Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1999, Blaðsíða 21
20 FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 21 íþróttir íþróttir Bland í noka Sóknarleikur Framara var hrein hörmung í gær. Þeir nýttu skotin sín saemilega 21/35 (60%) en tíminn sem leið áöur en kom að skoti var skrýtinn. Magnús Agnar Magnússon nýtti 6 af 8 skotum i leiknum en hann gerði 3 af fjórum síðustu mörkum heimamanna. Valsmenn hafa nú jafnað lengstu bið eftir sigri á heimavelli sínum að Hlíðarenda í deildinni. Þeir hafa nú leikið fjóra leiki þar í röð án sigurs en þeir enduðu tíma- bilið í fyrra á sömu nótum. Valsmenn hafa aðeins einu sinni náð að vinna Aftur- eldingu á Hliðar- enda og hafa Mos- fellingar nú tekið öll stigin þaðan þrjú ár í röð. ÍR-ingar hafa unnið 6 af síöustu 8 heimaleikjum sínum gegn ÍBV. Selfyssingar fógnuöu fyrsta sigri sínum á KA á Selfossi síðan 10. desember 1992. Þeir höfðu tapað fjórum í röö og átta af síðustu níu leikjum í deild- inni. Sálarástand Selfyssinga hefur ekki verið upp á hið besta i vetur. Jóhann Ingi Gunn- arsson íþróttasál- fræðingur spjall- aöi við liðsmenn i hádeginu i gær og árangurinn lét ekki á sér standa. Siguróur Vióars- son (Simonarson- ar) kom inn á í fyrsta sinn hjá Stjömunni á tíma- bilinu. Þessi stór- efnilegi leikmaður er að jafna sig á erfiöum hné- meiðslum en í tvígang hafa krossbönd í hnénu slitnað. Jón Karl Björns- son, hornamaöur í liði Hauka, skor- aði helming marka Hauka i gær og þegar Haukar höfðu skorað 14 mörk var Jón búinn að skora 10 þeirra. -ÓÓJ/-GKS/-GH Viggó Sigurðsson, þjálfari Wuppertal: Rekinn? - Wuppertal steinlá gegn Dutenhofen. 5. tapiö í röö „Eg má alveg eins búast við að mér verði sparkað og ég sætti mig við það ef það gerist. Það hefur að vísu ekki verið rætt um það en þegar illa geng- ur í þessari deild eru þjálfaramir þeir fyrstu sem fá að fjúka. Þannig er veruleikinn og ég er alveg tUbúinn að bera ábyrgðina ef stjómin viU fara þá leið,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Wuppertal, við DV í gærkvöldi eftir 8 marka ósigur gegn Dutenhofen, 31-23, í þýsku A-deUdinni í handknattleik. Þetta var fimmti ósigur Wuppertal í röð og eftir að hafa verið nálægt topppnum fyrir nokkrum vikum er liðið komið í faUbaráttu. „Það eru ýmsar ástæður sem liggja að baki þess að liðinu gengur iUa. Þar má nefna mikil meiðsli, markvarslan hefur verið mjög slök og leikmenn sem voru að leika mjög vel í fyrra hafa leikið Ula,“ sagði Viggó. „Það em fjórir möguleikar í stöð- unni. Sá fyrsti er að ég verði settur í frí og geti þá ekki samið við önnur lið, annar möguleiki er að ég verði rekinn og ég þurfi þá að leita réttar míns, sá þriðji er að samið verði um upp- sögn og ég.þá laus állra mála og ijórði mögu- leikinn er sá að ég haldi starfmu áfram," sagði Viggó sem er með samning við Wuppertal út næstu leiktíð. Valdimar var markahæstur í liði Wuppertal með 7 mörk, Dagur skor- aði 2 og Geir 1. Úrslitin í þýska boltanum í gær urðu þannig: Minden-Essen..................24-25 Schutterwald-Flensburg .......23-29 Niederwúrzbach-Grosswallstadt . 