Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1999, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1999, Blaðsíða 40
FRETTASKOTIÐ SÍMINM SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 Yfirmaður sprengjusveitar breska flughersins í Persaflóa: Get ekki beðið eftir að flytja til íslands - ræddi nýlega við Andrés prins og Tony Blair í Kúveit Fín hverfi, nýbú- ar og veggjakrot í Fókusi sem fylgir DV á morgun eru birtar niðurstöður könnunar um hvar ríka, valdamikla og fræga fólkið býr - og þar af leiðandi hvaða hverfi á höfuðborgarsvæðinu geta talist fín og hver ófín. í blaðinu er rætt við tvo unga, víetnamska íslendinga um líf annarrar kynslóðar nýbúa á íslandi. Einnig er rætt við Steina Sharq, einn helsta spámann graffítilistamanna - eða veggjakrotara, eins og sumir vildu frekar kalla þá. Fókus fékk nokkur kærustupör tÚ að teikna hvort annað og er afraksturinn birtur i blaðinu. Þá er rætt við Fríðu Rós Valdimarsdótt- ur, 21 árs stelpu úr pönksveitinni Á túr, sem berst nú fyrir sæti á listar Samfylkingarinnar í Reykjavík og spjallað við sjómanninn Gunnar Jóns- son sem er nýjasti Fóstbróðirinn. Snjóflóðahætta á Siglufirði: Kannað hvort íbúar fá að snúa heim Alls voru 23 hús rýmd á Siglufirði í gær vegna snjóflóðahættu. Snjó- flóð féll á Siglufjarðarveg í gær rétt við Strákagöng og var vegurinn lok- aður af þeim sökum. Almanna- vamanefnd Sigluíjarðar kom saman í gærkvöld til þess að ræða ástand- ið og í framhaldi af því var ákveðið að rýma húsin. Snjó kyngdi niður á Siglufirði í gær en lítið snjóaði í nótt. Alls eru 49 íbúar skráðir til heimilis í húsunum en ekki var vit- að hversu margir íbúar þurftu að yf- irgefa heimili sín. Guðgeir Eyjólfs- son, sýslumaður á Siglufirði, sagði í samtali við DV i morgun að kannað yrði í birtingu hvort íbúarnir gætu snúið til síns heima í dag. „Við munum kanna ástandið í samráði við Veðurstofuna og i framhaldi af því tökum við ákvörðun," sagði hann. Ekki er vitað hvort einhver snjóflóð féllu í nágrenni við bæinn í nótt en Guðgeir sagði að það yrði sömuleiðis kannað. „Við sjáum ekki til fjalls núna og það er óvitað hvort eitthvað smáflóð hefur fallið," sagði Guðgeir. Snjóflóð féll einnig á veg- inn milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur í gær og er hann lokaður. Flóð féU sömuleiðis á Súðavíkurveg og er hann lokaður vegna snjóflóðahættu. -hb Almenn veiöi í nótt: Loksins loðna á Rauða torginu DV; Eskifirði: Almenn veiði hefur verið í nótt hjá þeim 20-30 loðnubátum sem eru á svæðinu um 60 sjómílur suðaust- ur af Reyðarfirði. Auk íslensku skipanna eru nokkur norsk loðnu- skip á sömu slóðum. Hólmaborgin SU var komin með 400 tonn í morg- un, Guðrún Þorkelsdóttir 250 og Jón Kjartansson 150 tonn. Gott veður er á miðunum. „Ég hef aldrei séð eins mikið af loðnu, svei mér þá,“ sagði Grétar Rögnvarsson, skipstjóri á Jóni Kjartanssyni, i samtali við DV á 9. tímanum í morgun, nýbúinn að kasta á væna lóðningu. -Regína Guðmundur Sigvaldason jarðfræð- ingur og þingmennirnir Kristín Hall- dórsdóttir og Hjörleifur Guttorms- son bera saman bækur sínar á fund- inum í gær. DV-mynd Pjetur Græningjar í Reykjavík Um 200 manns sóttu stofnfúnd kjördæmisfélags Vinstri hreyfmgar- innar-Græns framboðs í Reykjavík í gærkvöld. Formaður félagsins var kjörin Sigríður Stefánsdóttir, fram- kvæmdastjóri Hollvinasamtaka Há- skóla íslands og réttarfélagsfræðing- ur. Á fundinum í gær var kjördæm- isfélagið formlega stofnað auk þess sem því voru sett lög. Landsfundur Græna framboðsins, þar sem flokk- urinn verður formlega stofnaður, fer fram 5. og 6. febrúar þar sem for- ystumaður flokksins