Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1999, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 15 Strákapör eða glæpsamlegt athæfi? Ekki um unglingavandamál að ræða heldur þjóðfélagsmein, „...en það erum við sjálf sem með sofandahætti okkar höfum búið það til“ segir greinarhöfundur. Atburðirnir í Haga- skóla hafa orðið frjór jarðvegur fyrir alls konar bollaleggingar. Allir heimta meiri aga, en enginn C virðist kunna lausn á vandan- um. Einn rithöfundur riflar þó reyndar upp að hann og félagar hans hafi stundað svipaða iðju á skólaárum sin- um, en enginn hafði kippt sér upp við það. Ef trúa má orðum hans þá hafa rúðubrot og aðrar óspektir verið frekar regla en undan- tekning á þessum gullnu árum sjöunda og áttunda áratugarins, er hann var að alast upp. Honum finnst sem sé að hér sé verið að gera úffalda úr mýflugu.'- Um ein- tóm strákapör hafí verið að ræða. Hvað gerði ég? Rithöfundinum hefur þó yfirsést eitt mikilvægt atriði: Fyrir aldar- fjórðungi eða svo vissu börnin ná- kvæmlega hvenær þau höfðu hag- að sér illa og hvenær ekki. Nú á dögum kemur það aftur á móti iðulega fyrir, að ef kennari finnur að hegðun nemanda, er svarið: „Hvað gerði ég? Ég gerði ekki neitt!“ Eða eins og einn þekktur og gamal- reyndur kennari sagði: „Hér áður fyrr komu börnin í skólann sæmilega siðuð að heiman". - Nú virðast mörg þeirra ekki kunna grundvallarreglur mannlegra sam- skipta: kurteisi, til- litssemi og sam- hjálp. Enginn hefur kennt þeim þær. Fátæklegar fyr- irmyndir Tuggan um handa- rískar bíómyndir hefur heyrst svo oft að við höfúm hætt að taka mark á henni. Samt er hún sann- ari en nokkur getur ímyndað sér. Sjónvarp og tölvuleikir er sú dægrastytting sem mjög mörg börn hafa fyrir sér á meðan for- eldramir eru í vinnu. Af bíó- myndunum læra þau bandarískt götumál, sem mörg þeirra halda að sé eftir- sóknarvert. Þau verða sérfræð- ingar í hrottaleg- um árásar- og pyntingaraðferð- um og freistast til að æfa fanta- brögðin á félög- um sínum. Orð- bragð myndanna nota þau bæði við foreldra sína og kennara. Vegna lítilla samvista við full- orðið fólk verður móðurmál margra bama fátæklegt og orða- forðinn skertur. Um leið skerðist hugsun þeirra, því að málið er tæki til að skýra hugsun. Mjög fá böm flnna sér hins vegar skemmt- un í bókum sem auðga sálina. Viðkvæmu börnin Nýjar sænskar rannsóknir benda reyndar til þess, að flest barnanna skilji að heimur mynd- anna er gerviheimur. Þessi böm bera lítinn skaða af. En sömu rannsóknir þykja einnig sanna að þau börn sem viðkvæm em fyrir, svo og böm með frekar lága greind, ruglist af áhrifum bíó- myndanna og veruleikaskyn þeirra brenglist. Þó að slík börn séu í minnihluta, getur það haft af- drifaríkar afleiðingar fyrir skóla- starflð og seinna meir samfélagið allt. Við vitum, að eitt barn með geðbrigðaröskun getur eyðilagt skólastarf heils bekkjar, jafnvel ffamið óhæfuverk, eins og nýleg dæmi em um ffá Bandaríkjunum, Bretlandi og Noregi. Það sem mestum áhyggjum veldur þó er ef til vill sú staðreynd að við erum nú á góðri leið með að horfa upp á aðra kynslóð slíkra ungmenna. Foreldrar morgundagsins hafa nærst á sömu áhrifum og meðal þeirra eru margir sem hafa beðið varanlegan skaða af. Þeir eru illa í stakk búnir til að hjálpa bömum sínum. Við getum því með fullum rétti sagt að hér sé ekki um ung- lingavandamál að ræða. Hér er um þjóðfélagsmein að ræða, en það emm við sjálf sem með sof- andahætti okkar höfum búið það til. Marjatta ísberg Kjallarinn Marjatta ísberg fil. mag. og kennari „Þaö sem mestum áhyggjum veldur þó er ef til vill sú stað■ reynd að við erum nú á góðri leið með að horfa upp á aðra kynslóð slíkra ungmenna. Foreldrar morg- undagsins hafa nærst á sömu áhrifum og meðal þeirra eru margir sem hafa beðið varanleg■ an skaða af.