Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1999, Síða 20
b í ó
John Malkovich leikur
hættulegasta
pókerspilarann í New
York, Rússa sem
gengur undir nafninu
Teddy KGB.
Mike veit af hefur hann ánetjast
spilaflkninni á þann veg sem hann
hafði aldrei ætlað sér.
Tveir af vinsælustu ungu leik-
urunum i Hollywood, Matt
Damon og Edward Norton, leika
pókerfélagana. í hlutverki kær-
ustu Mikes er ung leikkona,
Gretchen Mol. John Malkovich
leikur pókerspilarann sem allir
þrá að vinna, John Turturro leik-
ur Joey Krish sem kennt hefur
Mike kúnstina, Martin Landau
leikur háskólaprófessor, kenncira
Mikes, sem tekur eftir því að eitt-
hvað angrar piltinn og Famke
Janssen leikur Petru, eiganda
pókerklúbbs.
Leikstjóri Rounders er John
Dahl sem hefur á undanfórnum
árum vakið mikla athygli fyrir
sterkar og áhrifamiklar kvikmynd-
ir. Er hann í dag talinn í fremstu
röð þeirra leikstjóra sem fylgja
film noir-stefnunni sem stífast og
bera allar myndir hans þess merki
að þangað sækir hann í leiðsögn.
Það var Sigurjón Sighvatsson og
félagar hans hjá Propaganda Film
sem gáfu Dahl fyrst tækifæri í Kill
Me again sem fjallar um vafasama
þrenningu sem er á höttunum eftir
Soldier * Enn fljúga til okkar jólasteikur alla
leió frá Ameríku. Soldier er ein af þessum
flötu eftirlíkingum sem yfirleitt rata rétta boö-
leið á vídeó. Það er ekkert sem nær að lyfta
þessari mynd upp í meðalmennskuna. Sagan
og allar persónur eru fullkomnar klisjur án
þess að nokkurs staðar sjáist örla á íróníu, æ
æ. -úd
Mulan ★★★★ Mulan er uppfull af skemmti-
legum hugmyndum og flottum senum, handrit-
ið vel skrifað og sagan ánægjulega laus við þá
yfirdrifnu væmni sem oft einkennir Disney.
Mikil natni er lögð I smáatriði eins og er við
hæfi í teiknimyndum og aukakarakterar, eins
og drekinn og litla (lukku)engisprettan, eru
svo skemmtileg að þau hefðu ein og sér verið
efni í heila mynd. Gó sí. -úd
Bíóhöllin/Saga-bíó
Practical Magic ★★★ Bullock og Kidman
hafa, held ég, aldrei
verið eins góðar og
njóta sín vel í þessum
klikkuðu hlutverkum,
og Wiest og Channing
skemmta sér greini-
lega konunglega sem
miðaldra norna-
mómmur. Practical
Magic tekur sig aldrei
of alvarlega og það er
þaö sem gerir hana
skommtun sem hún er. -úd
l'll Be Home for Christmas ★★ Klisjukennt
léttmeti ætlað unglingum og sker sig Iftið frá
slíkum meðalmennskumyndum, nema ef vera
skyldi að aðalpersónan erijólasveinabúningi.
Það sem bjargar myndinni frá því að vera al-
gjcrt „fíaskó" eru margar skondnar persónur
sem aðalpersónan hittir á leið sinni heim.
Táningastjarnan Jonathan Taylor Thomas þarf
að gera betur ef hann á að halda velli. -HK
Star Kid ★★ Vonda skrímslið í Star Kid er eins
konar klóni úr Predator og einhverju kunnug-
legu úr eldri geimmyndum. Einhvern veginn
varð boðskapurinn sögunni ofviða og þegar
1001. heilræðið sveif yfir skjáinn fór ég að
geispa. Ef það er eitthvað sem drepur barna-
myndir þá er það ofhlæði áróðurs sem gengur
yfirleitt út á einhvern borgaralegan heilagleika
samfara hefðbundnum kynhlutverkaskipting-
um. -úd
Can’t Hardly Wait ★★ Þessi unglingamynd
sver sig í ætt við gleðimyndir á borð við Gre-
ase að þvf leyti sem hún fjallar um útskriftar-
árgang menntaskóla, paranir og afparanir.
Þarna er á ferðinni tilraun til að vinna með
þetta menntaskólalokaballs-form en þessi
sjálfsmeðvitund gengur því miður ekki nógu
langt og klisjurnar hlaðast æ hraðar upp eftir
þvf sem Ifður á myndina. -úd
Háskólabíó
Egypski prinsinn ★★★★ The Prince of Egypt
er tækniundur og
sannkallað augna-
konfekt. Ef hægt er
að tala um epfska
teiknimynd þá er
þetta slfk mynd.
