrétti en klámi. Þau klám- myndbönd sem hægt er að leigja og kaupa á íslandi eru í hverfandi tilfellum lögleg heldur „kóperuð" eintök með litljósrituðum umslög- um, og sagði einn Hrói höttur í bransanum að það væri gert til að myndirnar væru á viðráðanlegu verði fyrir kúnnann. Ef ætti að fara að lögum yrðu því nánast all- ar klámspólur á landinu gerðar upptækar, en sem betur fer er skilningur á því innan löggæsl- unnar að vera ekki að vasast í því hvað klámáhugafólk horfir á í frí- tíma sínum. Það er heldur enginn umboðsmaður erlends kláms á landinu sem hefur hag af því að kæra sölu eða leigu á myndum, sem eru ólöglegar samkvæmt höf- undarréttarlögunum. Líklega fær sú saklausa iðja að skaffa þurf- ' andi klámhundum eitthvað til að horfa á því að slampast óáreitt áfram án teljandi afskipta ríkis- valdsins. Dýrgripur búöarinnar er platan „Magic Key“ með Náttúru. Hún er metin á 60 þúsund krónur. 8. janúar 1999 f Ókus 19

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.