“ Af jarðgangasýn í skáldsögunni Kyrralífsmynd með spætu (Still Life with Wood- pecker) lýsir bandaríski rithöf- undurinn Tom Robbins sérstak- lega niðurdrepandi en algengu ástandi sem hann kallar jarð- gangasýn (tunnel vision). Hann telur að miðað við hörmungamar sem þetta ástand valdi ætti það að vera á forgangslista meðal verk- efna Alþjóða heilbrigðisstofnunar- innar. Snerting við stjórmál Skilgreining hans á sjúkdómn- um er að þetta sé ástand þar sem skynjunin er takmörkuð af fáfræði og rugluð af hagsmunum. Jarð- gangasýn stafi af augnasveppi sem fjölgar sér þegar heilinn er latari en sjálflð. Snerting við stjómmál gerir sjúkdóminn vandmeðfam- ari. Þegar góðri hugmynd hefúr verið hleypt í gegnum síur og þjöppur venjulegrar jarðgangasýn- ar kemur hún ekki aðeins út smættuð að magni og gildi heldur í nýrri kreddubundinni mynd sem hefur öfug áhrif við það sem upp- haflega var ætlað. Ég leitaði að jarðgangasýn í heilbrigðisskýrslum og íðorða- safni lækna en fann hana hvergi en þó að sjúkdómurinn hafi enn ekki verið greindur hér á landi hef ég sannfærst um að hann er til og jafnvel algengari en meðal ýmissa annarra þjóða. Hvers vegna? í fyrsta lagi hef ég hlustað nokkuð á umræður á Alþingi undanfarið og ekki getað betúr séð en að meiri- hluti alþingis- maima sé þungt haldinn af hon- um. Svo hlustaði ég, lauslega að vísu, á samtal tveggja tiltölu- legra ungra manna en um leið gamalla stjómmála- manna í. Viðsjá Ríkisútvarpsins um daginn. Þeir vom nokkuð jafn- aldra, nokkuð jafngamlir í pólitík og vom báðir að hætta í pólitík. Þeir höfðu verið pólitískir and- stæðingar alla stjómmálaævina og því var þeim búin ólik framtíð. Annar hafði verið fulltrúi flokks sem hefúr lengst af haft pólitísk tögl og hagldir i þjóð- félaginu, því beið hans forstjórastaða í einu voldugasta fyrir- tæki þjóðfélagsins. Hinn hverfur úr póli- tíkinni með flokki sínum, sem á stjóm- málaævi hans hefur stundum haft veruleg áhrif en er nú klofinn og valdalaus, því ræður hann ekki yfir toppstöðum handa þreyttum þingmönn- um. Framtíð þessa fv. stjórnmálamanns er því óskrifað blað, eða svo til. Ólæknandi jarð- gangasýn Kemur þetta jarðgangasýn við? Jú, því annar stjórnmálamaður- inn, sá sem fékk stöðuna, taldi að ein af ástæðunum til þess að hann hætti pólitískum afskiptum á góð- um aldri væri sú að hann vildi forðast að verða gamall geðvondur alvitringur, eða með öðram orðum sýkjast af ólæknandi jarðganga- sýn. Staðan sem hann tekur við hefur, framar öðrum toppstöðum í þjóðfélaginu, einkennst af jarð- gangasýn, eða réttara er að segja að þar hafi jarðgangasýn ríkt um- fram aðra sýn, og verður fróðlegt aö fylgjast með því, hvort sú jarð- gangasýn sem fylgir stjómmála- manninum af Alþingi í hið nýja embætti tengist bara við end- ann á jarðgangasýn- inni, sem þar er fyrir, eða hvort honum tekst að víkka göngin. Víst er að þeir sem vilja vemda hálendi landsins horfa með nokkurri eftirvænt- ingu til þróunarinn- ar. Embættislausi fv. stj órnmálamaðurinn mun hafa í hyggju að skrifa bók, að sjálf- sögðu um pólitík. Þeirrar bókar hlýtur líka að vera beðið með eftirvæntingu. Flestir stjórnmála- menn sem skrifað hafa um stjóm- málaævi sína hafa gert það svo seint á ævinni að jarðgangasýnin er orðin ólæknandi. Þegar við það bætast eðlileg elliglöp er varla von að slíkar æviminningar verði sér- lega upplýsandi fyrir þá sem vilja skoða stjómmálasögu þjóðarinn- ar. Ungi, langreyndi, embættis- lausi stjómmálamaðurinn fær hér tækifæri til að skilgreina orsakir og meingerð jarðgangasýnar ís- lenskra stjómmálamanna. Hann er óháður öllu nema eigin sam- visku og burði vantar hann ekki. „Vér bíðum og sjáum hvað setur.