Með The Prince of
Egypt má segja að
teiknimyndir sem
gerðar eru sem fjöl-
skylduskemmtun
taki breytingum.
Ekki er verið að
beina sérstaklega
augunum að börnum heldur einnig komið til
móts við þá sem eldri eru og þroskaðri. -HK
Tímaþjófurinn ★★★ Bullock og Kidman hafa
held ég aldrei verið eins góðar og njóta sfn vel
í þessum klikkuðu hlutverkum og Wiest og
Channing skemmta sér greinilega konunglega
sem miðaldra nornamömmur. Practical Magic
tekur sig aldrei of alvarlega og það er það
sem gerir hana að þeirri ánægjulegu skemmt-
un sem hún er.
What Dreams May Come ★★★ What Dreams
May Come er sérstök kvikmynd sem er á yfir-
borðinu mjög falleg og gefandi og Robin Willi-
ams og Annabella Sciorra innileg og sannfær-
andi f leik sínum en myndin nær aldrei al-
mennilegri festu heldur verður kvikmynd með
mörgum fallegum og vel geröum atriðum. -HK
Taxi ★★★ Taxi er farsakennd spennumynd þar
sem tekst að ná upp skemmtilegri stemningu
með góöum húmor, sérstaklega fyrri hluta
myndarinnar, og þótt samtöl virki stundum
sem eintómur ruglingur þá er Taxi skemmtileg
tilbreyting frá amerísku hasarmyndaflórunni
sem við þurfum að lifa við. -HK
Out of Slght ★★★
Maurar ★★★
Breska kvikmyndin Velvet Goldmine hefur vakið mikið
umtal að undanförnu. Myndin gerist á áttunda áratugnum
og er aðalpersónan byggð á David Bowie.
Kvikmyndaveísla fram undan
Á bak við Rounders, sem Regn-
boginn frumsýnir í dag, er neðan-
jarðarveröld þar sem póker er spil-
aður og mikið er lagt undir. Und-
irbúningsvinna fyrir handritið að
myndinni var mikil því tveimur
árum áður en tökur hófust fóru
Brian Koppelman og David
Levien að stunda pókerklúbba til
að fá yfir sig spenninginn og and-
rúmsloftið og skrifuðu handritið
meðfram því sem þeir sjálfir öðl-
uðust reynslu í að spila póker.
Rounders gerist í New York og
segir frá lögfræðinemanum Mike
McDermott sem hefur allt sitt líf
verið snjall í spilum. Honum geng-
ur vel í skólanum, á fallega kær-
ustu en telur réttilega að það vanti
spennu í líf sitt. Hann fer því á
stúfana á kvöldin og sækir litla
pókerklúbba þar sem spilað er upp
á peninga en aldrei háar upphæð-
ir. Þetta breytist þegar fyrrum fé-
lagi hans, sem gengur undir nafn-
inu Worm, birtist. Sá er nýkominn
úr fangelsi. Worm segir að spila-
mennska Mikes sé barnaleikur
miðað við það sem hann geti kom-
ið honum í kynni við. Upp frá
þessu snýst líf þeirra félaga um
póker og er spilað á ýmsum
vafasömum stöðum og áður en
miklum peningum. í aðalhlutverk-
um voru Val Kilmer, Joanne
Whalley Kilmer og Michael
Madsen. Næstu mynd, Red Rock
West, gerði John Dahl einnig fyrir
Propaganda. í Red Rock West segir
frá frekar lánlausum náunga sem
Nicholas Cage leikur. Hann er
tekinn i misgripum fyrir at-
vinnumorðingja. Mynd þessi vakti
litla athygli í fyrstu en fékk góða
dóma. Hún hefur síðan vakið
mikla hrifningu og er að mörgum
talin klassísk í dag. Með þriðju
mynd sinni, The Last Seduction,
komst John Dahl á blað. Þessi frá-
bæra sakamálamynd, sem í fyrstu
átti aðeins að sýna í sjónvarpi, fór
sigurfór um heiminn og var það
ekki síst vega frábærs leiks Lindu
Fiorentino sem sýndi í myndinni
heldur betur klærnar í viðskiptum
sínum við karlmenn.