22-34 Magdeburg-Nettelstedt .........26-27 Kiel-Lemgo....................24-19 Gummersbach-Eisenach..........22-21 Dutenhofen-Wuppertal ..........31-23 Flensburg er í efsta sæti með 27 stig, Kiel og Lemgo 24 og Nettelstedt 20. Magdeburg er í 7. sæti með 17 stig, Essen í 8. sæti með 16 stig, Eisenach í 11. sæti einnig með 16 stig og Wupp- ertal er í 12. sæti með 15 stig. -GH Spiller til liös við Þórsara Þórsarar era að fá til sín nýjan Kana eftir að Lorenzo Orr fór frá liðinu í síðustu viku. Maurice Spiller kemur til Akur- eyrar í dag og er spurning hvort hann verði tilbú- inn með liöinu á fóstudaginn þegar Þórsarar mæta Njarðvík í Höll- inni á Akureyri. Spiller spilaði með háskólanum í Utah og var hann hjá Keflavík á síðasta tímabili og spilaði nokkra leiki. -jj Noregur sigraði ísrael, 1-0, í leik þjóðanna á þriggja landa móti I gærkvöld en Eistland er líka með. Bent Skammelrad skoraði markið úr vítaspymu. Frakkland og Marokkó léku æf- ingaleik í knatt- spyrnu í gær- kvöld i MarseiUe. Heimsmeistaram- ir sigraðu, 1-0, með miklu heppn- ismarki sem Djorkaeff skoraði á 47. mínútu leiksins. Sigriöur Þorláks- dóttir varð í 2. sæti og Theódóra Mathiesen í þvi þriðja á svigmóti i Sviss i gær. Barcelona slapp fyrir horn í gær- kvöld er liðið sigraði 3. deildar- lið Benidorm, 0-1, í spænsku bikar- keppninni i knatt- spyrnu. Celta Vigo tapaði heima fyrir Cor- una, 0-1. Lyubov Yegorova frá Rússlandi mætir á ný til leiks í göngu kvenna á HM á skíöum. Hún er að ffnna frelsiö á ný eftir tveggja ára keppnisbann vegna lyijaáts. -SK Venezia sigraði Empoli i fallslag liðanna í itölsku A-deildinni í knattspyrnu í gærkvöld, 3-2. Venezia komst þar með úr 18. sæti og botnsæt- inu en Empoli er áfram i næst- neðsta sæti. 1. DEILD KARLA „Unnum á vörn og markvörslu" „Við unnum þennan leik á vöm og markvörslu. Við vorum seinir í gang í upphafi beggja hálfleikanna. Við náðum okkur síöan á strik og unnum annan leikmn í röð. Við þökkum fyrir allt og baráttan var í góðu lagi,“ sagði Kristján Halldórsson, þjálfari ÍR, i samtali við DV eftir sigur liðsins á ÍBV, 25-24, í Austurbergi i gærkvöld. Það er hægt að taka undir orð Kristjáns því Hrafn Margeirsson átti stórleik í markinu og varði alls 27 skot. Ingimundur Ingimundarson hrökk svo sannarlega í gang og skoraði níu mörk meö uppstökkum utan af velli. Skotnýting hans var mjög góð og segja má að þama fari maður framtíðarinnar. Ingimundur minnir á skytturnar sem voru allsráðandi í íslenskum handbolta í gamla daga. Ungur piltur, Ragnar Már Helgason minnti svo sannarleg á sig, eldsnöggur og tekniskur. Eyjamenn voru frískir í byrjun en fe-ingar réttu sinn hlut og náðu smám saman tökum á leiknum. Leikurinn byrjaöi með sama hætti í síðari hálfleik en Eyjamenn skoraðu ekki mark í tæpar 12 mínútur og það gerði gæfumuninn. Guðfmnur Kristmannsson var atkvæðamestur Eyjamanna og Svavar Vignisson stendur ailtaf fyrh sínu, sterkur í vöm og eitilharður á línunni en má sín lítils stundum gegn margnum. -JKS Siggi Sveins bjargaði stiginu