verður kosinn. -hb „Síðustu vikur hafa verið mjög annasamar hjá okkur - sérstaklega þá fíóra daga sem Desert Fox stóð yfir. Ætlunin var kannski ekki að steypa Saddam af stóli heldur veita honum ráðningu. Ég held samt að hann hafi ekki lært mikið af þess- um sprengjuárásum okkar,“ sagði Adrian King, einn af yfirmönnum sprengjudeildar breska flughers- ins, í samtali við DV þegar hann var í Kúveit í gær - 41 árs Breti sem er giftur og á 4ra ára dreng með Áslaugu Finnsdóttur King, núverandi íbúa í Grafarvogi. Adri- an hefur borið ábyrgð á eftirliti og útbúnaði mikils fjölda flugskeyta sem breski flugherinn hefur skotið á írak að undanfömu. „Ég get varla beðið eftir að kom- ast til íslands. Mér finnst varla hægt að hugsa sér betri stað til að koma upp fjölskyldu," sagði Adri- an sem kvaðst munu flytja hingað heim í lok febrúar. „Við emm búin að vera gift í 9 ár og búa í Bretlandi og Þýska- landi. Ég kom reyndar hingað heim áður en Adrian fór til Persaflóa," sagði Áslaug, eigin- kona Adrians, á heimili hennar í Grafarvoginum. Hún sagði að síðustu vikur hefðu verið strembinn tími. „Adri- an er auðvitað mjög langt í burtu. Ef ég byggi enn í Bretlandi hefði ég verið með hinum eiginkonunum. Það hefur verði svolítið öðruvísi að vera hér heima. Ég hef talað einu sinni í viku við Adrian í síma. Ef við höfum talað um stríð- ið notum við rósamál því hermenn mega ekki tala um það sem er að gerast hjá þeim,“ sagði Áslaug. Finnur litli, 4ra ára, í Grafarvoginum f gær með bréf frá pabba í Persaf lóa. Stuttu eftir að myndin var tekin hringdi síminn frá Kúveit. DV-mynd ÞÖK Adrian, til hægri, segir að Andrew prins, sem er að heilsa honum á myndinni, hafi talað mikið en fengið menn til að líða vel. Adrian lék lykilhlutverk í að undirbúa breskar sprengjuþotur áður en þær skutu á írak. DV-mynd RAF Blair brosti mikið Finnur, 4ra ára hermannssonurinn - mjög líkur pabba sínum - var með Áslaugu móður sinni og Bryndísi Sig- urðardóttur, móðurömmu, í Grafar- voginum í gær. Hann sýndi blaða- manni stoltur bréf frá fóður sínum í Kúveit. „Hann er byrjaður í leikskóla og er að komast vel inn í íslenskuna," sagði stolt móðirin. Adrian hitti Andrew prins í Kúveit í desember og Tony Blair nú í janúar. „Andrew er mjög vinalegur. Hann talaði mikið og fékk menn til að líða vel. Það var ánægjulegt að tala við hann,“ sagði Adrian. Aðspurður um breska forsætisráðherrann sagði hann: „Blair brosti mikið eins og venjulega. Hann virtist mjög áhuga- samur um það sem við erum að gera og sýndi mikinn stuðning. Ég held líka að fas hans allt hafi bent til að al- menningur í heiminum sé sammála um allt sem við höfum verið að gera hér í Persaflóanum," sagði Adrian. Hann hefur nú starfað í 22 ár í Royal Air Force - og er að komast á eftirlaun. 41 árs! Hann hefur á síð- ustu árum menntað sig í viðgerðum á antikhúsgögnum. „Hann ætlar að flytja hingað heim til okkar og sjá svo til hvað hann tek- ur sér fyrir hendur," sagði eiginkon- an sem biður spennt eftir manni sín- um. -Ótt Veðrið á morgun: Frostlaust 2°- O j x fyrir sunnan Á morgun verður allhvöss austanátt og slydda með suður- ströndinni undir morgun, en suð- austlægari og dregur mjög úr vindi er líður á morguninn. Aust- angola eða kaldi og skýjað með köflum norðan til á morgun. Frostlaust verður sunnan til en annars vægt frost. Veðrið í dag er á bls. 37. - y 10* 10#-- ... ^\3° 1°A Maggi -gœði, úrval cg gott verð MERKILEGA MERKIVELIN brother pt-sso ný véi tengjanleg við tölvu 8 leturgerðir, 8 stærðir, 15 leturútlit úrval strikamerkja 6 til 36 mm borðar prentar í 7 línur Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.