Fjórða kvikmynd Johns Dahls,
Unforgettable, ber kannski nafn
með réttu, því þar gerði hann
mestu mistök sín og er hún best
geymd í glatkistunni. Rounders er
fimmta kvikmynd hans og þrátt
fyrir að hún hafi fengið mjög góða
dóma og skarti einvalaliði leikara
var aðsókn að henni einhverra
hluta vegna mjög lítil í Bandaríkj-
unum. -HK
Eftir viku hefst Kvikmyndahá-
tíð i Reykjavík og sem fyrr verð-
ur flaggað mörgu af því merki-
legasta sem hefur verið að gerast
í kvikmyndagerð í heiminum á
undanförnum misserum. Opnun-
armyndin er danska myndin
Festen sem hefur verið að fara
sigurför um allan heiminn og
stutt er síðan kvikmyndagagn-
rýnendur í New York völdu
hana bestu erlendu kvikmynd-
ina. Leikstjóri Festen er Thom-
as Vinterberg. Hann verður
ekki viðstaddur frumsýninguna
heldur koma sem sérstakir gest-
ir, aðalleikari myndarinnar Ul-
rich Thomsen og Valdís Ósk-
arsdóttir, sem klippti myndina
en hún starfar í Danmörku. Önn-
ur dönsk kvikmynd verður á há-
tíðinni, sem ekki hefur vakið
minni athygli en Festen, er það
nýjasta kvikmynd Lars Von Tri-
ers, Idioterne.
í heild verða sýndar um það
bil tuttugu kvikmyndir á hátíð-
inni og sem fyrr verður Regn-
boginn aðalvettvangur hátíðar-
innar en sýningar verða í fleiri
kvikmyndahúsum í Reykjavík. í
næstu viku fylgir aukablað með
Fókus þar sem allar kvikmynd-
imar á hátíðinni verða kynntar.
-HK
Setiö viö spilaboröiö í The Rounders. John Malkovich og Matt Damon í
hlutverkum tveggja spilafíkla.
Bíóborgin
Holy Man ★★ Hvað Eddie Murphy hefur séð
við hlutverk hins
„heilaga manns" er
erfitt að koma auga á.
Kannski hefur hann
hugsað sem svo að
þarna væri tækifæri
fyrir hann að losna úr
ýktum gamanhlutverk-
um. Murphy hefur
samt ekki erindi sem erfiði, þrátt fyrir að hann
beiti kjaftinum lítið. Til þess er persónan of
veikþurða og Murphy ekki nógu sterkur á svell-
inu. -HK
Stjömubíó tekur til sýningar í
dag nýjustu kvikmynd Johns
Carpenters, Vampírur (Vamp-
ires). Eins og nafnið bendir til em
þær nokkrar, blóðsugurnar, í
myndinni. Eins og vænta mátti frá
John Carpenter, sem á að baki frá-
bærar hryllingsmyndir, brýtur
hann upp hina hefðbundnu ímynd
blóðsugunnar. Vampírur
Carpenters sofa ekki í kistum og
þær bíta ekki endilega i hálsinn,
auk þess sem fómarlambið breyt-
ist ekki umsvifalaust í blóðþyrsta
vampim. Það tekur það heila fimm
daga að umbreytast. Dracula
gamli hafðist yfirleitt við í Rúmen-
íu og flæktist um í Evrópu en þess-
ar vampirur hafa hreiðrað um sig I
í Nýja-Mexíkó og má segja að
myndinni svipi í allri uppbyggingu
til blóðugs vestra í anda Sams
Peckinpah. John Carpenter er
einn þeirra kvikmyndaleikstjóra
sem ekki hafa ánetjast tölvugrafík-
inni og segist vera af gamla skólan-
um þegar kemur að gerð hroll-
vekju- og spennumynda og því
leggur hann mikið upp úr förðun
og sviðsetningum og ef þarf til að
Valek yfirvampíra ásamt liöi sínu tilbúinn
Helstu kvikmyndir
James Woods:
The Way We Were 1973 • The
Gambler 1974 @ Night Moves
1975 @ The Choir Boys 1977 ®
The Onion Fields 1979 • The
Black Marple 1980 ®
Eyewitness 1981 n Split Image
1982 © Fast Walking 1982 @
Videodrome 1983 © Once upon
a Time in America 1984 •
Against All Odds 1984 •
Joshua then and now 1985 ®
Cat’s Eye 1985 ® Salvador 1986
O Promise 1986 ® Best Seller
1987 • The Boost 1988 © Cop
1988 • True Believer 1989 ©
The Hard Way 1991 © Straight
Talk 1991 0 Diggstown 1992 ©
Chaplin 1992 • The Specialist
1994 • The Getaway 1994 •
Nixon 1995 0 Killer: A Journal
of Murder 1995 • Casino 1995
• Ghost of Mississippi 1996 •
For Better or Worse 1996 ©
Contact 1997 O Vampires 1998
© Fear and Loathing in Las
Vegas 1998 C
20
f Ó k U S 8. janúar 1999