Þegar um sjö minútur voru eftir af leik FH og HK i Kaplakrika i gærkvöldi var staðan 23-18 og fátt virtist geta komið i veg fyrir sigur FH. Með baráttu og stórleik Sigurðar Sveinssonar tókst HK-mönnum að minnka muninn og þrátt fyrir að FH kæmist i 24-22 þegar ein og hálf mínúta var eftir tókst HK-mönnum samt að jafna þegar Alexander Árnason skoraði eftir linusendingu Sigurðar þegar 10 sekúndur voru eftir. Fyrir utan þessar lokamínútur var leikurinn afskaplega lítið fyrir augað. Vamarleikur beggja liða var afspymulélegur og fyrir vikið þurfti engan stórleik í sókninni til að koma boltanum í markið. FH-ingar náðu frumkvæðinu strax í byrjun leiks og héldu því þangað til á þessum örlagaríka lokakafla. Hjá FH-ingum var það Guðjón Ámason sem bar uppi sóknarleikinn, einkum framan af. Þá átti Valur Öm einnig ágæta spretti. Hjá HK-mönnum var Sigurður allt í öllu að vanda og stórleikur hans bjargaði stigi fyrir HK. Auk þess átti Óskar Elvar góðan leik og Hlynur varði mjög vel miöað við hvað vömin var slök fyrir framan hann. -HI 1. DilLD KARLA Afturelding 16 12 1 3 432-387 25 Stjarnan 16 11 1 4 397-387 23 Fram 16 10 0 6 425-393 20 iBV 16 8 2 6 377-365 18 Valur 16 8 1 7 365-349 17 KA 16 8 0 8 412-407 16 Haukar 16 7 1 8 434-429 15 ÍR 16 7 1 8 401-423 15 FH 16 6 2 8 394-391 14 HK 16 4 5 7 384-408 13 Grótta/KR 16 2 4 10 384-418 8 Selfoss 16 3 2 11 388428 8 Ekkert lát er á velgengni Stjömumanna en sjöundi sigur Garðbæinga röð varð staðreynd í gærkvöld þegar þeir lögðu Haukamenn á heimavelli sínum, 28-25. Þaö var frábær leikkafli í byrjun síðari hálfleiksins sem lagði granninn að sigrinum. Stjörnumenn skoruöu þá 8 mörk gegn aðeins einu og breyttu stöðunni úr 10-13 í 18-14. Þessa forystu lét sterkt Stjörnulið ekki af hendi og með sama áframhaldi stefnir í einvígi Stjömunnar og Aftureldingar um deildarmeistaratitilinn. „Ég var mjög ánægður með leik okkar manna. Við lentum þremur mörkum undir í byrjun seinni hálfleiks en strákamir spýttu þá ein- faldlega í lófana og tóku leikinn i sínar hendur. Þetta er samtstilltur og breiður hópur sem ætlar sér langt. Einar hefur komið með nýjar hugmyndir sem farið hafa vel í strákana en við höldum okkur alveg niðri á jörðinni þrátt fyrir velgengnina. Það er mikið eftir af mót- inu,“ sagði Eyjólfur Bragason, liðsstjóri Stjömumanna, við DV eftir leikinn. Stjömumenn tefla nú fram sínu besta liöi 1 áraraðir. Karakter- leysi sem einkennt hefur Stjörnuliðið i mörg undanfarin ár heyrir nú sögunni til, sjálfstraustið er mikið í lið- inu og leikmenn eru virkilega tilbúnir að leggja sig I verkefnið. í sterkri og jafhri ^ liðsheild stóðu Birkir Ivar mark- j, ■ f V Rögnvaldur Johnsen upp úr. Magnús Sigmundsson markvörður og homamaðurinn knái, Jón Karl Björnsson, voru langbestu menn Hauka og héldu sínum mönnum á floti lengi vel. Haukamir héldu ekki haus og vömin sem hafði leikið svo vel í fyrri hálfleik opnaðist upp á gátt. -GH Varamenn Vals fylgdust spenntir með félögum sínum og áhyggjusvipurlnn á andlitum þeirra leynir sér ekki. Afturelding fór heim með öll