Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1999, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999
Fréttir
Talið að illdeilum í Mosfellsdal linni:
Póri hestakóngur
situr áfram I Laxnesi
„Við viljum að landinu verði
skipt og ítala sett á landið þannig að
þar verði ekki meiri beit en landið
þolir,“ sagði Jóhann Sigurjónsson,
bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Lang-
vinnu deilumáli í Mosfellsdal virð-
ist vera að ljúka. Deilan stóð um
rekstur hestaleigu Þórarins Jónas-
sonar sem þar hefur starfað í ein
þrjátíu ár við miklar vinsældir
ferðafólks en minni hjá ýmsum ná-
grönnum. Nýjar vendingar í Lax-
nesmálum voru ræddar á bæjar-
stjómarfundi í Mosfellsbæ í gær.
Hrossabúskap-
ur og hestaleiga
verða áfram á sín-
um stað. Ragn-
heiður Jónasdótt-
ir Hansson, systir
Þórarins, hefur
keypt part Jóns
Baldvinssonar,
fyrrum bæjar-
stjóra í Mosfells-
bæ, gömlu bæjar-
húsin og hluta af
landi Laxness II,
sem er norðan
Þingvallavegar.
Aðrir eigendur
landsins eru
Wathne-systur og
Mosfellsbær.
Ragnheiður
mun hins vegar
selja eða leigja
bróður sínum
eignina, gömlu
húsin í Laxnesi,
Undanfarin miss-
eri hefur Þórar-
inn barist fyrir
tilvist sinni á
staðnum. Hann var orðinn landlaus
og án húsnæðis og rak hestaleiguna
í gámi á hlaðinu, sem þegar var
kært. Eigandi húsanna i Laxnesi II
var Jón Baldvinsson, fyrrverandi
Jóhann Sigur-
jónsson bæjar-
stjóri. Bærinn
vill koma í veg
fyrir ofbeit.
Jón Baldvins-
son, bæjarstjór-
inn fyrrverandi,
selur sinn hluta
í Laxnesi II.
Póri í Laxnesi, hestabóndi í áratugi, fær nú gömiu bæjarhúsin til nota fyrir sig og hestaleiguna.
bæjarstjóri í Mosfellsbæ.
Jón Baldvinsson sagði í gær að
hann héldi eftir jörðinni og ábúðar-
rétti og hitaréttindum. Ragnheiður
kaupir húsin sem falla að Laxnesi I
en það er 200 hektara jörð í eigu
bæjarins, Wathne-systra og Ragn-
heiðar.
Þórarinn hrossabóndi var sakað-
ur um að hafa valdið stórfelldri
gróðureyðingu á landi Laxness.
Hann segir að slest hafi upp á vin-
skapinn við Guðnýju Halldórsdótt-
ur, bæjarfulltrúa og kvikmynda-
gerðarmann, nágranna sinn, og fyr-
ir bragðið hefði hann ekki fengið
byggingarleyfí í Laxnesi. Nú er mál-
ið leyst. Hann verður hæstráðandi í
Laxneshúsunum, þarf ekki að
byggja en endurnýjar gömlu húsin.
„Það var ýmsu slegið upp í þessu
máli og þetta var frá upphafi til
enda hreint bull en ég fékk lítið að
svara fyrir mig,“ sagði Þórarinn í
samtali við DV. „Þetta var allt
ógeðslegasta mál, þegar maður fer
að hugsa til baka. Það var aldrei
tekin ítala og það var haldinn fund-
ur hjá Ólafl Dýrmundssyni hjá
Bændasamtökunum með Sveini
Runólfssyni landgræðslustjóra, þar
sem hann þurfti að éta allt ofan í
sig. Ég var hins vegar ekki boðaður,
ábúandinn og eigandinn að parti af
landinu," sagði Þórarinn í gær.
- Var þetta einhvers konar innan-
sveitarkróníka?
„Blessaður, verra en það. Þetta
var aðfór vissra persóna, en það er
seigt í mér. En ég leit alltaf á Jón
Baldvinsson sem góðan mótherja í
skák, milli okkar er allt í góðu, við
leysum vandamálin þrátt fyrir mik-
il málaferli," sagði Þórarinn.
-JBP
Metsölujeppinn fer
beint á verkstæði
- og þar er prjónað við hann samkvæmt kröfum íslenskra jeppakarla
Izuzu Trooper-jepparnir fara flestir til Árna Gíslasonar og fleiri verkstæða og
þar er prjónað við þá samkvæmt kröfum íslenskra jeppakarla. Hér er Gísli
Ólafsson, verkstæðisformaður með meiru hjá ÁG, ásamt Hannesi Strange,
sölustjóra hjá Bílheimum.
Metsölujeppinn Izuzu Trooper
kemur góður frá Japan. En ís-
lenskir jeppakarlar vilja langflest-
ir fá meira, þegar þeir fá jeppann
sinn, sama hvað jeppinn heitir.
Margir þeirra sem kaupa
Trooper-jeppann, og þeir munu
vera um 250 talsins á stuttum
tíma, vilja stærri dekk, hækka
bílana, setja á spoilera og gang-
bretti, og margir vilja tvílita bíl-
ana. Kostnaðurinn við breytingar
er mismunandi, allt frá 60 þús-
undum upp í hartnær 400 þúsund.
Verð jeppanna frá Bílheimum
þykir hins vegar lágt fyrir svo
stóran 7 manna jeppa, 2,8 milljón-
ir króna. Um það bil helmingur
bílakaupenda á íslandi þessa
Japanskur jeppi, sem boðinn er á
góðu verði, hefur náð undragóðri
markaðshlutdeild.
