Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1999, Blaðsíða 26
FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 DV
26 Jwikmyndir
*★ 4
The Ugly
Andarunginn
★* Það er bæði falleg og ánægjuleg
hefð fyrir þvi að hafa blóðugar hroll-
vekjur á kvikmyndahátiöum. Sjálf
hrollvekjan er jú hálfgerð neðanjarðar-
starfssemi mestan
partinn, ofbeldi og
hryllingur er oft
ríkjandi myndmál
í ‘listrænum’ eða
óháðum myndum
og margir frægir
hrollhöfundar
hafa byrjað feril-
inn sem hálfgerð-
ar listaspírur, t.d.
Peter Jackson og
John McNaugton.
Það er einmitt sá
siðamefndi sem
kemur sterklega
upp í hugann þeg-
ar horft er á mynd
Scotts Reynolds,
The Ugly, en hún minnir mun meira á
Henry: Portrait of a Serial Killer, en
myndir samlanda hans, Peters
Jacksons. Reyndar minnir The Ugly á
margar myndir og marga leikstjóra,
allt frá Carrie til David Lynch.
Það er kannski þessi
sundrung i stíl og stíl-
færslu sem veikir hana
því einhvem veginn fannst
mér niðurstaðan hálfvolg.
The Ugly segir frá geðlækninum
Karen Shoemaker sem á aö meta geð-
heilbrigði fjöldamorðingjans Simons
Cartwrights, sem kallar y . .
sig the ugly. Hún lifir K V I K
sig inn í endurminning-
ar hans af morðum og
bemskun og lifir sig inn
í þær um of. Reynolds teflir fram hverri
klisjunni á fætur annarri, starfsfólk
hælisins virkar geðveikara en sjúkling-
amir, Cartwright er ógeðslega klár og
manipúlerar geðlækna, hann var kúg-
aður af móður sinni og er dæmdur til
að drepa þær konur sem þykir vænt
um hann... Stundum er vel unniö úr
þessum klisjum en á stundum vom
þetta einum of gamlar fréttir. Stílfærsl-
an er of tilgerðarleg og gerir ekkert
annað en draga úr áhrifum myndarinn-
ar. Allir litir eru eins einfaldir og hægt
er, hvítt, blátt og rautt, og náttúrulega
svart, en i stað blóðs sprautast svart
blek úr skomum hálsum
fórnarlamba hins ljóta. En
undir lokin fer myndin að
otyrkjast og nær bara að
verða ansi spúgi á stundum,
enda verður hún þá að mun
hefðbundnari hrollvekju, með draugum
og öllu. Endirinn er siðan afskaplega ó-
óvæntur, og dálitið pirrandi. I heildina
er The Ugly því óþarflega misjöfn, og
óþarflega upptekin af sjálfri sér sem
bíómynd. Þrátt fyrir
aö formvitund i mynd
sem þessari sé nauð-
synleg þá keyrir um
þverbak þegar sam-
klippingar a la Reservoir Dogs ganga
endalaust aftur eins og uppdöguð
skotta.
Leikstjórn og handrit: Scott
Reynolds. Aðalhlutverk: Paolo
Rotondo, Rebecca Hobbs, Jenni-
fer Ward-Lealand, Roy Ward,
Vanessa Byrnes.
Úlfhildur Dagsdóttir
The Butcher Boy:
Svín og heilagar meyjar
★★★ Skáldsaga írans Pat-
rics McCabes kom út árið
1992 og vakti strax mikla at-
hygli. Fljótlega fór leikgerð-
in sigurför um svið Dublin-
ar og London enda á ferð-
inni einstök og eftirminni-
leg sýning, ein af þessum
últra-einfóldu sem þó nýta
sér leikhúsformið til hins
ýtrasta. Það var þvi vel við
hæfi að þegar Neil Jordan
gerir kvikmynd eftir sög-
unni leggur hann áherslu á
kvikmyndalega formvitund
og nýtir sér þann sjónvarps-
og bíóheim sem aðalpersón-
an hrærist að hluta til í.
Francie Brady er
skemmtilegur og fyndinn
strákur úr vandræðafjöl-
skyldu, móðir hans er veik á
geði og faðir hans drykkju-
maður. Besti vinur hans,
Joe, er stigi ofar í stéttaska-
lanum, en það kemur ekki i
veg fyrir strákaleiki og strákapör þar
sem félagamir leika helstu hetjur bíó-
mynda og myndablaða. Á þann hátt er
sagan líka vandlega staðsett í tlma
en Kúbudeilan og ógnin viö
kjarnorkuvána er ríkj-
andi myndmál í The
Butcher Boy og vísar til
einka-heimsendis Francies.
myndmál fannst mér reyndar óþarflega
ríkjandi. En heimur Francie hrynur
þegar hann strýkur að
heiman því þegar hann
snýr til baka lendir hann
mitt í jarðarfor móöur
sinnar. Allir kenna
drengnum um sjálfsmoröið og geðveila
Francie eykst. I þorpinu hefur hann
fundið blóraböggul en það er Frú Nu-
gent og sonur hennar. Þau eru nýflutt
frá Englandi og þykjast meiri en aðrir
og kalla fjölskyldu Francie svín.