stigin sem í boði voru en það hafa þeir raunar gert síðustu þrjú ár. DV-mynd ÞÖK Afturelding heldur toppsætinu: margt okkar leik“ - Afturelding sótti mikilvægan sigur að Hlíðarenda vörður, Rússinn Shamkuts og Konráð Olavsson meidd- ist í upphitun og lék að- eins síðari hálfleikinn með Stjörnunni gegn Haukum. DV-mynd ÞÖK Afturelding heldur toppsæt- inu í 1. deild karla eftir leiki gærkvöldsins. Mosfellingar fóru þá í heimsókn að Hlíðar- enda og lögðu heimamenn, 25-28, i sveiflukenndum leik. Leikurinn var jafn framan af og jafnt var á öllum tölum lengst af fyrri hálfleiks. Seinni hálfleikurinn var mjög sveiflu- kenndur þar sem Afturelding náði mest sjö marka forskoti. Valsmenn skoruðu þá sex mörk í röð og minnkuöu muninn í eitt mark, en lengra komust þeir ekki, til þess er lið Aftur- eldingar einfaldlega of gott. „Það var margt gott í leik okkar, en þó allt of miklar sveiflur og ég er ekki ánægður með það að við skulum vera svona fljótir að tapa niður góðu forskoti eins og því sem við náð- um í þessum leik. En ég er mjög ánægður með að ná í tvö stig hér í Valsheimilinu. Valur er sterkara lið heldur en staðan í deildinni gefur til kynna. Reyndsir fannst mér vanta að- eins meiri neista hjá þeim en ég er viss um að þeir eiga eftir að koma meira upp,“ sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Aftur- eldingar. Bjarki Sigurðsson var bestur í liði Aftureldingar, hann virð- ist geta skorað af vild og átti snildarleik ásamt Bergsveini Bergsveinssyni og þeim Gintaras og Gintas. Jón Kristjánsson var bestur í liði Vals en þá munar gríðar- lega mikið um það ef Guðmund- ur Hrafnkelsson hrekkur ekki í gang. Þá lék Daníel Ragnarsson vel en hann fékk ekki að spreyta sig fyrr en í síðari hálf- leik er hann tók við af Júlíusi Gunnarssyni, sem ekki náði sér á strik í þessum leik. -ih Njorður með sigurmarkið Siggi Sveins bjargaði stiginu Þegar um sjö minútur voru eftir af leik FH og HK í Kaplakrika í gærkvöldi var staðan 23-18 og fátt virtist geta komið í veg fyrir sigur FH. Með baráttu og stórleik Sigurðar Sveinssonar tókst HK-mönnum að minnka muninn og þrátt fyrir að FH kæmist i 24-22 þegar ein og hálf mínúta var eftir tókst HK-mönnum samt að jafna þegar Alexander Árnason skoraði eftir línusendingu Sigurðar þegar 10 sekúndur voru eftir. Fyrir utan þessar lokamínútur var leikurinn afskaplega lítið fyrir augað. Vamarleikur beggja liða var afspymulélegur og fyrir vikið þurfti engan stórleik í sókninni til aö koma boltanum í markið. FH-ingar náðu frumkvæðinu strax í byrjun leiks og héldu þvi þangað til á þessum örlagaríka lokakafla. Hjá FH-ingum var það Guðjón Ámason sem bar uppi sóknarleikinn, einkum framan af. Þá átti Valur Öm einnig ágæta spretti. Hjá HK-mönnum var Sigurður allt í öllu að vanda og stórleikur hans bjargaði stigi fyrir HK. Auk þess átti Óskar Elvar góðan leik og Hlynur varði mjög vel miðað við hvað vömin var slök fyrir ffaman hann. -HI ENGLAND Walsall sigraði Brentford í vítaspymu- keppni eftir að liðin skildu jöfn, 0-0, í framlengdum leik í bikarkeppni neðri