DV-mynd Hilmar Þór
stundina fjármagnar stóran hluta
viðskiptanna með bílalánum. Sala
nýrra bíla er mikil og biðlistar
eru eftir sumum bílum, Trooper-
jeppanum sem og Skodabílum frá
Heklu.
Bílaverkstæði Árna Gíslasonar
við Tangarhöfða, stærsta bíla-
verkstæði landsins, annast um
breytingarnar fyrir Bílheima og
nýju eigendurna ásamt fleirum. í
gær voru þar fimm jeppar í breyt-
ingum og von var á 20 til viðbótar
í dag úr tolli að sögn Gísla Ólafs-
sonar hjá ÁG.
„Þessi bíll hefur víst slegið öll
sölumet jeppa á íslandi, maður
hefur ekki fyrr séð jeppa eina og
sér hafa 7,7% markaðshlutdeild
en það hefur jeppinn það sem af
er árinu, en auðvitað er árið
ungt,“ sagði Júlíus Vífill Ingvars-
son, framkvæmdastjóri Bílheima,
i gær. Hann segir að sending hafi
verið að koma frá Japan, hún er
seld, og næstu sendingar nánast
seldar.
Júlíus Vifill segir að þessi jeppi
sé nýtt módel, útliti breytt og
dísilvélin aflmeiri en þekkist, 159
hestöfl og þriggja lítra en togar
jafnframt mikið. En íslendingar
vilja breyta, hvers vegna?
„Bíllinn kemur vel búinn frá
framleiðanda en hins vegar þekkj-
um við það að við íslendingar vilj-
um bílana enn flottari, menn vilja
meira, og þeir sjá að vélin þolir
talsverðar breytingar án þess að
það komi niður á afli bílsins. Gott
verð þýðir líka að menn telja sig
geta sett svolítið í aukahluti og
aðgreint bílana sína frá öðrum,“
sagði Júlíus Vífill.
-JBP
Láglaunastarf
í prófkjöri Samfylkingar á
Reykjanesi hafa ýmsir verið til-
nefndir í slaginn. Margir eru um
hituna þrátt fyrir að ekki hafi all-
ar spár um framboð gengið eftir.
Þannig hafði Ari
Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Al-
þýðusambands ís-
lands, verið nefnd-
ur sem kandídat í
eitt af efstu sæt-
unum en það
gekk ekki eftir.
Ástæðan er sam-
kvæmt óstaðfestum
heimildum Sandkorna sú að
þjónn verkalýðsins gat ekki hugs-
að sér að fara í láglaunastarf á
vegum kjósenda og því hætti
hann að hugsa um þingmanns-
starf sem gefur aðeins rúmar 200
þúsund krónur í mánaðarlaun ...
Ósýnilegur
Nú þegar Seljavallabóndinn
Egill Jónsson hverfur af þingi
og nýr oddviti tekur við gætir
nokkurs kvíða á
Austfjörðum um
að áhrifaleysi
þeirra á Alþingi
aukist. Egill hef-
ur að vísu ekki
komist í þær
álnir á löngum
ferli að fara á
ráðherrastól
en hann hefur haft
drjúg áhrif í gegnum alls kyns
nefndar- og stjómarsetur. Þær
raddir heyrast að mesta þunga-
vigt Austfirðinga, Halldór Ás-
grímsson utanríkisráðherra og
fyrsti þingmaður íjórðungsins, sé
nánast ósýnilegur eystra nema á
sjónsvarpsskjám að rifast vegna
Ástþórs Magnússonar eða ræða
önnur utanrikismál. Fjarvera
ráðherrans úr kjördæminu sé
talandi dæmi um að ráðherrar
eigi að láta af þingmennsku svo
sem Siv Friðleifsdóttir hefur
krafist...
Vinnufélagi ársins
Sigurður Þ. Ragnarsson,
sem fór aftur á bak út af Frétta-
stofu Sjónvarpsins eftir að hafa
staðið í klögumálum og útistöð-
um vegna Helga
H. Jónssonar
fréttastjóra, er
kominn í vinnu á
ný. Hann er veð-
urfréttamaður á
Stöð 2 hvar hann
upplýsir um
áhrif þeirra
hæða og lægða
sem þvælast að landinu.
Ekki er aö sjá að nein óveðursský
hafi hrannast yfir höfði hans á
nýja staðnum en Sigurður var út-
nefndur af Fókusi sem vinnufé-
lagi ársins í fyrra ...
Á götunni
í hinum ýmsu hólfum Sam-
fylkingai- er barist af hörku og
reynir hver að ota sínum tota.
Málið er nokkuð flókið því á
sama tima og frambjóðendur
þurfa að tryggja
eigið brautar-
gengi þarf að
huga að velferð
hólfsins i heild.
Þar er þó fyrst
og fremst um
að ræða A-
flokkana sem
berjast um
forystusætiö.
Mjög mismunandi er hve mikil
umsetning er hjá frambjóðend-
um. Fiestir eru með kosninga-
miðstöðvar en þó eru undanskild-
ir þungavigtarmenn eins og
Mörður Árnason íslenskufræð-
ingur sem lætur möppu duga og
Magnús Árni Magnússon al-
þingismaður sem sömuleiðis er
með kosningaskrifstofu á tveim-
ur fótum ...
Umsjón Reynir Traustason
Netfang: sandkorn ®ff. is