“ Árni Bjömsson „Ungi, langreyndi, embættislausi stjórnmálamaðurinn fær hér tæki- færi til að skilgreina orsakir og meingerð jarðgangasýnar ís- lenskra stjórnmálamanna. Hann er óháður öllu nema eigin sam■ visku og burði vantar hann ekki.“ Kjallarinn Árni Björnsson læknir Með og á móti Gjaldtaka við Geysi Brugðist við ágangi Ami Mathiesen ah þingismaður. „Eg er fylgj- andi gjaldtöku á ferðamanna- stöðum þar sem þarf að leggja í kostnað til að viðhalda stöð- unum, leggja gangstíga, girða og annað til að koma í veg fyr- ir að ágangur ferðamanna skemmi svæðin. Síðan á að vera heimilt að færa peninga sem koma þannig inn á milli svæða. Þannig má nota peningana á svæðum þar sem lagt hefur verið í kostnað en ekki innheimt fyrir honum. í þessu tilfelli nýtur tiltek- inn hópur þessara staða og rétt aö hann greiði gjald fyrir það. Það er mjög algengt erlendis að tekið sé gjald á ferðamannastöðujn, hvort sem verið er að skoða náttúrufyrir- brigði eða fornminjar. Það er ekk- ert nýtt við það og menn þurfa ekki að vera hræddir við að feröa- mannastraumurinn minnki. Þaö er enginn ferðamannastaður í dag sem skiptir einhverju máli þar sem ekki verður að veita einhvers konai- þjónustu til aö hann þoli ágang ferðamáhna. Þaö verður að bregðast við ágangi ferðamanna á einhvern hátt og það kostar pen- inga. Því er rétt að þeir sem njóta greiði. Jafnffamt held ég að það sé skynsamlegt að nota þá veltu sem verður til í kringum þetta til að opna ný svæði og dreifa þannig ágangi ferðamanna. Þá getum við tekið á móti fleiri ferðamönnum og sýnt þeim fleiri markverða staði en við gerum I dag.“ Slæmt fordæmi „í fyrstu grein laga um náttúruvernd segir að lögin éigi að auð- velda þjóðinni umgengni við náttúru lands- ins og auka kynni af henni. Það er vart í anda þeirrar greinar að innheimta aðgangseyri að náttúruperlum landins. Mér er ekki kunnugt um neitt slíkt for- dæmi annars staðar frá, að inn- heimt sé gjald fyrír það eitt að skoða náttúmperlur. Þjónustu- gjöld eru allt annað mál. Það er eðlilegt að innheimta gjöld fyrir veitta þjónustu á náttúruverndar- svæðum. Hingað til hefur ekki nokkrum manni dottið í hug að rukka aögangseyri fyrir aðgang að fólkvanginum Bláfjöllum en aftur á móti greiða menn þar gjöld fyrir aðgangað lyftum og aðra þjónustu. Á þessu er reginmunur. Rökin fyr- ir gjaldtöku eru m.a. að það skorti fjármagn til úrbóta á þesum svæð- um. Það er rétt. En þeir peningar eiga að koma frá síauknum tekjum þjóðarbúsins af ferðalögum íslend- inga um eigið land. Þegar ég fer með fjölskylduna að Geysi er ég að geiða 2-3 þúsund krónur í þjóðar- búið með vegaskatti, virðisauka- skatti og fleiru. Aðgangseyrir að svæðum til þess eins að skoða þau er ekki líklegur til að fjölga ferðum okkar um eigið land og auka þannig tekjur þjóðarbúsins. Þessar hugmyndir eru varla í anda nýrra laga um þjóðlendur þar sem rætt var um landið sem sameign þjóðar- innar. Þessi gjaldtaka skapar vont fordæmi. Ég spyr mig hve oft ég muni þurfa að taka upp veskið á hringferð um landið til þess eins að skoða eigin náttúmperlur." -hlh Magnús Oddsson feröamálastjóri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.