deildar liðanna í fyrrakvöld. Bjarnólfur Lárusson og félagar eru þar með komn- ir í undanúrslit. Félagi hans frá Eyjum, Hermann Hreiöarsson, skoraði fyrir Brentford í vítaspymukeppninni en það dugði ekki til því markvörður Walsall varði tvivegis. ítalinn Marco Branca, sóknarmaður hjá Middlesbro, hefrn- orðið að leggja skóna á hilluna eftir erflð hnémeiðsli. Þessi 34 ára gamli leikmaður kom til enska liðsins frá Inter Milano fyrir tveimur árum. Ron Atkinson, nýráðinn knattspymu- stjóri Nottingham Forest, er nú að reyna að fá Mark Hughes, leikmann Southampton, í raðir Forest. Hughes lék undir stóm Atkinsons þegar hann stjómaði Manchester United og er At- kinson tilbúinn að greiða 60 milljónir fyrir þennan 35 ára gamla harðjaxl. Nigeriski landsliðsmaöurinn Taribo West gæti verið á leið til Newcastle frá Inter Milano. Ruud Gullit hefur boðið 450 millj. í þennan öfluga vamarmann. Alex Ferguson hefur ákveðið að hætta að stýra liði Manchester United árið 2003. Forráðamenn United em þegar famir að líta í kringum sig með eftirmann. Brian Kidd er einn þeirra sem horft er tú en sjálfur segist hann hugsa fyrst og fremst um starf sitt hjá Blackbum. -JKS/VS/GH Njorður með sigurmarkið Það er ljóst að vettvangur nýliða Gróttu/KR í ár er bikarkeppnin því ekkert gengur í deildinni, falldraugurinn er farinn að stríöa Seltimingum svo um munar. Þannig sluppu Framarar í gær úti á Nesi með vamarsigur, 21-20, þar sem Njörður Ámason skoraði sigurmarkið úr vítakasti 9 sekúndum fyrir leikslok. Það sem hélt Fram öðru fremur á floti var frábær markvarsla Sebastians Alexanderssonar í markinu auk góörar frammistöðu Andrei Astafjevs. Hann skoraði öll mörk sín úr hraðaupphlaupum og hröðum sóknum en fékk ekki að spila meira i sókninni þrátt fyrir að þörfin hafi verið brýn. Hjá heimamönnum lék Magnús Agnar Magnússon mjög vel sem og Gylfi Gylfason sem spilaði sem indíáni í vöminni og stal alls flórum boltum í leiknum. Síðustu sekúndur leiksins liðu án þess að Grótta/KR næði að svara fyrir sig því Njörður Ámason stökk gróflega á Magnús Agnar og nældi sér í rautt spjald en slíkir vamartilburöir á lokasekúndum era orðnir ljótur blettur á handboltanum og þar er börf á harðari refsineum ef ekki á illa að fara. -ÖÓJ Stjarnan (10)28 Haukar (11) 25 2-0, 3-5, 6-6, 9-8, 10-10, (10-11), 10-13, 14-14, 18-14, 19-17, 23-18, 27-22, 28-25. Mörk Stjömunnar: Einar Einars- son 7/6, Rögnvaldur Johnsen 6, Ali- aksand Shamkuts 5, Jón Þórðarson 4, Heiðmar Felixson 3, Arnar Pét- ursson 2, Konráö Olavsson 1. Varin skot: Birkir Ivar Guðmunds- son 23/1. Mörk Hauka: Jón Karl Bjömsson 12/6, Kjetil Ellertsen 3, Jón Freyr Egilsson 3, Sigurður Þórðarson 2, Sturla Egilsson 2, Einar Gunnars- son 1, Halldór Ingólfsson 1, Sigurjón Sigurðsson 1. Varin skot: Magnús Sigmundsson 22, Jónas Stefánsson 1/1. Brottvísanir: Stjarnan 0 mfri., Haukar 6. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson, ágætir. Áhorfendur: Um 500. Maður leiksins: Birkir ívar Guð- mundsson, Stjömunni. IR (14) 25 _ IBV (12) 24 1-0, 2-2, 2-5, 4-7, 7-7, 11-7, 13-10 (14-12), 14-14, 16-16, 18-18, 20-18, 24-19, 25-23, 25-24. Mörk ÍR: Ingimundur Ingimundar- son 9, Ragnar Már Helgason 6, Róbert Rafnsson 5, Finnur Jóhannsson 2, Jó- hann Ásgeirsson 2/2, Erlendur Stef- ánsson 1. Varin skot: Hrafn Margeirsson 27, Hallgrimur Jónason 1/1. Mörk ÍBV: Guðfinnur Kristmanns- son 7, Valgarð Thoroddsen 6/5, Daði Pálsson 4, Svavar Vignisson 2, Har- aldur Hannesson 2, Gunnar Sigurðs- son 1, Giedreus Cemiauskas 1, Davíð Hallgrímsson 1. Varin skot: Sigmar Þröstur Óskars- son 13. Brottvísanir: lR 14 mín., ÍBV 6 mín. Dómarar: Einar Hjaltason og Ingvar Reynisson. Áhorfendur: Um 300. Menn leiksins: Hrafn Margeirsson og Ingimundur Ingimundarson, báðir úr ÍR. Selfoss (16) 32 KA (14) 27 1-0, 2-2, 4-4, 6-6, 8-8, 9-11, 14-12, (16-14), 16-15, 19-17, 22-19, 24-22, 27-23, 31-24, 32-27. Mörk Selfoss: Valdimar Þórsson 14/7, Robertas Pauzolis 6, Atli Marel Vokes 5, Björgvin Rúnarsson 3, Dav- íð Guðmundsson 2, Sigurjón Bjama- son 1, Guðmundur Magnússon 1. Varin skot: Gísli Guömundsson 21, Jóhann Guðmundsson 0/3. Mörk KA: Lars Walther 7, Leó Öm Þorleifsson 6, Halldór Sigfússon 3, Hilmar Bjarnason 3/2, Sævar Áma- son 2, Jóhann G. Jóhannsson 2, Sverrir A. Björnsson 2, Guðjón Valur Sigurðsson 1, Jónatan Magnússon 1. Varin skot: Sigtryggur Albertsson 7. Brottvísanir: Selfoss 2 mín., KA 6 mín. Sigtryggur Albertsson og Ámi liðsstjóri Stefánsson sáu rautt. Áhorfendur: Um 200. Dómarar: Anton Gylfl Pálsson og Hlynur Leifsson, góðir. Maðm- leiksins: Valdimar Þórsson, Selfossi. „Berjumst til dauða“ - sagði Sigurjón Bjarnason, þjálfari Selfoss, eftir óvæntan sigur á KA „Þetta var alveg frábær leikur, við spiluðum virki- lega vel og ég er auðvitað mjög ánægður með minn hlut,“ sagði Valdimar Þórsson, besti maður Selfyss- inga, eftir sigur þeirra á KA á Selfossi í gær. Valdimar skoraði 14 mörk, þar af 7 úr vitum og var bara nokkuð hissa á sér eftir leikinn: „Ég hef aldrei skorað svona mörg mörk í einum leik.“ Selfyssingar mættu þrælákveðnir til leiks og börð- ust af miklum krafti allan tímann. Leikur KA-liðsins var áfallalítill í fyrri hálfleik og greinilegt að Selfyss- ingar þurftu að hafa mikið fyrir hlutunum. Leikur- inn var hraður og nokkuð harður og oft var heitt í kolunum á vellinum. í síðari hálfleik var sami baráttuandinn i herbúð- um Selfyssinga og gæði nandboltans viku oft fyrir hraðanum. Þegar Selfyssingar höfðu náð þriggja marka forskoti róuðu þeir hins vegar leikinn, sem þeir höfðu öll tök á. KA-menn áttu í mesta basli með frábæra Selfoss- vömina og gerðu lítið annað en að væla í dómurun- um, þeim Antoni og Hlyn, sem stóðu sig mjög vel. KA skoraði aðeins 6 mörk á síðustu 16 mínútun- um, fjögur á síðustu 6 mínútunum þegar þeir söxuðu niður 7 marka forskot Selfyssinga. Selfyssingar þurftu þó engar áhyggjur að hafa og fögnuðu gífur- lega í leikslok. Selfossliðið lék allt á 110% getu og ósanngjamt að hampa einum frekar en öðrum því liðsmennimir börðust allir eins og grenjandi ljón. Maður leiksins var þó leikstjómandinn Valdimar og þá varði Gísli Guðmundsson