Francie breytir þá húsi frú Nugent í
svínastiu og er sendur á upptökuheim-
Þaö
ili og þegar hann snýr til baka er vin-
skapurinn viö Joe á enda því Joe er
orðinn finn piltur og besti
vinur Philips Nugents.
Francie er óhuggandi og
geðveiki hans eykst stöðugt
með all-svakalegum afleiðing-
um.
Myndin byrjar undarlega hægt og er
lengi aö komast í gír en þegar á líður
verður hún sterkari og sterkari og hlýt-
ur, þegar upp er stað-
ið, að teljast með eftir-
minnilegri myndum.
Strákamir tveir leika
ótrúlega vel og Steph-
en Rea og Fiona Shaw eru góð í hlut-
verkum slnum sem faðirinn og fina
konan.
Leikstjórn: Neil Jordan. Handrit:
Jordan og Patrick McCabe. Aðal-
hlutverk: Eamonn Owens, Alan
Boyle, Fiona Shaw, Stephen Rea,
Aisling OíSullivan.
Úlfhildur Dagsdóttir
Erótíska sjóið og súr-
realismi í Hollywood
Dennis Nyback er kominn til landsins með erótfska sjóið sitt.
Hingað til hefur Kvikmyndahátíð
i Reykjavík gengið mjög vel og hef-
ur aðsókn verið mikil og fólk orðið
frá að hverfa af mörgum sýningum.
Hin mikla aösókn segir okkur það
að vel hefur tekist til með val á
kvikmyndum á hátíðina að þessu
sinni. í kvöld verða margar kvik-
myndir sýndar og er vert að benda
á einu sýninguna á The Brandon
Teena Story, mjög athyglisverða
heimildarmynd sem hvarvetna hef-
ur vakið mikla athygli. Þá eru i dag
síðustu sýningar á nokkrtun úrvals-
myndum. í Regnboganum eru síð-
ustu sýningar á The Mighty og
Karakter og í Háskólabiói á Men
with Guns, Four Days in Septem-
ber, Tango Lessons og My Son, The
Fanatic.
Merkilegasti atburðurinn í kvöld
verður þó að teljast heimsókn Denn-
is Nyback á kvikmyndahátíð en
þessi sérstaki kvikmyndasagnfræð-
ingur og safnvörður verður með
sýningu í Regnboganum í kvöld á
Erotic Show og á laugardaginn
verður hann með sýningu sem hann
nefnir DaDa og súrrealismann í
Hollywood á fjórða áratugnum.
Mun hemn ræða við gesti um þessar
myndir.
Um sýningar síncu- segir Dennis
Nyback: „Önn-
ur fjallar um
áhrif data og
súrrealisma á
Hollywood-
myndir þriðja
áratugarins og
er hún öðru-
vísi en flestar
þær sýningar
sem ég ferðast
með því ég
sýni búta úr
myndum í
fullri lengd.
Meðal myndanna sem ég sýni úr
eru The Big Broadcast og
Intemational House, svo að ein-
hverjar séu nefhdar. Erotic Show
eru amerískar kynlífsmyndir, Stag
Party Special kalla ég þær. Stag
voru litlar klámmyndir sem voru
gerðar á þriðja áratugnmn."
-HK
Four Days in September:
Lifi byltingin
★ ★★* í september 1969 var sendiherra Bandaríkjanna,
Charles Burke Elbrich, rænt af hryðjuverkamönnum í MR8,
eða 8. október byltingarhreyflngunni, og honum haldið í
fjóra daga. Þessi atburðir eru umfjöllunarefni brasilíska leik-
stjórans Brunos Barretos og byggir hann handritið á frásögn
eins mannræningjanna, Femandos Cabeira.
í Brasilíu var herstjórn við lýði í 25 ár, frá 1964-1989. Árið
1968 afnam hún ýmis borgaraleg réttindi, þ. á m. prentfrelsi.
Femando Cabeira er ungur blaðamaður sem sættir sig ekki
við ástandið og ákveður að ganga í MR8 sem eru samtök
vinstrisinnaðra róttæklinga og hyggjast knýja fram stjómar-
farsbreytingar með skæruliðaaðgerðum. Hópurinn kemst f
álnir með vel heppnuðu bankaráni og getur þar með fjár-
magnað stærri aðgerðir. Femando fær hugmyndina að
mannráninu og hópurinn fær tvo reynda skæruliða til að
stjóma aðgerðinni. Við taka fjórir spennuþmngnir dagar fyr-
ir hugsjónafólkið unga og atvinnuhryðjuverkamennina,
sendiherrann og leynilögreglumanninn sem stjómar rann-
sókn málsins.