frábærlega. Jóhann bróðir hans kom þrisvar inn á til að verja víti og tókst það í öll skipt- m. í liði KA var Lars Wcdther sá eini sem eitthvað bar á, hann skoraði 7 glæsileg mörk í öllum regnbog- ans litum. „Andinn í hópnum hefur ekki verið nógu góður það sem af er vetri, það er erfitt að berjast á botnin- um og reynsluleysið hefúr háð okkur. Við ákváðum eftir tapleikinn gegn HK á sunnudaginn að botnin- um væri náð og lítum svo á að nú hefjist ný keppni. Það eru 14 stig í pottinum, nú tökum við hvem leik fyrir sig, náum upp andanum í hópnum og berjumst til dauða. Ef við fóllum, þá föllum við með sæmd,“ sagði Sigurjón Bjamason, þjálfari Selfoss, eftir leik- inn. -GKS Valur (11) 25 Afturelding (14) 28 1-0, 2-2, AA, 6-6, 8-8, 8-12, 9-13, (11-14), 11-16, 13-17, 15-18, 15-22, 21-22, 21-25, 23-26, 25-28. Mörk Vals: Jón Kristjánsson 6/5, Ari Allansson 5, Daníel Ragnarsson 4, Einar Öm Jónsson 3, Július Gunn- arsson 2, Erlingur Richardsson 2, Davíð Ólafsson 1, Freyr Brynjarsson 1 og Theodór Valsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkels- son 6/2, Svavar Baldursson 5. Mörk Aftureldingar: Bjarki Sig- urðsson 10/1, Gintaras Savukynas 5, Magnús Már Þórðarson 4, Gintas Gal- kauskas 3, Sigurður Sveinsson 3 og Jón Andri Finnsson 3/2. Varin skot: Bergsveinn Bergsveins- son 18. Brottvisanir: Valur 8 min., Aftureld- ing 10 mín. Áhorfendur: Um 200. Dómarar: Bjami Viggósson og Val- geir Ómarsson, góðir. Maður leiksins: Bjarki Sigurðsson, Aftureldingu. Grótta/KR (11) 20 Fram (10) 21 0-1,1-1,1-3,4-5,6-5, 6-9,8-10, (11-10), 11-11, 13-13, 15-16, 18-16, 18-18, 19-18, 20-20, 20-21. Mörk Gróttu/KR: Magnús A. Magn- ússon 6, Armands Melderes 5, Gylfi Gylfason 3, Ágúst Jóhannsson 2, Zolt- an Bellanýi 2/1, Alexander Pettersons 1, Davíð B. Gíslason 1. Varin skot: Sigurgeir Höskuldsson 15/1. Mörk Fram: Njörður Árnason 6/3, Andrei Astafjev 5, Magnús Amgríms- son 5, Björgvin Björgvinsson 2, Krist- ján Þorsteinsson 1, Guðmundur Páls- son 1, Oleg Titov 1. Varin skot: Sebastian Alexanders- son 20/2. Brottvísanir: Grótta/KR 8 mín., Fram 12 mín. (Njörður rautt á 60. mín.). Dómarar: Þorlákur Kjartansson og Einar Sveinsson, afar slakir. Áhorfendur: Um 150. Maður leiksins: Sebastian Alex- andersson, markvörður Fram. FH (15) 24 HK (13) 24 1-0, 3-1, 4-3, 6-4, 7-6, 9-7, 11-8, 12-10, 14-11, (15-13), 18-14, 20-15, 21-17, 23-18, 24-24. Mörk FH: Valur Amarson 5/1, Guðjón Ámason 4, Knútur Sigurðs- son 4, Guðmundur Pedersen 4, Gunnar Beinteinsson 3, Hjörtur Hinriksson 2, Sigurgeir Ámi Ægis- son 1, Gunnar Narfi Gunnarsson 1. Varin skot: Elvar Guðmundsson 9/1. Mörk HK: Sigurður Sveinsson 9/1, Óskar Elvar Öskarsson 5, Alexand- er Árnason 4, Guðjón Hauksson 2, Már Þórarinsson 1, Helgi Arason 1, Stefán Freyr Guðmundsson 1, Hjálmar Vilhjálmsson 1. Varin skot: Hlynur Jóhannesson 15. Brottvisanir: FH 12 mín., HK 12 mín. Áhorfendur: Um 250 Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson og Ólafur Haraldsson, ágætir. Maður leiksins: Sigurður Sveins- son, HK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.