Myndin nær einmitt upp heilmikilli
spennu sem er meira innvortis en útvortis.
Það era siðferöileg og hugmyndafræðileg
átök hópmeðlima og samskipti þeirra við
fangann sem skapa spennuna, fremur en
spurningin um hvort ránið heppnast, hvort þau komast und-
an, hvort eitthvert þeirra deyr, o.s.frv. Brano Barreto sinnir
vandlega mannlega þættinum i frásögninni og skapar þannig
andrúmsloft sem minnir mjög á sumar myndir breska leik-
stjórans Kens Loachs um sambærileg málefni, svo sem Land
og frelsi og Carla’s Song. Barreto forðast aö taka einstreng-
ingslega afstöðu og býr ekki til nein illmenni. Með vandaöri
persónusköpun, þar sem bakgrunnur persónanna og skoðan-
ir þeirra era vel skýrðar, má fmna einhveija samúð með
þeim flestum. Myndin er jafnvel á köflum aðeins of hvítþveg-
in á þennan hátt, sérstaklega hvað varðar leynilögreglu-
manninn sem pyntar stjómarandstæðinga
á daginn og sefur siðan ekki söktun sam-
viskubits en persóna hans verður helst til
tragísk og jaðrar við melódramatík. Að
öðru leyti er hvergi veikan blett að flnna f
þessu sterka mannlega spennudrama. Myndin er afar grip-
andi og umhugsunarvekjandi, og allur leikur er eins og best
verður á kosið.
Bruno Barreto. Handrit: Leopoldo Serran. Kvik-
myndataka: Feiix Monti. Klipping: Isabelle Rathery.
Tónlist: Stewart Copeland. Leikarar: Alan Arkin,
Pedro Cardoso, Fernanda Torres og Claudia Abreu.
Pétur Jónasson
Kvikmynda
GAGNRÝNI
Riding the Rails
Teinóttir táningar
★★★ Á kreppuárunum yflrgaf fjöldi táninga heimili sín f
Bandaríkjunum. Sumir vora drifnir áfram af ævintýralöngun
en aðrir höfðu lent upp á kant við foreldra sína. Langflestir
hröktust þó af heiman vegna þess að fyrirvinnan hafði ekki
lengur efni á því að fæða þá. Þessir táningar urðu því að
bjarga sér sjálflr og dreymdi marga um að geta sent fjölskyld-
unni aura fengju þeir vinnu. Lestimar voru flutningamáti
táninganna í leit þeirra að betra lífi. Þær voru þó hættulegur
fararmáti því jafnan var nauðsynlegt að stökkva um borð er
lestimar vora komnar á ferð þar sem harðsvíraðir lestarverð-
ir gerðu hvað þeir gátu til að halda laumufarþegum í lág-
marki.
Það er saga þessara táninga sem Riding the Rails rekur af
mikilli yflrsýn. Myndin reynir að uppræta rómantiska sýn á
flökkulíf ungmennanna en í henni segja margir „teinateikarar"
frá reynslu sinni. Viðtölin eru hnitmiðuð, áhrifamikil og fjöl-
breytt. Sumir geta ekki rifjað upp þessi erfiðu unglingsár án
þess aö bresta í grát meðan aðrir stelast enn um borð í hárri
elli. Þá kemur myndefnið víðs vegar að og vel tekst til með
blöndun samtímaheimilda og eldra efiiis. Tónlist myndarinnar
sækir einnig uppruna sinn til flökkulifsins og lætur afskaplega
vel í eyrum.
Það era gömul sannindi og ný að heimildar-
kvikmyndin er vanmetin/-vanrækt í samtim-
anum. Með tilkomu sjónvarpsins hefúr hún
smátt og smátt horfið úr kvikmyndahúsum.
Verður það að
teljast mikil
synd því hvort
sem um er að
ræða heimild-
armyndir eða
aðrar kvik-
myndir jafhast
sjónvarpið
ekki á við gald-
ur hvita tjalds-
ins. Það er
reyndar alveg
sérstök upplif-
un að sjá heim-
ildarmynd á
tjaldinu og
einkar afslapp-
andi að losna
úr viðjum hefðbundinna formúlumynda. Kokk og póp er þó
auðvitað ómissandi eftir sem áður.
Leikstjórn og handrit: Michael Uys og
Lexy Lovell. Kvikmyndataka: Samuel Hen-
riques. Klipping: Howard Sharp. Banda-
rísk, 1997.
Björn Æ. Norðfjörð
Kvikmynda